Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 2
2 I HÉLGIN Einkennilegt fólk Bernhöft notaði mó í bakarofn sinn, og þurfti eðlilega afarmikinn mó. Var honum útmælt til móskurð- ar afarstórt svæöi í Vatnsmýrinni fyrirsunnanogneðan Grænuborg, þar þótti mórinn í Vatnsmýrinni hvað skástur, en annars höfðu aust- anbæjarmenn aðallega mótekju í Kringlumýri. Til þess að geta flutt þennan mikla mó heim á vögnum, lagði Bernhöft akveg sunnan úr mómýrinni og niður á Bakarastíg- inn, svo hét Bankastræti þá. Þennan akveg bygðu þeir gamli Bernhöft og Jón einir tveir, og sýnir dugnað beggja, enda var Jón stór og vafa- laust sterkur maður. Árni „biblía“ Árni nokkur Þórðarson bjó í Grafarkoti í Mosfellssveit. Hann var kallaður „biblía", af því að hann sló altaf um sig með biblíutilvitnanir, er hann var fullur, en það var hann altaf, þegar hann var staddur hér, eins og reyndar alment var á árunum um og eptir 1870, alt fram undir 1880. Af Árna hef ég annars ekkert að segja annað, en hann var faðir hins mikla drykkjurúts Þórðar, sem nú er orðinn nafnkunnur undir nafn- inu „Malakoff". Þegar eg þckti til Þórðar, fram yfir 1880, bar hann ekki þetta hátíðlega rússneska nafn, heldur hét hann „malað kaffi", eða venjulega Þórður „ala mala“. Það sem aðallega ein- kendi Þórð var tvent, drykkjuskapur hans og óhemju burðarmagn. Hann var syndandi fullur frá morgni til kvelds, dag út og dag inn, ár eptir ár. Hann var stakasta góðmenni, og svo lundspakur, að ég minnist þess ekki, að ég hafi nokkurn tíma séð hann reiðan, þótt opt væri á hann leitað, en sagt var að hann reiddist illa, ef hann reiddist á annað borð. Hann var afar sterkur maður, sérstaklega gat hann borið ósköpin öll. í kring- um 1875 voru hér syðra fiskileysisár mikil, svo skotið var saman allmiklu fé í hinum fjórðungum landsins, handa Nesjamönnum hér. Á þeim árunum barst einu sinni ákaflega mikið af smáupsa í land í Hafnarfirði og þótti það góður fengur í hallær- inu. Reykvíkingar gerðu þá út Þórð „ala mala“ til að fara nokkrar ferðir gangandi suður í Fjörð til að sækja upsa. Það var alveg ótrúlegt, hve mikið hann bar bæði að framan og aptan, hálffullur auðvitað, og á þeim vegi, sem þá var til Hafnarfjarðar. Þórði var alveg vafalaust margt vel gefið, en ástríða hans gerði hann að auðnuleysingja. Af hverju hann fékk viðurnefni sitt, er mér ókunnugt um. Úr því ég nefndi Árna „biblíu" fyr, þá er oest ég haldi mér við guðsorðabækurnar og minnist næst á Þorgerði „postillu“. Hún var að ég held austan úr Grafningi, og kom til Reykjavíkur tvisvar á ári, sumar og haust með ýmsar afurðir til sölu. Koma hennar var jafnan almennt gleðiefni fyrir strákana í bænum, því hún drakk sig fulla undir eins og hún kom, og slagaði svo um göturnar. Hún var altaf í karlmannafötum, buxum að neðan auðvitað, og dugg- arapeysu að ofan, og þar utan yfir voru axlaböndin, með blankhatt á höfði, eins og sjómenn útlendir brúkuðu þá. Það var eitthvað svo óendanlega kátlegt að horfa á þessa litlu manneskju svona búna, slaga um göturnar, hálfraulandi sálmalag, að hverjum manni hlaut að verða það á að brosa. Aldrei lagði hún til nokkurs