Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júlí 1988 Tíminn 7 W Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs: Við stöndum ekki í vinsældakapphlaupi ii Siysatíðnin í umferðinni hér á landi rýkur upp og fréttir af óhugnanlegum dauðaslysum varpa skugga á sumar- skapið. Umferðarmálin eru orðin að miklu áhyggjuefni og hafa þau verið mjög í brennideplinum síðustu vikur, mun meira en oftast áður. Flestir eru sammála um að vandinn hafi aldrei verið meiri. Nú hafa leikarar stofnaðfélagsskap til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við slysin en það hefur til þessa verið hlutverk Umferðarráðs að berjast við þau. Umferðarráð er opinber stofnun og fær peningum úthlutað af fjárlögum ríkisins. Tímanum lék forvitni á að vita hvernig skattpeningunum væri varið og hvað verið væri að gera í Umferðarráði til að taka á vandanum. Hefur Umferðarráð brugðist eða er það í aðstöðu til að taka á vandanum. Tíminn sneri sér til Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra ráðsins. Vantraust á starf ráðsins? Hvernig túlkar þú framtak leikara? Er verið að ráðast inn á starfssvið Umferðar- ráðs? Er verið að láta í ljós vantraust á starfi þess? „Við lítum engan veginn svo á að þeir séu að taka nokkum skapaðan hlut frá okkur. Leikarar eru að ganga til liðs við okkur og við fögnum þessu framtaki heils hugar. Við höfum fengið fulltrúa leikara til viðræðna um þetta mál hér. Við töluðum um hvernig við gætum unnið í sameiningu gegn þessum óvini okkar, sem slysin eru. Við viljum vinna með þessu fólki að þessu sameiginlega og það er af og frá að okkur finnist þeir vera að ganga inn á okkar verksvið. Pað liggur alveg á borðinu að þeir, leikarar, geta tekið á þessu á annan hátt en við. Þeir geta sagt hlutina á annan hátt en opinber stofnun og það er auðvitað kostur að fá þama aðra hlið á málinu. Við verðum að gæta orða okkar mjög, við getum stundum ekki sagt hlutina alveg eins og við vildum segja þá, en fólk éins og þarna á hlut að máli getur sagt hlutina á hispurslausari hátt. Við höfum ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Óli. Umferðarráð lítil stofnun „Fólk áttar sig ekki á því að Umferðarráð er afskaplega lítil stofnun, það heldur að þetta sé mikið stærra apparat. Við höfum hér aðeins þrjár og hálfa stöðu og eina til viðbótar í ár vegna þjóðarátaks í umferðar- málum. Við getum ekki gert allt sem við vildum gera og fáum heldur ekki peninga til þess. Mér finnst þetta engan veginn viðunandi ástand, ég vildi að þetta væri miklu öflugri stofnun. Hún þyrfti að hafa á sínum snæmm umferðarverkfræðing til að huga að umferð- armannvirkjum og við þyrftum að hafa sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum umferðar- mála til að geta tekið á málum og verið ráðgefandi aðili í þjóðfélaginu í umferðar- málum. Pað getum við ekki nema að mjög takmörkuðu leyti núna vegna þess að við höfum ekki á því fólki að skipa sem þarf. Stundum finnst manni á skorta með skilninginn á þessu hjá ráðamönnum. Hins vegar kaus Alþingi sjö manna nefnd til þess að annast þjóðarátak í umferðarmálum á þessu ári og það ber vott um að þingmenn vilji leggja þessu málefni liðf auknum mæli, en athafnir hafa ekki fylgt orðunum. Það var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að gera þjóðarátak en síðan þegar kom að því að seíja í þetta fjármagn þá var ekki hægt að setja nema 5 milljónir í það. Þjóðarátak verður ekki gert í nútíma samfélagi með 5 milljónum. Tryggingarfélögin hafa hins veg- ar lagt fram jafnháa upphæð í átakið og eru tilbúnir til að gera það áfram. En skilningur- inn mætti vera meiri.“ Hvað þarf að gera? Nú hefur starf og fjármagn Umferðarráðs beinst mikið að áróðri og auglýsingum í fjölmiðlum. Ekki eru allir sammála um að þetta sé leiðin til að fækka slysum og segja að beina ætti auknu fjármagni í úrbætur á gatnakerfinu. „Ég get tekið undir það megin sjónarmið að við leysum ekki umferðarvanda landsins með áróðri og fræðslu. Hins vegar er það alveg klárt mál að það þarf að halda slíku starfi uppi. Þetta þarf allt að fylgjast að. Mikill hluti af okkar starfsemi snýst líka um fræðslu fyrir yngri kynslóðina. Við erum t.d. með umferðarskóla fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Sveitarfélögin taka öll þátt í þessu með okkur og þannig náum við til allra barna á landinu. Bömin fá heimsend verk- efni. Við erum líka með fræðslu fyrir dagvistun barna og á vorin er þúsundum barna á aldrinum 5 til 6 ára boðið í heimsóknir í þá skóla sem þau eiga eftir að sækja og þar fá þau einnig fræðslu. Þessi og önnur fræðsla fer ekki mjög hátt í fjölmiðl- um. Síðan kemur hin almenna umferðar- fræðsla okkar, t.d. auglýsingar í fjölmiðlum. Við emm með þætti í útvarpi og reynum að . koma efni í sjónvarp og blöð. Núna er t.d. ' verið að vinna þætti fyrir sjónvarp. Þetta eru kostnaðarsöm verkefni. En það er rétt að umferðarmannvirki þurfa líka að miðast við fjölgun bíla. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að ég held að það sé ekki vænleg leið til að leysa efnahagsmál þjóðfélagsins, að lækka verð á bílum niður úr öllu valdi, eins og gert var í sambandi við ákveðna lausn efnahagsvanda. Ég held að það sé ekki þjóðfélaginu almennt til hagsældar. Við vorum núna að halda upp á 20 ára afmæli hægri-umferðar. Árið 1968 voru liðlega 40.000 bílar. Núna, 20 ámm seinna, em um 140.000 bílar á íslandi. Það hefur fjölgað um 100.000 bíla á þessum 20 ámm. Þrátt fyrir að menn hafi verið með ein- hverja viðleitni til að laga umferðarmann- virki að þessum aukna umferðarþunga þá er alveg klárt að það er ekki nokkur samsvörun þarna á milli. Ef sú þróun hefði orðið í samræmi við fjölgun bíla þá væru hér komnar brýr yfir öll hættuleg gatnamót. Af þessu höfum við miklar áhyggjur. Að byggja yfir ein gatnamót, þannig að leiðir skerist ekki, getur haft óskaplega mikil áhrif til að draga úr slysum. Tökum Arnarneshæðina sem dæmi. Auðvitað vitum við að það mundi kosta mikla fjármuni að sprengja veginn niður í hæðina þannig að leiðir mundu ekki skerast á hæðinni. En að hugsa sér á móti hvað margir hafa slasast illa þarna og bíða þess aldrei bætur vegna þess að vegurinn er eins og hann er. Það vefst fyrir mönnum að setja peninga í mál sem þessi, en þegar maður slasast þá spyr enginn að því hvað kosti að annast hann, því þá er hann í raun kominn inn í kerfið. Engum dettur þá í hug að segja „nú eru ekki til peningar til að gera neitt meira fyrir þig“ • Það er fleira sem betur mætti fara að mati Óla. „Það þarf meiri peninga í löggæslu, það vantar fleiri lögregluþjóna. Það þyrfti að stórefla fræðslu í skólum og gera hana þannig úr garði að það komist enginn í gegnum grunnskólastigið án þess að hafa hlotið umtalsverða fræðslu í umferðarmál- um. Ökumenn eru ekkert betri nú en þeir voru fyrir 20 árum og kennsla nýnema hefur ekki þróast í takt við þróun umferðarinnar. Þá dettur mér í hug langþráður draumur okkar og ökukennara að koma upp æfinga- svæði. í sumarveðri væri hægt að æfa sig í hálkuakstri. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa tekið okkar málaleitan ákaflega vel og við væntum þess að það fari að styttast í að þessi draumur verði að veruleika," sagði Óli. Menn hafa talað um aðrar leiðir til að draga úr slysum, t.d. að herða viðurlög við umferðarbrotum, að hækka sektir og þyngja dóma. „Ég get vel skilið að umræða um hert viðurlög sé í gangi. Það er mjög eðlilegt. Hins vegar leysum við ekki öll mál með hærri sektum, en ég held að megi athuga þessi mál mjög gaumgæfilega núna og þessar ábendingar eru réttmætar. Það er of lítið aðhald í þessum málum. Lögreglan hefur ekki fengið fjármagn frekar en við, til að standa í sínum störfum. Þannig að það er víða á þessum sviðum í þjóðfélaginu sem vantar aukið fjármagn." Naumt skammtað úr ríkissjóði „Ég sé Umferðarráð fyrir mér á komandi árum sem miklu meiri aðhaldsstofnun