Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. júlí 1988 Tíminn 9 LAUGARDAGURINN 9. JULI 1988 hafa að einhverju leyti tekið undir við kokkteilkerlingar í Washington, sem hafa komið upp áróðursstöðvum í kjöllurum einbýlishúsa sinna og fyllt þá af skeggjuðu liði, sem á svo að fara um heiminn til að banna við- skipti við íslendinga af því þeir veiða um hundrað hvali á ári undir ströngu eftirliti. Nú sól- brenna sköllóttir akrar á korn- beltinu í guðs eigin landi, sem guðs eigin kokkteilkerlingar varðar ekkert um. Þær hafa fundið sitt guðs eigið viðfangs- efni, sem eru hvalveiðar við ísland, og fá eitthvert stjórnar- skrifstofulið til að vinna með sér að því að ófrægja þessar veiðar að ástæðulausu. Þjóð sem drap Indíána eins og sauðfé ætti sem minnst að segja um hvalveiðar, og stundar að auki hvalveiðar í stórum stíl í guðs eigin sjó. Þegar það skeggjaða lið, sem hangir á uppskipunarkrönum og ferðast með Greyhoundbílum fyrir mjólkurpeninga kokkteil- kerlinganna til að bera spjöld fyrir utan skyndibitastaði sem djúpsteikja íslenskan fisk oní gesti, þar sem letrað stendur að eigi skuli kaupa fisk af íslending- um, hleypur ógreindur vökvi fyrir hjartað á tveimur blöðum á íslandi, Þjóðvilja og Morgun- blaði. Segja má að merarhjarta Þjóðviljans sé honum áskapað. Hann aðhyllist jafnvel banda- rísk sjónarmið séu þau gegn íslendingum. Morgunblaðið er aftur á móti „heimsblað" og fínt blað og hálfgert New York Tim- es Norðurlanda, eða vill vera það. Mbl. hefur það á tilfinning- unni að ekki sé gott að það spyrjist í útlöndum að blaðið taki ekki tillit til friðunarsjónar- miða, hvað sem þau eru heimskuleg og hvaða snobbræt- ur sem að þeim sjónarmiðum kunna að liggja. Það er t.d ekki lítið mál þegar sjálfur Walther Scott bölsótast út í hvalveiðar. Snobbgildið í slíkum manni fer beint á síður Mbl. Þessi sami Scott naut gistivináttu íslend- inga hér á árum áður þegar hann var að elta grágæs í Þjórsáver- um, hrella þennan saklausafugl, sem eflaust hefur næstum mannamál eins og hvalurinn, merkja hann í bak og fyrir og djöflast í ungahjörðinni í sama skyni. Ekki er vitað til að grá- gæsin hafi beðið um þessar hant- éringar. Nei, menn ættu að fara sér hægt í þessum málum, einkum íslendingar. Óttinn við álit út- lendinga á íslendingum er ástæðulaus. Við höfum komið fram af fullum drengskap við útlendinga í þessum málum und- ir forystu Halldórs Ásgrímsson- ar, sjávarútvegsráðherra, og þurfum engan að biðja afsökun- ar. Vel má vera að þeir skeggj- uðu skuggabaldrar, sem þeysa um viðskiptalönd okkar til að rægja okkur og níða, þurfi ein- hverja talsmenn hér á landi, eða þá aðila sem vegna sjálfsálits halda að þeir verði að fylgja útlendingum að málum, með því að reka Ieyndan og ljósan áróður gegn hvalveiðum í bak- garði okkar. En á þá ber að líta eins og það fiðurfé sem gjarnan er geymt í bakgörðum. eru ekki pólitík. Hins vegar má segja um Afríkuland eins og Eþíópíu, að vatn er til þar, alveg eins og í Saharaeyðimörkinni, sé borað nógu djúpt eftir því. Stjórnir standa bara ekki í þeirri leit. Hvalkjöt til Eþíópíu Þegar framangreint er haft í huga, og hið næsta okkur eru skógar sem eru að deyja og súr vötn, sem eru undirstaða lífríkis sem skiptir manninn miklu, vek- ur stóra furðu sá hópur sérvitr- inga, sem eyðir tíma sínum í að óskapast út af takmarkaðri hval- veiði. Þetta fólk kallar sig græn- friðunga. Skrælnaðar kornlend- ur Kanada og Bandaríkjanna hljóta að höfða meira til sam- visku þessa fólks, en hvalir sem seint verða grænir. Græn- friðungar spyrja aldrei hvað hafi orðið af kornstangamóðunni sem huldi akra kornræktar- bænda vestanhafs. Þeir spyrja ekki hvað eigi að nota í staðinn fyrir brauð í Rússlandi og Kína, eða af hverju vötn eru orðin súr í Skandinavíu og skógar hálf- dauðir í Þýskalandi. Græn- friðungar eru að fást um nokkra hvali, sem veiddir eru við ís- landsstrendur. Hvalveiðar valda engri heimshættulegri mengun og hafa aldrei, af íslendingum, verið veiddir í þeim mæli að hætta væri á útrýmingu þeirra. En grænfriðungar eru undir sömu sök seldir og aðrir einsýnir hópar. Þeir sjá ekki forboða raunverulegrar hættu. Þeirhorfa bara á hvali um þessar mundir. Hér á landi hafa hinir einsýnu ekki mikið umleikis. Þó eru hér nokkrar hræður, sem fylgjast með útflutningi á hvalkjöti, svo jábræður þeirra í útlöndum geti hindrað umskipanir á gámum í erlendum höfnum, þar sem skipta þarf um skip til að koma farminum áfram til Japans. Spurning er hvort ekki ætti að senda nokkra gáma til Eþíópíu svona til að sjá hvort hinir grænu skæruliðar í ríki náttúrunnar myndu stöðva sendinguna. Það kemur nefnilega að því verði ekkert að gert, að hvalkjöt verð- ur miklu nauðsynlegri manna- fæða en það er í dag. Hvalkjöt gæti jafnvel bjargað lífi einhvers afkomanda hálfruglaðs græn- friðungs sem gleymdi alveg að hugsa til mettaðs himinhvolfs, gróðurhúsaeinkenna, sviðinna skóga og súrra vatna, vegna þess að hann þurfti að hanga á upp- skipunarkrönum í umskipunar- höfnum til að mótmæla hval- veiðum. Djöflast í grágæs En það eru ekki grænfriðung- ar einir sem hafa mestan áhuga á hvölum á meðan jörðin brennur. Bandarísk stjórnvöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.