Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 12
• / *■ I ^e, 12 A HELGIN Laugardagur 11 júní 1988 - W§m 1 JlpllSÍtí ]' , . ■ . . ■ • ■ • V : WSiifMi 'm % ■* ií 4 c - M mm Næturlíf í Moskvu: Ljósin slökkt kl. 23 á börum og veitingahúsum! Nú hefur Moskva verið daglega á sjónvarpsskerminum hjá okkur að undanförnu vegna fundar Reagans og Gorbatsjovs. Þar höfum við fengið að sjá fegurstu hliðar borgarinnar væntanlega, og fallegu salarkynnin í Kreml þar sem leiðtogi Sovétríkjanna og frú hans tóku á móti Bandaríkjaforseta og hans frú. Auðvitað var borgin sneisafull af útlendum fréttamönnum þessa daga sem ekki ætluðu að láta neitt fram hjá sér fara sem kynni að gerast sögulegt en sennilega hafa þeir orðið að hafa ofan af fyrir sér sjálfir á kvöldin á meðan leiðtogarnir sátu dýrlega veislufagnaði. Og samkvæmt lýsingu banda- rísks blaðamanns nýlega á næturlífinu í Moskvu hefur það sennilega ekki verið auðvelt verk. Lýsingin gefur til kynna að næturlíf Moskvuborgar, sem telur 9 milijónir íbúa, sé vægast sagt líflítið! Næturlíf ekki finnanlegt í Sovétríkjunum Svo segir í einum upplýsinga- bæklingi sem gestum Sovétríkj- anna stendur til boða að næturlíf í landinu sé „varla finnanlegt í Sov- étríkjunum“. Gestur frá Vesturlöndum getur þó fengið inngöngu á bari þar sem hann greiðir fyrir varning og þjón- ustu (áfengi og félagsskap kvenna) með sterkum gjaldeyri. Þeir Rúss- ar aftur á móti sem venja komur sínar á þessa staði verða að búa yfir ýmsum vafasömum eiginleikum. Enda hefur blaðamaður eftir ein- um Moskvubúa að þessir staðir séu óhemju dýrir „og ómögulegt að sjá afleiðingarnar fyrir af heimsókn á í Gilyarowski-Café situr fólk við kertaljós og klingir glösum með kampavíni frá Krím. IMoskvu eru um 150 kvikmyndahús, mörg leikhús og nokkur diskótek, auk nokkurra bara, en þeim fækkar heldur en hitt vegna herferðar yfirvalda gegn drykkjuskap. Og veitingahús eru 360 talsins. Allir þessir skemmtistaðir loka í síðasta lagi kl. ellefu á kvöldin. Erfitt og fábreytt tilhugalíf Ungur Rússi segir frá tilhugalíf- inu á eftirfarandi hátt: Við fórum aldrei neitt. Sjálfur bjó hann á stúdentaheimili en kærastan deildi íbúð með tveim fjölskyldum. „Við sátum í stigaganginum í blokkinni hjá henni og reyktum, eða fórum í gönguferð og settumst í aðra stig- aganga og reyktum,“ segir hann. En það verður að viðurkennast að þetta var ódýr skemmtun. Það er hins vegar ekki ódýrt að skemmta sér á Gilyarowski-Café. En rétt eins og neyðin er sögð kenna naktri konu að spinna hafa framtakssamir ungir Rússar lag á að komast út að skemmta sér. Ungur Rússi, Sascha, segir blaða- manninum frá: „Fyrir mann með 150 rúblna mánaðarlaun er það dýrt að bjóða stúlku út að borða fyrir 25 rúblur.“ í staðinn býður Sascha tveim kunningjum, sem hann hefur nýlega kynnst, á stað sem er meira við hæfi öreiganna í Moskvu, bjórbar. Við innganginn hefur myndast löng biðröð en Sascha ryður sér leið að dyraverð- inum og kemur sigri hrósandi til baka. Dyravörðurinn er hinn lipr- asti þegar hann hefur veitt mútu- fénu viðtöku. „Þetta köllum við svínastíuna“ Innandyra er þvaga af drekkandi fólki. Þjónn færir gestum bjór og nú getur Sascha slappað af. Hann tekur sér vænan gúlsopa og hallar sér aftur í sætinu. „Þetta er það sem við Rússar köllum svína- stíuna,“ segir hann. Moskvubúar geta líka fengið aðgang að góðum leikhúsum með því að beita mútuaðferðinni. En þeir borgarbúar sem annað hvort burðast með siðferðisvitund eða eru of fátækir að fé verða að láta sér nægja viðskipti við söluturna sem selja lélegri sæti á lélegri sýningar. Kvöld eitt voru á boðstólum miðar á tónleika hinnar þekktu söngkonu Bulat Okoujava. í ljós kom að um var að ræða óþekkta söngkonu sem söng söngva Okou- java. í Moskvu eru mörg söfn, þ.