Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 11
HELGIN 11 \MAL SAKAMÁL SA mynd um, var að meinafræðingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að sjá, að áverkarnir á líki Myru höfðu verið veittir eftir að hún lést. Þá var eftir að ganga úr skugga um, hvernig hann hafði flutt líkið til tjarnarinnar. Hann hlaut að hafa notað bíl, en greinilega ekki sinn eigin. Þess vegna hlaut hann að hafa fengið lánaðan bfl, tekið hann á leigu eða hreinlega stolið honum. Singleton fór yfir lista yfir bíla, sem stolið hafði verið frá sunnudeg- inum 2. ágúst. Pað var stuttur listi, aðeins þrír bílar og meðal þeirra var grár sendiferðabíll, sem Singleton fékk sérstakan áhuga á, því kona ein kvaðst hafa séð gráan sendiferðabíl við tjörnina, aðfaranótt 3. ágúst. Samkvæmt lögregluskýrslu hafði bílnum verið stolið utan við hús eigandans, sem bjó skammt frá heimili Poynters. Bíllinn fannst svo daginn eftir, tæpum kílómetra fjær. Singleton fór heim til bíleigand- ans, Brians Dawson, til að vita, hvort hægt væri að ganga úr skugga um, hve langa vegalengd bílnum hefði verið ekið, meðan hann var týndur. Dawson hélt ekki bókhald yfir slíkt, en gat skýrt frá, að bíllinn hefði verið nær bensínlaus, þegar honum var stolið, en þegar hann fannst, var hann tæplega hálfur. Af þessu varð séð, að þjófurinn hlaut að hafa keypt bensín um nóttina og eini staðurinn, sem slíkt var hægt á, var í hálfs annars kíló- metra fjarlægð. Grár sendibíll Bíllinn var dreginn til rannsóknar- stofu lögreglunnar og þar tóku tæknimenn við honum. Á meðan ræddi Singleton við manninn, sem verið hafði á vakt á bensínstöðinni umrætt kvöld. Maðurinn mundi mætavel eftir manni á gráum sendiferðabíl, sem keypt hafði bensín um nóttina. Hann mundi ekki gjörla útlit mannsins, en hann hafði verið með hanska. í bílnum fundu tæknimenn örlitlar blóðleifar, sem við nánari rannsókn reyndust vera úr sama flokki og blóð Myru Poynter. Þá var bara eftir að finna staðinn, sem Vincent Poynter hafði geymt líkið á, áður en hann ók því að tjörninni. Lögreglan reiknaði út, að bílþjóf- urinn hefði eytt um það bil fjórum lítrum af bensíni á ferð sinni og þar af leiðandi hafði hann haldið sig í grenndinni, eða innan átta kílómetra geisla. En í hvaða átt hafði hann ekið? Hann hafði farið um bensín- stöðina og þar með var líklegt að hann hefði haldið áfram eftir þjóð- veginum, en síðan beygt inn á ein- hvern afleggjara hans seinna. Ný tjara á hjólbörðunum gat af- markað svæðið enn nánar. Eini veg- arspottinn sem ný klæðning Hafði verið lögð á síðustu daga, lá gegn um smáþorpið Three Oaks, fimm kíló- metra frá bensínstöðinni. Hringurinn þrengist Daginn eftir fór hópur lögreglu- og tæknimanna til Three Oaks. í gamalli vöruskemmu þar Tannst sokkur ... og nýjar blóðleifar, sem einnig voru af sama flokki og blóð Myru. Allt benti til að Vincent Poynter hefði myrt konu sína í vöruskemm- unni og síðan haft fataskipti. í flýtinum hafði hann þó skilið eftir sokk, sem reyndust örlagarík mistök. Föstudagskvöldið 28. ágúst var Poynter handtekinn. Ekki var að sjá á honum minnstu merki um geðs- hræringu, þegar hann var leiddur inn á stöðina. Lögreglan gerði hús- leit hjá honum, í leit að sokknum á móti hinum, en fann aðeins hrein föt. Á bíl Poynters fundust ^einnig merki um nýja tjöru, sem benti til að hann hefði ekið til Three Oaks, í seinustu ökuferð Myru. Vincent Poynter harðneitaði þessu öllu og sakaði lögregluna um að hafa komið „sönnunargögnun- um“ fyrir, þegar henni tókst ekki að hafa uppi á réttum morðingja. Fyrir réttinum var hins vegar kom- ið annað hljóð í strokkinn. Poynter hefur líklega farið að ráðum lögfræð- ings síns, þegar hann játaði sig þar sekan af ákærunni. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í sorptunnur úr plasti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verðaopnuðásamastaðfimmtudaginn 7. júlí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Verkakvennafélagið Framsókn Verkamannafélagið Dagsbrún tilkynnir helgarvinnubann í fiskverkun og fiskvinnslu á félagssvæði félag- anna frá 15. júní til 1. september 1988. Verkakvennafélagið Framsókn Verkamannafélagið Dagsbrún. BILALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Hvolpar fást gefins Collie hvolpar af góðum fjárhundaættum fást gefins. Upplýsingar í síma 93-47861. NordlX norrœna viðshiptasímashrdin \H9 er í þurðarlíðnum. Tilhynntu þdtttoku sem fyrst ordEX gæti auðveldað þér og fyrirtæki þínu leiðir að nýjum viðskiptasamböndum. NordEX er norræn viðskipta- símaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. NordEX er gefin út á 5 tungumál- um og dreift ókeypis til innflytj- enda og annarra, sem Ieita eftir nýjum viðskiptasamböndum. í NordEX gefst fyrirtækjum kostur á að auglýsa og kynna starfsemi sína með nýjum hætti. Við hvetjum alia þá sem hafa fengið gögn varðandi NordEX 1989 að senda þau sem allra fyrst í pósthólf 311, 121 Reykjavík. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn, en hafa áhuga á að vera með, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsinga- deild símaskrárinnar í síma 29141. Mundu, að NordEX 1989, norr- æna viðskiptasímaskráin, er alveg í burðarliðnum. PÓSTUR OG SÍMI 1 VEISLAIHVERRID0S í ferðalagínu, 1 sumarbústaðnum eða 1 eldhúsínu heíma. Köcbdbr # kasikijiH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.