Tíminn - 16.08.1988, Síða 9

Tíminn - 16.08.1988, Síða 9
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Guöjón Jónsson: BREF TIL STEINGRÍMS Kæri Steingrímur. Svo vildi til að loknum stórum fundi þínum á Hótel Sögu, að leiðir okkar lágu saman í mannþrönginni. Þú hafðir orð á, að ég hefði ekki kvatt mér hljóðs. Ég svaraði, að ég hefði ekki séð ástæðu til þess, enda verið þér sammála. Þetta var satt. Hins vegar þurfti að segja þarna miklu meira, en til þess voru engin skilyrði. Þau hafa ekki gefíst enn, það hefur ekki verið neinn fundur, síðan þú kvaðst svo minnilega upp úr um það, að Róm brennur. Síðan hefur þó margt borið við og enn fleira verið sagt, sem kallar á aðrar umræður á Hótel Sögu eða annars staðar. M.a. er niikil umræða, en kannski ekki að sama skapi frjó, um vísitölur. Nú eru vísitölur aldrei „réttar“, eins og Magnús Jónsson veðurfræðingur hefur uppgötvað (!), öllum á óvart, en þær geta gefíð vísbend- ingu, ef þeim ber saman. Samt hefur ekki verið sannað, að þú sért á réttri leið, Steingrímur. Hvorki er það öruggt, að fjöldinn fylgi þér á réttri leið, (enda fær flokkurinn þinn ekki einu sinni 20% atkvæða), né heldur að fjöld- inn fylgi þér ekki á rangri leið. Ef þú villist, þá er satt að segja ekkert að undra þótt eins fari fyrir öðrum. En ef þú mátt treysta mati fjöldans og telur að þér beri að láta það ráða, þá getur þú ekki verið fram- sóknarmaður. Ég kveinka mér við að segja, hvar í flokki þú ættir þá að vera. Vísitölur eru m.a. reiknaðar til að mæla vinsældir manna. Ut úr þeim vísitölum kemur þú allra manna best - og þessum reikning- um ber vel saman. Það hljóta því að vera marktækar tölur, og er þetta ánægjulegt bæði fyrir þig og óbreytta flokksmenn. En þessar vísitölur eru ekki grundvallaðar á neinum gefnum forsendum, eins og t.d. lánskjaravísitala, og þær segja því ekkert um það sjálfar, hvað ræður þessari niðurstöðu. Því veltir þú einmitt fyrir þér í viðtali við blaðamann Tímans, sem birtist 30. júlí: „Ég hef sett mér í mínu starfi að vera ég sjálfur og koma til dyranna eins og ég er klæddur. Ég segi meiningu mína og hef stundum verið gagnrýndur fyrir að gera það um of. Mér finnst þó að fólk hafi rétt á að vita hvað þeim, sem það kýs til forystu, sýnist um hina ýmsu hluti“, segir þú þar, og fleira í líkum dúr hefur verið eftir þér haft eða um þig sagt. Mikið rétt, Steingrímur. Ég er einn þeirra mörgu, sem meta þetta við þig, þó að ég hafi líka stöku sinnum séð ástæðu til að gagnrýna þig fyrir að hugsa ekki fyrst, og þá hef ég gert það opinskátt, helst augliti til auglitis. Ég er þess fullviss, að þú ert drengur góður og vilt öllum vel. Og hreinskilni þín vitnar með þér: Sá sem ber sitt mál fram úr vondum sjóði hjarta síns, þarf mikla gát í orðum til að koma ekki upp um sig, sí og æ. Þetta skilur fólk, ef ekki með heilanum, þá með hjartanu. Það tortryggir stjórnmálamanninn, sem er svo varkár að hann stamar í sífellu: að... að... sem sagt..., en sá sem mælir af einurð og einlægni, hik- laust, og reynir ekki að fela sig, öðlast tiltrú, jafnvel þótt hlustand- inn kunni að hafa aðra skoðun. Þrátt fyrir skoðanamun virðir hann það sem hann skynjar, að það er ekki verið að reyna að breiða yfir eitthvað, reyna að plata með vand- lega völdum orðum, með hálfsögð- um orðum eða ósögðum. Að rata rétta leið Tilgáta þín er vafalaust hárrétt, svo langt sem hún nær. En þó þarf meira til. Skoðanamunur má ekki vera of mikill. Sumum kann að nægja að aðhyllast persónuleik- ann, en flestir þurfa að finna til einhverrar málefnalegrar sam- stöðu. Þú