Tíminn - 16.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 Tíminn 3 Forseti íslands heim- sækir Húnavatnssýslur Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer í opinbera heimsókn í Húnavatnssýslur dagana 25. til 28. ágúst. í fylgd með forseta verða Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, og eiginkona hans, Inga Hersteinsdóttir. Föstudaginn 26. ágúst verður farið út Vatnsnesið að Hvítserki, opið hús Við sýslumörkin við Hrútafjarð- ará tekur sýslumaður og sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu á móti for- seta. Þaðan verður ekið að Reykja- skóla og Byggðasafnið skoðað. í Miðfirði verður skoðaður minn- isvarði um Ásdísi, móður Grettis Ásmundarsonar. Sýslunefnd og hreppsnefndir Hvammstanga- og Kirkjuhvammshrepps bjóða til kvöldverðar að kvöldi fyrsta dagsins. verður í Þorfinnsstaðaskóla, farið að Borgarvirki og gengið upp í það. Eftir hádegi verður opið hús í Víði- hlíð, síðan ekið að sýslumörkum, við Gljúfurá, þar sem sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu tekur á móti forseta. Farið verðu til Blönduóss og þaðan til Skagastrandar. Kvöldverð- ur verður þar í boði hreppsnefnda Höfðahrepps, Vindhælis- og Skaga- hrepps. Um kvöldið verður opið hús í félagsheimilinu fyrir íbúa hrepp- anna. Laugardaginn 27. ágúst verður ekið frá Blönduósi í Húnaver þar sem opið hús verður fyrir íbúa Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar- og Engihiíðarhreppa. Síðan verður far- ið íBlönduvirkjun þarsem Jóhannes Nordal, stjórnarformaður, Hálldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar og Sveinn Þorgrímsson, staðar- verkfræðingur, taka á móti forseta. Eftir að stöðvarhúsið hefur verið skoðað verður ekið að stíflumann- virkjum á Auðkúluheiði og þau skoðuð. Frá Blönduvirkjun verður ekið áleiðis til Húnavalla þar sem verður opið hús fyrir íbúa Torfalækj- ar-, Sveinsstaða- og Ásahreppa. Um kvöldið verður kvöldverður í boði bæjarstjórnar Blönduóss. Sunnudaginn 28. ágúst verður ekið frá Blönduósi út Skaga, ef veður leyfir, og þar skoðaðið ýmsir markverðir staðir. Sýslumannshjón- in bjóða forseta og fylgdarliði í hádegisverð á heimili sínu á Blöndu- ósi og eftir hann verður bærinn skoðaður. Opið hús verður í félags- heimilinu fyrir bæjarbúa og aðra Húnvetninga um miðjan daginn. Síðdegis verður ekið frá Blönduósi að Þingeyrum og kirkjan skoðuð. Þaðan verður ekið um Vatnsdal, staðnæmst við Þórdísarlund og síðan haldið til Reykjavíkur. í ferðinni verður trjám plantað á nokkrum stöðum, m.a. við Reykja- skóla, við Barnaskólann á Hvamms- tanga, við Þorfinnsstaðaskóla, í Víðihlíð, á Skagaströnd, við Húna- ver, í skógræktarreit við Blöndu- virkjun, á Húnavöllum, í Hrútey og í Þórdísarlundi í Vatnsdal. SH Samantekt Bílgreinasambandsins á nýskráningum Bifreiðaeftirlitsins fyrstu sjö mánuði ársins: Fimmti hver bíll kom f rá Heklu hf. Frá brunanum á ruslahaugunum á Gufunesi í gær. Mikill reykur kom út frá brunanum sem fór þó ekki yfir bæinn þar sem vindur stóð í átt frá borginni. iímani,nd:Pje(ur Bruni á ruslahaugunum á Gufunesi: Kviknadi í bílhræjum Um kl 12:30 í gær var slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna í bílhræjum á ruslahaugunum á Gufu- nesi. Fastlega ertalið aðum íkveikju hafi verið að ræða. Tveir bílar og fjórir menn fóru á staðinn og voru í miklum erfiðleik- um með að slökkva eldinn, en því lauk ekki fyrr en um kl. 16:00. Mikið af olíu og bensíni var í bílhræjunum og urðu miklar sprengingar þegar eldurinn barst að bensíntönkum bíl- hræjanna. Slökkviliðið fór fljótlega að skorta vatn og voru þá tankbílar frá Reykjavíkurborg, fullir af vatni, sendir á staðinn. Eftir það gekk greiðlegar að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist nokkuð mikið út um bílhræin, en engin hætta var á því að hann næði til nærliggjandi húsa, sem eru ekki mörg. Að sögn varðstjóra hjá slökkvilið- inu þarf ekki meira en glóð til að gera eld á þessum stað, þar sem olía og bensín er út um allt. -gs Stofnframlag til sjóðs sem styrkja á söngnema Bílaumboðið Hekla hf. var það umboð sem seldi flesta fólksbíla á íslandi fyrstu sjö mánuði ársins. Liggur nærri að fimmti hver bíll sem skráður var nýskráningu hjá Bif- reiðaeftirlitinu hafi verið af bifreiða- gerðum sem Hekla hefur umboð fyrir. Það helst í hendur að Hekla átti einnig söluhæstu bílategundina þá mánuði sem liðnir eru af árinu, en það er Mitsubishi. Þurfa þessar niðurstöður ekki að koma á óvart þegar það er skoðað í skýrslum Bifreiðaeftirlitsins