Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 24

Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 24
20 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörn- ur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar mel- ódíur síðan Achtung Baby kom út 1991,“ segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður,“ segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Stand- ið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir.“ Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mik- illi eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta“ hljóm- sveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðs- ins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgetta- ble Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2.“ Til að fagna útkomu plötunn- ar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb Besta hljómplata U2 í átján ár U2 Bono og félagar í U2 hafa sent frá sér sína bestu plötu í átján ár að mati Rolling Stone. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin Slumdog Milli- onaire kom, sá og sigraði þegar Óskarsverðlaunin voru veitt í 81. sinn í Holly- wood. Myndin vann til átta verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Segja má að indverski kvikmynda- iðnaðurinn í Bollywood, hafi loks- ins hafið innreið sína í Hollywood eftir að hafa í mörg ár staðið í skugganum af draumaborginni. Flestir leikaranna í hinni ódýru Slumdog Millionaire og meðlim- ir tökuliðsins voru indverskir en Hollywood sá um kynningarher- ferðina. Bretar voru við stjórnvöl- inn með leikstjórann Danny Boyle í fararbroddi. Hann fékk einmitt Óskarinn fyrir sína frammistöðu. Sean Penn var nokkuð óvænt valinn besti aðalleikarinn. Hann lék samkynhneigðan stjórnmála- mann í Milk. Bar hann sigurorð af Mickey Rourke sem hafði verið talinn sigurstranglegastur. Þetta var önnur Óskarsstytta Penn, sem fékk hana árið 2004 fyrir Mystic River. Kate Winslet hlaut aftur á móti sinn fyrsta Óskar í sjöttu til- raun sinni fyrir aðalhlutverk sitt í The Reader. Penn, sem er afar pólitískur í skoðunum sínum, lét ekki sitt eftir liggja í þakkarræðunni. Gagnrýndi hann mótmælendur gegn samkyn- hneigð sem höfðu safnast saman fyrir utan bygginguna. „Það væri gott ef þeir gætu látið hatrið víkja og reynt að finna góðmennskuna í hjarta sínu,“ sagði Penn. „Þetta er frekar sorglegt vegna þess að svona mótmæli fela í sér andlegan heigulshátt. Fólk er hrætt við að náunginn fái sömu mannréttindi og það myndi sjálft vilja hafa.“ Eins og spáð hafði verið hlaut Heath Ledger Óskarinn fyrir auka- hlutverkið í The Dark Knight, tæpu ári eftir dauða sinn. Fjölskylda hans tók á móti verðlaununum. Ledger er þar með annar leikar- inn sem fær Óskarinn eftir andlát- ið. Hinn var Peter Finch sem vann styttuna 1977 fyrir Network. Penelope Cruz var kjörin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Vicky Christina Barcelona og jap- anska myndin Okuribito var valin besta erlenda myndin. Þá fékk Wall-E Óskarinn sem besta teikni- myndin. The Curious Case of Benjamin Button, sem hlaut þrett- án tilnefningar, fékk aðeins þrenn verðlaun, öll í smærri flokkum. freyr@frettabladid.is Slumdog fékk átta Óskara BESTU LEIKARARNIR Sean Penn, Kate Winslet og Penelope Cruz voru kjörnir bestu leikararnir. Fjölskylda Heaths Ledger tók á móti hans verðlaunum. NORDICPHOTOS/GETTY                                  ! " " "  #$ % &'!  !"#  $%&##  # # ! '(#)*'$#+'' ',#-. $/('(0,%0#/' $#+'' '# %&.  1 2+ '0,%0#, $ '# $,( 3,+# %&.   4 5 6'(#(7#+$ '#0 8+!!$( 9 2*  ' $%&## : 2*  ';(# !*.;. ;(# !*.(#,<'  = !>6#.((( $%&## ) ?(# 0# (@@" '#*'$ 6'(#(7#+$ 0 8+!!$(#(0/  3.( %&.  A    B! #$/+' 08>3.,#7*.($  $%&# C.D ! ! > !(,+# #0# ,(; %&.   #7*. ,# $(#$  $%&###(#E$8 1# !4F-'$#. ; ,#7*.0$,' . G                 ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KRINGLUNNI KEFLAVÍK BRIDE WARS kl. 8 - 10:10 L DOUBT kl. 8 L DEFIANCE kl. 8 16 CHIHUAHUA kl. 6 L BENJAMIN BUTTON kl. 6 - 9 7 -Premiere- TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA DEFIANCE kl. 5:30 - 8 - 10:20 16 DEFIANCE kl. 8 VIP FRIDAY THE 13TH kl. 8 - 10:20 16 CHIHUAHUA m/ísl. tali kl. 5:50D L BENJAMIN BUTTON kl. 6 - 9:10 7 HOTEL FOR DOGS kl. 5:50 L DOUBT kl. 8:10 L ROLE MODELS kl. 8:20 12 CHANGELING kl. 5:30 16 YES MAN kl. 10:20 7 DEFIANCE kl. 8 - 10:10 16 FRIDAY THE 13TH kl. 10:50 16 CHIHUAHUA m/ísl. tali kl. 6D L BENJAMIN BUTTON kl. 7 - 10:10 7 BLOODY VALANTINE - 3D kl. 8(3D) 16 BEDTIME STORIES kl. 6 L TAKEN kl. 10:10 16 FANBOYS kl. 8 - 10 L SLUMDOG MILLIONAIRE kl. 8 12 UNDIRBÚÐU ÞIG UNDIR SVEFNLAUSA NÓTT Hrikalegasti fjöldamorðingi sögunnar... ...er kominn aftur! Maðurinn með Hokkí grímuna – JASON! -s.v. mbl- ★ ★ ★ ★ -l.i.b topp5.is- ★ ★ ★ ★ ÞRIÐJUDAGSBÍÓ - Í DAG - KR. 500 GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG VIP NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 L L L L L 12 L HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 5.40 – 8 – 10.15 THE PINK PANTHER 2 kl. 5.45 - 8 BRIDE WARS kl. 10 12 L L HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 5.15 – 8 – 10.40 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU LÚXUS kl. 5.15 – 8 – 10.40 THE PINK PANTHER 2 kl. 4 - 6 FANBOYS kl. 8 -10.10 BRIDEWARS kl. 6 - 8 -10 HOTEL FOR DOGS kl. 3.40 SKÓGARSTRÍÐ 2 kl. 3.45 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 8 - 10.30 SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 14 12 14 L MILK kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE WRESTLER kl. 5.30 - 8 - 10.30 FROST/NIXON kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE READER kl. 8 - 10.20 VICKY CRISTINA BARCELONA kl. 5.50 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 L 12 L 12 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 6 - 9 THE PINK PANTHER 2 kl. 6 - 8 - 10 VALKYRIE kl. 8 - 10.30 BRIDE WARS kl. 6 - 8 - 10 REVOLUTIONARY ROAD kl. 5.30 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna - S.V., MBL - L.I.L., TOPP5.-FBL.IS FRÁBÆR GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ERTU UNDANTEKNINGIN SEM SANNAR REGLUNA... EÐA ERTU REGLAN? - S.V., MBL - E.E., DV SEAN PENN Í ÓTRÚLEGRI EN SANNRI SÖGU HARVEY MILK EIN BESTA M YND ÁRSINS! - bara lúxus Sími: 553 2075 HE’S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 5.30, 8 og 10.30 12 THE PINK PANTHER 2 kl. 8 og 10 L BEVERLY HILLS CHIHUAHUA kl. 6 L VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 12 ★★★★★ - S.V., MBL ★★★★★ - L.I.L., Topp5.is/FBL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.