Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminrh
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Njáll
íslenskur kvikmyndaiðnaöur hefur fengið nokkra
kveðju frá amerískum kvikmyndaframleiðanda, sem
lýsir áhuga á að kvikmynda Njálu. Hefur kvikmyndun
Njálu ekki verið á dagskrá síðan Guðlaugur Rósinkrans
skrifaði kvikmyndahandrit og vildi að Edda-film kvik-
myndaði. Eftir endurvakningu íslenskrar kvikmynda-
gerðar og með tilkomu Kvikmyndasjóðs var í fyrstu
reynt að halda fram einskonar íslenskri stefnu í
kvikmyndagerð með sama hætti og Ástralir gera. En
ungir ofurfarar vildu ekki á það hlusta, og nú hefur
tekist að gera íslenska kvikmyndaframleiðslu að byssu-
leikjagerð í stíl amerískra hasarmynda, sem litið er á
eins og dúsínvöru innan iðnaðarins.
Furðu vekur að Sænska kvikmyndastofnunin er
hlaupin til og vill ólm eiga þátt í Njáli. Þessi stofnun
hefur um sinn haft áhrif á úthlutanir Kvikmyndasjóðs
með því að tilkynna framlög til íslenskra mynda að því
tilskildu að sjóðurinn legði á móti. Hefur hér verið um
hæstu framlög að ræða. Ein mynd er þegar komin úr
þessari samvinnu og á að vera úr fornöldinni, frá tímum
Njálu, en leikarar eru klæddir í gærur og látnir leika að
hnífum, eins og höfundur hafi aldrei komist aftar en í
Skugga-Svein. Ekki er vitað hvort næsta fornaldarmynd
verður sveipuð gærum.
Það er gleðiefni að útlendingur skuli hafa áhuga á
Njálu til kvikmyndunar. En þar bíða hans fallgryfjur
stórar, einkum ef hvergi nýtur við sérfróðra, og má þá
búast við að hjálmar verði skreyttir nautshornum og
eitthvað verði um gærur að hætti Skugga-Sveins. Þótt
kvikmyndun Njálu sé álitshnekkir fyrir framleiðslu
íslenskra hasarmynda, er hún gleðiefni vegna þess að
hugmyndin vísar okkur inn í heim viðfangsefna, sem
við ættum að sitja að einir. Hvorki Kvikmyndasjóður
né íslenskir kvikmyndaleikstjórar virðast hafa metnað
eða getu til að svara þeirri kröfu hvað íslenskt er í
þessari grein listar.
Losa þyrfti Kvikmyndasjóð undan ofurvaldi kans-
ellíista í menntamálaráðuneytinu og þá um leið undan
tilskipunum sænsku kvikmyndastofnunarinnar og gæru-
stefnunnar í kvikmyndagerð. Þá þyrfti leikstjórum að
lærast, að þeir þurfa ekki endilega að vera mestu
sagnasmiðir í heimi þótt þeir kunni fag sitt sem
leikstjórar. í landi með óunninn fjölda viðfangsefna
fyrir kvikmyndir er óþarfi fyrir leikstjóra að telja sig
nauðsynlega höfunda verka sem kvikmynduð eru. Hafa
slík verk leitt til heldur dapurlegrar og metnaðarlítillar
niðurstöðu. Þá er alveg óþarfi af tæknimönnum, og
þeim sem hafa vald á snúrum, að ganga fram fyrir
skjöldu og skrifa líka. Sjónvarpsmyndin fræga um
Snorra Sturluson er gott dæmi um það.
Því miður hefur ekki tekist sem skyldi í íslenskri
kvikmyndagerð. Þeir sem um hana hafa vélað geta
sjálfir sér um kennt. Við gátum sjálfir kvikmyndað
Njálu eða hluta úr henni, en það hefði eflaust ekki
fengið byr hjá sjálfhverfum leikstjórum eða Kvik-
myndasjóði. Til kvikmyndar um Gísla Súrsson veitti
sjóðurinn næstum ekkert fé. Hún hefur nú verið seld
víða um heim, og Danska kennarasambandið hefur
fengið hana til kennslu og dreifingar um Norðurlönd.
