Fréttablaðið - 24.02.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2009, Blaðsíða 6
6 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Á þessum stað í gær var talað um sparperur. Þar birtust því miður rangar upplýsingar. Hið rétta er að Húsasmiðjan selur Philips Genie-sparperur, en Bónus selur Philips Essential- sparperur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Philips eru Essent- ial-sparperurnar gefnar upp með 6.000 tíma endingu, en Genie með 8.000 tíma. Genie- peran er mun fyrirferðarminni og passar þess vegna í mun fleiri lampa. Hita-/kuldaþol peranna er mis- munandi. Essential er gerð fyrir ræsingu frá -5°C, en Genie er gerð fyrir ræsingu frá -20°C. Genie-peran þolir þess vegna að vera í útiljósum. Oft á tíðum er erfitt að bera saman verð á sparperum því taka verður tillit til eiginleika perunnar, svo sem líftíma, stærð, ræsigetu og fleira. Genie 18w E-27 sparpera frá Philips kostar 695 krónur í Húsasmiðjunni og hefur gert það í einhvern tíma. Umboðs- maður neytenda birti vit- laust verð og bar saman ólíkar perur. Ég harma mistökin og vonast til að hafa betur kveikt á perunni í framtíðinni. Neytendur: Leiðrétting Hið rétta um sparperur Húsasmiðjunnar SAMFYLKINGIN Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI Framboð til prófkjörs vegna alþingiskosninga 2009 Frestur til að skila framboðum til prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga rennur út föstudaginn 27. febrúar n. k. klukkan 18:00 Yfi rlýsingu um framboð skulu fylgja meðmæli eigi færri en 10 og eigi fl eiri en 20 fullgildra félaga í Sam- fylkingunni. Skal það gert bréfl ega, merkt: Formaður Kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Hrauntungu 50, 200 Kópavogi. Hver frambjóðandi prófkjörsins skal greiða 40.000 kr. þátttökugjald þegar framboð er lagt fram. Nánari upplýsingar á samfylking.is og í símum 896-5115 og 822-8384 Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi EFNAHAGSMÁL Höfuðstóll húsnæðis- skulda íslenskra heimila og heildar- skuldir íslenskra fyrirtækja verða lækkaðar um fimmtung nái tillög- ur Framsóknarflokksins í efnahags- málum fram að ganga. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, lagði einnig mikla áherslu á að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu sem fyrst þegar hann kynnti tillög- ur flokksins fyrir fjölmiðlafólki á Alþingi í gær. Niðurfelling 20 prósenta skulda fyrirtækja og húsnæðisskulda heimila mun ekki hafa í för með sér kostnað fyrir íslenska ríkið, segir Sigmundur Davíð. Forsenda fyrir niðurfellingunni er að húsnæðislán viðskiptabank- anna verði færð í Íbúðalánasjóð. Þær afskriftir sem verða á lána- söfnunum við flutninginn gera það að verkum að sjóðurinn tapar ekki á því að fella niður 20 prósent af öllum húsnæðislánum, segir Sigmundur. Nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með 50 prósenta afslætti, og því tapar ríkið ekki á skuldaniðurfærslunni heldur erlend- ir kröfuhafar í bankana, segir í til- lögum framsóknarmanna. Ríkið gæti þó þurft að kaupa húsnæðis- lán lífeyrissjóða og sparisjóða, og fella niður fimmtung, til að jafn- ræði verði með skuldurum, segir í tillögunum. Kostnaður við það yrði innan við tíundi hluti þeirrar upphæðar sem áformað er að verja í endurfjár- mögnun bankanna, sem eru 385 milljarðar króna. Sigmundur segir að erlendir kröfuhafar í bankana séu þegar búnir að afskrifa fjárfestingar sínar hérlendis. Þeir reikni með að allt fé þeirra hér á landi sé tapað, og verði því ánægðir fái þeir eitthvað til baka af peningum sínum. Þeir ættu því ekki að gera athugasemdir við slíka niðurfellingu. Framsóknarmenn ætluðu að kynna stjórn og stjórnarandstöðu tillögurnar í