Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 14
14 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fyrir viku bárust alvarleg tíð-indi af árekstri bresks og fransks kjarnorkukafbáts á Atl- antshafi í febrúarbyrjun. Betur fór þar en á horfðist, en frétt- irnar vekja mann óneitanlega til umhugsunar um áhrif þess sem skaðlegt kjarnorkuslys á höf- unum gæti haft fyrir Ísland og Íslendinga. Auk beinna skaðlegra umhverfisáhrifa sem slíkt slys hefði í för með sér, mætti búast við því að sala og neysla á sjávarafurð- um yrði fyrir áfalli með hörmuleg- um afleiðingum fyrir þjóðarhag sem síst má við miklum skakka- föllum. Þetta er raunveruleg ógn sem vofir yfir Íslendingum. Við þessari ógn er hægt að bregðast og hún var m.a. forsenda þess að Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og fimm aðrir þing- menn úr Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki og Kvennalista lögðu vetur- inn 1995-1996 fram frumvarp til laga „um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum og bann við umferð kjarnorkuknú- inna farartækja“. Í 1. grein þessa frumvarps stendur: „Lög þessi gera Ísland að frið- lýstu svæði þar sem bannað er að koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla á nokk- urn annan hátt kjarnorku- eða eit- urefnavopn. Umferð kjarorkuknú- inna farartækja er bönnuð á hinu friðlýsta svæði og einnig flutning- ur eða losun kjarnakleyfra efna og kjarnorkuúrgangs.“ Þáverandi utanríkisráðherra lýsti yfir harðri andstöðu við þetta lagafrumvarp og það hefur aldrei fengið málefnalega umfjöllun á Alþingi síðan þrátt fyrir að Stein- grímur og fleiri þingmenn hafi reynt að taka það upp. Reyndar er saga þingmálsins enn þá eldri þar sem svipuð frumvörp hafa verið lögð fyrir Alþingi síðan veturinn 1986-1987 og raunar hafa þings- ályktunartillögur um þetta verið á dagskrá frá 1976. Steingrím- ur J. Sigfússon hefur verið fyrsti flutningsmaður þessa máls í níu skipti í rúm 20 ár og meðflutnings- menn komið úr öllum flokkum. Nú seinast var frumvarpið lagt fyrir á Alþingi í janúar af hálfu þing- manna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Síðan þá hefur margt breyst, komin er vinstri- stjórn í landinu og möguleikar á greiðari framgangi þessa frum- varps. Meginorsökin að íslensk stjórn- völd vildu ekki styðja jafn þarft og sjálfsagt mál var líklega sú að þau voru föst í fjötrum kalda stríðsins og vildu ekki aðhafast neitt sem kynni að styggja verndara í Wash- ington. Með sömu rökum ákváðu íslensk stjórnvöld að styðja við bakið á hernámsliðinu sem hefur nú verið fast í átta ár í Afganistan og þessi rök voru rifjuð upp þegar stuðningur við innrásina í Írak var ákveðinn í einkasamtölum án þess að leitað væri eftir samþykki. Þá var m.a. vitnað til þess að ekki mætti styggja ráðamenn í Wash- ington því að annars myndi Banda- ríkjaher yfirgefa landið. Núna er herinn farinn og haldleysi þessara „bandamannaraka“ hefur ítrekað verið afhjúpað, nú seinast þegar seðlabankastjórar reyndu að betla gjaldeyrislán frá Washington í fyrra. Raunverulegt öryggi Íslend- inga snýst hins vegar og hefur alltaf snúist um önnur mál og brýnni en stuðning við nýlendu- ævintýri Bandaríkjanna víða um hnöttinn. Áþreifanleg hætta staf- ar af umferð kjarnorkjuknúinna farartækja í kringum landið. Hér geta orðið slys af manna völdum, ef t.d. kjarnorkukafbátar sökkva í íslenskri efnahagslögsögu. Þess vegna er það ábyrgðarhluti að ríkisstjórn Íslands hafi um árabil staðið gegn öllum tilraunum til að friðlýsa íslenska efnahagslög- sögu fyrir kjarnorkuvopnum og kjarnorkuknúnum farartækjum. Þar var eingöngu litið til hags- muna setuliðsins á Miðnesheiði. Núna eru þeir Össur og Stein- grímur komnir í minnihlutastjórn og lag að breyta þeirri stefnu með stuðningi Framsóknarflokksins. En hvaða rök hefur nokkur stjórn- málaflokkur fyrir því að standa gegn friðarlýsingu Íslands? Samtök hernaðarandstæð- inga beittu sér gegn heræfingum Rússa 