Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 1

Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 1
 HELGIN Ethel Kennedy í öðrum heimi • Blaðsíður 14 og 15 Mennta- og listamenn óánægðirmeð Thatcher Blaðsíður 16 og 17 — Svipast um á vettvangí íslenskra skopteiknara frá dögum Jörundar hundadagakonungs til okkar tíma En háð og spé á íslandi hefur einkum verið í formi talaðs og ritaðs máls og sjálfsagt er tónlistin ekki tekin í þágu þess, fyrr en gamanvísur taka að tíðkast að fyrirmynd erlendr- ar revíu um aldamótin síðustu. Um svipað leyti fara drátthagir menn að nota hæfileika sína til gerðar stöku skopmyndar, en það er einmitt skop- myndagerð á fslandi, sem ætiunin er að rabba um hér í þessari grein. í skopmyndagerð kemur snilligáfa ekki síður við sögu en í öðrum listgreinum. Sá sem þá gáfu hefur hlotið í vöggugjöf að vera snjall skopmyndateiknari, nær oft meiri árangri með fáeinum pennadráttum en langskólagenginn listamaður, sem ef til vill hefur meiri „tækni" á valdi sínu. Honum er þá lagið að fá fórnarlömb sín til þess að tárfella af bræði og aðra til þess að tárfella af hlátri. En brosið kann hins vegar að hverfa af þeim sem hæst hlæja, sé pennaoddinum beint að þeim sjálfum. Þannig er mannlegt eðli og hefur löngum verið. Jörundur hundadagakonungur Einn sá fyrsti sem við vitum til að hafi teiknað skopmyndir út af ís- lensku efni er sá fjölhæfi ævintýra- maður og rithöfundur, Jörundur hundadagakonungur. Það þurfti ekki svo lítið hugmyndaflug til þess að rata í annan eins sæg ævintýra og hann gerði og hugmyndaauðgin kemur einnig fram í þeim fáu mynd- um sem eftir hann liggja, svo sem þá er hann teiknar vin sinn Jósep Banks að vinna líknarverk á smælingjum og þá er hann dregur upp mynd af sjálfum sér, þar sem hann situr bugaður af harmi við fótstall gyðju græðgi og harðstjórnar. Þegar Jörundur kom til Islands 1809 og gerðist hér konungur, gerði hann ærlegt rusk í bæjarlífinu, eins og flestum er kunnugt. Hann hleypti tugthúslimunum út úr fangelsinu og gerði suma þeirra að lífvörðum sínum, felldi niður bróðurpart af sköttum manna og hafði endaskipti á samfélaginu í flestu tilliti. Hann var og gleðimaður mikill og auðvitað sló hann upp böllum í höfuðborg sinni. Er ekki annars getið en menn hafi látið sér þetta stjórnarfar vel líka, einkum almúginn, þótt emb- ættismennirnir óttuðust afleiðingar af valdatöku hans og kölluðu hana Á þennan veg dró Jörundur hundadagakonungur upp mynd af sjálfum sér. Háðið hefur löngum verið beitt vopn á íslandi - og hættulegt. Ekki undu þeir því vel, Njálssynir, þegar faðir þeirra var kaliaður „karl hinn skegglausi“, en þeir sjálfir „taðskegglingar“. Höfundum þessara nafngifta var laun- að eftirminnilega fyrir uppáfinningasemina. Ekki þoldi Haraldur Gormsson, Danakonungur, háðið betur, þegar íslendingar tóku sig til og ortu um hann níðvísu á nef hvert. Sá skáldskapur hefði orðið landsmönnum dýr, hefðu landvættir ekki brugðist til varnar. Háð í formi hvers kyns skáldskapar missti líka í engu gildi sitt á síðari öldum og nægir þar að minna á Hjálmar karlinn í Bólu. Er ekki sagt að þeir í Blönduhlíðinni hafi ekki fyrirgefið honum enn í dag? ggf AKUiK0RH Tíiqthus GdUK0L4OT ATtemUtiV*.E.J), 0G SUHKML. ko»y>H"*U U( fyhunJUfnmA y/mn *yA*y***i t'o^oUync /«« cýtfuslfthj p<Sc\ £&*** fyoJt hÍAsXtJ ytnfU— y/if-<n — „usurpation". Sem nærri má geta hefur spenningur færst í margar meyjar bæjarins að kornast á hirð- böllin hjá kónginum, enda segir Þorsteinn Erlingsson í kvæði sínu: „Það gægðist fram roði í hið gulleita skinn/og geðslagið skánaði um stund“. En margt hefur gengið bros- lega til á böllunum, sem kætt hefur hinn heimsvana sæfara og við sjáum fyrir okkur upplitið á stúlkunni sem festir hárkolluna sína í ljósakrón- unni og stendur bersköllótt eftir! Upplagt efni handa skopmynda- teiknaranum. Pólitísk póstkort En Jörundur var hrakinn frá völd- um og er „hröfnunum dönsku var friðhelgað Frón“, er að sjá sem gerð skopmynda hafi alveg dottið niður um sinn. Ef til vill hefur það haft sitt að segja að pólitíkin, sem löngum hefur verið sú uppspretta sem skop- myndateiknarar hafa ausið hvað frjálslegast úr, var ekki ýkja litrík. Um teikningar örlygs Sigurðssonar, Guðmundssonar, skólameistara á Akureyri, má með sanni segja að þær séu sérstakur kapítuii í íslenskri skopmyndasögu. Þessi teikning Ör- lygs er frá árinu 1971. Þótt Alþingi væri endurreist íyrir miðja öldina, þá var það hneppt í viðjar hins einræðiskennda stjórn- skipulags Dana og það gat verið dýrt gaman að fara með flím um emb- ættismenn þess. Til dæmis brugðust amtmenn og síðar landshöfðingi hart við ef skólapiltar töluðu ógætilega um kónginn eða Dani. Sjálfsagt má tengja það líf sem færist í skop- myndagerð um aldamótin þeim at- burði er vinstri menn í Danmörku komast þar til valda og stjórnarfarið verður miklu frjálslegra. Eftir aldamótin tók stöku skop- mynd af pólitískum andstæðingum að sjást í blöðum, en algengara var samt að prenta slíkar myndir á póstkort og selja fyrir fáeina aura. Þessar myndir snertu ýmis hitamál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.