Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 12
Naumt tap gegn V-Þjóðverjum íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með eins marks mun, 19-18, fyrir V-Þjóðverjum í Hamborg í gær. Leikurinn var hluti af opinberri heimsókn forseta íslands frú Vigdís- ar Finnbogadóttur til V-Þýskalands Valur fékk Frammara Stórleikur verður í 8-liða úrslit- um mjólkurbikarkeppni KSÍ, Valsmenn drógust gegn Frömm- urum og eiga Valsmenn heima- leik. Drátturinn fór annars þannig: Leiftur-Tindastóll 19. júlí ÍA-ÍBK............. 20. júlí Valur-Fram ........ 20. júlí FH-Víkingur ....... 21. júlí BL og var forsetinn heiðursgestur á leiknum. íslendingar höfðu frumkvæðið mest allan leikinn og voru yfir í hálfleik 12-10. Um miðjan síðari hálfleik komust Þjóðverjarnir yfir og á spennandi lokamínútum náðu þeirað sigra meðeinu marki, 19-18. „Þetta var góður leikur tveggja sterkra handknattleiksliða og nokk- urs konar prófraun á leikæfingu okkar manna“, sagði Guðjón Guðmundsson liðstjóri íslenska liðs- ins í samtali við Tímann í gærkvöldi. „Við höfum verið í mjög erfiðum þrekæfingum að undanförnu og lítið komið við bolta. Við erum því tiltölulega ánægðir með útkomuna, þó aldrei sé gaman að tapa. Strák- arnir eru ekki alveg tilbúnir í boltann ennþá en löng leið er fram að Ólympíuleikum til að kippa þeim hlutum í lag. V-þýska liðið er mjög gott, þeir hafa bæði unnið World- cup og Super-cup og eru mjög sterkir. Framundan eru 21 leikur og hátt í hundrað æfingar fram að ÓL, þannig að við höfum góðan tíma enn til laga hluti. Takmarkið er að vera á toppnum í september og ná einu af 6 efstu sætunum í Seoul.“ sagði Guðjón. Þjálfari V-Þjóðverja, Ivanoascou, sagði á blaðamannafundi eftir leik- inn, að það hlyti að vera mótherjum íslendinga í Seoul mikill höfuðverk- ur að þurfa að leika gegn íslandi, því liðið væri geysisterkt. Einar Þorvarðarson stóð í mark- inu allan leikinn og stóð sig vel að vanda, varði alls 13 skot. Kollegi hans í marki V-Þjóðverja átti einnig góðan dag og varði meðal annars 4 vítaköst. Mörk íslands skoruðu: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Karl Þráinsson 2, Atli Hilmarsson 2, Jakob Sigurðson 2, Alfreð Gísla- son 2 og Guðmundur Guðmundsson 1. BL ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Knattspyrna Laugardagur: 1. d. kl. 4.30 . ÍA-Fram 1. d. kv kl. 14.00 . KA-ÍBK 2. d. kl. 14.00 . ÍR-Tindastóll 2. d. kl. 14.00 . Víðir-ÍBV 2. d. kl. 16.00 . KS-Afturelding 3. d. A Id. 14.00 . .... Grótta-Stjaman 3. d. A kl.14.00 . ÍK-Víkverji 3. d.B Id. 14.00 . Þróttur-UMFS Dalvík 3. d. B kl.14.00 . Sindri-Hvöt 3. d. B kl. 14.00 . . . . Reynir Á-Einherji 4. d A kl. 14.00 . . . . Snæfell-Augnablik 4. d B U. 14.00 . . . . Vík. Ól.-Fyrirtak 4. d. B kl. 14.00 . . . . Hverag.-SkaUagr. 4. d. B kl.14.00 . Hafnir-Ármann 4. d. C kl.14.00 . . . Geislinn-Bfldudalur 4. d. C kl.17.00 . Vaskur-Efling 4. d. D kl.14.00 . . . Kormákur-UMSE b 4. d. E kl.14.00 . Höttur-KSH 4. d. E kl.14.00 . Neisti D-Valur Rf. 4. d. E kl.14.00 . . . Austri E-Leiknir F. Ath. Breyttan leiktíma á leik ÍA og Fram, en sá leikur átti að vera á mánudag. Sunnudagur: 1. d. kl. 17.00 .... Leiftur-Völsungur 1. d. kl. 20.00 Valur-KA 1. d. kv Id. 14.00..............ÍBi-KR 4. d. A kl. 14.00..... Skotfél.R.-Ægir Þúfærð meira ogmeira ogmeira.. Bónusreikningur gefur þér möguleika sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum bankareikningi. Þú færð hærri vexti eftir því sem innstæðan vex. Vaxta- þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum kr., 50 - 200 þúsund kr. ,200-500 þúsund kr. og upphæðir yfir 500 þúsund kr. Vextir umfram verðbólgu fyrir hæsta þrep a.m.k. 7%. Þú færð alltaf betri kjörin þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör hvers vaxtaþreps em borin saman á 6 mánaða fresti. Peningarnir eru alltaf lausir hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra. Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki, en vexti má taka út kostnaðarlaust. EUilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps strax þó upphæðin sé undir þeim mörkum, sama gildir um hluthafa bankans. Þú færð afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum með því að framvísa Bónuskorti sem fylgir reikningnum. Auk þess færðu möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl. «■ •' Laugardagur 9. júlí 1988 Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR Mánudagur: 1. d. kl. 20.00 Vikingur-ÍBK 1. d. kl. 20.00 Þór-KR 2. d. kl. 20.00 UBK-Fylkir Fram-dagurinn verður á sunnudag. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Leikir verða í yngstu flokkun- um í knattspyrnu þ.e.a.s. í 5. flokki og í 6. flokki, en Pollamót KSÍ í 6. flokki fer að hluta til fram á Fram- deginum, en reyndar einnig í dag. Dagskráin á morgun hefst kl. 12.00, en síðasta leik dagsins lýkur kl. 17.30. Glæsilegar kaffiveitingar Fram-kvenna verða á boðstólnum frá kl. 14.00. Frjálsar íþróttir: Bláskógaskokk HSK fer fram í dag. Hlaupið er í þremur aldurs- flokkum karla og kvenna, og boðið er uppá tvær vegalengdir. 15,5 km .en þá er ræst við rimlahlið austan Gjábakka og 5,5 km. en þá er ræst við Vallalæk. Hlaupið hefst kl. 14.00. Pá er Öldungamót á Eiðum, ung- lingamót á Skagaströnd og héraðs- mót á Húsavík, í Pétursey og hjá UDN, á morgun verður síðan fjöl- þrautarmót á Selfossi. Golf: Meistaramótum klúbbanna verð- ur framhaldið um helgina, en þeim lýkur á morgun. Ibretti: dag verður haldinn seglbretta- dagur á Hafravatni, rétt utan við Reykjavík. Tilgangurinn með þess- um degi er að safna saman sem flestum seglbrettaáhugamönnum og koma þeim í kynni hverjum við annan, auk þess sem almenningi gefst kostur á að kynnast þessari forvitnilegu og suðrænu íþrótt. Á staðnum verður j úgóslavneskur segl- brettakennari, sem hingað er kom- inn til að halda námskeið hjá sigl- ingaklúbbnumWogi í Garðabæ. Ef veður og aðstæður leyfa, mun hann leiðbeina almenningi um undir- stöðuatriði íþróttarinnar. Aðstand- endur dagsins skora á alla seglbretta- eigendur og áhugamenn að mæta á staðinn og gera hann sem skemmti- legastan. Áætlað er að sem flestir verði komnir út á vatn upp úr hádegi. Skíði: Já, skíði um mitt sumar, því hjólaskíðaboðgöngu landsliðsins í göngu, sem hófst á fimmtudag verð- ur fram haldið um helgina og lýkur ekki fyrr en á þriðjudag. Alls verða gengnir 1500 km og skiptast menn á um að ganga. Tilgangurinn er í senn fjáröflun fyrir landsliðið og einnig kynning á fþróttinni, en margir halda að skíðagöngumenn liggi í dvala yfir sumartímann, en svo er nú ekki. Altobelli til Juventus Italski landsliðsmaðurinn Ales- sandro Altobelli, sem nú er 32 ára gamall, var fyrir helgina seldur til Juventus, eftir 11 ára veru hjá Inter Milano. Inter lét hann fara fyrirekki neitt, en Altobelli hefur verið óánægður hjá félaginu að undan- förnu og oft þurft að verma vara- mannabekkinn. Altobelli gerði eins árs samning við kappann, með möguleika áöðru ári. Altobelli hefur leikið 61 landsleik fyrir ítali, nú síðast í Evrópukeppninni í V,- Þýskalandi, en þar lék hann sína síðustu landsleiki. BL Lands- keppni við Skota og íra í dag íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum keppir í dag í landskeppni þriggja þjóða, semfram fer í Grang- emouth (rétt utan við Edinborg) í Skotlandi. Mótherjar íslendinga verða heimamenn, Skotar, og frændur okkar írar. Það er harðsnúin sveit sem skipar landslið íslands að þessu sinni og má þar til nefna þá Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson, sem keppa í spjótkasti og Véstein Hafsteinson og Eggert Bogason, sem keppa í kringlukasti. Einar á reyndar við smá meiðsli að stríða, en ætlar samt að gera sitt besta fyrir íslands hönd. Landsliðið er annars skipað eftir- töldu íþróttafólki: Kaitar. Bessi Jóhannsson ........... 