Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 15
-L'augardatgur 11. júní 1988 HELGIN I 15 I BETRI SÆTUM SPURNINGALEIKUR í BETRI SÆTUM: Langar þig aðeiga Full Metal Jacket? Við höldum þá áfram með spurningaleik í betri sætum. Við spurðum síðast spurninga um myndina Dirty Dancing, en nú snúum við okkur að annarri ekki síður vinsælli mynd, sem hlotið hefur gífurlega mikið umtal. Petta er engin önnur en stór- myndin Full Metal Jacket, mynd Stanley Kubricks. Eins og Tíminn hefur þegar skýrt frá er Kubrick sérlundaður mjög og hefur þegar neitað tveimur íslenskum útgáfum að myndinni sakir uppsetningu á textanum. En hann samþykkti loks þriðju útgáfuna og hafa Steinar hf. ákveðið af örlæti sínu og velvild í garð myndbandasíðunnar að gefa þrjú eintök af myndinni í verðlaun. Pað eina sem þú þarft að gera er að svara fjórum af þessum fimm spumingum réttum og þá átt þú möguleika á að eignast þitt eigið eintak af Full Metal Jacket. Mynd sem er alls ekki síðri en Platoon. Kýldu á það og vertu með. En þú verður að vera búinn að senda umslagið fyrir 29. júní n.k. Merktu umslagið svona: Tíminn Vol betri sætum Lynghálsi 9 110, Reykjavík. SPURNINGAR: 1. Nefndu eina aöra mynd eftir Stanley Kubrick. 2. Hvar eru Steinar hf. til húsa? 3. Hvaða heiti hefur myndin hlotiö á íslensku? 4. Hvað stendur á hjálminum framan á umslagi myndar- innar. 5. Hvaö heitir aöalpersónan í myndinni? FULL 1 METAL* JACKET Amazing Stories: Göllum gæddar myndir sem allar enda vel! Stjörnugjöf = ★★V2 Aðalhlutverk: Hinir og þessir. Leikstjórn: Þessir og aðrir. Þá er komin á markað þriðja myndin með yfirskriftinni Amaz- ing Stories. Sú fyrsta var sýnd í Laugarásbíói við nokkuð góða að- sókn á síðasta ári. Þar voru myndir eins og Meet the head of the Class, Mummy Daddy og myndin um kviðskyttuna. f mynd númer tvö var t.d. myndin með Danny De- Vito og álög hringsins, að ógleymd- um píanókyrkjaranum. En nú er sem sagt komin út mynd númer þrjú. Ég viðurkenni það fúslega að ég bjóst við að það væri með þessar myndir eins og franskbrauð. Nýtt er það gott, eldra er það vont en gamalt er það ógeðslegt. Það varð nú samt ekki raunin. Fyrsta myndin var í heild ágæt, sú næsta var í heild einnig ágæt og sú þriðja er í heild alveg ágæt. Mynd númer eitt heitir Greibb- les. Hún segir frá húsmóður sem uppgötvar skrýmsli sem étur allt sem tönn á festir í húsinu og baráttu hennar við að koma því út áður en allt er farið í rúst. Mynd númer tvö heitir Moving Day og sig er ekki slæmt, enda finnst mér leiðinlegt að sjá myndir sem enda iila. Þær eru hins vegar allar þær göllum gæddar (er hægt að vera gæddur göllum?), að það er allt gott út allar myndirnar. Það finnst mér slæmt. Hugmyndirnar eru á hinn bóginn nokkuð lúnknar og þegar maður lítur til baka yfir farinn veg, þá get ég ekki annað en sagt að kvöldið verður ekki ónýtt þó horft sé á þessa spólu. Tvær og hálf stjarna. -SÓL Samtök íslenskra myndbanaaleiga SÍM TOPP 20 (1.6-8.6 1988) Dirty Dancing Innerspace Raising Arizona No Mercy Something Wild Otto#2 Roxanne Beverly Hill Cops #2 RentaCop TheJerk 11. (10) Ishtar 12. (17) Eureka 13. (-) Mind over Murder 14. (9) Jumping JackFlash 15. (7) Critical Condition 16. (-) DogsofWar 17. (15) WooWooKid 18. (11/12) Assassination 19. (16) BigShots 20. (~)NightoftheCreeps (J.B. Heildsala) (Stéinar) (Steinar) (Steinar) (Skífan) (Myndbox) (Skífan) (Háskólabíó) (J.B. Heildsala) (Laugarásbíó) (Skífan) (Steinar) (Háskólabíó) (Steinar) (Háskólabíó) (Steinar) (J.B. Heildsala) (Myndbox) (J.B. Heildsala) (Steinar) Stella í orlofi: segir frá strák sem heldur að hann sé eins og allir aðrir, þangað til hann kemst að því að hann er frá annarri plánetu og þarf að flytja þangað daginn eftir. Mynd númer þrjú heitir síðan Miscalculation og segir frá piltungi nokkrum