segir í áðurnefndu við- tali: „Ég get að sjálfsögðu ekki verið annað en ánægður með út- komu flokksins og útkomu mína og met það vitanlega, ef hún endur- speglar stuðning fólksins við það sem ég hef verið að reyna að gera. Þetta hvetur mig til þess að halda áfram á sömu braut..." Þó það nú væri! Það er eðlileg ályktun, að útkoman „endurspegli stuðning fólksins" og það er jafn eðlilegt og rökrétt að þetta hvetji til óbreyttrar stefnu. Það sem fjöldinn vill Það verður enginn mikill maður af því að segja það sem fjöldinn vill heyra eða gera það sem honum líkar. Oftar en hitt þarf að ganga gegn óskum fjöldans, til að segja og gera það sem rétt er. Það má sjá í mannkynssögunni, þar sem hinna stóru er getið, en það á líka við um okkur peðin, sem verðum ekki í sögunni: Sókrates hefði ekki fengið háa tölu vinsælda. Húss var brenndur. Galilei bjargaði höfðinu naumlega með því að látast snúa baki við sannleikanum. Kristur var krossfestur. Nei, Steingrímur, þú mátt ekki treysta á að hylli fjöldans sé til marks um að þú sért á réttri leið. Það gæti allt eins verið hættu- merki, því miður. Þú ert óragur að segja meiningu þína, þó að þú vitir ekki, hversu fólki muni líka. Það er gott. En sumt er það þó, sem þú veist að þú getur ekki sagt án þess að tapa hylli, þó að satt sé og nauðsynlegt að vekja athygli á. T.d. er þjóðinni meiri nauðsyn á því en flestu öðru, að fara vel með fjármuni sína, að spara áður en keypt er, að sýna aðgát í neyslu. Þú hefur ýjað að þessu, sem frægt er, því að síðan getur þú þig varla hreyft án þess að Mbl. minni á grautarpottinn. Sigmund er snjall og kemur mörgum til að hlæja, og veitir ekki af, en að öðru leyti veit ég ekki til að hann hafi nokkru sinni beitt snilli sinni í þágu góðs málstaðar. Hugmynd hans um pottinn er sakleysisleg, en hið hryggilega er að hann sýnir klárt og kvitt, hvernig mat almennings raunverulega er á þeirri hugmynd að spara. Kommúnistar hafa ávallt verið henni öðrum fjandsamlegri. Það er... það var rökrétt: Sú þjóð, sem lærir að fara vel með sitt, og verða bjargálna og sátt við hlut- skipti sitt, er ekki líkleg til að gera byltingu. Nú er komin perestrojka, en Þjóðviljinn er á sömu línu og áður: Hann skal aldrei hvetja fá- tækt fólk til að fara vel með verðmæti og spara - nema drulluna í Tjörninni og annað sem heyrir engum til nema náttúrunni. Það er hins vegar óeðlilegt að bæði Alþýðublaðið og Tíminn skuli vera algerlega undir sömu sök seld. Þeim mun kyndugra, að höfuðandstæðingar félagshyggju og skynsamlegrar leiðsagnar fá- tæku fólki, sjálft Morgunblaðið eitt allra fjölmiðla í landinu, skuli stöku sinnum drepa á þennan yfir- máta mikilvæga sannleika. Það gerist reyndar hvergi í Mbl. nema hjá sjálfum höfuðpaurunum, í rit- stjórnargreinum. Óseðjandi lánafíkn Annað sem þú mátt ekki nefna er hin hliðin á málinu, andstaða sparnaðar. Tómstundagamanið og þjóðaratvinnan: Að kaupa, kaupa. Kaupa bíl og annan - í skuld, vélsleða og hjólhýsi. Sólarlanda- ferð árlega með heila fjölskyldu, í skuld, frá ógreiddum víxlum sem falla hjá Gjaldheimtunni á meðan, og kosta uppboð á íbúðinni. Heimilistæki öll með afborgunum. Steik út á krít, velling,-nei, engan andsk. velling handa nútímafólki, stórskuldurum íslandssögunnar, að kikna undan verðbólgu (og kalla vísitölu), ganga út úr mötu- neytinu með fyrirlitningarsvip, ef kokkurinn vogar sér einu sinni á ári að sjóða ferska ýsu. Kaupa, kaupa: Tvö-hundruð- þúsund-naglbíta á árinu, eins og Laxness lýsti innflutningi hr. Bítars. Útvörp „af sömu