gær. Birkir Jón Jóns- son, varaformaður flokksins, segir að þingið ráði því hvaða framgang tillögur flokksins fái. Lögð verði fram þingmannafrumvörp um ein- stök mál, og flokkurinn sé tilbú- inn að vinna með hverjum þeim sem vilji vinna tillögunum braut- argengi. Sjálfstæðismenn eru með 26 þing- menn og framsóknarmenn 7. Flokk- arnir eru því með meirihluta til að ná málum sem báðir eru sammála í gegnum þingið. brjann@frettabladid.is Skuldir verði felldar niður og vextir lækki Framsóknarflokkur vill fella niður 20 prósent skulda fyrirtækja og húsnæðis- lána heimila. Stýrivextir lækki strax. Eru tilbúnir að koma tillögum í gegn með stjórn eða stjórnarandstöðu. Gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Helstu tillögur Framsóknarflokks: ■ Stýrivextir verði lækkaðir strax, hugsanlega í um 12 prósent. ■ Öll húsnæðislán heimila og skuldir fyrirtækja verði færðar niður um 20 prósent. ■ Hámarkslán Íbúðalánasjóðs verði 30 milljónir króna, en þá verði hámarks lánshlutfall 70 prósent. Hlutfallið verði áfram 80 prósent fyrir lán að 20 milljónum króna. ■ Samið verði við erlenda eigendur jöklabréfa og annarra krónueigna. ■ Settur verði á fót uppboðsmark- aður með krónur. ■ Nýju bankarnir verði stofnaðir fyrir 1. apríl næstkomandi. Kröfu- hafar fái hlut í nýju bönkunum. ■ Eigur Íslendinga erlendis verði rannsakaðar og skattlagðar. Eigendur hafi frest til að gefa þær upp og gera hreint fyrir sínum dyrum. STÝRIVEXTIR LÆKKI MIKIÐ STRAX TILLÖGUR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kynnti tillögur í efnahagsmálum fyrir fjölmiðlafólki ásamt þingmönnunum Siv Friðleifsdóttur (til vinstri), Birki Jóni Jónssyni og Eygló Harðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega líkams- árás á barnsmóður sína og jafn- framt að hafa nauðgað henni. Hann var einnig dæmdur til að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Maðurinn réðst fyrst á konuna í eldhúsi íbúðar og misþyrmdi henni með höggum og spörk- um. Síðar sama dag réðst hann aftur að henni með margvísleg- um hrottalegum misþyrmingum og beitti hana svo kynferðislegu ofbeldi. Konan hlaut verulega áverka við athæfi mannsins. - jss Fjögurra og hálfs árs fangelsi: Barði og nauðg- aði barnsmóður Notaðir þú fæðubótarefni á síðasta ári? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að Varnarmálastofnun verði lögð niður? Segðu skoðun þína á Vísi.is STJÓRNMÁL „Sjálfstæð- ismenn eru hreinlega að leggja trúverðug- leika sinn í rúst með því að leggjast allir sem einn í vörn fyrir seðla- bankastjóra sem ekki hefur reynst starfi sínu vaxinn,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra spurður um framgöngu sjálfstæðis- manna sem gengu hart fram þegar þingfundi var frestað í gær. „Ég veit vel hvað þetta fólk sagði þegar ég var með þeim í ríkis- stjórn.“ Inntur eftir frek- ari skýringu bætir hann við: „Það voru ekki aðeins ráðherrar Samfylkingar í fyrri stjórn sem töldu þörf á því að skipta um í yfirstjórn Seðlabank- ans.“ U m f r a m g ö n g u Hösk uldar Þórhallsson- ar, annars fulltrúa framsóknar- manna í viðskiptanefnd, í gær segir hann: „Mér finnst það alveg eðlilegt að Framsókn syngi sína aríu til þess að minna á að þeirra er þörf til að verja þessa ríkis- stjórn. Ég tel hins vegar að þessi aría hafi ekki verið samin af for- manni flokksins heldur sé þarna um sóló að ræða hjá Höskuldi og þar held ég að hann sé á rangri braut. Flokkurinn kýs örugglega að minna á mikilvægi sitt með öðrum hætti.“ - jse Iðnaðarráðherra gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir að verja Davíð Oddsson: Össur segir sjálfstæðismenn rústa trúverðugleika sínum ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.