á m. hið nýja brauð-safn. En vinsælasta safnið í Moskvu er Listamannahús- ið. Ekki vegna þeirrar listar sem þar er boðið upp á heldur vegna tyrkneska kaffisins sem þar er á boðstólum. Moskvubúar fylla vinalega kaffi- stofu safnsins allar stundir dagsins, alveg til kl. 9 að kvöldi, en þá eru ljósin þar slökkt. Blái fuglinn, „Blue Bird“ er aðsetursstaður djassklúbba Moskvuborgar. Þar tekur ungur maður á móti 8 rúblum frá gestun- um og tilkynnir um leið: „Enginn djass í kvöld“. Hins vegar eru hljómflutningstækin í fullum gangi og músíkin drunar um salinn, þar sem í hálfrökkrinu má greina dans- andi fólk, u.þ.b. fimm sinnum fleiri konur en karla. Nýbreytni fyrir einmana sálir Nú hefur nýbreytni fyrir ein- mana sálir haldið innreið sína í Moskvu, þ.e. lokaðir klúbbar þar sem fólk getur kynnst hvert öðru. Þessir. klúbbar eru að vísu ekki leyfðir í miðborginni þar sem em- bættismenn óttast augsýnilega að þeir veiti samkeppni þeim börum sem Vesturlandabúar greiða þjón- ustuna í beinhörðum gjaldeyri. í einum þessara klúbba, í út- hverfinu Dolgoprudni, verður eig- andinn, Ludmilla Kremlyowa fyrir svörum. Hún segir að það verði æ algengara að fólk sækist eftir því að koma á stefnumóti við einhvern. ■ Hún gefur auga gráhærðum manni sem er önnum kafinn við að fylla út langan spumingalista inni á skrifstofu hennar. Aðrir tveir menn eru þar líka staddir og fletta í skjalaskrá sem hefur að geyma upplýsingar um ýmsar konur. Gráhærði maðurinn réttir frú Kremlyowa útfylltan spurningalist- ann og segir: „Mestu kostirnir sem geta prýtt eina konu er að hún sé ástúðleg og hlý.“ Þessu svarar frúin með því að nú séu margir karlar sem leiti eftir félagsskap kvenna sem stundi viðskipti. En maðurinn svarar á móti: „Allir eiga rétt á því að finna hamingjuna. í skjalasafninu héma ætti að vera sérstakur flokkur fyrir ástúðlegar og hlýjar konur.“ Föstudagskvöld í „Usbekistan“ Nú er föstudagskvöld. Skemmt- anasjúkir fylla „Usbekistan" út úr dyrum og dansa í blikkandi ljósum við ærandi hávaða úr mögnuðum hljómflutningstækjum. Tapparnir fljúga um allan sal úr kampavíns- flöskunum og blómasalar bjóða fólki rósir til kaups. Drukkinn maður ásækir konu nokkra. Fylgd- armaður hennar tekur hann í karp- húsið. Sá fulli slær hann í andlitið. Fylgdarmaðurinn rífur peysu þess drukkna. Glas brotnar. Lögreglu- menn koma æðandi. Um kl. 23.15 hefur hljómsveitin tekið saman hljóðfærin sín, borð em rýmd og ræstingarliðið hefst handa um að skrúbba gólfið með salmíakshreinsiefni. Við útganginn hvæsir kona að dmkknum fylgdar- sveini sínum: „Ég skammast mín fyrir þig. Þú veist ekki einu sinni hvemig maður á að hegða sér í veitingahúsi“. Síðustu gestimir em famir og ljósin slökkt. Klukkan er ekki enn orðin hálftólf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.