Tíminn - 16.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 16. ágúst 1988
Trúðarnir sátu aftur í skotti á bílnum meðan ekið var upp í Kringlu, þar sem sýna átti listir í tilefni eins árs afmælis Kringlunnar. Tímamyndir.Gunnar
Tíminn kannar lífiö í Sirkus:
HEIMIUD VÍTT OG
BREITT UM EVROPU
Victor Borge
með tónleika
Dagana 1. og 2. september
mun hinn heimsfrægi
skemmtikraftur Victor
Borge halda tónleika á Hótel
íslandi.
Tónleikar Borge byggjast aðallega
upp á gamanmálum í bland við
tónlist, en hann þykir góður píanó-
leikari. Victor Borge hefur einu
sinni áður komið hingað til lands til
hljómleikahalds, en það var í Þjóð-
leikhúsinu fyrir þó nokkrum árum
og var uppselt á alla tónleika hans
þá.
Borge kemur hingað beint frá
Bandaríkjunum, þar sem hann hefur
verið á tónleikaferðalagi. Nýlega
kom hann fram með Bob Hope þar
sem þeir félagar opnuðu nýja menn-
ingarmiðstöð á vesturströndinni.
Victor Borge er fæddur í Dan-
mörku, en settist að í Bandaríkjun-
um á unga aldri.
Eins og áður sagði verða tón-
leikarnir 1. og 2. september og
hefjast þeir báðir kl.22:00. Nánari
upplýsingar veitir Björgvin Hall-
dórsson í síma 689910. -gs
Hér er einn af Raluy bræðrunum, en þeir tóku við sirkusinum af föður sínum,
ásamt eiginkonu sinni, Barböru Raluy. Eiginmaðurinn og dóttirin eru bæði
á kafi í sýningarstörfum, en eiginkonan sér um heimilisstörfin.
Það hefur eflaust ekki far-
ið fram hjá neinum að það er
kominn sirkus í borgina. Hér
er um að ræða sirkus frá
Spáni sem ætlar að vera hér
á landi til 14. september.
Búið er að reisa 3000 manna
tjald í Laugardalnum og sirk-
usvagnar eru staðsettir allt í
kringum tjaldið.
Blaðamaður Tímans og ljósmynd-
ari fóru á stúfana einn föstudaginn,
markmiðið var m.a. það að kanna
hvað sirkusfólk gerir sér til dundurs
á milli þess sem það er ekki að lcika
listir sínar. Þegar Tíminn kom á
staðinn var sirkusfólk í óða önn við
að undirbúa sig undir sýningu í
Kringlunni í tilefni eins árs afmælis
hennar.
Sirkusinn samanstendur aðallega
af fjórum bræðrum, Raluy bræðrun-
um, og eiginkonum og börnum
þeirra, sem hver af öðrum eru byrjuð
að sýna einhverjar listir. Faðir Raluy
bræðranna stofnaði sirkusinn og
næsta kynslóð tók svo við af honum
þegar hann féll frá og eflaust á
sirkusinn eftir að ganga áfram til þar
næstu kynslóðar.
Einn Raluv bræðranna er í hlut-
verki trúðs í Islandsferðinni. Tíminn
náði tali af konu trúðsins Barböru
Raluy, sem er einskonar húsmóðir,
eða vagnmóðir í sirkusnum.
Frístundirnar eru vel nýttar, sýn-
ingarfólkið æfir sig og hinir eru á kafi
í heimilisstörfum, allir hafa sín verk-
efni. „Þetta er okkar heimili og það
þarf að sjá um það eins og önnur
heimili" sagði Barbara.
„En enginn fer í burtu án þess að
sjá eitthvað af íslandi“ skaut trúður-
inn, maður Barböru inn í. „Við
vonum að við getum farið í einhverj-
ar heimsóknir og skoðunarferðir
bráðum, það fer kannski að verða
eitthvað minna að gera „ bætti
Barbara við.
Dóttir þeirra hjóna er nú byrjuð
að sýna línudans á sýningum og
orðin nokkuð fær. En eins og sagði
áðan eru börnin nú flest öll komin á
kaf í sýningarstörf.
