Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.07.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn1 ÍÍ&Íj g á rdág'u r . cj u I í: i’ 9é8 DAGBÓK WIIIIIIIIIIII iiiiiiniiiiiiii 60 ára afmæli Guðrún Bcnediktsdúttir bóndi á Grundarási í V.Hún. verður 60 ára á morgun, sunnudaginn 10. júlí. Hún tekur á móti gestum ásamt ciginmanni stnum, Aðalbirni Benediktssyni, að Hvamms- tangabraut 33 á afmælisdaginn. Áttræður samvinnustarfsmaður Pórður Einarsson á ísafirði verður áttræður á mánudaginn kemur. í sept- ember n.k. verður hann búinn að vinna samfellt hjá Kaupfélagi ísfirðinga í 60 ár. Hann er borinn og barnfæddur á ísafirði, og lengst af hefur hann unnið sem pakk- húsmaður hjá kaupfélaginu. Síðustu 12- 15 árin hefur hann þó starfað við inn- heimtustörf hjá skrifstofu félagsins. Þórð- ur er mikill samvinnumaður og hefur verið í mörg ár í stjórn ísafjarðardeildar félagsins og fulltrúi á aðalfundum þess. Hann býr á dvalarheimilinu Hlíð á ísa- firði, og þar tekur hann á móti gestum á sunnudaginn. Dagsferðir Ferðafélags fslands Sunnud. 10. júlí kl. 10:00: Klóarvegur/ gömul þjóðleið milli Grafnings og Ölfuss. (1000 kr.) Sunnud. 10. júlí Itl. 13:00: Reykjafjall við Hveragerði.(800 kr.) Miðv.d. 13. júlí kl. 08:00: Þórsmörk - dagsferð. (1200 kr.) Miðv.d. Kl. 20:00: Búrfellsgjá Kaldár- sel, létt kvöldganga. (400 kr.) Laugard. 16. júlí kl. 08:00: Hekla. Gengið á Heklu frá Skjólkvíum (1200 kr.) Brottför í dagsferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Áttræðisafmæli Jón Bjamason, Þórístúni 7, Selfossi verður áttatíu ára mánudaginn 11. júlí. Jón tekur á móti gestum á afmælisdaginn á heimili dóttur sinnar að Blikahólum 12, Reykjavík, frá kl. 16:00. Sunnudagsferðir Útivistar 10. júlí Kl. 08:00 Þórsmörk. Stansað 3-4 klukkustundir í Mörkinni (1200 kr.) Kl. 13:00 Strandganga í landnámi Ing- ólfs 17. ferð: Hópsnes - Hraunsvík. Gengið verður um fjölbreytta strönd milli Grindavíkur og Festarfjalls. Merkileg jarðfræðifyrirbæri. Fróðleg ferð og létt ganga. Ætlunin er að ganga með strönd- inni frá Reykjavík að Ölfussárósum í 22 ferðum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (í Hafnarfirði kl. 13:15 við Sjóminjasafnið. Farmiðar við bíl (800 kr.) Frítt f. börn m. fullorðnum. Miðvikudagskvöldfcrð 13. júlí kl. 20:00 í Strompahella. Sýningar í Norræna húsinu í sýningarsölum Norræna hússins stendur enn sýning á málverkum og grafík eftir Lenu Cronqvist. Sýningin verður framlengd um eina viku. Henni lýkur 17. júlí. í anddyri er sýningin íslenskir steinar. Hún er opnuð í dag, laugardaginn 9. júlí kl. 15:00. Að sýningunni standa Félag áhugamanna um steinafræði í samvinnu við Norræna húsið. Sýningin stendur fram til 22. ágúst. Fjölbreytt sýning 5 ungra listamanna Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki, G.Ó.: Fimm ungir myndlistarmenn - þar af þrír fæddir og uppaldir Skagfirðingar - opnuðu fjölbreytta myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki um síðustu helgi og verður hún opin til og með sunnudagsins 10. júlí. Listamennirnir hafa allir lokið námi frá myndlista og handíðaskóla Íslands og flestir hafa þeir einnig stundað nám við erlenda listaskóla. Ragnheiður Þórisdóttir sýnir þrjú verk í myndvef- veggteppi - og auk þess þrjár myndir þar sem hún fléttar í pappírsvef litaðar með krít og kolum. Sólveig Baldursdóttir sýnir fimm skúl- ptúra, þrjá í granft og tvO í marmara. fris Friðriksdóttir er hér með þrjár blíantsteikningar og eina lágmynd f steypu. Gréta Sörcnsen frá Ólafsfirði mun nú í fyrsta sinn taka þátt í opinberri sýningu. Hún sýnir leðurverk, fjórar kápur. Ragnar Stefánsson frá Reykjavík sýnir þrjú akrílmálverk á striga. Kjarvalsstaðir: -Síðasta sýningarhelgi á „Maðurinn í forgrunni" Sýningin á Kjarvalsstöðum „Maðurinn í forgrunni", sýning á íslenskri fígúratífri list frá árunum 1965-1985. Sýningin er einn af dagskrárliðum Listahátíðar 1988. Nú er síðasta sýningarhelgi á „Manninum í forgrunni" - en Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga vikunnar kl. 14:00-22:00. Nýjungar í Árbæjarsafni í sumar var opnuð sýning um Reykja- vík og rafmagnið. Hún er í Miðhúsi, áður Lindargata 43a, en það hús var flutt í safnið 1974 og er til sýnis í fyrsta skipti í ár. Auk þess er uppi sýning um fornleifa- uppgröftinn í Viðey sumarið 1987. „Gömlu“ sýningamar um m.a. gatna- gerð, slökkvilið, hafnargerð og jámbraut- ina em að sjálfsögðu á sínum stað. Árbæjarsafn er opið kl. 10:00-18:00 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn um safnið er kl. 14:00 á virkum dögum, kl. 11:00 og 14:30 laugardag og sunnudag. