Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn,
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Oddur Ólafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
11 mánaða taptímabil
Allir sem fylgjast meö atvinnumálum og almenn-
um efnahagsmálum þekkja þá staðreynd, að á
haustdögum 1987 fór að halla undan fæti í
frystihúsarekstri. Hins vegar skorti mjög á að allir
áttuðu sig á því hversu alvarlega horfði í rekstrar-
málum frystihúsanna.
Það sýndi sig í umræðum um þennan vanda, að
ýmsir ráðamenn í stjórnmálum og fjármálum
gerðu sig seka um að meta rekstrarstöðu útflutn-
ingsfyrirtækjanna óraunsætt á fleiri en einn hátt. í
rauninni voru ástæður taprekstrar útflutnings-
greina augljósar. Það átti ekki að þurfa að taka
langan tíma til þess að skilgreina, hver vandinn var
og haga aðgerðum í samræmi við það.
Það sem gerðist var einfaldlega það að rekstrar-
kostnaður fyrirtækjanna hækkaði en markaðstekj-
ur þeirra lækkuðu. Þetta gerðist svo til samtímis.
Ástæður kostnaðarhækkana voru augljósar. Þar
var innlend verðbólga að verki og alltof mikill
vaxtakostnaður. Verðhækkanir á seldri vöru og
batnandi markaðsaðstæður erlendis voru ekki fyrir
hendi til þess að vega upp á móti kostnaðarhækk-
unum innanlands. Áður en langt um leið kom
síðan til bein lækkun á markaðsverði fiskafurða.
Miðað við mikilvægi hraðfrystiiðnaðar fyrir
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, þá var brýnt að stjórn-
völd einbeittu sér að því ,að leysa vanda hans og
gerðu það mál að aðalatriði í umfjöllun um
efnahagsmál almennt. Því miður varð ekki sam-
komulag í ríkisstjórninni um skilgreiningu á efna-
hagsvanda þjóðarinnar, m.a. hvað það varðar, að
milli rekstrarvanda hraðfrystihúsanna og almenns
efnahagsvanda, sem hver maður finnur á sjálfum
sér, eru bein og órjúfanleg tengsl. Slíkur er
íslenskur efnahagsveruleiki.
í umræðum um vanda hraðfrystihúsanna gætti
mánuðum saman þess sjónarmiðs hjá mikilsráð-
andi mönnum, t.d. í Alþýðuflokki og Sjálfstæðis-
flokki, að kenna mætti forráðamönnum frystiiðn-
aðarins sjálfum um þau vandræði sem reksturinn
væri kominn í. Þótt e.t.v. megi eitt og annað finna
að rekstrarstjórn frystiiðnaðar, þá hefur það leitt
til ills, að hamra með ofsa á þess háttar annmarka
vegna þess að það eru aðrar ástæður sem skera úr
um taprekstur þessa atvinnuvegar. Verðbólgan er
hér höfuðmeinvættur. Það er hún sem drepur allan
atvinnurekstur og rýrir lífskjör almennings. Það er
hægt að gera þá kröfu til forráðamanna atvinnu-
rekstrar, að þeir hagræði í rekstri sínum og það er
hægt að hvetja launþega til að spara, svo að endar
nái saman í tekjuöflun þeirra. En verðbólgan er
mál ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórninni ber fyrst og
fremst að kveða verðbólguna niður. Þá munu
fyrirtækin spjara sig. Þá mun almenningur ná
saman endum í kaupinu sínu.
Þriðjudagur 16. ágúst 1988
Að höndla hagræna skynsemi
Það var ekki dónalegur endir á
afslappaðri helgi bjá Garra þegar
það var uppiýst á Stöð 2 á sunnu-
dagskvöld að hagfræðikenningarn-
ar virkuðu á íslandi. Þetta þóttu
Garra mikil tiðindi enda var hann
og er raunar enn efins um hagrænt
gildi þess að hafa hagdeildir í
Seðlabanka, Þjóðhagsstofnun,
Byggðastofnun, Fjármálaráðu-
neytinu og Viðskiptaráðuneytinu,
ASÍ og VSÍ svo aðeins fáeinar séu
nefndar, ef hagfræðin virkaði svo
ekki á íslandi þegar allt kemur til
alls. Gleðitíðindi þessi fyrir hag-
fræðina, foru fram sett í fréttatím-
anum af aðstoðarforstjóra Fjár-
festingafélagsins og fólust í því að
nú væri farið að bera á því að
byrjað væri heldur að draga úr
eftirspurn eftir fjármagni. Taldi
aðstoðarforstjórinn þetta augijósa
vísbendingu um það að hið háa
raunvaxtastig væri nú farið að bera
árangur.
Hagræn skynsemi
Sem kunnugt er gengur kenning-
in út á það að eftir því sem
Qármagnið verður dýrara þá
minnkar eftirsóknin í það og fjár-
magnskostnaðurinn lækkar þá
sjálfkrafa. Þessi kenning, eins og
allar hagfræðikenningar byggir á
ákveðnum forsendum og þessar
forsendur eru þær að aðrir þættir í
efnahagslífinu séu í til þess að gera
nokkuð góðu jafnvægi. Aðalfor-
sendan hér eins og ■ öllum hag-
fræðikenninguni cr þó sú að allir
sem taka þátt í einhverjum mark-
aði hegði sér í samræmi við það
sem hentugast er talið vera fyrir
hagsmuni þeirra hverju sinni.
