Fréttablaðið - 24.02.2009, Síða 26
22 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Biðin er á enda og Meist-
aradeild Evrópu fer aftur í gang í
kvöld með fjórum leikjum í sextán
liða úrslitum keppninnar. Eru það
fyrri leikir liðanna í sextán liða
úrslitunum.
Augu flestra verða á San Siro-
leikvanginum í Mílanó þar sem
Evrópumeistarar Man. Utd sækja
Inter heim. Kljást þar enn á ný
stjórarnir Sir Alex Ferguson og
Jose Mourinho sem háðu marga
hildina er Mourinho stýrði Chel-
sea.
„Þetta verður algert stríð meðan
á leiknum stendur. Eftir leikinn er
alltaf gleði og við Alex eyðum tíma
saman. Ég vil alls ekki sjá það
breytast, sama hvor okkar vinnur
og hvor okkar tapar,“ sagði Mour-
inho sem hafði oftar en ekki betur
gegn United er hann stýrði Chel-
sea.
„Ég á margar mjög góðar minn-
ingar frá leikjum mínum við Unit- ed. Mér tókst að leggja liðið er ég
stýrði Porto, er við unnum í und-
anúrslitum deildarbikarsins og svo
á Stamford Bridge er við unnum
deildina annað árið í röð. Þið getið
líka talið með sigurinn í bikarn-
um árið 2007. Minn persónulegi
árangur gegn United færir mér
mikið sjálfstraust fyrir leikinn,“
sagði Mourinho kokhraustur eins
og venjulega.
Sir Alex er í vandræðum með
varnarlínuna sína fyrir kvöldið.
Nemanja Vidic er í banni og Jonny
Evans haltraði af velli um helg-
ina. Wes Brown og Gary Neville
eru einnig meiddir og svo er John
O´Shea slæmur í hælnum. Mour-
inho segist ætla að nýta sér fjar-
veru Vidic.
„Við munum reyna að gera Unit-
ed-vörninni erfitt fyrir án hans.
Það eru nánast allir heilir hjá
okkur og með stuðningi áhorfenda
og reynslu okkar manna eigum við
að geta gert kvöldið erfitt fyrir
United,“ sagði Mourinho í pistli
sínum í Daily Telegraph og bætti
við að Zlatan Ibrahimovic þyrfti
að sýna sinn besta leik í kvöld.
Ferguson hefur eðlilega mestar
áhyggjur af því hverjum hann eigi
að stilla upp í miðju varnarinnar.
„Þetta er martröð og einhvers
staðar verð ég að finna tvo mið-
verði,“ sagði Ferguson en Evans og
O´Shea flugu með liðinu til Mílanó
og kemur eflaust ekki í ljós fyrr en
í kvöld hvort þeir geti spilað.
Arsenal verður án Rússans
Andrey Arshavin í leiknum gegn
Roma í kvöld en Rússinn má ekki
spila þar sem hann lék með Zenit
St. Petersburg í keppninni fyrr í
vetur.
Emmanuel Adebayor og Eduar-
do eru þess utan meiddir. Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, treystir á
að Denilson verði lykilmaðurinn
hjá Arsenal á miðjunni.
henry@frettabladid.is
Sir Alex og Mourinho mætast á ný
Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Mesta spennan er fyrir leik
Inter og Man. Utd á San Siro. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er í miklum vandræðum með vörnina.
FJENDUR OG FÉLAGAR Jose Mourinho segir að það sé stríð á milli hans og Fergusons
meðan á leik stendur en eftir leiki eru þeir alltaf góðir félagar. NORDIC PHOTOS/AFP
MEISTARADEILD EVRÓPU
Leikir kvöldsins:
Inter - Man. Utd Stöð 2 Sport
Arsenal - Roma Sport 3
Lyon - Barcelona Sport 4
Atletico Madrid - Porto
Mikilvægt skref í átt
að þínum frama
Marketing Management
Möguleg störf: Markaðsstjórnun, auglýsingaráðgjöf, viðskipta-
Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska eða danska.
Computer Science
Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska
Multimedia Design & Communication
skipulagning auglýsingamála, ráðstefnustjórnun
Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Enska.
Fashion Design
Möguleg störf: Skipulagning og eftirfylgni verkferla
framleiðslu og kaup & sölu.
Námsstaður: Sønderborg – Tungumál: Enska.
Technical Manager Offshore
Vertu með til að byggja upp íslenskan olíuiðnað.
Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Danska
STUDY IN DENMARK
ESBJERG
SØNDERBORG
ESBJERG
Sp. Kirkevej 103
DK-6700 Esbjerg
Tel + 45 7613 3200
SØNDERBORG
Grundtvigs Alle 88
DK-6400 Sønderborg
Tel + 45 7412 4141
Nánari uppl. www.easv.dk
BUSINESS ACADEMY SOUTHWEST
AP Degree & Bachelor Programme
- we offer you the following programmes:
challenge & innovation
Kynning á hótel Hilton
- Nordica í dag kl. 18.00
> Fínn árangur hjá júdófólkinu
Íslenskir júdókappar gerðu það gott í Danmmörku þar
sem þeir tóku þátt í Matsumae Cup. Tæplega 200 kepp-
endur frá tólf þjóðum voru mættir til leiks og þar af tíu
keppendur frá Íslandi. Anna Soffía Víkingsdóttir stóð sig
best íslensku keppendanna en hún fékk
gull í opnum flokki kvenna. Þormóður
Árni Jónsson stóð sig einnig geysilega
vel en hann fékk tvenn silfurverðlaun
á mótinu. Íslenska liðið fékk
síðan bronsverðlaun í liða-
keppninni.
FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrir-
liði Liverpool, er í leikmannahópi
liðsins fyrir leikinn gegn Real
Madrid í Meistaradeildinni á mið-
vikudag.
Gerrard hefur verið fjarver-
andi síðan hann tognaði aftan í
læri í bikarleik gegn Everton fyrr
í mánuðinum.
Jafnvel var búist við honum
um helgina en það gekk ekki upp.
Hann æfði með liðinu í gær og
ætti að vera leikfær á miðviku-
dag.
„Það var ekkert vesen á æfing-
unni. Reyndar var þetta sérstök
æfing þannig að við reyndum
hann ekki að fullu en við sjáum
hvað setur,“ sagði Rafa Benitez,
stjóri Liverpool. - hbg
Steven Gerrard:
Er í hópnum
gegn Real
STEVEN GERRARD Mun hugsanlega spila
á miðvikudag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Aron Einar Gunnarsson hefur verið orðaður
við fjölda stórliða undanfarna daga og vikur,
ekki síst eftir að hann skoraði eitt mark í 2-2
jafnteflisleik gegn Blackburn í ensku bikar-
keppninni. Liðin mætast á nýjan leik í kvöld
og er Aron vongóður um að spila þó svo að
hann hafi fengið gubbupest í fyrrinótt.
Meðal þeirra félaga sem Aron hefur verið
orðaður við í enskum fjölmiðlum eru Black-
burn, Liverpool, Celtic og Atletico Madrid.
„Það er nú bara hún mamma sem hefur
verið að segja mér frá þessu. Ég hef lítið
verið að fylgjast með þessu sjálfur,“ sagði
Aron. „En auðvitað er gaman að sjá nafnið
sitt í svona samhengi enda engin smá lið í
umræðunni. Slíkar umræður koma oft upp
þegar maður stendur sig vel og ég veit svo
sem af því að útsendarar einhverra liða hafa
verið að fylgjast með mér. En hvort það sé
eitthvað tilboð á leiðinni er annað mál.“
Aron hefur rætt við forráðamenn
félagsins sem fullvissa hann um að
þeir ætli sér ekki að selja hann.
„Mér skilst að mér verði boðinn nýr
samningur í sumar. Mig sjálfan langar
til að vera hér í eitt ár í viðbót og
sjá svo til. Ég hef bætt mig mjög
mikið sem leikmaður síðan ég
kom hingað þó ég segi sjálfur
frá. Ég er líka búinn að fá miklu
meiri reynslu en ég hefði fengið
hefði ég hoppað beint í úrvals-
deildina. Ég er því sáttur.“
Óneitanlega vekur
athygli að
Atletico
Madrid sé að
fylgjast með
Aroni en sjálfur segir hann efast um að
spænski boltinn henti sér.
„Það væri örugglega afar spennandi að
fara til Madrídar. En satt best að segja
efast ég um að það sé mikið fyrir mig
hvað knattspyrnuna varðar.“
Coventry er nú í þrettánda sæti
ensku B-deildarinnar og segir
Aron að þar á bæ séu menn
yfirleitt sáttir.
„Liðið var í ruglinu á síðasta
tímabili. Félagið rambaði á
barmi gjaldþrots og liðið
bjargaði sér frá falli í
síðasta leik. Menn eru
því sáttir við stöðu mála
nú enda er markmiðið
að byggja upp lið til
framtíðar.“
ARON EINAR GUNNARSSON: ORÐAÐUR VIÐ FJÖLDA STÓRLIÐA BÆÐI Á BRETLANDI OG Á SPÁNI
Langar að vera hjá Coventry í eitt ár í viðbót
FÓTBOLTI Einn leikur fór fram
í ensku úrvalsdeildinni í gær
þegar Hull tók á móti Totten-
ham en Hull hafði ekki unnið í tíu
leikjum í röð fyrir leikinn í gær.
Gestirnir frá London byrj-
uðu betur því Aaron Lennon kom
þeim yfir á 17. mínútu. Hull var
þó ekki slegið út af laginu því
Michael Turner jafnaði metin tíu
mínútum síðar.
Jonathan Woodgate kom Spurs
yfir fimm mínútum fyrir leikslok
og þar við sat. Spurs í 13. sætið
en Hull í því 14. - hbg
Enska úrvalsdeildin:
Sigur hjá Spurs
NETTUR Phil Brown, stjóri Hull, sýndi
lipra takta á hliðarlínunni í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES