Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 24.02.2009, Qupperneq 20
16 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyj- um hefur starfað í eitt hundrað ár og aldrei verið öflugra en nú. „Félagar eru um 126 í Líkn og hefur félagið mikið yngst upp síðustu tvö árin,“ útskýrir Ágústa Árnadóttir, formaður félagsins. Hún segir við- horfið til kvenfélaga vera að breytast. „Fólk hugsar ekki lengur að í kvenfé- lögum séu bara „gamlar kerlingar“ . Við erum að reyna að höfða meira til yngri kvennanna því þetta er virki- lega skemmtilegur félagsskapur. Við fundum sex sinnum á ári og erum með skemmtikvöld og árvissa óvissuferð á haustin svo eitthvað sé nefnt.“ Aðalstarfsemi félagsins er eins og nafnið gefur til kynna að hjálpa öðrum. Það hefur verið markmið fé- lagsins í þau hundrað ár sem það hefur starfað. Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir stofnaði félagið á sínum tíma vegna ástandsins í bænum eftir aldamótin og var jafnframt fyrsti og eini karlmaðurinn í félaginu. „Hall- dór fékk í lið með sér 25 konur árið 1909 til að stofna kvenfélag en hér var mikil fátækt og mikið um sjóslys. Margar fjölskyldur áttu því erfitt og kvenfélagið átti að sinna því. Það fjölgaði hratt í félaginu fyrstu árin og stóð svo nokkuð í stað þangað til fyrir nokkrum árum. Félagið hefur alla tíð verið mjög duglegt að gefa og gefur mikið til sjúkrahússins hér í bænum.“ útskýrir Ágústa en 1. desember ár hvert stendur félagið fyrir kaffisölu til fjáröflunar fyrir sjúkahúsið auk þess að standa fyrir hátíðarhöldum á 17. júní og merkjasölu. Starfsemi Líknar er því stór hluti félagsstarfs- ins í bænum. Ágústa tók við formennsku nú í febrúar en hún gekk í félagið árið 2002 eftir að hafa, í gegnum vinnu sína á sjúkrahúsinu, orðið áþreifan- lega vör við mikilvægi félagsins. „Á ferð minni hér um gangana sá ég svo marga hluti merkta „Gjöf frá kvenfé- laginu Líkn“. Ég varð svo stolt fyrir þeirra hönd að ég vildi taka þátt í starfinu,“ útskýrir Ágústa. „Auk þess stöndum við fyrir spila- kvöldum fyrir eldri borgara og fleiri uppákomum og samfleytt í áttatíu ár stóðum við fyrir nýársfagnaði eldri borgara. Það datt upp fyrir því Félag eldri borgara er sjálft svo öflugt að fólkið hefur nóg að gera. Á afmælis- árinu ætlum við okkur að vera stór- tækar í gjöfum og vel sýnilegar. Við bíðum bara eftir lista frá sjúkrahús- inu yfir hvað vantar í rauninni.“ Laugardaginn 14. febrúar hélt fé- lagið afmælishóf þar sem konur voru heiðraðar og var Anna Þorkelsdóttir meðal annars gerð að heiðursfélaga fyrir vel unnin störf en hún sinnti for- mennsku í 18 ár. Kvöldið áður stóð fé- lagið fyrir styrktartónleikum fyrir langveik börn í Vestmannaeyjum þar sem komu fram listamenn af staðn- um sem gáfu vinnu sína. Ágústa segir félagskonur ánægðar með hvernig til tókst og þakkar bæjarbúum gott gengi kvenfélagsins á síðastliðnum 100 árum. „Við gætum þetta ekki nema af því að bæjarbúar taka alltaf svo vel á móti okkur og með þessu áframhaldi starfar félagið áfram næstu hundrað árin.“ heida@frettabladid.is KVENFÉLAGIÐ LÍKN: FAGNAÐI 100 ÁRA STARFSAFMÆLI 14. FEBRÚAR Bæjarbúar hafa staðið á bak við kvenfélagið í heila öld STJÓRNIN Á AFMÆLISDAGINN Kvenfélagið fagnaði 100 ára starfsafmæli laugardaginn 14. febrúar. Ágústa Árnadóttir formaður í miðið. MYND/LÍKN OSCAR DE LA HOYA ER 36 ÁRA „Það er alltaf hægt að bæta sig, sama hversu lengi maður hefur verið í bransanum.