Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. júlí 1988
HELGIN
19
AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Anthony Glebe uppgötvaði loks að Sandra var alls ekkert ástfangin aT
honum.
aði ekki lengur, hélt hún dauðahaldi
í Anthony Glebe, þó ekki væri nema
til að fá svolitla tilbreytingu í hvers-
dagslífið.
Um jólaleytið gafst hún ujtp á
skollaleiknum, hringdi til Richards
Pearse til að reyna í síðasta sinn að
fá hann til að skipta um skoðun. En
hann vísaði henni á bug og slengdi
tólinu á símann. Vegna hringingar-
innar varð hann að skýra málið fyrir
konu sinni, Maureen. Hún vildi fá
að vita, hvað á seyði væri.
Síðdegis sama dag, 28. desember
1987, lét Sandra niður í ferðatösku
og klæddi syni sína, Marcus og
Anthony. Hún sagði manni sínum,
að hún kærði sig ekki um að búa með
honum lengur, hún væri farin fyrir
fullt og allt. Hann bað hana um að
vera, en hún harðneitaði því.
Skammaðist sín
Hún fór beina leið til Anthonys
Glebe, sem bjó í tveggja kílómetra
fjarlægð. Hann var bæði hissa og
glaður, þegar hún birtist, en hún
sagði honum að hún gæti ekki búið
með manni sínum lengur og vildi
flytja til hans í staðinn.
Anthony sá að Sandra var full
örvæntingar, svo hann mótmælti
ekki að sinni. Hins vegar var aug-
ljóst, að ekki var rúm fyrir þau öll
fjögur í íbúðinni hjá honum, sem
var bara tveggja herbergja.
Þegar drengimir voru háttaðir,
settust skötuhjúin fram í stofu og
fengu sér í glas. Brátt urðu bæði
kennd og áfengið losaði sannarlega
um málbeinið á Söndm. Hún byrjaði
á að formæla Richard Pearse og
þegar Anthony spurði, hver það
væri eiginlega, tilkynnti Sandra, að
eiginlega væri hún ástfangin af öðr-
um manni. Hann héti sem sagt
Richard Pearse og væri faðir yngri.
sonar hennar. Hins vegar vildi hann
hvorki sjá hana né drenginn.
Vitanlega fauk í Anthony Glebe,
við að komast að því að hann var
ekki efstur á listanum. Áfengið bætti
ekki úr skák og hann æsti sig upp og
hrópaði að Söndru: - Svo kemurðu
hingað og ætlast til að ég sjái um þig
og bömin, þó að þú kærir þig ekki
hið minnsta um mig.
- Já, svaraði Sandra ósköp blátt
áfram. - Ég varð að koma hingað,
en ég skammast mín hræðilega fyrir
þetta allt saman, Tony.
Hver er sannleikurinn?
Anthony stóð upp úr stólnum og
var nú orðinn alvarlega reiður. Hann
sló Söndm í andlitið, svo gleraugun
hentust út í vegg. Hann lét það sér
þó ekki nægja. Fyrsta höggið losaði
bara um reiðina og áfengið gerði
hann hömlulausan. Hann barði og
barði eins og hann gat, en gerði sér
loks ljóst, að Sandra lá örend á
gólfinu við fætur hans.
Nágrannarnir í íbúðinni við hlið-
ina höfðu heyrt örvæntingarópin og
hringt til lögreglunnar, sem kom
bráðlega. Anthony opnaði og
hleypti lögreglumönnunum mót-
þróalaust inn. Hann sagði ekkert,
horfði bara þögull á er þeir gengu
inn og fundu líkið á stofugólfinu.
Anthony var handtekinn þegar í
stað, en lögreglan tók börnin í sína
umsjá og voru þau síðan fengin John
Mallow, löglegum föður sínum, til
umráða.
Allt benti til að um væri að ræða
morð að yfirlögðu ráði í bræðiskasti.
En þegar niðurstaða krufningar lá
fyrir, kom í ljós að Sandra hafði
verið komin tæpa fjóra mánuði á
leið.
Gat verið að það væri ástæðan
fyrir morðinu? Lögreglan taldi ekki
útilokað að Anthony hefði myrt
Söndm af ásettu ráði, þegar hún
tilkynnti honum að hún væri ófrísk.
Nú reið á að vita, hver faðirinn var.
John Mallow viðurkenndi, að
hann hefði ekki haft mök við konu
sína mánuðum saman og Richard
Pearse sór að hann hefði ekki komið
nálægt henni kynferðislega síðan
sumarið 1987. Þar með var talið
liggja ljóst fyrir að Anthony Glebe
væri faðir ófædda barnsins.
Verjandi hans heldur því fram, að
hann mundi aldrci hafa drepið
Söndm, hefði hann vitað að hún
gengi með barn hans. Því er spum-
ingin hvort kviðdómur trúir honum,
þegar hann heldur því fram að hafa
ekki haft hugmynd um þunga
Söndm. Verði honum trúað, er
líklegt að hann verði dæmdur fyrir
manndráp af gáleysi í bræðiskasti,
sem orsakaðist af því að Sandra
storkaði honum með því að tala um
tilfinningar sínar til fyrri elskhuga.
Þá sleppur hann með fimm ára
fangelsi.
Verði honum ekki trúað, erlíkleg-
ast að hann fái lífstíðarfangelsi. Það
á eftir að koma í ljós.
NÝTT MET VIÐ
ÚTHLUTUN HÖFUNDARLAUNA
I LANDSBANKANUM:
KIÖRBÓKAREIGENDUR FENGU
RUMLEGA
UPPBÓT NÚ
250 MILUÓNIR í
UM MÁNAÐAMÓTIN
Kjörbókareigendur hafa gilda ástæöu til þess aö
vera ánægðir með uppáhaldsbókina sína.
Kjörbókin hefur staöið af sér
misvindagengisfellinga og verðbólgu
og skilar nú eigendum sínum yfir 250 milljónum króna
í uppbót fyrir síðustu 3 mánuði
vegna verðtryggingarákvæðisins.
Raunávöxtun Kjörbókarinnar á fyrri helmingi þessa árs
samsvarar því 8,2 til 10,2% á ári.
Nafnvextir Kjörbókar eru nú 36%.
Afturvirka^Q mánaða þrepið gefur 37,4%
og 24 mánaða þrepið 38%.
Ársávöxtun er því allt að 41,6%.
Svo má ekki gleyma því að Kjörbókin er óbundin
og ávöxtunin fer ekki eftir upphæð innstæðunnar.
Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrír
— Landsbanki
L
Islands
Banki allra landsmanna