2006 m.a. með þeim rökum að kjarnorkuknúin herskip tækju þátt í þeim. Vegna mótmæla sam- takanna var hætt við heræfing- arnar. Þá hafa samtökin beitt sér gegn kjarnorkustefnu Atlantshafs- bandalagsins með því að höfða til þess stjórnsýslustigs sem stendur almenningi á Íslandi næst, sveit- arstjórna. Nú búa 90% Íslend- inga í friðlýstum sveitarfélögum. Þetta undirstrikar þann almenna vilja sem ríkir meðal þjóðarinn- ar fyrir því að slík vopn eigi ekki og muni aldrei eiga erindi til Íslands. Enginn vafi er á því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar styður friðlýsingu íslenskr- ar lögsögu fyrir kjarnorkuvopnum og kjarnorkuknúnum farartækj- um. Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn hlusti á þjóðina og samþykki hið einfalda en gagn- merka frumvarp um friðlýsingu Íslands sem liggur núna fyrir Alþingi? Friðlýsum Ísland SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Öryggismál UMRÆÐAN Jón Magnússon svarar Jóni Baldvini Hannibalssyni Jón Baldvin Hannibalsson segir í grein sem hann nefnir „Skilyrðislaus uppgjöf“ að undirritaður hafi loks ratað heim í Sjálf- stæðisflokkinn og gleymd sé öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótanum og annarri kerfislægri spillingu og öðru sem hann rekur með þeim hætti sem aflaði honum slíks fylgis sem formanns Alþýðuflokksins, að hann fann þann kost vænstan að Alþýðuflokkur- inn yrði lagður í dvala og eingöngu tekin úr múmíu- hulstrinu þegar fyrrum foringinn þarf að tala. Það er rétt að ég hef verið gagnrýninn á Sjálfstæð- isflokkinn þau 18 ár sem ég hef verið utan hans. Ég taldi óráð að krónan yrði látin fljóta og nauðsyn að marka aðra peningamálastefnu. Ég var og er á móti gjafakvótakerfinu og tel forgangsatriði að vextir og lánakjör í landinu verði með sama hætti og í nágrannalöndum. Jón Baldvin veltir fyrir sér hvort ég sé að umbuna „íhaldinu“ eða hvort aum- ingja gæska mín sé komin á svo hátt stig að ég telji eðlilegt að rétta fram sáttfúsa hjálparhönd. Til skýringar fyrir nafna minn þá er hvorki um umbun eða aumingjagæsku að ræða. Ég tel að nýir tímar séu komnir í Sjálfstæðis- flokknum. Ný kynslóð er að taka við með aðrar áherslur og ég vil taka þátt í að beina Sjálfstæðisflokknum á þá braut að hann verði á nýjan leik flokkur allra stétta og starfi í þeim anda mannvænnar markaðshyggju sem gerði flokkinn að víðsýnum fjöldaflokki. Sumir segja að kjósendur hafi gullfiska- minni, slíkt á varla við um Jón Baldvin. Það er því merkilegt að maðurinn sem barðist harðast fyrir sameiningu vinstri manna, guðfaðir Samfylk- ingarinnar, skuli ekki muna að hann lagði áherslu á að með slíkri sameiningu næðu vinstri menn að vera stjórnmálaafl sem væri einhvers megnugt í íslensk- um stjórnmálum. Með sama hætti greini ég það nú, þegar vinstri menn boða aukna þjóðnýtingu, aukna skattheimtu og upplausn ríkir í þjóðfélaginu, að þá beri brýna nauðsyn til að við sem hægra megin erum í stjórnmálum sameinumst um að styrkja Sjálfstæð- isflokkinn sem brjóstvörn frjálsrar atvinnustarf- semi, lýðræðis og allsherjarreglu í landinu. Höfundur er alþingismaður. Skilyrðislaus uppgjöf eða nýir tímar? JÓN MAGNÚSSON RV UN IQ UE 0 10 90 3 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Lengri opnun artími í verslu n RV Opið m án. til f ös. frá 8.00 ti l 19.00 Lauga rdaga frá 10. 00 til 1 7.00 Rekstrarvörur - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Eðlilegt … Í kvöldfréttum Sjónvarpsins á sunnudag gagnrýndi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra forvera sinn, Guðlaug Þór Þórðarson, fyrir hik og ákvarðanafælni í málefn- um Landspítalans, þar sem mikill niðurskurður er þar fyrir dyrum. Guðlaugur Þór vísaði gagn- rýninni til föðurhúsanna og segir að allar þær aðgerðir sem Ögmundur hafi ráðist í hafi legið fyrir. Spurður hvers vegna hann hefði þá ekki tekið af skarið sagði Guðlaugur að hann hefði talið eðlilegt að ný ríkisstjórn tæki lokaákvörðun í