Fréttablaðið - 24.02.2009, Síða 10
10 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Setti slys strik í þinn reikning?
Við könnum rétt þinn á bótum!
Slys breyta aðstæðum í lífi okkar og starfi.
Fáðu greiddar þær bætur sem þú átt rétt á.
Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Auglýsingasími
– Mest lesið
MUNKAR DANSA Munkar frá Shaolin-
klaustrinu í Kína sýna listir sínar á
dans- og bardagalistasýningu í Sydney
í Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LETTLAND, AP Forseti Lettlands,
Valdis Zatlers, sagði í gær að svo
kunni að fara að flýta verði kosn-
ingum til að koma aftur á pólitísk-
um stöðugleika í landinu. Ríkis-
stjórnin hraktist frá völdum fyrir
helgi vegna óánægju almennings
með það hvernig hún hefur tekið
á efnahagskreppunni sem hrjáir
nú Letta með hliðstæðum hætti og
Íslendinga.
Leiðtogar flokkanna sem sæti eiga
á lettneska þinginu eru að reyna
að koma saman starfhæfri stjórn
eftir að samsteypustjórn miðju- og
hægriflokka, sem Ivars Godmanis
fór fyrir, liðaðist í sundur. En Zatl-
ers forseti sagði í gær að slíkar
tilraunir gætu verið til lítils, þar
sem vafi léki á því að þær væru til
þess fallnar að endurreisa traust
almennings á stjórnvöldum.
„Enginn veit hvort þessi (nýja)
stjórn verður fær um að ná árangri
á næstu mánuðum, og sé hún það
ekki, þá … þurfum við á kosning-
um að halda og endurnýja umboð
og samsetningu stjórnmálaafl-
anna á þingi,“ tjáði Zatlers AP-
fréttastofunni. Að gefa fólki færi
á að kjósa myndi að sínu mati vera
til þess fallið að „tappa reiðinni af
samfélaginu, að gefa því tækifæri
til að veita löggjafarsamkomunni
nýtt umboð“.
Traust til ráðamanna í Lettlandi
hefur fallið niður úr öllu valdi í
kjölfar þess að stjórnvöld hafa
reynst ófær um að stöðva hrað-
an snúning neikvæðs vítahrings
kreppunnar. Fram undir það síð-
asta var Lettland meðal þeirra
landa í hópi nýjustu aðildarríkja
Evrópusambandsins þar sem hag-
vöxtur var mestur, en nú er það
landið með mesta samdráttinn. Á
síðasta ársfjórðungi nýliðins árs
var samdrátturinn yfir tíu prósent
miðað við sama tíma árið áður.
audunn@frettabladid.is
Forsetinn og
þingið glíma
Forseti og þjóðþing Letta takast á um hvort það taki
því að reyna að mynda nýja stjórn án þess að efna
fyrst til kosninga. Mikil reiði er meðal almennings.
KÍNA, AP Sjötíu og fjórir námu-
verkamenn fórust í gas-
sprengingu í kolanámu í Guji-
ao í Norður-Kína á sunnudag.
Aðstandendur námuverkamanna
streymdu að í gær til að grennsl-
ast fyrir um afdrif sinna.
Af þrjú hundruð manns sem
bjargað var úr námunni voru 114
enn á sjúkrahúsi í gær, þar af
fimm mjög þungt haldnir.
Talsmaður héraðsstjórnar
Shanxi-héraðs sagði alla fundna
sem voru í námunni þegar slys-
ið varð.
Þetta er mannskæðasta námu-
slys í Kína það sem af er árinu en
slík slys eru tíð í landinu. - aa
Námuslys í Kína:
Mannskæðasta
slysið í ár
EGYPTALAND, AP Hópur franskra
táninga á skólaferðalagi varð
illa úti er sprengja var sprengd
á frægum útimarkaði í egypsku
höfuðborginni Kaíró í fyrrakvöld.
Sautján ára stúlka dó og á annan
tug félaga hennar særðust, mis-
alvarlega.
Tilræðið veldur áhyggjum af
því að enn dragi úr ferðamanna-
straumi til Egyptalands, en efna-
hagur landsins á nú þegar í alvar-
legum kröggum vegna alþjóðlegu
fjármálakreppunnar.
Talsmaður yfirvalda sagði að
sprengjunni hefði verið komið
fyrir undir bekk á kaffihúsi, sem
var fullt af ferðamönnum er hún
sprakk. - aa
Hryðjuverk á útimarkaði í Kaíró í Egyptalandi:
Franskur ferðamaður deyr
HERMDARVERK Egypskur lögreglumaður
hefur vökult auga með ferðamönnum í
grennd við tilræðisstaðinn í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNARKREPPA Valdis Zatlers Lettlandsforseti, t.h., og fráfarandi forsætisráðherr-
ann, Ivars Godmanis, eftir að forsetinn féllst á afsagnarbeiðni Godmanis.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VINNUMARKAÐUR „Sjávarútvegsfyrirtækin klára
sig flest og það þurfa að vera einhverjar sérstakar
aðstæður ef þau klára sig ekki. Ég á alls ekki von á
því að verði fleiri gjaldþrot þar en í öðrum greinum,“
segir formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur
Egilsson.
Þótt vitanlega verði erfiðleikar í sjávarútvegi sem
annars staðar, þá verði þeir bundnir við um 30 pró-
sent fyrirtækja. Um 70 prósent þeirra séu hins vegar
betur stödd. Verst sé óvissan, meðan ekki er gert upp
við fyrirtækin um gjaldmiðlaskiptasamninga.
Samkvæmt nýrri könnun samtakanna stefna 53
prósent fyrirtækja, sem eiga aðild að samtökunum, á
óbreyttan rekstur en 17 prósent hyggjast bæta við sig
fólki. Um 30 prósent ætla að fækka starfsmönnum.
Vilhjálmur segir þetta svipaðar niðurstöður og
komu fram í könnun sem gerð var í fyrrasumar.
Hann getur ekki sagt til um hvaða fyrirtæki það eru
sem ætla að bæta við sig starfsfólki, en telur líklegt
að ferðaþjónustan komi þar við sögu ásamt útflutn-
ingsiðnaði.
Samkvæmt könnun SA verða allt að 19.000 manns
atvinnulausir á Íslandi í maí. - kóþ
Niðurstöður könnunar Samtaka atvinnulífsins svipaðar og þær voru í fyrrasumar:
Útvegsfyrirtæki klára sig flest
FISKVINNSLA Formaður Samtaka atvinnulífsins á ekki von á að
gjaldþrot verði fleiri í sjávarútvegi en öðrum greinum.