Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 9. júlí 1988 Til Suðurpólsins í sumarfrí Á Suðurheimskautinu fara fram rannsóknir á hlutum eins og eyð- ingu ósonlags og hvernig stjörnu- hrap verður. Á myndinni má sjá að ræktaður hefur verið grasgarður, mitt í ísauðninni. eða náttúru. Umhverfisverndunar- sinnar hafa harðlega mótmælt samningnum og vilja að álfan fái að vera óáreitt fyrir námum og olíuborpöllum. Greenpeace sam- tökin hafa einnig látið í sér heyra. Þeir trufluðu athöfnina þegar samningurinn var undirritaður með því að berja bumbur viðstöðu- laust. Talsmaður samtakanna segir að námugröftur og olíuboranir muni skaða náttúruna. Það sem við þurfum er ekki samþykkt um námugröft, heldur samningur um verndun, segir hann. En þeir sem beittu sér fyrir undirritun samn- ingsins eru ekki á sama máli. Þeir segja að með þessu sé verið að tryggja það að til sé samþykkt um námugröft áður en til hans komi og það hindri að gröfturinn valdi ein- hverjum skaða. Orlög bátafólksins Árlega flytur mikill fjöldi Víetnama úr landi. Þetta eru aðallega uppflosnaðir bændur og ættingjar þeirra sem þegar hafa flust úr landi. Þetta fólk flýr fátækt og hungur og farkosturinn er stór trébátur, sem er eina heimili fólksins. Þetta fólk er kallað bátafólkið. Þegar bátafólkið leggur upp í erfiða siglingu í vesturátt frá heimalandi sínu Víetnam, er það vonin um betra líf sem hjálpar því að þrauka. En nú er byrjað að stemma stigu við þeim gífurlega fjölda bátafólks sem ár hvert leggur að bryggju í Hong Kong. Á þessu ári hafa hátt í sautján þúsund flóttamenn frá Víetnam sótt um hæli í Hong Kong. Lýst hefur verið yfir „Stjórnarstefnu örvæntingar" í málum flótta- manna. Þeir verða hér eftir kallaðir ólöglegir innflytjendur, nema þeir geti sannað að þeir hafi verið beittir misrétti vegna trúar sinnar eða kynþáttar. Er búist við að þessar hömlur muni meina um 90% af flóttamönnum framtíðar- innar inngöngu í ríkið. Þeir sem ekki uppfylla þessi skilyrði verða settir í svokallaðar varðhaldsbúðir á meðan þeir bíða eftir að verða sendir sömu leið til baka, til Víet- nam. 2500 á mánuði til Thailands Fjöldi bátafólksins hefur aukist mikið síðastliðið ár vegna matar- skorts í norðurhluta Víetnam. Á síðasta ári komu um tvö þúsund og fimmhundruð flóttamenn með bát- um til Thailands á mánuði. Stjórn landsins fyrirskipaði aðgerðir til að stemma stigu við þessum mikla fjölda og í febrúar var byrjað að stugga bátunum úr höfnum lands- ins og þvinga aftur út á sjó. En vegna harðrar gagnrýni á þessar miskunnarlausu aðgerðir eru flóttamenn nú settir í búðir þar sem þeim er haldið og síðan sendir heim. 1 Malasíu hafa bátafólkinu einn- ig verið settir afarkostir. Búðir bátafólksins á eynni Pulau Bidong verða lagðar niður og öllu bátafólki framtíðarinnar bannað að koma inn í landið. Ef einhverjir verða þarna enn eftir ár verða þeir sendir heim með fyrstu ferð. Hanoi græðir á bátafólkinu En stjórnir Thaiiands, Malasíu og Hong Kong segja að þessar aðgerðir dugi skammt. Endanleg lausn vandamálsins felst í því að stjórn Víetnam taki í taumana. Ráðamenn íHanoi segjast reyndar þegar hafa stöðvað ferðir báta- fólksins frá Kambódíu, en spilltir landamæraverðir hafa grætt stór- um á flóttafólkinu. En það eru uppi efasemdir að ráðamenn í Hanoi vilji stuðla að lausn málsins. Árlega fær Hanoi um hundrað milljón dollara frá Víetnömum sem flutt hafa úr landi, en stór hluti þeirra er bátafólk. Bátafólksins bíður því ekki björt framtíð. Árum saman hefst það við í búðum í fyrirheitna landinu, þar til það er sent heim aftur, þar sem það hverfur að því sem það var að flýja. Víetnamar loksins með fast land undir fótum eftir langa og erfiða siglingu á lélegum bátum. Amer- ískur starfsmaður búðanna sagði um bátafólkið: „Þetta eru sorg- mæddustu manneskjur sem ég hef séð.“ Samningur um námu- gröft og olíuboranir Suðurheimskautið er stærra að ' flatarmáli en Bandaríkin og Mex- íkó til samans. Nokkrar rannsókn- arstofur eru þar og fjöldi íbúa er svipaður og í litlu þorpi. Eftir samning sem þrjátíu og þrjár þjóð- ir undirrituðu í Wellington á Nýja Sjálandi í júní sl. á þetta eftir að breytast. Samningurinn felur í sér að löndin sem að honum standa ætla að sameinast um að þróa námur og olíuvinnslu í álfunni. Suðurheimskautið hefur hingað til verið álitið óbyggðir sem ekki væri hægt að nýta. Komið hefur í ljós að á vesturhluta álfunnar er platína, króm og aðrir málmar í jörðu. Einnig er þar að finna mikla olíu. Albatrosfuglar sitja á hreiðrum sínum á Fuglaeyju. Á Suðurpólnum er venjulega sextán stiga frost, vind- hraði áttatíu km á klukkustund og loftslag er þurrara en í Sahara eyðimörkinni. Gróður er nær enginn og næturlíf af skornum skammti. Af þessu mætti ætla að Suðurpóllinn væri ekki vinsæll ferðamannastaður, en reyndin er önnur. Hópur ferðamanna á Suðurheimskautinu sýnir þjóðfána sína. Ferðaskrifstofur, sem bjóða upp á ferðir til Suðurheimskautsins eru ekki í vandræðum með að selja ferðir þangað. Ferðamenn vilja sjá risastóra hafísjakana, fuglalífið og hvalina. Það gildir einu þó ferðirn- ar kosti himinháar fjárhæðir. Tveggja vikna ferðir kosta frá 135 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur og er flugfargjald þá ekki innifalið. Þessi þróun er ánægjuefni fyrir forstjóra ferðaskrifstofanna, en vísindamennirnir sem vinna að rannsóknum á Suðurpólnum eru ekki eins ánægðir. Ferðamennirnir menga þetta óspillta land og vilja fá að skoða allt, þar á meðal rannsóknarstofurnar. Umhverfisvernd* unarsinnar mótmæia samningnum Samningurinn sem gerður var er tímamótasamningur. Lönd eins og Zimbabwe og Malasía hafa lengi krafist þess að námur Suðurheim- skautsins væru yfirlýstar eign allra þjóða. En mótmæli hafa einnig komið fram. Meðlimir Greenpeace vilja að Suðurheimskautið verði gert að „landi alls heimsins", þar sem ekki yrði stuggað við dýrum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.