Vagnarnir komu allir með ferj-
unni Norrænu til landsins, en flest
allt fólkið kom með flugi. Sirkusinn
mun sýna í nokkra daga í viðbót í
Reykj avík og heldur svo til Akureyr-
ar. Sirkusinn fer svo af landi brott
þann 14.september.
Óneitanlega vantar vissan kafla í
sýninguna, en það eru sirkusdýrin.
En lög gera ekki ráð fyrir því að þau
komi með til landsins sökum smit-
hættu.
Sýningar hafa þrátt fyrir það geng-
ið mjög vel og mörgum sinnum
hefur orðið húsfyllir. „Sumt fólk
hefur jafnvel séð sýninguna fjórum
sinnum, og finnst alltaf jafn gaman“
sagði Barbara.
Sirkusinn ferðast um Evrópu allan
ársins hring með litlum sem engum
hléum. Veturinn setur þeim engar
hömlur, þar sem aðallega er ferðast
um heitu löndin við Miðjarðarháf.
Vagnarnir eru því heimili sirkus-
fólksins allan ársins hring, enda eru
þeir orðnir nokkuð heimilislegir.
Oft slást í förina ýmsir sýningar-
hópar og með sirkusinum til íslands
kom þýskur loftfimleikaflokkur, en
sá flokkur samanstendur af Zem-
ganno fjölskyldunni.
En áður en varði þurfti sirkusfólk-
ið að halda sem leið liggur upp í
Kringlu, þar sem sýna átti listir.
Konur í flammingo kjólum, trúðar
og konur og karlar í glansandi sirkus-
búningum gengu fram hjá. Tróð sér
inn í nokkra bíla og svo var keyrt af
stað. -gs
Færri ferðamenn skiia sér á veitingahúsin
á höfuðborgarsvæðinu.
Múlakaffismenn þurfa þó ekki að kvarta:
Túrhestar keppa
við fastagesti
„Jú, það er alveg greinileg aukning erlendra ferðamanna
hér í sumar, sagði Stefán Ólafsson, veitingamaður í
Múlakaffi, þegar hann var inntur eftir því hvort fastagestir
þar á bæ ættu ekki lengur greiðan aðgang að afgreiðslu-
borði Múlakaffls. „Hér hafa komið oft í sumar 20-30
manna rútuhópar.“
Stefán sagðist telja það of mikið
sagt að fastagestir Múlakaffis, sem
eru t.d. leigubílastjórar, sendi-
ferðabílstjórar, langferðabílstjór-
ar, iðnaðarmenn og fleiri, ættu
ekki lengur vísan aðgang að matar-
sölunni vegna aukningar ferðafólks
þar. „Hér er einfaldlega um að
ræða hreina viðbót viðskiptavina
og því fögnum við auðvitað," sagði
Stefán Ólafsson.
Þessi aukna ásókn erlendra
ferðamanna í mat í Múlakaffi er
athyglisverð, ekki síst í ljósi þess
að staðurinn hefur aldrei reynt,
með auglýsingaherferð, að hasla
sér völl á þessum markaði. „Aug-
ljóslega má rekja þetta til þess að
verð hér á mat er í lægri kantinum.
Þetta hefur spurst út, Múlakaffi
byggir jú á 25 ára hefð,“ sagði
Stefán.
Af samtölum við veitingamenn á
öðrum veitingahúsum á höfuð-
borgarsvæðinu í gær má ráða að
mun færri ferðamenn leggi þangað
leið sína í sumar en fyrri ár. Menn
nefna tvær ástæður: í fyrsta lagi
aukningu veitingahúsa, sem þýðir
að færri ferðamenn deilist á fleiri
veitingastaði og í öðru lagi að fólk
setji verð á matnum mjög fyrir sig.
Þá er þess að geta að það virtist
vera samdóma álit veitingamanna
sem Tíminn ræddi við í gær að hinn
klassíski íslenski heimilismatur
væri vinsælastur hjá ferðamönn-
um. Stefán Ólafsson í Múikaffi
sagði þetta áberandi og undir þetta
tók veitingamaður á Veitinga-
staðnum Horninu. „Fiskurinn og
íslenska lambið er sá matur sem
tvímaðalaust stendur upp úr,“
sagði hann. óþh