Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 4
4 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Sigurjón M. Egilsson fékk verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsk- una fyrir skrif sín um efnahagsmál í Mannlíf og fyrir útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Hollendingurinn Jacob Van Hinte kvaðst fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær hafa átt að fá 40.000 evrur fyrir að koma húsbíl, hlöðnum fíkniefnum, hing- að til lands. Hann er ákærður, ásamt Þorsteini Kragh, fyrir að hafa ætlað að smygla nær 200 kíló- um af kannabisefnum og einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins í húsbílnum. Aðalmeðferð í þessu umfangs- mikla fíkniefnamáli hófst í héraðs- dómi í gær. Við réttarhöldin í gær kvað Hollendingurinn tvo breska menn, Bill og Jim, hafa staðið á bak við smyglið. Hann hefði átt að fara með hús- bílinn á tjaldstæði, þegar til lands- ins væri komið, og þar yrði haft samband við hann. Í réttarsaln- um kom í ljós að Hollendingurinn var ákaflega „gleyminn“ á símtöl og símanúmer. Hann sagðist hafa verið með marga síma þegar undir- búningur smyglsins stóð sem hæst en myndi ekki númer þeirra. Ekki heldur á rauðum Samsung-síma sem hann var með á sér við hand- töku. Spurður um hvers vegna hann hefði bent á Þorstein Kragh sem vitorðsmann sagðist hann hafa gert það til að saga sín væri trú- verðugri, hann hefði hugsanlega losnað úr einangrun og fengið létt- ari dóm. Þorsteinn hefur neitað allri sök. Fram kom að þegar Þorsteinn og Hollendingurinn dvöldu saman á Litla-Hrauni breytti sá síðarnefndi vitnisburði sínum og sagði Þorstein saklausan. Hann hafði þó áður sagt Þorstein ganga undir gælunafninu „Kimmi“ og bent á mynd af Þor- steini sem „Kimma“ hjá lögreglu. Þá harðneitaði Hollendingurinn að hafa vitað af kókaíninu í bílnum. Honum og Þorsteini bar ekki saman um hvort eða hversu oft þeir hefðu hist í Amsterdam. Hins vegar var Þorsteinn mættur til að taka á móti Hollendingnum á Seyð- isfirði. Þorsteinn kvaðst hafa talið sig vera að taka á móti 70 til 80 elli- lífeyrisþegum á 25 húsbílum vegna ferðaþjónustustarfa sinna. Í dómsal kom fram að óskráð- ur frelsissími með tilteknu númeri var talinn hafa verið notaður við skipulagningu fíkniefnasmygls- ins. Sá sími og einkasími Þor- steins voru oft staddir á sömu slóð- um. Þorsteinn gat ekki skýrt það. Ekki heldur hvers vegna pin-númer beggja símanna var 6969, það sama og hann notaði á Skype-samskipta- forritinu. jss@frettabladid.is Átti að fá 40 þúsund evrur fyrir smyglið Hollendingurinn Jacob Van Hinte kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafa átt að fá 40.000 evrur fyrir að smygla hingað tæpum 200 kílóum af kannabis- efnum og einu og hálfu kílói af kókaíni. Þorsteinn Kragh er einnig fyrir dómi. AÐALMEÐFERÐ Sakborningar huldu andlit sín áður en aðalmeðferð hófst í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Á myndinni, auk þeirra, má sjá Helga Jóhannesson hrl. verjanda Þorsteins Kragh, Pál Arnór Pálsson hrl. verjanda Jacobs, svo og dómtúlk lengst til hægri. FRETTABLAÐIÐ/GVA ÞORSTEINN KRAGH Mættur í dómsal. HOLLENDING- URINN Mættur í dómsal. Könnun sem leiddi í ljós að 40 prósent Seyðfirðinga á aldrinum 20 til 65 ára hefðu háskólamenntun eða sambærilega menntun og vitnað var til í frétt um landsbyggðarmál var unnin af Þekkingarneti Austurlands en ekki Capacent. „Ég hata sterk fíkniefni.“ Jacob Van Hinte um fíkniefna- flutninginn. „Um þetta eina, eina og hálfa, þá sagðist ég ekkert vita um það, bara svo þið vitið það.“ Jacob í símtali við óskilgreinda Henny. „Stundum málaði ég gólfin fram eftir.“ Þorsteinn Kragh um vinnutíma sinn í gufubaðinu á Laugarvatni. „Bæði til að hitta kærustuna mína og vinna við að temja hesta.“ Þor- steinn spurður um tilgang ferða sinna til Amsterdam. „Segðu henni bara að þeir hafi tekið hinn gæjann líka.“ Jacob í símtali á Litla-Hrauni. „Ég tók upp alla puttalinga sem ég gat tekið.“ Þorsteinn útskýrir hvers vegna einkasími hans og frelsissíminn hafi svo oft verið á sömu slóðum. „Ég man ekki eftir einstaka sím- tölum, ekki þetta né önnur símtöl. Það eru svo mörg símanúmer.“ Jakob spurður um símtal í frelsis- númerið. „Ég þekki engan sem ég gæti selt þetta til á Íslandi.“ Jacob um fíkniefnafarminn. 80 MILLJÓNIR Þorsteinn Kragh átti um 80 milljónir króna á reikningum og í verðbréfasjóðum. Neikvæður lífeyrir nam 78 milljónum króna. Peninganna hafði hann aflað með undanskoti á sköttum og svörtum tekjum, með því að falsa miða á tónleika. 