Tíminn - 01.07.1988, Side 11

Tíminn - 01.07.1988, Side 11
Föstudagur 1. júlí 1988 t 10 Tíminn Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áöur auglýstum kennarastööum við eftidarandi skóla framlengist til 12. júlí næstkomandi: Viö Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastööur í þýsku og stærðfræði/eðlisfræöi. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í ís- lensku, íþróttum og tölvufræði. Einnig vantar stundakennara í faggreinum málmiðnaðar og myndmennt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri stöd sendist menntamálaráðuneytinu, Hveriisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 12. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið Er grillið þitt nokkuð kolryðgað? NÚFERAÐ HITNA í KOLUNUM Grillveislan er alltaf hinn fasti punktur sumarsins. Góöur matur, fjörog útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eöa jafnvel sjálft grillið. Leitaöu ekki langt yfir skammt. Á næstu Essostöð finnur þú allt sem þarf. . . nema grillmatinn! Grillkol 2,3 kg Grillkol 4,5 kg Grillvökvi 0,51 Grillvökvi 1,01 125 kr. 225kr 95 kr. 145 kr. Grill, grilláhöld og grillbakkar í úrvali. Opid í ESSO, Artunshöfda, til kl. 23:30. G Olíufélagið hf Föstudagur 1. júlí 1988 3 Mammaaa — hann er aö hrekkja mig! Guðmundur Steinsson Framari er grcinilega ekki ánægður með það sem hér er að gerast en Árni Stefánsson Leiftursmaður er prakkaralegur á svipinn - nú eða kannski bara að vanda sig. Þeir áttust við á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöldið og hafði Guðmundur betur um síðir. Timamynd Pjetur. Einar sigraði - Kastaði 82,68 m á stigamóti í Helsinki og lagði flesta bestu spjótkastara heims Einar Vilhjálmsson varð í 1. sæti á stigamóti frjálsíþróttamanna sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í gær. Sigur Einars er sérlega glæsilegur því meðal keppenda á mótinu voru flcstir af bestu spjótkösturum heims, þeirra á meðal bæði heimsmethaflnn og hcimsmeistarinn. Einar sigraði með 82,68 metra kasti en Finninn Seppo Raeti, heimsmeistarinn frá því í Róm í fyrra, varð í 2. sæti með 82,26 m. Sovétmaðurinn Viktor Jevsukov, sá ,hinn sami og fékk silfur í Róm, varð þriðji með 82,26 m. Bretinn David Ottley varð fjórði með 80,64 m, Finninn Tapio Korjus 'fimmti með 79,60 m, heimsmeistarinn Jan Zelezny frá Tékkósióvakíu kastaði 77,94 m og varð í 6. sæti, sjöundi varð V- Þjóðverj- inn Klaus Tafeimeier sem fyrr á þessu ári átti lengsta kast ársins í heiminum. Hann kastaði nú 75,84 m. Áttundi varð loks Finninn Yki Laine með 75,62 m. íslandsmet Einars Vilhjálmssonar er 84,66 m, heimsmet Jan Zelezny er 87,66 m og hann á einnig besta heimsárangurinn í ár, 86,88 m. - HÁ Mjólkurbikarinn: Dregið í 16 liða úrslit Dregið var í 16 liða úrslit ■ Mjólkurbikarnum leika saman: Tindastóll-KR þriðjudaginn ReynirS.-FH þriðjudaginn ÍBK-Selfoss mánudaginn Einhcrji-Valur þriðjudaginn Völsungur-Leiftur þriðjudaginn ÍBV-Fram þriðjudaginn Þór-Víkingur þriðjudaginn ÍA-KA þriðjudaginn Bikarkeppni KSÍ í gær. Lftirtalin lið S.júlí 5. júlí 4. júlí 5. júlí S.júlí 5. júlí S.júh' S.júh kl. 20.00 - 20.00 - 20.00 - 20.00 - 20.00 - 20.00 - 20.00 - 20.00 + íslandsmótið í knattspyrnu, KR-Valur og ÍBK-Þór í 1. deild karla: Valsmenn heppnir í Frostaskjóli - Fóru á braut með öll stigin - Jafntefli hjá ÍBK og Þór Valsmenn geta þakkað fyrir stigin Þrjú sem þeir höfðu á brott með sér af KR-vellinum við Frostaskjól í gærkvöldi því töluvert vantaði uppá að sá sigur væri sanngjarn. KR-ingar áttu mun hættulegri tækifæri en það voru Valsmenn sem gerðu eina mark leiksins og fyrir það fást víst stigin. KR-ingar hófu leikinn af krafti og áttu ein þrjú stórhættuleg færi áður en Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigshorns hægra megin. Sigurjón Kristjánsson spyrnti af krafti, knötturinn fór á innanverða markslána, í Stefán Arnarson mark- vörð og í markið. Glæsilegt mark en gegn gangi leiksins. KR-ingar voru enn sterkara liðið og léku oft mjög skemmtilega milli sín úti á vellinum en gekk ekki sem best að gera sér mat úr því upp við markið. Vals- menn virkuðu aftur á móti lítt sann- færandi í þessum fjöruga fyrri hálf- leik. f síðari hálfleik lygndi á KR-vell- inum, í þeirra orða fyllstu merkingu. Allur vindur var úr KR liðinu og gerðist um hríð harla lítið. Vals- menn sóttu þó heldur en ekki í sig veðrið er nálgaðist lok og áttu þá nokkur ágæt færi en mörkin létu bíða eftir sér. ■ PEPSI-FIÐLARAMÓT Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, mun dagana 9. og 10. júlí standa fyrir árlegu Pepsi-Fiðl- aramóti á Akureyrarpolli. Keppt verður í Optimist- og Topper- flokki. Keppnisgjald er kr. 1500 og fer skráning keppenda fram til kl. 21.00 30. júní í síma 96-27103. ■ ÍSLENSKIR HANDKNATT- LEIKSÞJÁLFARAR í AFRÍKU Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson munu í ágúst halda þjálfaranámskeið í Nígeríu og Tansaníu. Nemendur þeirra verða þjálfarar frá 16-20 Afríku- þjóðum. Það einkenndi mjög þennan leik hversu bitlausar framlínur beggja liða voru. KR-ingar virkuðu mjög daufir og ekki voru Valsmenn mikið hressari - með einni undantekningu. Þegar Guðni Bergs tók á sprett og gerðist sóknarmaður um stund varð jafnan stórhætta við KR-markið. Atli Eðvaldsson, Guðni Bergs og Sævar Jónsson voru bestu menn Vals í þessum leik auk þess sem Valur Valsson var sprækur eftir að hann kom inná sem varamaður. Hjá KR vakti enginn einn athygli öðrum fremur. Gul spjöld: enginn. Dómari: Ólafur Sveinsson. Jafnt í Keflavík Frá Margréti Sanders fréttarítara Tímans á Suðurnesjum: ÍBK og Þór gerðu jafntefli í Kefla- vík, 1-1. Staðan í hálfleik var 0-0. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um færi en bæði liðin gerðu góða tilraun til að spila. Sig- urður Björgvinsson átti góð skot á 20. mín. og 36. mín. Það fyrra rétt framhjá en hið síðara varði Baldvin. Peter Farrell átti síðan ágætt skot á 40. mín. framhjá. Síðan varði Þor- steinn Bjarnason skot frá Halldóri Áskelssyni á 44. mín. Liðin voru hressari í síðari hálf- leik. Þórsarar ákveðnari í byrjun en Keflvíkingar sóttu án afláts undir lokin. Keflvíkingar björguðu á línu í byrjun síðari hálfleiks og síðan komst Kristján Kristjánsson einn í gegnum vörn Keflvíkinga á 55. mín. en Þorsteinn Bjarnason bjargaði með úthlaupi. Þórsarar skoruðu síð- an sjálfsmark á 57. mín. eftir auka- spyrnu Peters Farrell. Þórsarar jafna á 62. mín. Bjarni Sveinbjörnsson skoraði þá úr þvögu. Það sem eftir var leliks áttu Keflvíkingar hvert færið á fætur öðru, Ragnar Margeirs^ son á71. mín., síðan Árni Vilhjálms- son stuttu síðar, þá skallaði Grétar Einarson rétt framhjá á 83. mín. og á 85. mín. átti Ragnar Margeirsson skot framhjá. Á sömu mínútu skaut Árni Vilhjálmsson frá markteigs- horni í slána og hjálpaði vindurinn þar aðeins til. Stuttu fyrir leikslok átti Kjartan Einarsson góða hjól- hestaspyrnu en Baldvin varði og jafntefli því staðreynd. J úlíus Tryggvason var bestur Þórs- ara en Keflavíkurliðið var mjög jafnt í þessum leik. Gul spjöld: enginn. Dómari var Baldur Scheving. HÁ Staðan í 1. deild Fram..... ÍA....... Valur .... KR ...... KA ...... Þór...... ÍBK...... Leiftur ... Víkingur .. Völsungur 8 8 8 8 8 8 8 8 1 8 1 8 0 17- 2 13- 6 11- 6 12-10 13 10-12 13 8-10 10-13 6- 9 5-13 3-14 22 15 14 8 7 7 6 2 Baráttan í algleymingi á KR-vellinum, Willum Þór Þórsson og Tryggvi Gunnarsson. Tfmamynd Pjetur. Tíminn 11 //* TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.