manns, og strákarnir voru heldur ekki mjög nærgöngulir við hana. Til „orlogs" í kotræfli við Vesturgötu, bjó Haagensen og hét kotið Merki- steinn. Haagensen var aldrei nefnd- ur öðruvísi, en hann hét Kristján . Jónsson, Hákonarsonar, og var vest- firzkur að ætt. Á nýjársdag, sumar- daginn fyrsta, og ef til vill fleiri hátíðisdaga, gekk Haagensen í ein- kennisbúningi fyrir höfðingja bæjar- ins, til þess þess að óska þeim allra heilla og blessunar á hinu nýbyrjaða ári eða sumri. Einkennisbúningur- inn var heiðblár klæðisfrakki með ÁS'-J . i tAHV' hlhhhí Laugardagur 11. júní 1988 svo skjótri svipan, að búðarmenn gátu eigi borið kensl á manninn, eða stöðvað hann. Var þjófurinn síðan kærður fyrir bæjarfógeta, sem þá var Vilhjálmur Finsen. Vitni voru yfir- heyrð, og bar eitt þeirra, sem kom að í því að þjófurinn hljóp út úr búðinni, að sér hefði sýnst það vera Sveinn málari. Hann var nú kallaður fyrir rétt, og þegar hann heyrði, að hann hefði átt að hlaupa út úr búðinni, varð honum að orði: „Guð minn góður, eg sem aldrei hleyp." Þetta þótti svo sláandi sönnun fyrir sakleysi hans, að honum var strax slept, enda var Sveinn vissulega enginn þjófur. Hann var fróður maður um margt og bókhnýsinn, og er heimildarmaður að einstöku sög- um í „Þjóðsögunum". Erfitt sambýli Ófeigur Jónsson var mjög ein- kennilegur maður; hann safnaði öll- um korktöppum, er hann gat náð í, Melkot, þar sem mörg olnbogabörn þjóðfélagsins höfðust við lengur og skemur er fyrir miðju á þessari mynd, sem sýnir ístekju á Tjörninni um síðustu aldamót. blönkum hnöppum sléttum, en bux- ur allavega litar, og stundum legg- ingar á, og svartur blankhattur á höfði. Á þessum einkennisbúningi stóð svo, að Haagensen hafði í ungdæmi sínu verið leiðsögumaður á dönskum herskipum hér við land, einkum á Vesturlandi, og fékk hann á þessu ferðalagi nafnið, uniformið og hattinn. Mörgu kunni Haagensen frá að segja af freigátunni, eða þegar hann hafði verið til „orlogs" eins og hann jafnan komst að orði, og talaði hann þá jafnan dönsku eða einhvern dönskublending. Það segir sig sjálft, að þegar Haagensen var á þessum „gratulations“-ferðum sínum kunni hann ekki mikið í sínu móðurmáli. Drjúgan skilding fékk hann í þessum ferðum sínum, þó þær væru ekki skoðaðar sem beinar beiningaferðir. Endurminningar frá aðalviðburði lífs hans, verunni „til Orlogs“ voru altaf efstar í huga hans, þess vcgna sló hann opt um sig með dönskum sjómanns orðatiltækjum. Orðin „hive“ og „heise" voru hans upp- áhaldsorð, og brúkaði hann þau bæði í tíma og ótíma. Opt sagði hann einkennilegar sögur af því, hvernig gengi tii „til Orlogs", og var óbágur á slíkum „orlogs" sögum, þó þær séu flestar gleymdar nú. Til dæmis kvað hann vel mætti gjöra miklu fleiri tegundir „vendinga“ á herskipum en á kaupskipum. Þar væri að eins um „stag“-vending eða „ko“-vending að ræða, en á herskip- um mætti einnig gjöra „om“-vending og „Snar“-vending. Ef menn lögðu ekki trúnað á sögur hans, þá var þetta viðkvæðið „þú hefur ekkert vit á þessu, því þú hefur aldrei „til Orlogs" verið“, og lét þá heyra, að þeir skyldu sem minst um þetta tala, því ekki hefðu þeir, eins og hann, verð „Befalingsmand" og „staaet til Ansvar for et stort Orlogsskib med fuld Besætning“. Konu átti Haagensen, er Halldóra hét; hún var allra kvenna minst, nálega dvergur, en maður hennar var með allra hæstu mönnum, víst fullar 3 álnir á hæð, en ekki að sama skapi þrekinn. Það varþví afarskríti- leg sjón að sjá þau hjónin ganga saman, því hún var alveg eins og barn við hlið hans enda leiddi hann hana aliajafna eins og barn. Hann var stórstígur, en hún smástíg, og var hún því altaf á eptir. Það var ómögulegt að verjast hlátri, þegar Haagensen teymdi Halldóru sína (hann kallaði hana altaf ,,sína“), t.d. inn kirkjugólfið, einkum ef hún, þessi litla manneskja, var með gömlu skupluna á höfði, og rósótta klúta um höfuð, háls og herðar, en svo var hún jafnan búin, er hún var til altaris, sem þá þótti sjálfsagt að vera, að minsta kosti einu sinni á ári. Þeim hjónum kom mæta vel saman, og það var venjulegt orðtak hans við hana, „híva og heisa, Halldóra mín“. Þau voru bamlaus. Þegar Haagensen gamli kom neð- ar úr bæ, t.d. til máltíða frá vinnu sinni, en það var starf hans að bika hús á sumrum, því þá voru flest hús bikuð, og moka snjó af götum á vetrum, þá var Halldóra opt úti stödd við bæjardymar, að tala við krakkana, því hún var valkvendi. Þegar Haagensen nálgaðist, kallaði hann upp: halló! eða oh höj! Hall- dóra mín, nú skulum við „til at skaffe“. Stundum bætti hann við: Nú verður þú að „skynde Dig", Halldóra mín. Ef honum leiddist biðin, hrópaði hann upp: Andskoti ertu lengi, Halldóra mín, þú hefðir þurft að vera á herskipi til að læra að flýta þér. En þú hcfur aldrei til „Orlogs“ verið, Halldóra mín, bætti hann svo við í blíðari róm. „Til Orlogs maa man rappe sig,“ sagði hann svo um leið og hann gekk inn í bæinn til „Skafningen“. Haagensen átti garðholu vestur af koti sínu, og lét sér einkar ant um hana. Þetta vissu strákar og höfðu því gaman af að stríða honum með því að látast ætla að ræna rófu úr garðinum. Var hann því altaf á verði, þegar sumri tók að halla, og tók óþrymilega á þeim strákum, sem hann náði í við verulegar eða mála- myndar þjófnaðartilraunir. Eptir dómi Sighvats bankastjóra, var Haagensen fremur vel kyntur í nágrenninu, en eptir mínu minni gat hann verið bæði óþjáll og ónotalegur í meira lagi. Kofi hans stóð þétt upp á Vestur- götu (sem þá hét Hlíðarhúsastígur), norðanvert við hana; veggurinn var ekki hærri en svo, að hann tók manni í miðja mjöðm. Það var því sjálfsagt, að allir, sem um götuna fóru, og byrðar báru, hvíldu sig þar við vegginn, en þessu kunni karlinn mjög illa; svona var hann meinsam- ur; hann lá í sífelldu rifrildi við þá, sem hvíldu sig þar. Það var því mörgum, auk strákanna, heldur í nöp við Haagensen, og glöddust yfir því, ef hann varð fyrir skellum, og hann fékk þá. Reykháfurinn í kotinu var ekki sérlega merkilegur; það var op á mæninum, og þar í kvartél undan mjöli, sem botnarnir höfðu verið teknir úr. Það var strompurinn. Það var aðalhefnd strákanna, að byrgja strompinn, þegar Halldóra var að sjóða. Það var auðgert, þar sem strompurinn var svona lágur; var það svipstundarverk, að