Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 3
- ^ugardagMr,9.: ÍÚM988
Tíminn,- 3
FRÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU
Utflutningsleyfi
fyriróunninfisk
Utanríkisráðuneytiö hefur ákveðið að takmarka útflutning á
óunnum þorski og ýsu þannig að vikulegur útflutningur af
þessum tegundum fari ekki yfir 600 tonn. Umsóknir um leyfi
til útflutnings á óunnum fiski í gámum þurfa að berast
ráðuneytinu eigi síðar en árdegis á föstudegi í næstu viku á
undan þeirri sem útflutningur er fyrirhugaður í, þó á mánudeg-
inum 11. júlí fyrir vikuna 10.-16. júlí n.k. Ráðuneytið tekur
afstöðu til umsókna og tilkynnir umsækjendum fyrir dagslok
á föstudegi um það heildarmagn sem hverjum um sig er
heimilt að flytja út í næstu viku þar á eftir. Fyrirkomulag þetta
gildir um útflutning á óunnum þorski, ýsu, karfaog ufsatil loká
septembermánaðar 1988. Ráðuneytið mun veita útgerðum
einstakra skipa, á grundvelli þeirra umsókna sem bárust fyrir
7. þ.m., vilyrði fyrir útflutningsieyfum fyrir helmingi þess
magns sem flutt var út af þorsk- og ýsuafla einstakra skipa á
sama tímabili í fyrra. Þeir sem slík vilyrði fá þurfa síðan
vikulega að óska leyfis til útflutnings á tilteknu magni og verða
leyfi til vikulegs útflutnings bundin við 15% af útflutningsheim-
ildum viðkomandi aðila á öllu tímabilinu. Séu útflutningsheim-
ildir á öllu tímabilinu samtals á bilinu 50 til 300 lestir, má
vikulegur útflutningur þó nema allt að 20% heildarmagns og
séu heimildir samanlagt undir 50 lestum, verða ekki gerðar
kröfur um dreifingu á einstakar vikur.
Nái samanlögð útflutningsleyfi samkvæmt ofangreindu ekki
600 tonnum í einstakri viku, verður öðrum umsækjendum um
útflutning í þeirri viku veitt leyfi fyrir því sem á kann að vanta.
Við þá úthlutun hafa þeir er sóttu um útflutningsleyfi fyrir 7.
þ.m. forgang.
Með hliðsjón af markaðshorfum í Evróþu á óunnum karfa og
ufsa hefir ráðuneytið ennfremur ákveðið að engin útflutnings-
leyfi verði veitt vegna útflutnings á þessum tegundum í
gámum á tímabilinu 24. júlí til 7. ágúst 1988. Ráðuneytið mun
leytast við að fylgjast með horfum varðandi sölu á óunnum
karfa og ufsa og grípa til frekari takmarkana á veitingu
útflutningsleyfa reynist það nauðsynlegt.
Reykjavík, 8. júlí 1988
Utanríkisráðuneytið
Hl REYKJÞMIKURBORG |fl
'V
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að
ráða eftirtalið starfsfólk:
Meinatækni til sumarafleysinga.
Ljósmóður til sumarafleysinga við mæðradeild.
Hjúkrunarfræðinga við barnadeild og heilsu-
gæslu í skólum.
Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun til afleys-
inga á kvöldvakt.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar-
forstjóri í síma 22400.
Skrifstofumann til símavörslu og afgreiðslu við
Heilsugæslustöðina - Asparfelli 12. Sumaraf-
leysingar.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda-
stjóra heilsgæslustöðva í síma 22400.
Útboð
Suðurfjarðarvegur, Skriður - Höfðahús
Sm Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í f ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,9 km, fyllingar 15.000 m3 og buröarlag 22.000 m3. Verki skal lokið 15. júní 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og i Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 11. júlí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. júlí 1988.
Vegamálastjóri
Meinatæknar
Staða meinatæknis við Sjúkrahúsið í Húsavík er
laustil umsóknar. Upplýsingargefurframkvæmda-
stjóri í síma 96-41333.
Stöðumæla-
gjöldin
lækka
Ðorgarráð hefur samþykkt eftirtaldar breytingar
á stöðumæla- og aukastöðugjöldum svo og
stöðubrotagjöldum frá og með 10. júlí 1988
1. Stöðumælum þeim, sem nú eru með Vá klst. hámarksgjaldtíma
verði breytt þannig að hámarksgjaldtími verði 1 klst. eins og á öðr-
um stöðumælum.
2. Gjald í stöðumæla verði eftir sem áður kr. 50, en gildi fyrir 1 klst.
í stað V2 klst. áður.
3. Gjald vegna ólöglegrar stöðu bifreiðar, stöðubrotsgjald, lækkar úr
kr. 750 í kr. 500.
4. Sé aukastöðugjald á stöðumæli, sem er kr. 500, greitt áður en 3
virkir dagar eru liðnir frá dagsetningu álagningarseðils, fær greið-
andi afslátt þannig að greiðslan verður kr. 300. Sama gildir um
stöðubrotsgjald. Séu gjöld þessi hins vegar ekki greidd innan
tveggja vikna kemur á þau 50% álag og beitt verður þeim aðgerð-
um til innheimtu sem lög leyfa.
Breytingar skv. liðum 1 og 2 taka gildi eftir því
sem mælum verður breytt og er það verk nú
þegar hafið.
Breyting skv. 3. og 4. lið tekur gildi 10 þ.m. Þá verða nýir
álagningarseðlar teknir í notkun.
Bflastæðasjóður Reykjavíkurborgar
V|Sf7BS0