stærðar- gráðu“, hljómflutningstæki, tertu- botna, rallbíla, ferhjól... Kaupa, kaupa. Kaupa allt sem einhvers staðar er til sölu - skulda svo mikið sem mögulegt er, eins lengi og mögulegt er, hvar sem mögulegt er. Til að svala þvílíku kaupæði þarf ærið af peningum, lán á lán ofan - því að fjármunir verða ekki til í sólarlandaferðum né í síbyljunni, ekki í samúel né nýju lífi, ekki í klessuverkunum, sem Gísli er svo óþreytandi að dásama í Lesbók, ekki í kringlunni né skólanum, - ekki einu sinni í bönkunum né fjármálaráðuneytinu. Fjármunirn- ir sem þjóðin lifir á verða til í hrakyrtum landbúnaði og útgerð, í kalsamri fiskvinnslunni, sem nú er að fara á hausinn, af því að bank- arnir, síbyljan og samúel geta borið hærri launakostnað. Lán á lán ofan, hversu dýr sem þau eru, vel vitandi að samúðin er alltaf með skuldurum. Hin lánaffkna kynslóð nútímans heldur áfram fyrri iðju frá tímum neikvæðra „vaxta“, börn taka við af foreldrum, að skulda fyriröllum sköpuðum hlutum,-að skulda af öllum kröftum sínum og af öllu hjarta sínu og af allri sálu sinni. Þetta er hið mikla og æðsta boðorð: Húsnæðislán, lífeyris- sjóðslán (hvor tveggja niður- greidd?), víxlalán, krítarkortalán, matarlán í reikning hjá kaup- manninum á horninu (vaxtalaus). Kaupa strax, helst áður en pening- urinn kemur: út á væntanleg laun, væntanlegt orlofsfé, væntanlegt lán... Þvílíkt kaupæði og þvílík lána- fíkn er óþekkt í veröldinni utan íslands. En þetta mátt þú aldrei segja, Steingrímur, á þessum lífsháttum mátt þú aldrei hneykslast, mátt ekki nefna heldur en velling, ef þú vilt halda vinsældum. Af hverju draga hávextir ekki úr eftirspurn eftir lánsfé? Svo spyrja margir. Af hverju fara læmingjarnir alltaf beint áfram, hvað sem fyrir verður, hrapa fyrir björg, drukkna í belj- andi fljótum - breyta aldrei um stefnu? Ég veit ekki svörin. En ég held að á fslandi treysti skuldarar því alltaf, að þeim verði að lokum „bjargað". Því meira sem þeir skulda, því síður mega þeir fara á hausinn. Því meir sem þeir barma sér og því fleiri í hóp, því fremur verður þeim bjargað, af mannúðar- ástæðum, af því að þeir eru at- kvæði, og sumir eru svo stórir, svo mikilvægir fyrir heilar byggðir að það má ekki láta þá falla. Þá virðist það almenn skoðun, að þeir sem eiga sparifé og leggja fram að láni, séu upp til hópa auðmenn, eða Fyrri hluti: ópersónulegir aðilar eins og lífeyr- issjóðir og þá megi ræna án nokk- urrar vorkunnsemi, en skuldarar séu fátækir. Með þeim er samúðin öll, hversu heimskulega eða þjóð- hættulega sem þeir haga sér (nema þegar ríkið á i hlut!): Skuldurum á að hjálpa! Þetta sýnir e.t.v. kær- leiksríkt hugarfar, en er mjög hæp- ið mat. Skuldarar eru án vafa fremur í hópi hinna ríku, fremur í hópi hinna kærulausu, hinna heimtufreku og eigingjörnu, þeirra sem vilja njóta alls fyrir annarra manna fjármuni. Sumir tóku hin hagstæðu húsnæðislán, þótt þeir ættu íbúð fyrir og jafnvel fleiri en eina. Hjálp við skuldara er í því fólgin, að taka frá hinum ábyrgu, þeim sem fara varlega og spara eftir föngum, og færa það til hinna gálausu, eyðslusömu, til hinna lánafíknu sem einatt steypa sér í skuldir af fullkomnu ábyrgðarleysi og tillitsleysi. Þessi tilfærsla myndi heita þjófnaður, ef einstaklingur stæði að henni, en hún fær önnur nöfn þegar ríkisstjórn og Alþingi eiga hlut að máli. Eitt þeirra nafna er gengisfelling. Þeirri aðferð er beitt í þágu útflutningsatvinnuveg- anna, þó að bein og grímulaus kauplækkun væri bæði heiðarlegri og gagnlegri. Enda er þessi aðferð öllum slæm. Nú unt stundir eru uppi harðar kröfur um að auk þessa verði