800 KÍLÓ AF HASSI Jacob Van Hinte sat í níu mánuði í fangelsi á Spáni eftir að hann hafði verið dæmdur þar í landi árið 2005 fyrir að reyna að smygla 800 kílóum af kannabisefnum þangað í seglskútu. - jss ÚR DÓMSALNUM VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 6° 7° 2° 5° 8° 5° 3° 3° 2° 20° 12° 1° 21° -1 ° 12° 11° 0° Á MORGUN Norðaustan 8-18 m/s, hvas- sast nyrst. 5 FIMMTUDAGUR Breytileg átt, 3-8 m/s 1 1 1 0 1 4 2 4 4 6 6 3 8 6 6 13 8 6 8 6 -4 -5 -2 0 1 -7 -7 -6 -4 -3 10 10 ÞRÓUNIN Í DAG Núna með morgninum er úrkomusvæði að ganga inn á sunnanvert landið með rigningu eða slyddu og vaxandi vindi. Framan af degi verða stöku él nyrðra. Þegar líður hins vegar á daginn nær úrkomu- loftið yfi r á landið norðanvert og þá má búast við ákafri snjó- komu á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Samfara þessu hvessir töluvert með ströndum vestan og norðan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNMÁL Eftir að Jón Magnússon gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú 26 þingmenn. Framsóknarflokkur- inn er með 7 þingmenn og því hafa þessir gömlu samstarfsflokkar samanlagt 33 þingmenn. 32 þing- manna meirihluti þótti of ótrygg- ur til að halda stjórnarsamstarfi áfram eftir síðustu kosningar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að rætt sé um það innan þinghússins að staðan hafi breyst við vistaskipti Jóns. Allt í einu hafi sá möguleiki orðið raunhæfur að flokkarnir tveir tækju upp fyrra samstarf. Stjórnarþingmaður sem ekki vildi láta nafns síns getið segir allt hafa breyst þegar Jón gekk í Sjálfstæð- isflokkinn. Síðan þá hafi Fram- sókn stoppað allt og stjórnin verið illa starfhæf. Sú staðreynd að Höskuldur Þórhallsson greiddi atkvæði með frestun frumvarps til laga um Seðlabankann í viðskiptanefnd í gær, líkt og fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, gaf þessum sögusögnum byr undir báða vængi. Birkir Jón Jónsson, varaformað- ur Framsóknarflokksins, segir það af og frá að viðræður séu í gangi við Sjálfstæðisflokk. „Það stendur sem við höfum sagt að við verjum ríkisstjórnina vantrausti og við styðjum hana til allra góðra verka.“ - kóp Pískrað innan þings um stjórnarmyndun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks: D og B með 33 menn á þingi ALÞINGI Bent er á þá staðreynd innan þings að Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur hafa nú 33 manna meirihluta á þingi eftir að Jón Magnússon gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐUR Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins (SHS) hefur gefið út samræmdar reglur fyrir grunn- skóla og foreldra um viðbrögð við því þegar skólastarf á höfuðborg- arsvæðinu raskast vegna veð- urs og ófærðar. Reglurnar hafa verið gefnar út á íslensku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og taílensku. Hvatinn að gerð reglnanna var endurtekin illviðri á höfuðborgar- svæðinu veturinn 2007 til 2008 og ítrekaðar raskanir á samgöngum og skólastarfi vegna þeirra. Reglurnar eru birtar á vefsíðum SHS og skólanna og eru foreldrar beðnir að kynna sér þær vel. - kg Viðbrögð við óveðri: Foreldrar kynni sér reglurnar DÓMSMÁL Ungur piltur hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot. Pilturinn var sakfelld- ur fyrir að hafa í að minnsta kosti fjögur skipti, á árinu 2007, þuklað á brjóstum og efri hluta líkama stúlku, innanklæða. Einnig þukl- að á rassi hennar innanklæða og í öðru tilviki þuklað við kynfæri hennar innanklæða. Hann var þá fimmtán ára og stúlkan tólf ára. Piltinum var gert að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur. - jss Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Fimmtán ára þuklaði tólf ára BYGGÐAMÁL Alls fluttu 1.485 til Suðurnesja frá öðrum landsvæð- um árið 2007. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Á sama tímabili fluttu 343 burt af höfuðborgarsvæðinu. Mesti brottflutningur fólks var hins vegar frá Vestfjörðum en alls fluttu 404 manns úr fjórðungnum til annarra landsvæða. Þegar horft er á millilandaflutn- inga hefur höfuðborgarsvæð- ið hins vegar enn þá vinninginn með 6.017 manns umfram brott- flutta. Alls fluttu 2.432 frá Aust- urlandi til útlanda. - óbf Búferlaflutningar hér á landi: Fjölgar mest á Suðurnesjum GENGIÐ 23.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 177,9534 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,22 112,76 164,2 165 143,95 144,75 19,318 19,432 16,5 16,598 12,918 12,994 1,1838 1,1908 166,49 167,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.