M.o.ö. að allir hegði sér skynsam-
lega og reyni að gera aðeins það
sem er þeim fyrir bestu í hagrænum
skilningi. Á hagfræðimáli myndi
þetta væntanlega heita að menn
leituðust við að „hámarka ágóða
sinn“ sem væri þá skynsamleg
hegðun, og eftir því sem fróðir
menn segja Garra er þetta jafnan
kallað “rational choice“ erlendis.
Samkvæmt orðanna hljóðan voru
skilaboð aðstoðarforstjóra Fjár-
festingafélagsins því þau að loksins
virtust íslenskir fjármagnsþurfend-
ur vera farnir að hegða sér
„skynsamlega“ og reyna að há-
■narka ágóða sinn, en ekki ein-
hverra annarra.
Uppljómun lántakenda
En hvers vegna hefur eftirspurn-
in eftir fjármagni ekki minnkað
fyrr og hvemig stendur á því að
fjármagnsþurfendurnir virðast allt
í einu núna fá uppljómun um
hvernig þeir eigi að gæta hagsmuna
sinna? Skýringuna er að finna, að
því er aðstoðarforstjóri Fjárfest-
ingafélagsins upplýsti okkur, í
þeim eiginleika efnahagskerfins að
ciginfjárhlutfall í íslenskum fyrir-
tækjum er afskaplega lágt og hlut-
fall lánsfjár í rekstri fyrirtækjanna
miklu hærra en gengur og gerist
hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum,
enda virka hagfræðikenningar að
margra dómi betur þar en hér.
Aðstoðarforstjórinn bcnti því á að
himinháir raunvextir sem tíðkast
hafa kæmu að sama skapi verr út
fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki
sem ekki byggðu í sama inæli á
lánsfé. Þess vegna væri það ekki
vöxtunum að kenna ef fjármagns-
kostnaður væri að sliga fyrirtækin
heldur þessum grundvallargalla í
uppbyggingu íslenskra fyrirtækja.
Að fara skynsamlega
á hausinn
Þvt kemur að því þegar fyrirtæk-
in þurfa að fá rekstrarfé að láni og
við það bætist að þetta fé ber háa
raunvexti sem reksturinn stendur
ekki undir að annað tveggja gerist.
Annað hvort er að hætta að taka
lánin og sleppa við fjánnagns-
kostnaðinn og hætta síðan rekstrin-
um og fara á hausinn eða að reyna
að hækka tekjurnar með því að fá
meira inn fyrir þá vöru eða þjón-
ustu sem fyrirtækið framleiðir. Þar
sem seinni leiðin er illfær þessa
dagana þeim sem framleiða til
útflutnings og eru jafnframt með
stærri kúnnunum í lánastofnunun-
um gefur auga leið að skynsemin
er cini valkostur þessara aðila.
Skynsemin hefur þegar náð yfir-
höndinni í nokkrum fyrirtækjum
eins og Meitlinum í Þoriákshöfn og
aðrir eiga eflaust eftir að slást í
hópinn áður en marktæk töluleg
sönnun fæst fyrir hagfræðikenning-
unni um vextina. En velunnurum
hagfræðikcnninga ætti þó að létta
vegna þess að eftirspurnin eftir
fjármagni er að minnka og fjöldinn
allur af fyrirtækjuin að fara á
hausinn og hætta þá væntanlega að
spyrja eftir fjármagni. Raunar er
það Ijótt af Garra að setja alla
velunnara hagfræðikenninga undir
sama hatt því einn slíkur, sem
Garri hefur ætíð talið sérstaklega
trúverðugan, sagði að þá fyrst væri
öruggt að allt færi á hausinn þegar
hagfræðikenningum væri snúið á
haus og þeim beitt í blindni. Senni-
lega hefur þessi ágæti maður tals-
vert til síns máls.
Garri
llllillllilllllilllllll VíTTOG BREITT
Erfiðasti efnahagsvandinn
Niðurfærsla eða gengisfelling
eða jafnvel hvor tveggja eru þær
leiðir sem nú er helst rætt um til að
losa atvinnuvegina úr því efnahags-
öngþveiti sem þeir eru komnir í
upp fyrir haus rétt einn ganginn.
Nokkrar nefndir og sjálf ríkis-
stjórnin reyna að grilla í einhverjar
þær lausnir sem líklegar eru til að
halda þjóðarskútunni á floti og
koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot
fyrirtækja jafnt sem einstaklinga.
Stundum er látið í veðri vaka að
um tvær leiðir sé að ræða, stór-
aukna verðbólgu eða atvinnuleysi
og leitin að efnahagslausninni er
að finna aðferð sem kemur í veg
fyrir að verðbólguholskefla ríði
yfir eða að til komi mikið atvinnu-
leysi með tilheyrandi tekjumissi.