fleygja strigadruslu yfir strompinn, og forða sér svo bak við næstu bæina, Dúsk- kot eða Gróubæ. Það var ófrýnileg sjón að sjá Haagensen og Halldóru koma út úr bænum, er þeim var farið að súrna í glyrnum, og það voru ekki fögur orð, sem flutu af vörum karls, er hann staulaðist upp þekjuna, til að taka drusluna frá strompinum. Bakarabrekkan í lok síðustu aldar. Haagensen var síðast niðursetningur í Melkoti, og dó þar háaldraður. Sveinn lati Sveinn hét maður og var Ög- mundsson, ættaður af Vestfjörðum. Hann var kallaður Sveinn „lati“, og hafi nokkurn tíma viðurnefni átt við, þá var það hér. - Hann var afar stór og luralegur vexti; hann gekk ekki, heldur mjakaðist áfram. Hann átti heima í svo nefndum Geirsbæ í Grjótaþorpi; í eldhúsinu þar var í öðrum endanum bygður pallur, eigi stærri en svo, að rúmfletið hans gat verið þar; þar stóðu og málarakrúsir hans, því Sveinn var málari. Var þetta rúmflet hans eitthvert það ógeðslegasta og sóðalegasta. Sem dæmi upp á, hve annáluð leti Sveins var, skal tilfæra eptirfarandi sögu. Það bar við eitt kvöld í rökkrinu um vetur milli 1850-60, að maður hljóp inn í Fischersbúð, vatt sér upp á borðið, og greip þar hatt, sem hékk niður úr loftinu, og þeyttist út og upp Fischerssund. Varð þetta með í gömlu kamarhúsi á bak við Glasgow við Vesturgötu bjó Sæ- finnur vatnsberi. og brendi þá eða steikti í eldi, og át þá svo; hann var afar lúsugur, og var; altalað að hann hefði þær sem viðbitl með töppunum. Hann var lítill maður, grannur, og hinn mesti ill- hryssingur. Hann bjó um 1870 í svo nefndu Melkoti, sem var rétt norðan við kirkjugarðinn, en er nú rifið fyrir löngu, og lóðin komin undir kirkju- garð. Auk hans bjuggu þar Jón „Bol“ ,,BoI“(boli), var hann eða hafði verið slátrari, Gunna „grallari" og Manga „skarn í auga“. Gunna bar langt af þessum hjúum; hún var vel greind, hafði laglega söngrödd og var dálítið hagmælt, og yfirleitt vel látin, en hún var afar drykkfelld, enda fékst hún aðallega við vatns- sókn og snúninga hjá Jörgensen veitingamanni (Jörundi frænda). Ekki var samlyndið altaf gott hjá þessum fjórbýlingum, og var Ófeigi illa (svo var hann venjulega nefndur) mest gefin sök á því; bar það stund- um við, að sumt af sambýlisfólkinu varð að flýja frá honum úr kotinu og leita á náðir nágranna fólksins. Einn vetur var honum gefið það að sök af sambýlisfólki sínu, að hann legði það í vana sinn, að vekja það að næturlagi, og hræða það á ýmsan hátt, t.d. með hnífum, og stundum hafði hann setið uppi í rúmi sínu, verið að brýna stóran skurðarhníf, og látið sér þau orð um munn fara, svo hátt að allir, sem inni voru, hlutu að heyra, að ekki teldi hann það mikla samvizkusök „að skera annað eins hyski niður við trog“, enda hefði svo sem opt verið drepið betra fólk, en Jón „bol“ „bol“, Gunna „grallari" og Manga „skarn í auga“. Varð lögreglan seinast að skerast í þetta, og stía því í sundur. Strákar í bænum höfðu mikinn beig af Ófeigi vegna ilsku hans, og héldu sig venjulega langt frá honum. Einu sinni varð hann svo reiður við strák einn, sem hafði strítt honum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.