þessu máli. Það er ábyrg afstaða. … og ekki eðlilegt? Eins og aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins studdi Guðlaugur Þór hins vegar Einar K. Guðfinnsson, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, þegar sá síðarnefndi tók þá umdeildu ákvörðun að hefja hvalveiðar stuttu fyrir stjórnarskipti. Það var því undir hælinn lagt í hvaða málum Guðlaugur Þór taldi eðlilegast að ný ríkisstjórn tæki loka ákvörðun. Er það ábyrg afstaða? Framboðseyjan Það fjölgar jafnt og þétt í hópi nýrra bloggara hjá Guðmundi Magnússyni, ritstjóra Eyjunnar. Svo skemmtilega vill til að flestir nýju bloggaranna – eða öllu heldur gæðabloggaranna, eins og menn verða sjálfkrafa við það að fá úthlutað kví á Eyjunni – eiga það sameiginlegt að sækjast eftir kjöri á Alþingi. Eyjubloggarar eru rétt rúm- lega 60 og lætur nærri að einn af hverjum sex gefi kost á sér á framboðslista í vor. bergsteinn@frettabladid.is H run íslenska fjármálakerfisins í haust sem leið hefur markað djúp spor í þjóðlífið. Svo djúp að tímatal mið- ast nú að talsverðu leyti við hrunið og mun áreiðan- lega gera um langt skeið. Fátt er nú sem áður var, hvorki í veraldlegum efnum né hvað varðar minna áþreifanlega þætti. Þannig eru nú sett spurningamerki við ýmislegt sem áður var talið sjálfgef- ið, meðal annars ýmsar grunnstoðir samfélagsins. Krafan um aukið lýðræði og endurskoðun stjórnsýslunnar hefur einnig verið hávær. Mörgum þykir sem íslensk stjórnvöld, og þar á meðal Alþingi, hafi flotið sofandi að feigðarósi í aðdraganda hrunsins. Eftir hrunið varð máttleysi þingsins einnig hrópandi þegar ljóst var að öll framvinda viðbragða við efnahagshruninu átti sér stað utan þingsala. Svo rammt kvað að þessu að þingmenn bjuggu við þann veruleika að fá upplýsingar um framvindu mála gegn- um fjölmiðla. Um þetta varð nokkur umræða í þinginu í haust og kom það sjónarmið meðal annars fram að Alþingi gegndi að allt of stórum hluta því hlutverki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdarvaldið. Ljóst er að skerpa þarf hlutverk Alþingis og að það verður ekki gert nema með áþreifanlegum breytingum á stjórnarskrá. Íslenska stjórnarskráin á uppruna í dönsku stjórnarskránni frá því um miðja 19. öld. Danir hafa gert verulegar breytingar á sinni stjórnarskrá og meðal annars styrkt hlutverk þingsins. Endur- skoðun stjórnarskrárinnar hér hefur staðið lengi en gengið afar hægt. Ljóst er að þar er við mikil tregðulögmál að etja og það er ástæða þess að hugmyndin um sérstakt stjórnlagaþing hefur hlotið talsverðan byr. Hvernig svo sem vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar verður háttað hlýtur eitt af markmiðunum með henni að vera að efla vald þingsins þannig að löggjafarvaldið geti veitt fram- kvæmdarvaldinu nauðsynlegt aðhald. Á næstu vikum fara fram prófkjör og annars konar uppstilling- ar á lista fyrir komandi kosningar í apríl. Krafan um endurnýj- un hefur verið hávær og sannarlega er það ljós í skammdeginu hversu margir vilja nú gefa kost á sér til þingsetu. Vissulega er þörf á mannabreytingum í þinginu. Í ljósi þeirra hamfara sem dunið hafa á þjóðinni er nauðsynlegt að ferskir vindar fái að blása um þingsali eftir kosningar í vor. Nýliðunin nægir þó ekki ein og sér. Minna má á að mikil endur- nýjun varð á þingi í kjölfar síðustu kosninga. Þeirrar endurnýjun- ar hefur þó ekki séð verulega stað í störfum þingsins enda hefur engin breyting orðið á starfsumhverfi þess eða menningu. Snúa verður frá þeirri óheillaþróun að Alþingi Íslendinga gegni fyrst og fremst því hlutverki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdarvaldið í stjórnskipun þar sem völd ráðherra eru svo mikil að lögspekingar tala um ráðherraræði. Alþingi verður að hafa skýrt hlutverk og geta veitt framkvæmdarvaldinu, þar á meðal ráðherrum, aðhald í störfum sínum. Nýtt fólk og aukið vægi þingsins: Endurreisn á trausti Alþingis STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.