Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 10
j
10 Tíminn
11» t i ■ ■
Þriðjudagur 16. ágúst 1988
Þriðjudagur 16.r águst 1988
'Tíhiinn ’1í
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna:
Yfirburðir KA-manna
Frá Jóhanncsi Bjarnasyni á Akur-
cyri:
KA-mcnn þurftu ekki að sýna
neinn stórleik til þess að bera sigur-
orð af ótrúlega slökum KR-ingum.
Góð barátta heimamanna og stíf
völdun slógu gestina alveg útaf lag-
inu. Erlingur Kristjánsson fyrirliði
KA kom sínum mönnum á sporið á
20. mín. þegar hann potaði knettin-
um inn eftir langt innkast Þorvaldar
Örlygssonar og Þorvaldur skoraði
síðan annað markið með þrumuskoti
frá vítateig, skömmu fyrir hlé. KR-
ingar áttu ekki skot á markið allan
fyrri hálfleikinn.
í síðari hálfleik hélt sama sagan
áfram, heimamenn áttu færin og
skoruðu úr einu þeirra, er Anthony
Karl Gregory skallaði fallega inn,
fyrirgjöf Arnars Bjarnasonar. Stefán
Arnarson markvörður KR varði síð-
an vítaspyrnu frá Erni Arnarsyni,
áður en KR-ingar skoruðu úr eina
færi sínu í leiknum. Gunnar Odds-
son skoraði auðveldlega eftir fyrir-
gjöf Ágústs Márs.
KA-menn börðust vel, með þá Jón
Kristjánsson, Steingrím Birgisson og
Anthony Karl Gregory í fararbroddi, en
allt KR-liðið átti afleitan dag.
„Þetta var óvenju sætur sigur, þar sem
okkur hefur alltaf gengið afleitlega á móti
KR, þeir voru mjög slakir, en ekkert lið
er sterkara en andstæðingurinn leyfir,“
sagði Erlingur Kristjánsson fyrirliöi KA
eftir leikinn.
Markaregn
á Akranesi
Skagamenn sigruðu Þórsara á
Skaganum í miklum markaleik.
Bjarni og Gunnar
koma í leikinn
gegn Svíum
Sigi Held, landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu, liefur valið landsliðshópinn
sem mætir Svitiin á l.augardalsvelli
á fimmtudag.
Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
Markverðir:
Bjarni Sigurðsson ...........Brann
Guðmundur Hreiðarsson . Víkingi
Aðrir leikmenn:
Arnljótur Davíðsson ........Fram
Atli Eðvaldsson ................Val
Guðni Bergsson .................Val
Gunnar Gíslason................Moss
Halldór Áskelsson...............KA
Ólafur Þórðarson ............... IA
Omar Torfason...............Fram
Pétur Arnþórsson ...........Fram
Pétur Ormslev ..............Fram
Ragnar Margeirson ........ÍBK
Sævar Jónsson ...............Val
Viðar Þorkclsson...........Frain
Þorsteinn Þorsteinsson .... Fram
Þorvaldur Örlygsson ........KA
Atvinnumenn íslands, aðrir en
Gunnar Gíslason og Bjarni Sigurðs-
son, fengu sig ekki lausa í þennan
leik. ____
Leikurinn hefst á Laugardalsvelli
á fimmtudagskvöld kl. 18.30.
BL
Vegna breytinga á leikn-
um hefur sala á margra
vikna Lottómiðum verið
felld niður um sinn. Sala
þeirra hefst á nýjan leik
5. september n.k.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Halldór Áskelsson kom Þór yfir á 8.
mín. en Alexander Högnason jafn-
aði fyrir Skagamenn fyrir hlé. Áðal-
steinn Víglundsson skoraði síðan í
síðari hálfleik fyrir ÍA og Haraldur
Ingólfsson bætti þriðja markinu við
stuttu síðar. Júlíus Tryggvason
minnkaði muninn úr víti fyrir Þórs-
ara, en Sigursteinn Gíslason bætti
fjórða markinu við fyrir ÍA. Júlíus
Þórsari átti síðan síðasta orðið og
lokatölurnar urðu 4-3 fyrir ÍA.
Víkingssigur
á Ólafsfirði
Frá Erni Þórarinssyni fréttamanni
Tímans:
Ólafsfirðingar biðu ósigur í hinum
þýðingarmikla fallbaráttuleik við
Víkinga á Ólafsfirði í gærkvöld.
Úrslitin urðu 1-0 og er nú útlitið
orðið dökkt fyrir norðanmenn sem
þarna töpuðu sjötta leiknum í röð í
1. deild, leik scm þeir þurftu nauð-
synlega að vinna.
Það var mikil barátta í leiknum,
en oft á tíðum minni knattspyrna.
