Fréttablaðið - 24.02.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2009, Blaðsíða 12
12 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 58 Velta: 194 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 248 +0,22% 840 -0,13% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. +4,24% STRAUMUR-BURÐ. +0,56% ÖSSUR +0,32% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -1,48% MAREL FOOD SYS. -0,10% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,25 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 443,00 +4,24% ... Bakkavör 1,90 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,90 +0,00% ... Føroya Banki 100,00 -1,48% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 49,85 -0,10% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,81 +0,56% ... Össur 94,10 +0,32% Íslandsbanki (áður Nýi Glitnir) hefur ákveðið að fresta endurskoð- un á vaxtaálagi erlendra húsnæð- islána um eitt ár, fram til 1. mars 2010. „Nú eru liðin fimm ár frá því að bankinn hóf að veita húsnæð- islán í erlendri mynt. Í skilmálum vegna erlendra húsnæðislána er kveðið á um endurskoðun á vaxta- álagi lánanna eftir fimm ár, sem nú hefur verið frestað,“ segir í til- kynningu bankans, en erlend hús- næðislán bera breytilega LIBOR- millibankavexti, sem vaxtaálagið er svo lagt ofan á. LIBOR-vextir hafa lækkað mikið á erlendum mörkuðum síð- ustu misseri, voru um 1,9 prósent núna í janúarbyrjun, miðað við 4,3 prósent ári fyrr. „Fjölmörg heimili hafa þó á undanförnum mánuðum þurft að glíma við aukna greiðslu- byrði vegna veikingar krónunnar,“ segir í tilkynningu bankans og til- tekið að með frestun á endurskoð- un vaxtaálags erlendra húsnæðis- lána vilji bankinn koma til móts við þá viðskiptavini sem séu með húsnæðislán í erlendri mynt. „Frestunin er til komin vegna almennrar óvissu á fjármála- mörkuðum,“ segir Una Steinsdótt- ir, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka, og bætir við að mat bankans hafi verið að betra væri að bíða, en að festa við- skiptakjör þessara lána til fimm ára í efnahagsumhverfi dagsins. „Við vildum frekar taka óvissuna á okkur en velta henni yfir á lán- takendur,“ segir hún. Hefði verið farið út í endurskoð- un nú segir Una líklegt að hækka hefði þurft vaxtaálagið. „Grunn- vextirnir breytilegu hafa hins vegar verið að lækka og tengjast vaxtastiginu erlendis og þess njóta lántakendur í erlendum húsnæðis- lánum. Vaxtaálaginu höldum við svo óbreyttu til 1. mars 2010, en þá gæti verið komin meiri vissa í þetta umhverfi og jafnvel hægt að lækka álagið, því endurskoðun tekur bæði til hækkunar og lækk- unar.“ - óká Endurskoðun álags á erlenda vexti frestað Breski bankinn Northern Rock, sem þjóðnýttur var fyrir ári, hefur gengið í endurnýjun lífdaga en stefnt er að því að hann hefji fljót- lega aftur að veita viðskiptavinum sínum fasteignalán. Reiknað er með því að heildar- lánveitingarnar muni nema fjór- tán milljörðum punda, jafnvirði 2.300 milljörðum króna. Einn þriðji verður lánaður á þessu ári en afgangurinn að ári. Gangi allt eftir mun bankinn veita allt að níu- tíu prósenta lán af markaðsverði fasteigna. Lánveitingarnar eru liður í við- leitni ríkisstjórnar Gordons Brown forsætisráðherra að endurreisa breska fjármálageirann og blása þannig nýju lífi í lánamarkaðinn. Vonast er til að hjól efnahagslífs- ins hökti í gang í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hafði í gær eftir Alistair Darling, fjármálaráð- herra Breta, að bankinn hafi gert skurk í málum sínum og greitt til baka 18 milljarða af þeim 27 sem ríkið hefði lagt honum til. - jab VIÐ ÚTIBÚ NORTHERN ROCK Banka- áhlaup gerði út af við breska bankann Northern Rock haustið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Northern Rock rís upp frá dauðum ÍBÚÐIR Í BYGGINGU Til þess að festa ekki óhagstæð vaxtakjör í fimm ár hefur Íslandsbanki ákveðið að fresta endurskoðun á vaxtaálagi erlendra húsnæðislána. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er ótrúlegur þungavigtarmaður,“ segir Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarfor- maður Icelandic Water Holdings, sem fram- leiðir átappað vatn í landi Hlíðarenda í Ölf- usi undir merkjum Icelandic Glacial. Fyrirtækið hefur ráðið John K. Sheppard í stöðu forstjóra fyrirtækisins og kemur hann til starfa um miðjan næsta mánuð. Sheppard er reynslubolti í drykkjarvöru- geiranum en hann starfaði um nítján ára skeið hjá Coca Cola, meðal annars sem for- stjóri fyrirtækisins í Evrópu og yfirmaður alþjóðasviðs fyrirtækisins. Sheppard hætti hjá drykkjarvörurisan- um um aldamótin og stýrði eftir það nokkr- um fyrirtækjum, nú síðast í fjármálageiran- um. Þar af var hann meðal æðstu stjórnenda um fjögurra ára skeið hjá Cott Corporation, einum af umsvifamestu drykkjarvörufram- leiðendum heims. - jab VATNSVERKSMIÐJAN SÝND Jón Ólafsson sýnir Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra átöppun- arverksmiðju Icelandic Water Holdings í Ölfusi í lok september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Úr kókinu í íslenskt vatn Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is -15% -18% Semdu við okkur um verð selja gamla kaupa nýjan notaðan Nýtt tákn um gæði Nýtum það sem við eigum Komdu í Brimborg í dag Fjöldi annarra Ford bíla í boði. Hringdu núna í síma 515 7000. Áfram Ísland Smelltu á notadir.brimborg.is og veldu notaðan bíl fyrir þig – farðu síðan á bgs.is og sannreyndu tilboð dagsins. Komdu í Brimborg í dag. C ohn & W olfe P ublic R elations Íslandi Við erum á tánum í dag – fyrir þig -27% eða * Tilboðsverð er nettóverð með afslætti. Á sumum myndum af nýjum Transit í þessari auglýsingu er sýndur aukabúnaður sem ekki er innifalinn í verðinu. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. -30% -20% -10% Semdu við okkur um gott verð www.ford.is Nýr NýrN ýr C h & W lf P bli Notað ur Notað ur Notað ur Ford Transit 220S Sendibíll 1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur Hleðslurými 3,4 m3, 6 dyra, þaklúga Ásett verð með vsk 3.005.000 kr. Afsláttur með vsk 545.000 kr. Tilboðsverð með vsk 2.460.000 kr. Tilboðsverð án vsk 1.975.903 kr.* Ford Transit 220L Sendibíll 1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur Hleðslurými 4,4 m3, 6 dyra Fast númer KZ075 Skrd. 06/2005. Ek. 81.300 km. Ásett verð með vsk 1.690.000 kr. Afsláttur með vsk 340.000 kr. Tilboðsverð með vsk 1.350.000 kr. Tilboðsverð án vsk 1.084.337 kr.* Ford Transit 300M DC Pallbíll 2,0TDCi 85 hö dísil beinskiptur Lengd álpalls 2,54 m, 4 dyra, 6 manna Fast númer RL692 Skrd. 10/2004. Ek. 56.900 km. Ásett verð með vsk 2.020.000 kr. Afsláttur með vsk 202.000 kr. Tilboðsverð með vsk 1.818.000 kr. Tilboðsverð án vsk 1.460.241 kr.* Ford Transit 300M Sendibíll 2,0TDCi 85 hö dísil beinskiptur Hleðslurými 9,07 m3, 6 dyra Fast númer PN789 Skrd. 09/2005. Ek. 91.300 km. Ásett verð með vsk 2.150.000 kr. Afsláttur með vsk 645.000 kr. Tilboðsverð með vsk 1.505.000 kr. Tilboðsverð án vsk 1.208.835 kr.* Ford Transit 280S Sendibíll 2,2TDCi 85 hö dísil beinskiptur Hleðslurými 6,55 m3, 6 dyra Ásett verð með vsk 4.215.000 kr. Afsláttur með vsk 635.000 kr. Tilboðsverð með vsk 3.580.000 kr. Tilboðsverð án vsk 2.875.502 kr.* Ford Transit 220L Sendibíll 1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur Hleðslurými 4,4 m3, 6 dyra Ásett verð með vsk 3.397.000 kr. Afsláttur með vsk 917.000 kr. Tilboðsverð með vsk 2.480.000 kr. Tilboðsverð án vsk 1.991.968 kr.* Hagnaður MP banka eftir skatta nam 860 milljónum króna á árinu 2008, samanborið við tæplega 1,8 milljarða árið áður. Bankinn birti uppgjör sitt á föstudag. Í tilkynningu bankans kemur fram að skýringa á minni hagnaði sé að leita í afskriftum í kjölfar falls stóru íslensku bankanna og gjaldþrots Lehman Brothers. Þá segir að samtals hafi bankinn lagt til hliðar 2.248 milljónir króna vegna afskrifta og telur hann sig þar með hafa mætt allri afskrifta- þörf sem leiddi af bankahruninu. Gengishagnaður jókst á árinu og nam 1,8 milljörðum króna í árslok 2008 samanborið við 159 milljónir í árslok 2007. - óká Hagnaður MP dregst saman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.