lánveitendur rændir þeim hluta eigna sinna sem sam- svara. verðbólgu í landinu - en verðbólgu kalla skuldarar nú „láns- kjaravísitölu". Lögmál markaðarins Nú reynir á það, hvort það lögmál fær að gilda á íslandi, að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir lánsfé. Margir, einkum stjórnmála- menn, vilja koma í veg fyrir það - með því að „bjarga“ lántakendum. Nú er einmitt að því komið, að því er virðist, að skuldarar fari að finna smjörþefinn af verðbólgunni (sem þeir kalla „Iánskjaravísi- tölu“) og háum vöxtum, að þeir brenni sig nógu rækilega til að læra það, sem engar viðvaranir og engar fortölur hafa megnað að kenna þeim, að lán með verðbólgu og hávöxtum eru dýr og flestum of- viða. Nú er að því komið að sjáist munurinn á áttaskyni læmingja og íslenskra skuldara og hinir síðar- nefndu breyti um stefnu, - og taki þá að draga úr eftirspurn eftir lánum og þar með lækki raunvext- ir. Nú er að því komið að á það reyni, hvort „lögmál markaðarins" fái að koma vitinu fyrir hina lána- fíknu kynslóð - í friði fyrir stjórn- málamönnum. Ófreskjan Lögmál markaðarins kenna ekki án þess að undan svíði. En þeir sem hafa óþolinmóðir kvartað yfir að áhrifa þeirra gæti ekki, ættu ekki að hindra þessi áhrif, nú þegar þau loks eru að koma fram. Þá fara að vísu sumir miskunnarlaust á hausinn, en það er einmitt óhjá- kvæmilegt, það er lögmálið, sú eina tilsögn sem þeir taka. Auðvit- að mega vinir og vandamenn hjálpa, ef þeir geta það og vilja. En ríkið má ekki gera það, það má ekki fara í vasa hinna nægjusömu og gefa hinum ábyrgðarlausu. Annað mál er það, að það má laga skilyrðin að ýmsu leyti, án þess að beita sparendur órétti. Þú segir að lánsfjármarkaðurinn sé ófreskja, og ég er sammála. En meinum við það sama? Altént eruni við sammála um það, að raunvextir eru of háir, sem stafar af hinni áköfu eftirsókn í lánsfé. Það er ekkert vit í 10% raunvöxt- um - þetta má kannski kalla ófreskju. Ég hef alltaf verið tals- maður lágra vaxta, og meira að segja ítrekað stungið upp á að innlánsvextir falli með öllu niður um skeið, verði 0%, meðan þjóðin læri að fóta sig og sigrast á verð- bólgu - enda væri það þá gert í fullri alvöru. Hinir „vextirnir“, þeir sem lánskjaravísitalan mælir, falla niður sjálfkrafa jafnskjótt og fólkið leggur af verðbólguna. Ef einhverjir sjá ófreskju þar sem þeir eru, ber þeim að benda á verðbólg- una, en ekki vísitöluna. í þessu finnst mér þú bregðast, Steingrím- ur, og átti ég annars von af þér síðan þú fórst með efnahagsmálin. Líkast sem þú hafir fengið skökk gleraugu í utanríkisráðuncytinu. Svo lengi sem þjóðin elur þessa ófreskju, því að verðbólgan er sannarleg ófreskja, er að sjálf- sögðu óhjákvæmilegt að sparifé sé verðtryggt. Ég fordæmi afdráttar- laust allar vangaveltur um annað, og harma þau tilefni sem forysta Framsóknarflokksins hefur gefið til að þetta þarf að segja. Vissulega er ofur auðsætt, að „lánskjaravísitala er verðbólgu- hvetjandi", - að það ætti að vera auðveldara að halda verðbólgu í skefjum, ef eigendur lánsfjár legðu það fram endurgjaldslaust, hvað þá ef þeir gæfu með því. Það þarf enga doktorsgráðu í dönsku einok- unarversluninni til að skilja þetta. Og meira að segja skilur óbreyttur seminaristi fullvel, að það ætti að vera að sama skapi enn árangurs- rikara að lánveitendur gefi skuldurum peningana með öllu, allan stofninn. Kannski finnst doktor, sem vill stinga upp á því, ef ekki hagfræðingur, þá veður- fræðingur. Eftirmaður Njáls, eða rafveitustjóri fyrir austan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.