Tíminn - 02.07.1988, Síða 10
20 1 HELGIN 5 ^ j
lllll ÍTÍMANSRÁS - ' , lllllllllllllllllllllllí
A F LÖXUM Halkto’sson:
• Laugardagur 2. júlí 1988
KNÖTTUM OG KARLMENNSKU
„Það er komið sumar/sól í heiði
skín/vetur burtu farinn... orti
Magnús mannakorn Eiríksson um
árið. Og víst er um það að loksins
virðist sumargyðjan hafa skotið
sínum rótum um allt land eftir
þungbúna vordaga sunnanlands og
vestan. Sóldýrkendur norðan-
lands og austan eru raunar nú
þegar búnir að fá dágóðan skammt
af sólargeislum. En hvað um það,
nú virðist ríkja jöfnuður milli
landshluta í útdeilingu sólarguðs-
ins. Því eru allir sáttir við sitt og
enginn kvartar.
Sumarið er tími athafna hjá
stórum hluta landsmanna. Sumir
liggja þá einfaldlega í leti. En aðrir
stunda sín áhugamál meir en góðu
hófi gegnir. Svo er um margan
laxveiðimanninn sem bíður lon og
don á árbakkanum eftir þeim stóra
vitandi það að sú bið er tölfræði-
lega út í hött. En biðin er vitaskuld
réttlætt með því að þarna séu
menn í náinni snertingu við náttúr-
una og njóti ómengaðs íslensks
fjallasúrefnis.
Einhver laug því í mig að lax-
veiðimenn, sem NB eru að lang-
stærstum hluta karlmenn, fái útrás
fyrir stolt sitt, karlmennskuna,
standandi fram á árbökkum. Mér
er að vísu ómögulegt að greina hið
karlmannlega við þessa iðju, nema
væri sá fylgifiskur veiðanna að
þræða lifandi ánamaðka upp á
öngla. Til slíkra meiðinga þarf
vitaskuld áræðni og hreysti. En
það kvað einnig vera í hæsta máta
karlmannlegt að vera klæddur
svokallaðri „kamoflass“ dragt, sem
á íslensku er skilgreind sem ein-
skonar felufatnaður. Og þá er
Allistaverkið fullskapað þegar
stæltur karlmaðurinn, klæddur í
„kamoflass" og vopnaður fleiri _
metra flugustöng af ORVIS-gerð,
stendur bísperrtur út í miðjum
laxveiðifossinum og gerir sig líkleg-
an til þess að húkka þann stóra.
En karlmennskan kemur víðar
við en í laxveiðinni. Knattspyrnu-
völlurinn og áhorfendastæði virð-
ast vera ákjósanlegir griðastaðir
fyrir fyrirbærið. Þar fara menn
semsagt hamförum í karlmennsk-
unni. Inn á vellinum láta menn
sparka sig niður, steinliggja og
reyna að láta svo líta út að þeir séu
stórslasaðir, kalla á sjúkraþjáifar-
ann, sem kælir þá umsvifalaust
niður með ísjaka, karlmennirnir
standa á fætur, brosa og veifa til
sinna áhangenda, einkum þeirra
örfáu kvenmanna sem eru í áhorf-
endastæðunum.
Og uppi í stúkunni brýst karl-
mennskan fram í allri sinni dýrð
hjá mestu friðsemdarmönum. Þeir
öskra, óskapast yfir því hve þeirra
menn séu alveg vonlausir niðri á
vellinum. „Drulluhakkastu í vörn,
þarna flatbeljan þín, þaðætti nú að
senda þig norður á Jan Mayen í
afvötnun," er frasi sem ég heyrði á
dögunum þá er ég ákvað að gerast
karlmannlegur og skunda á leik í
fyrstu deildinni í fótbolta. Svei mér
ef karlkyns áhorfendurnir á þess-
um leik umturnuðust ekki. Ég gat
ekki betur séð en að gömlu ístru-
kallarnir umhverfðust allra mest.
Þeir hrópuðu hin ægilegustu
vígorð, hvöttu sína 11 menn inni á
vellinum með níði eða hvatningar-
orðum á víxl, allt eftir því hvernig
gaf á bátinn.
Ég hef oft reynt að finna skýring-
una á því af hverju karlmennskan
springur svona skemmtilega út hjá
áhangendum knattspyrnuliða. í
stuttu máli sagt hef ég ómögulega
getað fundið fullnægjandi skýr-
ingu, a.m.k. enn sem komið er. Þó
hef ég látið mér detta í hug að
skýringa sé að leita í því að menn
séu með þessu að fá útrás fyrir
innbyggða óánægju vegna yfir-
gangs og kúgunar eiginkonunnar í
túninuheima. Karlmennirnirmega
gjöra svo vel að ryksuga, vaska
upp, gefa kettinum og vökva
blómin. Sumum finnst auðvitað
ekkert nema sjálfsagt að vinna
þessi verk, öðrum heimilisfeðrum
finnst sér vera misboðið með slík-
um verkum. En þeir þora þó ekki
að mótmæla af ótta við harkalegar
mótaðgerðir eiginkonunnar. Þess í
stað fara þeir í fýlu á völlinn,
byggja sig upp fyrir erfiði næsta
vinnudags með því að fá útrás með
því sem karlmannlegt er, að öskra.
GETTU NU
Staðkunnugir lesendur Tím-
ans hafa eflaust strax áttað sig
á Hafnarfjarðarkirkju í síðasta
helgarblaði.
Við höldum okkur við guðs-
húsin og birtum hér mynd af
nokkuð sérstakri kirkju, sem
Gunnar Ólafsson, skipulags-
stjóri Reykjavíkurborgarteikn-
aði. Hún var vígð í maí árið
1966 og er því nýorðin tvítug.
Kirkjan er öll klædd furu að
innan, þ.m.t. altari og predik-
unarstóll. Hún tekur 150
manns í sæti en einnig er rými
fyrir kirkjugesti á sönglofti.
KROSSGÁTA