Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 6
6 HELGIN Laugardagur 11. júní 1988 Ragnheiður Þórarinsdóttir, borgarminjavörður, við munina úr Viðey. Við fornleifauppgröftinn í Viðey hafa fundist leifar mann- virkja,skála, jarðhýsi, sem tal- ið er vera frá 10. eða 11. öld, auk hlaðinna veggja, gólf- hellna auk ýmissa muna úr búskap og klausturlífi í Viðey. í elstu lögunum fundust kljá- steinar, sem voru notaðir við vefnað og hálfur snældusnúður úr íslenskum tálgusteini. Þessir fundir benda til þess að á 10. og 11. öld hafi búskapur með tilheyrandi tóvinnu verið stundaður í Viðey. í sömu lögum fannst járngjall sem bendir til járnvinnu. Vaxtöflur munkanna íViðey í mannvirki því sem talið er rústir klaustursins í Viðey fundust mjög athyglisverðar vaxtöflur með letri, sem nú er verið að greina. Vaxtöflur þessar virðast hafa verið notað- ar sem nokkurs konar rissblöð nútímans, þar sem á voru skrifaðir minnispunktar. í sömu lögum fannst stíll eða griffill, áhald breiðara í annan endann, sem notað var til að skrifa í vaxið og slétta síðan vaxið út aftur. Vaxtöflurnar var því hægt að nota aftur. Vaxtöflurnar, sem fundust í Viðey, voru fimm talsins. Voru þær í leðurhylki með þrykktu laufamynstri og virðist sem munkamir hafi haft þær Sýning á munum úr fornleifauppgreftrinum í Viöey: Aldagömul rissblöð“ úr vaxi Árbæjarsafnið í Reykjavík var opnað 31. maí s.l. Starfsmenn safnsins hafa unnið að því í vetur að setja upp 3 sýningar, sem standa munu í sumar, auk venjulegs viðhalds húsanna og umhverfis þeirra. Hæst ber sýningu á munum sem fundist hafa við fornleifauppgröftinn í Viðey. I desember 1986 var tekinn prufuskurður í Viðey og ákveðið að hefja fornleifarann- sókn sumarið eftir. Rannsóknin fór fram á 400 fm svæði norðan Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Viðey kemur við sögu Reykjavíkur frá upphafi og tengist einkum trúar- og stjórnmálasögu hennar. Viðeyjar er ekki getið í Landnámabók, en er nefnd í biskupasögum. Heimild um eyna er að finna í samningi, sem Viðeyingar gerðu við Gufunesinga varðandi æðarvarp um miðja 12. öld og í Jarteiknabók Þorláks biskups helga. Viðeyjar er einnig getið í sögu Þorláks helga og segir þar: „Á bæ þeim er Viðey heitir, spilltu mýs komum og ökram, svo að varla mátti við búa.“ Frásögnin er vísbending um að kom hafi verið ræktað í eynni. bundnar um belti sitt. íslenskur handritafræðingur er að greina letrið með hjálp eins helsta handritafræðings Svía, sem gefur alla vinnu sína í sambandi við vaxtöflurnar. Á töflunum er lágþýska, latína og íslenska og telja handrita- fræðingar Árnastofnunar að letrið sé frá tímabilinu 1450- 1600. Talið er mögulegt að letrið sé uppkast að sendibréfi. Vaxtöflurnar eru best varð- veittu töflur Norðurlanda. Til eru varðveittar vaxtöflur frá löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs frá því stuttu eftir Krists burð og frá rómverskri járnöld. í Árbæjarsafni eru til sýnis hluti munanna sem fundist hafa í Viðey. Eru það helst áhöld, leirkerabrot ásamt pjötlum úr fatnaði, m.a. mjög vel varðveitt prjónahúfa. Rafmagn lagt eftir 66 ára gömlum teikningum Auk þessarar sýningar hefur verið sett upp sýning sem rekur sögu Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Þessi sýning er í Mið- húsi, sem stóð við Lindargötu í Reykjavík. Rafmagnsveita Reykjavíkur var stofnuð 1921. til eru rafmagnsteikningar Miðhúss frá 1922 og hefur verið lagt rafmagn í húsið eftir þeim teikningum. Rofar og annað er tengist rafmagni er úr postulíni eins og tíðkaðist á þessum tíma. í Miðhúsi eru einnig til sýnis gömul raftæki, s.s. eldavélar, rafmagnsofnar, hrærivélar og fyrstu útvörpin. Sýning þessi er hluti af stærri sýningu, sem ætlað er að segja sögu Reykjavíkur í máli og myndum. í einu húsinu í safninu er sögð saga Slökkviliðs Reykja- víkur. Þarerm.a. kranabíllfrá 1950 sem hætt var að nota 1986. Að sögn Ragnheiðar Þórar- insdóttur, borgarminjavarðar og safnvarðar Árbæjarsafns, er vaxandi aðsókn íslendinga að safninu. í fyrra sóttu 18 þúsund manns safnið heim. Við safnið vinna 9 manns allt árið, við að gera gömul hús upp, halda þeim við og setja upp sýningar. -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.