að Japanar fram- leiða meira en helming allra fólks- bíla sem landsmenn kaupa inn. Aðeins fjögur stór Það kemur einnig fram í þessum skýrslum að ef eingöngu er miðað við fjölda þeirra fólksbíla sem seldir hafa verið og skráðir á þessum fyrstu sjö mánuðum, kemur í ljós að við íslendingar eigum fjögur stór fólks- bílaumboð, fjögur miðlungs umboð fyrir fólksbíla og fjölda smárra fólks- bílaumboða. Þegar talað er um fólksbílaumboð í þessu samhengi er miðað við samantekt Bílgreinasambandsins. í henni er talað um einn flokk fyrir fólksbíla og jeppa og er það kallað fólksbílaflokkur til aðgreiningar frá pallbílum og vörubílum. Þau fjögur stærstu urríboð sem minnst var á áðan eru Hekla með 19,5% allra nýskráðra fólksbíla, To- yota umboðið með 14,4%, Ingvar Helgason með 13,4% og Bifreiðar og landbúnaðarvélar með 12,8%. Miðlungsumboðin eru einnig fjög- ur en það eru Jöfur með 9,6% allra nýskráðra fólksbíla, Sveinn Egilsson með 7,8%, Brimborg með 6,9% og Bílaborg með 6,1%. „Minni umboðin" Minni umboð samkvæmt þeim tölum sem nú liggja fyrir um ný- skráningar eru Bílvangur með 2,9%, Honda með 2,6%, Glóbus með 1,7%, Kristinn Guðnason með 1,3%, Egill Vilhjálmsson með 0,7%, Ræsir með 0,3% og Höldur með innan við 0,1%. Eitt bílaumboð er ekki með í þessum tölum en það er Porche umboðið. Skýring þess er að það flytur að mestu inn notaðar bifreiðar. Önnur umboð en þessi hafa ekki selt neinn bíl það sem af er árinu en dæmi um slíkt umboð er Pintzgauerumboðið sem aðeins hef- ur selt þrjá bíla frá upphafi og umboðið fyrir Portarojeppana. Mest selt af Mitsubishi Af einstökum fólksbílategundum stendur Mitsubishi upp úr, en af þeirri tegund voru 16,9% allra ný- skráðra fólksbíla eða 1.461 stykki. Næstu níu tegundir þar á eftir voru Toyota (14,4%), Lada (12,7%), Su- baru (8,7%), Mazda (5,5%), Dai- hatsu (5,0%), Nissan (4,5%), Skoda (3,5%), Suzuki (3,4%) og Peugeot (3,1%). 52% frá Japan Af þessu sést að mestur hluti þeirra fólksbíla sem seldir hafa verið á íslandi það sem af er árinu hefur verið framleiddur í Japan. Það eru Mitsubishi, Toyota, Subaru, Mazda, Daihatsu, Nissan og Suzuki. Ladan er frá Rússlandi og Skodinn frá Tékkóslóvakíu, en aðeins ein fólks- bílategund frá V-Evrópu er meðal tíu efstu tegunda það sem af er árinu. Ef framleiðslulöndin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að fólksbílar frá Japan eru 52% allra nýskráðra bíla á íslandi. Næsta land er Rússland, en þaðan koma 13,7% nýskráðra fólksbíla. Þriðja stærsta framleiðsluland fyrir íslandsmarkað í fólksbílum eru Bandaríkin með aðeins 7,4%. V-Þýskaland, Frakk- land og Tékkóslóvakía fylgja Banda- ríkjunum nokkuð fast eftir, en önnur lönd áttu mun minni hlut að máli. KB Anna Nordal er Vestur-íslending- ur, sem gefið hefur veglega peninga- gjöf til að stofna sjóð til styrktar ungum og efnilegum en félitlum íslenskum söngnemendum. Gjöfin er fimmtán þúsund kanadískir doll- arar, eða um 570 þúsund íslenskar krónur. Anna fæddist árið 1902 í Kanada og ólst þar upp, en foreldrar hennar voru íslenskir og talar Anna lýta- lausa íslensku. Anna Nordal hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. Hún átti þá ósk að læra söng, en varð að hætta eftir eins árs nám vegna fjárskorts. Að sögn Júlíus Vífils Ingvarsson- ar, sem sæti á í sjóðstjórn ásamt Kristni Hallssyni verður sjóðurinn ávaxtaður eins og best þykir og síðan veittir styrkir úr honum, en ekki hefur verið ákveðið á hvern hátt það muni verða. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem einstaklingur gæfi gjöf til þess eins og styrkja söngnemendur. Gjöf Önnu er til minningar um foreldra hennar, Rósu og Lárus Nordal. SH Banaslys á Reykjanesbraut Ökumenn tveggja bifreiða létust báðir í hörðum árekstri á Strandar- heiði á Reykjanesbraut á laugar- dagsmorgun. Áreksturinn varð með þeim hætti að leigubifreið á leið til Keflavíkur og bifreið á leið til Reykjavíkur skullu saman á mikilli ferð. Talið er að annar eða báðir ökumenn hafi misst stjórn á bílun- um. Annar maðurinn lést samstundis og hinn skömmu seinna. Þeir voru einir í bílunum. Bílarnir eru gjörónýtir. Ökumaður leigubifreiðarinnar hét Guðmundur Thorsteinsson, fæddur 13. september 1948, til heimilis að Dvergabakka 34, Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar var Hollendingur, búsettir á ís- landi, John Roger DeGroot að nafni. Hann var fæddur árið 1959, til heimilis að Sogavegi 26. Hann starfaði við garðyrkju. -gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.