Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 10
10 HELGIN I SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLj SAK Við þessa tjörn fannst lík Myru Poynter, en hvar var það í viku? lík hrein ráðgáta. Slíkt gerði enginn, sem framdi morð í afbrýðiskasti. í þessu tilfelli hlaut að vera um að ræða inngróið hatur í garð Myru Poynter og það kom ekki heim og saman við játningu eiginmannsins. Rannsókn á bíl Poynters afsann- aði gjörsamlega, að hann hefði verið notaður til að flytja líkið í. Húsið var einnig rannsakað vandlega, en þar fundust heldur engin sönnunargögn. Sannana leitað Nú var lögreglan með stórskrýtið og í meira lagi flókið mál í höndun- um. Fyrir hendi var maður, sem játaði að hafa framið morð, en ekki var hægt að finna nokkrar minnstu sannanir um sannsögli hans. Líkleg- ast þótti að Vincent Poynter hefði fengið einhvern annan til að fremja morðið fyrir sig. Pað skýrði þó enganveginn, hvers vegna hann sjálfur játaði það á sig. Eftir þriggja daga yfirheyrslur var Poynter sleppt, án þess að ákæra á hendur honum væri gefin út. Single- ton var þó síður en svo sannfærður um sakleysi hans. Þegar hann svo sá Singleton lögreglumaður var að halda upp á brúðkaupsafmæli sitt, þegar hann fann lausn morðgátunn- ar. Myru saknað Þrátt fyrir að Singleton átti frí daginn eftir, sem var sunnudagur, fór hann snemma á fætur og í vinnuna, til að fara örlítið betur yfir staðreyndir þær, sem fyrir lágu í Poynter-málinu. Þann 3. ágúst hafði hinn 37 ára gamli Vincent Poynter tilkynnt að kona hans væri týnd. Hún hafði farið að heiman viku áður, eftir að þau höfðu rifist. Hann var nefnilega sannfærður um, að hún héldi framhjá honum. í fyrstu þóttist hann viss um, að hún hefði bara skroppið út í gönguferð til að kæla sig, því hún tók ekki með sér veskið sitt, né heldur peninga. Þegar Myra var ekki komin heim klukkustundu síðar, gerðist Poynter áhyggjufullur, að því er sagði í skýrslunni. Þess vegna hafði hann farið á bílnum að svipast um eftir henni, en hvergi fundið hana. Myra kom ekki heim þetta kvöld og heldur ekki daginn eftir. Poynter gerði þá ráð fyrir að hún hefði farið til vinkonu sinnar ... eða þá mannsins, sem hann grunaði hana um að halda við. Djassklúbbur Blámánans í Hastings í Englandi var ekki einn af eftirlætisstöðum Timothys Singleton, lögreglumanns. Samt sem áður fór hann þangað ásamt konu sinni, þann 22. ágúst í fyrra, til að halda upp á 21 árs brúðkaupsafmæii þeirra. Frúin var nefnilega einlægur djassaðdáandi. Singleton sat og virti fyrir sér gestina, sem inni voru. Við borð skammt frá sátu ung kona, á að giska rúmlega tvítug, og karlmaður á fer- tugsaldri. Ekki bar á öðru en einkar vel færi á með þeim. Eftir andartak sperrti Singleton upp augun, því karlmaðurinn var enginn annar en Vincent Poynter! Aðeins tveimur vikum fyrr hafði Singleton yfirheyrt Poynter vegna morðsins á konu hans. Poynter var ekki ákærður, en málið var ennþá í rannsókn. Hvað var Poynter eiginlega að gera á djassklúbbi með ungri, aðlað- andi konu, meðan limlest lík eigin- konu hans lá enn í líkhúsi lögregl- unnar? Parið virtist meira að segja vera yfir sig ástfangið og svo sannar- lega benti ekkert til að Poynter syrgði konu sína hið minnsta. Óvænt játning Næstu daga hringdi hann til vina og ættingja og svo auðvitað fast- eignasölunnar, þar sem Myra starf- aði. Þegar vika var liðin, ákvað hann loks að hafa samband við lögregl- una. Singlcton og menn hans hófu þegar að leita Myru og fundu lík hcnnar innan fjögurra klukku- stunda. Hún hafði verið myrt og líkið var við litla tjörn, aðeins um 500 metra frá heimilinu. Lögreglan tók Vjncent Poynter þegar í stað til yfirheyrslu og spurði liann blátt áfram, hvort hann hefði drepið hana. Hann neitaði í fyrstu, en eftir nokkra stund viðurkenndi hann ódæðið. - Ég taldi víst að hún héldi framhjá mér, sagði hann. - Þegar ég bar grun minn upp á hana, fauk í hana og við rifúmst heiftarlega. Ég man, að ég greip um hálsinn á henni og herti að. Loks varð hún alveg máttlaus og seig saman. Þá gerði ég mér Ijóst, að hún hlyti að vera dáin. - Én hvernig losaðirðu þig þá við líkið? vildi Singleton vita. - Ég man það eiginlega ekki, en einhvernveginn hlýt ég að hafa flutt það að tjörninni, svaraði Poynter. Spurður, hvort hann hefði notað bílinn sinn, gerði hann ráð fyrir því, en mundi það alls ekki. Það sem Poynter hafði nú játað, var ekkert eftir annað en ákæra hann fyrir morðið. Málið var hins Vincent Poynter var búinn að leita konu sinnar í heila viku, þegar hann kom til lögreglunnar. Fjórum tímum seinna fannst konan myrt. Var eiginmaðurinn morðinginn, eða hafði hún átt elskhuga? vegar ekki svo einfalt. Allt of margt í framburði hans gat satt að segja ekki staðist. f fyrsta lagi sýndi rannsókn, að líkið hafði ekki legið við tjörnina nema í mesta lagi 15 klukkustundir, áður en það fannst. Hins vegar hafði Myra Poynter augljóslega verið látin í ýiku. Annað vandamál var dánarorsök- in. Poynter sagðist hafa kyrt konu sína og krufning leiddi í ljós, að köfnun var vissulega dánarorsökin. Hins vegar hafði Myra áður verið barin í höfuðið með þungum hlut. Eftir að hún var látin, hafði verið sparkað í höfuð hennar, bringu og kvið. Lögreglumönnum var þessi árás á Ekki var annað að sjá, en Myra og Vincent Poynter væru hin sælustu hjón, en undir yfirborðinu gegndi öðru máli. hann á djassklúbbnum rúmri viku síðar, þóttist hann nánast viss um að hann væri sekur. Þegar Singleton sat og hugsaði málið, fann hann skýringuna á, að Poynter hafði misþyrmt líki konu sinnar. Þannig vildi hann láta líta svo út, að hún og morðinginn hefðu slegist, áður en hún var yfirbuguð. Þar sem ekki sá neitt á honum sjálfum, hvorki marbletti né rispur, hvað þá að blóðdropi væri í húsinu, útilokaði hann að grunur félli á sig. Það sem Poynter hafði ekki hug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.