1500 m Daníel Guðmundsson.... 3000 m hindr. Eggert Bogason..........kringlukast Egill Eiðsson .... 200 m 400 m gr.4x400 m Einar Vilhjálmson....... spjótkast Einar Þ. Einarson....4x100 m boðhl. Frímann Hreinsson............. 5000 m Guðmundur Karlsson ....sleggjukast Guðmundur Sigurðs. . 400 m 800 m 4x400m Gunnar Guðmundson . 200 m 4x400 m boð. Gunnlaugur Grettisson......hástökk Hannes Hrafnkelsson......... 800 m Helgi Þ. Helgason ....... kúluvarp Hjörtur Gíslas. . . . 400m gr llOm gr 4x400 Jóhann Ingibergsson ... 3000m hindr. Jóhann Jóhannsson . lOOm 4xl00m boðhl. Jón A. Magnússon .. lOOm 4xl00m langst. Jón A. Sigurjónsson ...sleggjukast Kristján Gissurarson..stangarstökk Már Hermannsson............. 5000m Oddur Sigurðsson. . . 400m 4x400m boðhl. Ólafur Guðmundsson ..... langstökk Ólafur Þórarinsson .......þrístökk Pétur Guðmundsson........ kúluvarp Sigurður Einarsson...... spjótkast Sigurður T. Sigurðsson.stangarstökk Steinn Jóhannsson........... 1500m Unnar Vilhjálmsson . . . þrístökk, hástökk Vésteinn Hafsteinsson...kringlukast Konun Birgitta Guðjónsdóttir.. spjótkast Björg össurardóttir........ hástökk Bryndís Hólm............ langstökk Fríða Rún Þórðardóttir...... 1500m Guðbjörg Gylfadóttir .... kúluv.kringluk. Guðrún Arnard. . 200m 4xl00m 4x400m b. Helga Halldórs. ... lOOm gr. 400m grínd. ......4x1 OOm boðhlaup 4x400m boðhlaup Ingibjörg ívarsdóttir .... 400m gr 4x400m írís Grönfeldt spjótkast.. kúluvarp Margrét Brynjólfsdótir...... 3000m Margrét Óskarsdótir.....krínglukast Marta Emstdóttir............ 3000m Oddný Árnadóttir . 400m 4x400 boðhlaup Rakel Gylfadótir ...... 800m 1500m Súsanna Helgad. . lOOm 4xl00m langstökk Svanhildur Krístj.d. 200m 4x1004x400 Unnur Stefánsdóttir ......... 800m Þórdis Gísladóttir .lOOm gr.. hástökk Þjálfarar eru Eyjólfur Magnússon og Gunnar Páll Jóakimsson og Helga Alfreðsdótir. BL Sektirnar staðfestar Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest dóm yfir 9 leikmönn- um bikarmeistara Wimbledon, en þeir voru sektaðir um 750 pund hver, fyrir að viðra á sér óæðri endann í minningarleik í maí sl. Einnig var staðfest að Wimbledon þarf að greiða 5 þúsund pund í sekt fyrir athæfi leikmannanna. BL % ,5QreVt»s*u FYRlálJ wk,<u****. »00.00° 50-0°°_ yLOOO IR stGUKPSSON „ÖRNSBOVnR , ÖRN W.VNVOUSSON ..--r iwviyyy* \ • 261062-25" i 1110*100-2579' 08055>2’59 ....] \ 130455-0009 \ »5096^3/29 1 210239-3349 •»5.000 13.000 H3.000 ■ ábahhUt KytwUÖ y^’ RSK6.06 STAÐGREÐSLU BERAÐ SUNDURUÐA og skila mánaðariega Launagreiðendum ber að skila sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna. Sundurliðuninni ber að skila mánaðarlega með skilagrein vegna launagreiðslna fyrir næstliðinn mánuð. Heimilt er að senda útskrift úr launa- bókhaldi launagreiðanda, þar sem fram koma sömu atriði og krafist er á sundurlið- unaryfiriiti. Eyðublað fyrir sunduriiðun verður sent launagreiðendum mánaðarlega. Skil vegna reiknaðs endurgjalds eru óbreytt. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar. Ekki er nægilegt að greiða greiðsluna í banka eða póstleggja hana fyrir eindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu inn- heimtumanns í síðasta lagi á eindaga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Póstleggið því greiðslur tímanlega. -Skilið tímanlega -forðistörlröð RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.