við aðila í þjóðfélaginu sem vinna að umferðar- málum. Við eigum að vera nokkurs konar neytendastofnun sem fólk gæti snúið sér til til að benda á það sem miður fer í umferðar- málum. Umferðarmálin væru þá ekki „B- mál“ eins og þau eru í dag. Þetta hafa verið „B-mál“ hjá háttvirtu Alþingi. Þetta hafa ekki verið mál sem Alþingismenn hafa talið sér til framdráttar að stuðla að. Við höfum hins vegar átt mjög góða fulltrúa úr öllum stjórnmálaflokkum, en það þarf bara að fjölga þingmönnum, sem hafa áhuga á umferðarmálum, í 63. Því miður sé ég ekki í dag þann farveg í þjóðfélaginu sem verður þess valdandi að þetta breytist. Við erum ennþá einu sinni að fara út í fjárlagagerð þar sem á að skera niður alla skapaða hluti. Öll þau ár sem ég hef verið í þessu man ég ekki eftir því að fjárlög íslenska ríkisins hafi verið gerð öðruvísi en að það skyldi draga úr þessu og draga úr hinu. Áuðvitað þarf ákveðið aðhald fyrir tiltölulega fátækt land eins og við erum en ég hef svo oft bent á að ein króna sem við fáum til fyrirbyggjandi starfa getur sparað þúsund krónur í þessum hörmungum, sem kosta íslenska ríkið milljarða króna á hverju ári. Umferðarráð fær 13.9 milljónir króna úr ríkissjóði á þessu ári. Við báðum hins vegar um 42 milljónir og töldum okkur samt vera hógværa í beiðnum. Það sjá allir að það er ekki lyft neinunt grettistökum með slíkum upphæðum 13.9 milljónum. Það er alls ekki fráleitt að það sé jafnvirði kostnaðar vegna eins alvarlegs umferðarslyss. Við erum búnir að biðja um 55 milljónir fyrir næsta ár og nú er að sjá hvernig það fer. Það er mjög eðlilegt að umræðan sé mikil núna vegna þjóðarátaksins, en ég óttast hins vegar að það sé ekki sú hugarfarsbreyting að verða sem við óskum eftir. Vonandi er það svartsýni. Ég þori að minnsta kosti ekki annað en hafa fyrirvara á því. En þegar maður veit að hver króna sem varið er í þessi mál getur haft mikið að segja, finnst manni það sorglegt hvernig málum er háttað," sagði Óli. Þetta er ekki vinsældarlisti Hafið þið orðið vör þið það að fólk hafi neikvæðar skoðanir á Umferðarráði, að áróðurinn fari í taugarnar á því? „Við verðum ekki mikið vör við það en óneitanlega kemur það fyrir stundum. Ef við tölum um Verslunarmannahelgi þá stöndum við frammi fyrir því að ákveða nú hvort farið verður af stað með mikið starf og látið mikið í okkur heyra, vitandi það að einhver segir „oh, eru þeir komnir af stað eina ferðina enn“. Þá verðum við að skoða staðreyndirnar. Þessar helgar hafa gengið blessunarlega vel fyrir sig, þrátt fyrir þessa miklu umferð. Það er alveg ljóst að um Verslunarmannahelgar hafa tiltölulega sjaldan orðið alvarleg slys. Við náum því með þessu víðtæka samstarfi við lögreglu um land allt og fjölmiðla, ekki síst útvarps- stöðvarnar, að slá á umferðina á einhvern hátt. Það er stöðug aukning á umferð um þessa helgi þannig að við getum ekki látið þetta ganga fyrir sig afskiptalaust. Það væri mikið ábyrgðarleysi. Það þýðir ekki að hugsa „er ég vinsæll eða óvinsæll?". Slík hugtök eiga bara ekkert við hérna. Við erum ekki að standa í neinu vinsældakapphlaupi, við erum að reyna að stuðla að því að fólk komist slysalaust milli staða. Það þýðir ekkert fyrir mig að hugsa „þykir langflestum ég hundleiðinlegur?". Ég veit það alveg að fólki finnst þetta vera sama gamla tuggan ár eftir ár. En um leið og maður fer að hugsa þannig þá verður maður bara að pakka saman og hætta. Við reynum hins vegar að haga áróðri þannig að hann verði ekki mjög þreytandi, við reynum að hafa hann jákvæðan og vera ekki sífellt á neikvæðu nótunum. Það hafa margir þakkað okkur fyrir og ég viðurkenni það að það er skemmtilegt þegar maður fær jákvæð viðbrögð líka. Maður er einu sinni bara mannlegur. Það er óskaplega vandmeð- farið að reka áróður og ég held að það viti það enginn sem hefur ekki reynt það. Fólk vill ekki láta segja sér fyrir verkum." JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.