Aftur á móti er mikið að frétta af byssubófa- og
gærumyndum.
Laugardagur 9. júlí 1988
Þ
urrkar þeir sem nú ganga
yfir norðanverð Bandaríkin og
Kanada eiga eftir að hafa áhrif á
íslandi, þótt enn rigni hér nóg,
eða a.m.k. fannst okkur svo á
Suðurlandi í júnímánuði. Þetta
gróðurhúsa einkenni, sem spáð
var að mundi láta á sér kræla
vegna breytinga á loftslagi í
menguðum heimi, hefur stór-
felld áhrif á fóðurbirgðir í heim-
inum. Kanada hefur lengi selt
Kínverjum mikið af hveiti og
þekktur er innflutningur Rússa
á korni frá Bandaríkjunum. Þar
sem mikið hefur verið um um-
framframleiðslu á korni í
Bandaríkjunum, og ríkisstjórn
landsins hefur lengi legið undir
ámæli fyrir að kaupa af bændum
að rækta ekki korn á landi sínu,
er ekki að vænta beinnar
vöntunar á fóðri þrátt fyrir
þurrkaáfallið núna. Hins vegar
er alveg ljóst, að útflutningur á
korni dregst stórlega saman í ár
og á þess eftir að gæta í verð-
hækkunum á próteinframleiðslu
annarra landa. Verð á loðnu og
síldarmjöli ætti því að hækka að
mun á haustdögun, enda má þá
ætla að hinir föstu kaupendur á
framleiðslu kornbeltanna vest-
anhafs sitji uppi með skarðan
hlut eftir jDurrkana.
Grátið við rætur
smjörfjalla
Þetta ástand, sem spáð er að
sé aðeins byrjunin, sé kenningin
um gróðurhúsaveðurfar og loft-
mengun rétt, kemur á sama
tíma og mikill fyrirgangur er
uppi gegn matvælaframleiðslu.
Landbúnaður á íslandi þykir
óalandi, og EBE-þjóðir í Evr-
ópu hafa varla áhyggjur af öðru
meiru en smjörfjöllum. Skelli
þurrkar á Evrópu í iíkum mæli
og þeir, sem eru nú að breyta
ræktarlöndum vestan hafs í
skrælnaða jörð, er hætt við því
að gráturinn við rætur smjör-
fjallanna eigi eftir að breytast í
grát eftir smjöri. Að vísu skiptir
þetta dæmi ekki höfuðmáli,
vegna þess að afleiðingar langra
þurrka vegna gróðurhúsaein-
kenna verða miklu skelfilegri en
svo að menn fari að minnast
andmæla við landbúnaði.
Þá er ástæða til að minnast
þess, að um norðanverða
Afríku, í jaðarlöndum Sahara-
eyðimerkurinnar, hafa hungurs-
neyðir verið svo að segja árviss-
ar. Við íslendingar erum sérlega
kunnugir því vandræðaástandi
sem ríkir í Eþíópíu og hefur ríkt
lengi. Þar hefur kommúnista-
stjórn Mengistu ekki getað
brauðfætt þjóðina nema vera
upp á aðra komin. Ástæðan er
langvarandi þurrkar í sumum
héruðum landsins. Auðvitað
stafa þurrkar ekki af pólitískum
aðgerðum. En þjóðir sem hafa
lagt sitt af mörkum til hjálpar
máttu horfa upp á það agndofa,
þegar heill skipsfarmur af viskíi
var fluttur frá Englandi til Eþí-
ópíu, svo Mengistu og félagar
gætu haldið upp á tíu ára bylt-
ingarafmæli í landinu.