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30. Léttur hádegisverður framreiddur kl. 12:00-14:00. Fyríriestur í Fomleifasal Mánudaginn 11. júlí heldur Thomas H. McGovem fyrirlestur í Fornlcifasal Þjóðminjasafns íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst kl. 20:30. Hann er öllum opinn. Fyrirlesturinn heitir “North Atlantic Zooarchæology: Greenland and lceland „ á frummálinu, og fjallar um rannsóknir McGoverns á dýrabeinum sem fundist hafa við fornleifarannsóknir á Norður-Atlantshafssvæðinu, einkum á Grænlandi og á íslandi. Thomas H. McGovern er aðstoðar- prófessor við Mannfræðideild Hunter College í New York. Hann hefur stundað uppgröft og rannsóknir á dýrabeinum frá Norður-Atlantshafssvæðinu frá því árið 1975. I sumar hefur hann verið við rannsóknir á bænum Svalbarða við Þistil- fjörð ásamt hópi Bandaríkjamanna og fslendingi. Rjómabúið á Baugsstöðum opið Eins og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstöðum austan við Stokkseyri opið almenningi til skoðunar í sumar síðdegis á laugardögum og sunnu- dögum í júlí og ágústs milli kl. 13:00 og 18:00. Tíu manna hópar eða fleiri geta fengið að skoða rjómabúið á öðrum tíma, ef haft er samband við gæslumenn í síma 98- 22220 (Ólöf), 98-21972 (Ingibjörg og 98-21518 (Guðbjörg) með góðum fyrir- vara. Sumarferðalag Verkakvenna- félagsins Framsóknar Hið árlega sumarferðalag Verka- kvennafélagsins Framsóknar verður farið 7.-9. ágúst nk. Farið verður um Skagafj- örð og gist á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Sími er 688930. SUMARHAPPDRÆTTI HEYRNARLAUSRA1988 Dregið var í Sumarhappdrætti heyrnar- lausra 1988 þann 1. júlí sl. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 10208 5. 1310 2. 1817 6. 1504 3. 5358 7. 12505 4. 17622 8. 13251 Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra, Klapparstíg 28, kl. 09:00- 17:00 alla virka daga, sími 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Félag heymarlausra mollcbock; huse UM HELGINA MILU KL. 13 OG 17 Langarþig ekki í góðan sumarbústað? Svona einn alvöru. Hefurðu hugleitt hvað sumarhúsið getur orðið notalegt í vetrarkyrrðinni líka... Sýnum fullinnréttað frístundahús í Brautarholti laugardag og sunnudag kl. 13 til 17 og aðra daga á verslunartíma. 6 ára góð reynsla ííslenskri veðráttu. ELDASKÁLINN Brautarholtl 3, 105 R. S 621420 ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllll © Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 9. júlí 1 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Valdimar Hreiðars- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur“ Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir á ensku kl. 7.30. Fréttir sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morg- unlögin fram að tilkynningalestri laust fyrir kl. 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morguntónleikar. 10.00 Fróttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Ég fer í fríið. Umsjón: Inga Eydal. (Frá Akureyri) 11.00 Tilkynningar. 11.05 Vikulok. Fréttayfirlit vikunnar, hlustenda- þjónusta, viðtal dagins og kynning á dagskrá Útvarpsins um helgina. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. 12.00Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 13.10 í sumarlandinu með Hafsteini Hafliðasyni. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 15.03). 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Magnús Einarsson og Þorgeir Ólafs- son. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Óperukvnnina - Rigoletto eftir Guiseppe Verdi. 18.00 Sagan: „Hún ruddi brautina“ Bryndís Víg- lundsdóttir þýddi, samdi og les (10). Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Morgunstund barnanna. Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekin frá morgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guð- mundsson og Jóhann Sigurðsson. (Einnig út- varpað á miðvikudag kl. 14.05). 20.45 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Frá Isafirði) (Einnig útvarpað á föstudag kl. 15.03). 21.30 íslenskir einsöngvarar. Sólrún Bragadóttir syngur norræna og franska söngva. Jónas Ingimundarson leikur á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Stund með P.G. Wodehouse. Hjálmar Hjálmarsson les söguna „Frænkur eru frændum verstar" úr safninu „Áfram Jeeves" eftir P.G. Wodehouse. Sigurður Ragnarsson þýddi. 23.25 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir sígilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. i& FM 91,1 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. með Erlu B. Skúladóttur sem leikur létt lög fyrir árrisula hlustendur, lítur í blöðin og fleira. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á réttri rás með Halldóri Halldórssyni. 15.00 Laugardagspósturinn. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 17.00 Lög og létt hjal. - Svavar Gests. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á llfið. Pótur Grótarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kí. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20, 16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 9. júlí 17.00 íþróttlr. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Teikni- myndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.25 Smellir. Umsjón Ragnar Halldórsson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir (Cosby Show) Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Maður vikunnar. 21.25 Svengali. (Svengali) Bandarísk bíómynd frá 1983. Leikstjóri Anthony Harvey. Aðalhlutverk Peter O’Toole, Jodie Foster, Elizabeth Ashley og Larry Joshua. Söngkennari tekur að sér að þjálfa unga rokksöngkonu og ætlar sér að gera hana að stjörnu. Hann svífst einskis til að ná tilætluðum árangri og áður en langt um líður er unga stúlkan orðin algjörlega háð kennara sínum. Þýðandi Reynir Harðarson. 23.00 Allt önnur saga. (A Different Story) Banda- rísk bíómynd frá 1978. Leikstjóri Paul Aaron.. Aðalhlutverk Perry King og Meg Foster. Hommi og lesbía ákveða að ganga í hjónaband þegar vísa á öðru þeirra úr landi. Það hefur ýmsar ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Þýðandi Þorsteinn Þórhallsson. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. srm Laugardagur • 9. júlf 09.00 Með Körtu. Kart’askemmtir og sýnir börnun- um stuttar myndir: Kátur og hjólakrílin, Lafði Lokkaprúö, Yakari, Júlli og töfraljósið, Depill, I Bangsalandi, Selurinn Snorri og fleiri teikni- myndir. Gagn og gaman, fræðsluþáttaröð. Allar myndir sem börnin sjá með Körtu eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Júl- íus Brjánsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir._________________ 10.30 Kattanórusveiflubandið. Cattanooga Cats. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. 11.10 Henderson krakkarnir. Leikinn myndaflokk- ur fyrir börn og unglinga. Systkini og borgarböm flytjast til frænda síns upp í sveit þegar þau missa móður sína. Þýðandi: Gunnar Þorsteins- son. 12:00 Viðskiptaheimurinn Wall Street Journal Endursýndur þáttur frá fimmtudeginm 7. júlí. 12.30 Hlé. 13.30 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Plötusnúð- urinn Steve Walsh heimsækir vinsælustu dansstaði Bretlands og kynnir nýjustu popplög- in. Musicbox 1988. 14.35 Á gelgjuskeiði. Mischief. Myndin segir frá nokkrum unglingum á sjötta áratugnum þegar miklar breytingar voru í aðsigi. Þá kom Elvis Preslley fram á sjónarsviðið, tískan breyttist og tíðarqndinn með. Aðalhlutverk: Doug McKeon, Catherine Mary Stewart, Kelly Preston og Chris Nash. Leikstjóri er Mel Damski. Þýðandi: Ragn- ar Ólafsson. 