sem gerir allt til að redda sér stefnumóti á föstudagskvöldi. Myndirnar eiga allar það sameig- inlegt að enda vel. Það út af fyrir Gamli rjómatertu- slagurinn mættur Stjörnugjöf = ★★ Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdóttir, Gestur Einar Jónsson og Þórhallur Laddi Sigurðsson. Leikstjóri: íslenski myndbandaklúbburinn: Almenn eign myndefnis sjálfsögð og eðlileg íslenski myndbandaklúbburinn er félag sem stofnað var af nokkr- um einstaklingum og félögum. Markmið félagsins er að gefa út eigulegt myndefni á myndböndum sem fólk hefur áhuga á að horfa á oftar en einu sinni og eiga heima hjá sér. Félagið fullyrðir að undirstaðan fyrir almennri eign myndefnis sé þegar fyrir hendi, þar sem mynd- bandstæki séu til staðar á rúmlega helmingi íslenskra heimila, og því sé það aðeins spurning um hve Iangan tíma það tekur fólk að átta sig á að almenn eign myndefnis sé sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Útgáfustefnu íslenska mynd- bándaklúbbsins er skipt niður í fjóra megin þætti. Fyrst má nefna klassískar kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum. Þá fræðslu- og kennsluefni, svo sem myndband um flugustangveiði, sem klúbbur- inn hefur þegar gefið út. Vandað og þroskandi barnaefni með ís- lensku tali, og hefur klúbburinn þegar gefið út teiknimyndir um Tinna og loks íslenskt efni og verður þar bæði um að ræða að- keypt efni og einnig efni sem klúbburinn sjálfur mun framleiða. Myndefnið verður gefið út með þrennu móti. í fyrsta lagi verða gefnar út einstakar spólur, í öðru lagi nokkrar spólur saman og í þriðja lagi getur fólk gerst áskrif- endur að ákveðinni gerð mynda, á svipaðan hátt og í bókaklúbbum. Allir viðskiptavinir klúbbsins verða sjálfkrafa meðlimir í mynd- bandaklúbbi. Vera þeirra þar er án nokkurra kvaða, en fá hins vegar í hendurnar meðlimakort sem veitir þeim ýmiskonar fríðindi. í betri sætum hyggst fylgjast vel með framgangi fslenska mynd- bandaklúbbsins og hefur í hyggju að leyfa lesendum að vita hvað er að gerast á þeim bæ með reglulegu millibili. -SOL Ég er hlynntur íslenskri kvik- myndagerð. Ég vil hafa það hér fremst, svo ekki fari milli mála hvar ég stend í því máli. Stella í orlofi er ekki ný mynd. Stella er hins vegar ekki ýkja gömul á myndbandaleigum. Söguþráðurinn er sem hér segir. Georg (Gestur) rekur ullarvöru- verslun og á von á dönsku viðhaldi til landsins. Hann lýgur því að Stellu að hann eigi von á mikilvæg- um viðskiptavini til landsins og neyðist til að fara með hann í lax. Örlögin haga því hins vegar þannig að Georg lendir inn á spítala og Stella ákveður að taka „viðskipta- vininn“ í lax í Selá. Með flugvélinni kemur hins vegar Salmon Gustaf- son, sænskur alkohólisti sem er á leið í afvötnun hjá SÁÁ. Fyrir skemmtilegan misskilning heldur Stella að hér sé kominn viðskipta- vinurinn, en Salmon að hér sé kominn aðili frá meðferðarstofn- uninni. Úr þessu kemur sfðan ým- islegt upp. Ég skemmti mér konunglega við að horfa á ... Ladda, Gfsla Rúnar, Sigga Sigurjóns og sveitabörnin tvö. Gamli vinnufélaginn minn Gestur Einar kemst vel frá sínu, en ekki var ég jafnánægður með Eddu eða hvernig myndinni í heild reiddi af. Myndin á samt þrælgóða spretti. En það er 1' raun alveg merkilegt hvernig alltaf tekst að klúðra íslensku grínmyndunum. Alltaf þarf að fara út í gömlu slagsmálabrandarana, gömlu fyll- erísbrandarana og gömlu rjóma- tertubrandarana, sem raunar eru útfærðir í kokteilsósulaxaklósett- pappírsbrandara svona til að vera ekki að herma nákvæmlega eftir útlendingunum. Til að gera langa sögu stutta, þá varð ég bara fyrir nokkrum von- brigðum. Myndin fær samt tvær stjörnur. Eina fyrir meistaraleik Ladda, Gísla, Sigga og barnanna og eina fyrir að vera íslensk. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.