“ Hnefaleikakappanum Oscar De la Hoya hefur verið líkt við hnefaleika- meistara á borð við Sugar Ray Leonard og er jafnan nefndur „Gulldrengurinn“ í boxheiminum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Sólborg Marinósdóttir lést á Landspítalanum hinn 23. febrúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Rudolf Ásgeirsson Ásgeir Marinó Rudolfsson Sverrir Þór Rudolfsson Anna Rudolfsdóttir tengdabörn, systkini og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnlaugur Þorláksson stýrimaður, Grundarfirði, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 22. febrúar. Sérstakar þakkir til Karítas og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Útförin auglýst síðar. Þórdís Jeremíasdóttir Þorlákur Ó. Snæbjörnsson Agnar Þór Gunnlaugsson Ingileif Ágústsdóttir Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir Friðjón A. Marínósson Steinunn Marta Gunnlaugsdóttir Styrmir Kristjánsson Kristófer Andri, Róbert Aron, Sara Rut, Helena, Gunnlaugur, systur og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Jóhönnu Margrétar Björgólfsdóttur Sörlaskjóli 94, síðast til heimilis að dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Alúðarþakkir færum við öllu starfsfólki Grundar en þó sérstaklega þeim sem starfa á deild V-2 fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Hulda Filippusdóttir Ingirós Filippusdóttir Sveinn Filippusson Steinunn Erla Marinósdóttir María Björg Filippusdóttir Brynjólfur Jóhannesson Sigurður Pálsson Jóhann Filippus Filippusson Anna Emilía Nikulásdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Magnúsdóttir Fellsmúla 22, lést hinn 16. febrúar á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Björn Sigurður Benediktsson Margrét Kristín Finnbogadóttir Haraldur Benediktsson Brynja Halldórsdóttir og aðrir ástvinir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, Albert Leonardsson Hjallalundi 18, Akureyri, lést mánudaginn 16. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Ásthildur Albertsdóttir Said Hasan Ásta Albertsdóttir Ólafur Friðfinnsson Karoline Leonardsson Halldór G. Guðjónsson Ulla-Brit Guðjónsson Björgvin Leonardsson Natsha Yfnova Guðrún Lóa Leonardsdóttir Birgir Stefánsson og barnabörn. Móðir okkar, Pálína Halldórsdóttir frá Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 20. febrúar. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinbjörn Guðbjarnason Vesturvangi 22, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 19. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Sigríður Magnúsdóttir Magnús Sveinbjörnsson Ingibjörg Steina Eggertsdóttir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Dagbjört Lára Helgadóttir Vilhjálmur Davíð Sveinbjörnsson Elísa Kristinsdóttir Viðar Freyr Sveinbjörnsson Eva Hauksdóttir afabörn og langafabörn. Buckinghamhöll til- kynnti um trúlofun Karls Bretaprins, erf- ingja bresku krúnunn- ar, og Díönu prins- essu af Wales þenn- an dag fyrir 29 árum. Parið gekk í það heil- aga 29. júlí sama ár með pomp og prakt og er jafnan talað um brúðkaup aldar- innar. Þau eignuðust drengina William og Harry en hjónabandið varð ekki hamingju- ríkt. Karl sleit aldrei sambandi sínu við fyrrverandi vinkonu sína, Camillu Parker Bowles, og svo fór að Karl og Díana skildu árið 1995. Díana lést sviplega í umferðarslysi árið 1997 ásamt ást- manni sínum og var syrgð um allan heim. Karl opinberaði sam- band sitt við Camillu og giftist henni árið 2006. ÞETTA GERÐIST: 24. FEBRÚAR ÁRIÐ 1981 Tilkynnt um trúlofun Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.