20th Century Fox 1985. Sýningar- tími 95 mín. 16.10 Listamannaskálinn. The South Bank Show. Söngkonan og lagasmiðurinn Suzanne Vega er líklega best þekkt hérlendis fyrir lag sitt „Luka“ en um hana hefur verið sagt að hún hafi flutt poppheiminum Ijóðlistina á nýjan leik. Við nánari kynni kemur þó í Ijós að söngkonan hefur ekki mjög háar hugmyndir um sjálfa sig. í þættinum flytur Suzanne Vega nokkur af þekkt- ustu lögum sínum í sérstakri útsetningu og fylgst er með henni á hljómleikum. Síðari hluti þáttarins er tileinkaður listagagnrýnandanum Frank Rich sem starfar við „The New York Times“. Rich er valdamikill maður í listaheimin- um því að með einni setningu getur hann komið því til leiðar að sýningar sem hafa verið uppfærðar með mikilli fyrirhöfn og ærnum tilkostnaði eru samstundis stöðvaðar. Samtal þeirra Melvyn Bragg er hið fróðlegasta enda lætur gagnrýnandinn sér ekkert óviðkomandi og umræðuefnið spannar allt frá lóðabraski miðstéttafólks í Bandaríkjunum til menningar- áhrifa hins illræmda sjúkdóms alnæmis. Þýð- andi: örnólfur Ámason. Umsjónarmaður er MelvinBragg. LWT. 17.15 íþróttirá laugardegi. Litið yfir íþróttir helgar- innar og úrslit dagsins kynnt. islandsmótið, SL deildin, NBA karfan og fréttir utan úr hinum stóra heimi. Umsjón: Heimir Karlsson.____________ 19.1919.19 Fréttir, veður, iþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum * pakka. 20.15 Ruglukollar. Marblehead Manor. Snarrugl- aðir, bandarískir þættir með bresku yfirbragði. Það krefst mikillar umhyggju að vera eigandi glæsilegs sveitaseturs enda fer allur tími og öll orka Stonehill-hjónanna í að hafa stjóm á þjónustuliði sínu og kljást við þann vanda sm því fylgir að vera vellauðugur. Aðalhlutverk: Bob Fraser, LindaThorson, Phil Morris, Rodney Scott Hudson og Paxton Whitehead. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Paramount. 20.45 Hunter. Spennuþáttur um leyni- lögreglumanninn Hunter og samstarfskonu hans Dee Dee MacCall. Þýðandi: Ingunn Ing- ólfsdóttir. Lorimar.___________________________ 21.35 Hooper. Vöðvabúntið Hooper er ráðinn til starfa sem staðgengill kvikmyndaleikara í glæfralegum leiðatriðum. Fyrsta atriðið sem hann tekst á við lofar góðu en gamalt mein í baki segir til sín og eru kvalimar deyfðar með lyfjum. í kvikmyndaverinu eignast hann harðan keppi- naut og í tvísýnni keppni reyna þeir hæfileika sína. Það eru fima góðir leikarar sem fara með aðalhlutverkin í þessari skemmtilegu spennu- mynd. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jan-Micha- el Vincent og Sally Field. Leikstjóri: Hal Ne- edham. Framleiðndi: Hank Moonjean. Wamer 1978. Sýningartími 100 mín. 23.15 Dómarinn. Night Court. Gamanmyndaflokk- ur um dómarann Harry Stone sem vinnur á næturvöktum í bandarískri stórborg og nálgast sakamál á óvenjulegan máta. Aðalhlutverk: Harry Anderson, Karen Austin og John Larroq- uette. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Wamer. 23.40 Psycho III. Psycho, myund Alfreds Hitchcoks, sem frumsýnd var árið 1960 er sannariega einhver magnaðasta og eftirminni- legasta hrollvekja sem gerð hefur verið. Eftirlík- ing einstakra atriða þessa meistaraverks tíðkast enn þann dag í dag, þó kvikmyndaleikstjórinn Richard Franklin hafi ekki farið þá leið þréttán árum síðar við gerð Psycho II. Norman Bates birtist nú í Psycho III, átján árum frá Psycho Hitccoks, ásamt „rnóður" sinni og afskekkta Bates mótelinu, þar sem gestir eru ævinlega velkomnir. Anthony Perkins er að vanda í aðalhlutverki og á í þetta sinn einnig heiðurinn af leikstjóminni. Aðalhlutverk: Anthony Perkins, Diana Scarwood, Jeff Fahey og Roberta Maxvell. Leikstjóri: Anthony Perkins. Framleið- andi? Hilton A. Green. Universal 1986. Sýning- artími 95mín. Alls ekki við hæfi barna. 01.15 Englaryk. Angel Dusted. Ungur piltur ánetj- ast fíknilyfjum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gengur honum erfiðlega að losa sig úr viðjum fíkninnar. Myndin lýsir vel því hugarangri og þeim sálakvöldum sem eiturlyfjaneysla eins fjölskyldumeðlims hefur á alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Jean Stapleton, Arthur Hill og John Putch. Leikstjóri: Dick Lowry. Framleið- andi: Marían Rees. Warner 1981. Sýningartimi 95 mín. 02.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.