Hagfræðingar, forstjórar og
stjórnmálamenn klóra sér nú ákaft
í í höfðinu, reikna stíft og reyna að
komast að niðurstöðu sem flestir
geta við unað.
Nýjasta lausn efnahagsþrautar-
innar er að fella gjaldmiðilinn í
verði og færa jafnframt niður kaup-
gjald og verðlag. Þeir hjá Þjóð-
hagsstofnun duttu niður á þessa
snilld en fjármálaráðherra sá þegar
í hendi sér að þarna er á ferðinni
bæði upp- og niðurfærsluleið og
þar sem ekki er hægt að fara bæði
upp og niður í senn er Þjóðhags-
stofnun hætt að reikna út upp og
niðuraðferðina en gjarnan mætti
athuga hvernig út og suðurstefna
kæmi út í efnahagsdæminu.
Fjölmiðlaýkjur
eða raunsæi
Þrátt fyrir allt talið um yfirvof-
andi efnahagsþrengingar og að ein-
hver ósköp þurfi að gera í málun-
um, er eins og fæstir taki neitt
mark á þeim sífelldu staðhæfingum
að allt sé á leiðinni fjandans til
enda eru það kannski meira og
minna fjölmiðlaýkjur.
slofan hóf aö senda úthúsnæöi
tanlands
>antanlr á utanlandsferöum h(á Flugl
nesta mótl siöustu 10 dagana eóa s>
ænnan kipp i utanferöapöntunum mi
ig vondu veðri. I>á er það ekki síður i
»nt á Ofl vlta mörg dæmi um, að þe
En lokun mikilvægra atvinnufyr-
irtækja og fjöldauppsagnir hjá fisk-
vinnslufyrirtækjum er ekkert grín.
Ef það ástand sem er að skapast
t.d. í Þorlákshöfn og Stykkishólmi,
og reyndar í Reykjavík líka með
fjöldauppsögnunum í Granda, á
eftir að breiðst út um alla lands-
byggðina er ekki nema von að
kallað sé á efnahagsráðstafanir og
það fyrr en síðar.
En þrátt fyrir allt svartagalls-
rausið um yfirvofandi gjaldþrot
fyrirtækja og stöðvun heilla at-
vinnuvega sér þess engin merki að
hættuástand sé yfirvofandi. Fram-
kvæmdir á vegum opinberra aðila,
fyrirtækja og einstaklinga eru meiri
en nokkru sinni fyrr rétt eins og
offjárfesting sé ekki til.
Engu að kvíða
Utanlandsferðum fjölgar jafnt
og þétt og í Tímanum voru færð
rök að því s.l. laugardag, að stór
hluti húsnæðisbótanna sem greidd-
ar voru út fyrir skemmstu, hafi
farið beint í farseðlakaup. Ekki
kvíða þeir ferðamenn framtíðinni.
Klasar einbýlishúsa og raðhúsa
þjóta upp út um öll foldarból á
höfuðborgarsvæðinu og þar mun
hver fjölskylda ekki ætla að búa í
húsi undir 10 milljónum. Engar
efnahagsþrengingar framundan
þar.
Ævintýrahallir verslunar og
þjónustu eru að verða leiðigjarnt
umræðuefni en ekkert lát er á
framkvæmdum þeirra miklu bjart-
sýnismanna sem ætla að láta þær
renta sig.
Það opinbera er enginn aftirbát-
ur í fjárfestingunni miklu. Ráðhús
og stjórnmiðstöðvar þjóta upp og
er jafnvel verið að reisa stórhýsi
sem rúma á starfsemi einnar mestu
stofnunar á íslandi, sem er launa-
deild fjármálaráðuneytisins.
Innflytjendur hrúga varningi til
landsins eins og hér sé að hefjast
gullöld, en góðæri ekki að ljúka.
Bílasalar halda að þeir geti selt
sama fólkinu nýjan bíl á hverju ári
og er nú engu líkara en að allt
neyslumynstrið sé komið á útsölu,
eins gjaldeyririnn, sem sumir segja
að lengi hafi verið of hátt skráður.
Ef það er rétt að hér sé að
skapast eitthvert neyðarástand
vegna þess að þorskblokkin hefur
lækkað og verð á fiski er ekki eins
hátt í Evrópu og í fyrra, hefur
greinilega ekki verið hægt að koma
því til skila út fyrir þann hóp sem
fæst við fiskverkun, stjórnmál eða
hagfræði.
Einhver erfiðasti efnahagsvand-
inn er, að það er ekkert mark tekið
á þeim varnaðarorðum að þjóðin
lifi um efni fram og að komið sé að
skuldadögum.
Allir haga sér eins og góðærið sé
rétt að byrja og engin ástæða er til
að hafa áhyggjur af hvort valið
verður atvinnuleysi eða verðbólga,
því jörðin heldur áfram að snúast
og bráðum fer veitingahúsið á
hitaveitugeymunum að snúast líka
og þá verður nú gaman að lifa og
er'lítil ástæða til að kvíða framtíð-
inni. OÓ