Veðurfar og eymd
Kína og Sovétríkin búa bæði
við mikla miðstýringu og heft-
ingu á frumkvæði einstaklingsins
til sjálfsbjargar. Kommúnista-
stjórnin í Kína sneri sér í byrjun
að þvf að koma í veg fyrir
árvissar hungursneyðir, sem þar
höfðu verið landlægar. Um leið
og hún lét hefja stórvirkjanir í
helstu fallvötnum landsins, sem
höfðu flætt yfir gróðurlönd á
hverju vori og eyðilagt upp-
skeru, gerðufyrirstöðurvirkjan-.
anna og uppistöðulónin það að
verkum, að hægt var að hafa
einhverja stjórn á flóðunum. Á
fyrstu árum kommúnistastjórn-
arinnar var slík áhersla lögð á að
binda fljótin, að fólk var sent
hundruðum þúsunda saman á
fyrirhleðslustaðina, þar sem það
bar mold og möl í litlum tága-
körfum á höfðinu, en vegna
mannfjöldans urðu afköstin eins
og eftir stórvirkar vinnuvélar.
Síðan hefur ekki heyrst af hung-
urnseyð í Kína þótt þjóðin sé
um einn milljarður. Þar var ekki
verið að hugsa um viskískipin
þótt byltingarafmælin hafi verið
mörg og stór.
Þrátt fyrir virðingarverða
fyrirhyggju og vilja til að fyrir-
byggja hungursneyðir hafa Kín-
verjar orðið að kaupa mikið af
korni af Kanadamönnum á liðn-
um árum. Nú eru horfur á því að
Kanadamenn verði ekki aflögu-
færir. Þá munu koma upp vanda-
mál, sem erfitt getur orðið að
leysa. Mannfjölgunin er slík
yfirleitt, að öll meiriháttar rösk-
un á framleiðslu matvæla getur
kostað stórfelldar hungursneyð-
ir. Jafnframt geta slík áföli þýtt
stóraukin átök, eins og urðu í
Evrópu á miðöldum í kjölfar
rnannfjölgunar vegna bættra
búnaðarhátta, sem síðan gátu
ekki brauðfætt aukninguna.
Þannig er sagan, og þótt við
séum í dag að gefa matvæli og
veita aðstoð hungruðu fólki, þá
er það ekki nema dropi í hafið
og kannski meira til að friða
samviskuna en til að leysa erfið
vandamál, einfaldlega vegna
þess að þau verða ekki leyst.
Breytingar á veðurfari eru enn
óviðráðanlegur þáttur í þeirri
eymd, sem sækir á þjóðir á
þurrkasvæðum. En slíkar breyt-
ingar verða sýnu alvarlegri ef
þær verða á helstu kornfram-
leiðslusvæðum heimsins.
Þjóðir á
mörkum hungurs
Á sama tíma og þetta vofir
yfir er sótt svo fast eftir sjávar-
fangi, sem ekki er háð þurrkum
eða gróðurhúsaeinkennum
svona fyrsta kastið, að heilar
herdeildir vísindamanna víða
um lönd hafa verið kallaðar til
að vega og meta það aflamagn
sem fiskistofnarnir þola. Það er
því ekki við því að búast, að
hægt verði að hefja stóraukna
sókn á fiskimið bregðist korn-
rækt á næstu áratugum. Það
eina sem virðist hægt að gera við
upphaf þeirrar kvíðavænlegu
þróunar, sem nú er sögð vera að
eyðileggja kornrækt í Kanada
og Bandaríkjunum, er að stöðva
mengunina, sem veldur gróður-
húsaloftslagi.
Sameiginlegt átak iðnvæddra
þjóða þarf til slíkra aðgerða. En
á meðan skógar eyðast vegna
mengunar og fiskur drepst í
súrum vötnum um norðanverða
Evrópu, og að auki kemur til
mengun í Rússlandi, sem næsta
lítið er vitað um, er ekki von að
nokkur fari í fyrstu lotu að taka
alvarlega skrælnaða jörð af völd-
um þurrka, sem herja vegna
aðgerða manna. Ástandið þarf
að verða alvarlegra, en þá verð-
ur erfiðara að bæta skaðann.
Fjölmargar þjóðir um norðan-
verða Afríku, á Indlandsskaga
og í Asíulöndum eru á mörkum
hungurs. í stað þess að leita
lausna fyrir fólkið virðast ráða-
menn hafa lagt meiri áherslu á
að ná völdum í þessum löndum
og halda þeim, oft í nafni stjórn-
málastefnu, sem hefur eftir sín-
um helsta leiðtoga að Guð sé
ópíum fyrir fólkið. En þurrkar