Bæði lið gerðu sér fulla grein fyrir
hve þýðingarmikil leikurinn var og
börðust á fullu.
Eina mark leiksins kom á 75. mín.
Þá náðu Víkingar góðri sókn, Hlyn-
ur Stefánsson átti fyrirgjöf inná víta-
teig, þar sem Björn Bjartmarz tók
snyrtilega við knettinum og skoraði.
Víkingar áttu heldur meira í leiknum,
þeir sóttu meira í fyrri hálfleik. þá fékk
Andri Marteinsson ágætt færi, en Gústaf
Ómarsson náði að bjarga á síðustu
stundu. I síðari hálflcik sóttu Ólafsfirð-
ingar meira, en sköpuðu sér ekki vcruleg
merktækifæri, en áttu nokkur langskot,
en Guðmundur Hreiöarsson markvörður
Víkings stóð vel fyrir sínu að þessu sinni.
Víkingar áttu af og til hættuleg skyndi-
upphlaup og fengu dauðafæri á síðustu
mín, leiksins, er Björn Bjartmarz lék á
tvo varnarmenn Leifturs og síðan Þorvald
markvörð, en skot hans fór yfir mannlaust
márkið. Þrátt fyrir að Víkingar sýndu
ekki neitt sérstakt í leiknum, verður sigur
þeirra að teljast sanngjarn.
Sund:
Eðvarð og
Ragnar urðu
Norðurlanda-
meistarar
Norðuriandamótið í sundi var
háð í Osló um helgina. Þar urðu
þeir Eðvarð Þór Eðvarðsson og
Ragnar Guðmundsson Norður-
landameistarar og þau Ragn-
heiður Runólfsdóttir og Amþór
Ragnarsson unnu einnig til verð-
launa. Þá voru sett þrjú íslands-
inet á mótinu.
Eðvarð sigraði í 2(KI in bak-
sundi á 2,09,17 nu'n. en annar
varð Norðmaður á 2,10,21 inín.
Norðmaðurinn sigraði síðan í
100 m baksundinu, en Eðvarð
varð annar.
Ragnar Guðmundsson setti
tvö íslandsmet í 1500 m sundinu
og varð Norðurlandameistari.
Hann
bætti eigið met ■ greininni og
synti á 16,04,69 mín. hann setti
einnig ísiandsmet í 800 m i
þessu sundi, fékk millitimann
8,34,49 mín.
Ragnheiður Runólfsdóttir
önnur í 200 m bringusundi á
2,40,17 mín. og þriðja í 100 m
bringusundi á 1,15,44 mín.
Amþór Ragnarsson varð
annar í 100 m hringusundi á
1,07,83 mín.
Þá setti sveit íslands nýtt ís-
landsmet í 4x100 m skriðsundi,
synti á 3,41,98 mín. Þau Bryndís
Ólafsdóttir og Amþor Ragnars-
son náðu ekki Ólympíulág-
niörkum á mótinu, en að því
stefna þau bæði niarkvLsst. BL
Knattspyrna:
Sigurjón Kristjánsson Val, t.v. og Theodór Jóhannsson VöLsungi, t.h. í baráttu um knöttinn.
Tímamynd Pjetur.
Knattspyrna:
Enn sigur hjá Fram
Framarar voru ekki í vandræðum með
Keflvíkinga í 1. deildinni á Laugardalsvelli
í gærkvöld. Lokatölur leiksins 2-0 eftir
markalausan fyrri hálfleik.
Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik áttu
Keflvíkingar aldrei svar við góðum leik
Fram í síðari hálfleik og mörkin tvö hefðu
allt eins getað orðið fleiri. Fyrra markið
kom á 54. mín. Arnljótur Davíðsson
komst í gegnum vörn ÍBK, gaf á Guðmund
Steinsson sem reyndi markskot, knöttur-
inn stefndi nokkuð frá marki ÍBK, en lenti
í Jóhanni Júlíussyni varnarmanni ÍBK og
þaðan fór hann í netið, sjálfsmark og 1-0
fyrir Fram. Á 62. mín. bættu Framarar
öðru marki við, Pétur Arnþórsson fékk
knöttinn við hægra markteigshorn ÍBK,
gaf háa sendingu fyrir á fjærstöngina, þar
sem Ómar Torfason kom aðvífandi og
hamraði knöttinn í netið með kollspyrnu,
2-0 fyrir Fram. Ómar var aftur á ferðinni
stuttu síðar, en þá varði Þorsteinn Bjarna-
son markvörður ÍBK. Þorsteinn bjargaði
Keflvíkingum glæsilega á 72. mín. en þá
varði hann frá Guðmundi Steinssyni. Enn
héldu Framarar áfram að sækja og Arnljót-
ur skaut framhjá á 75. mín, eftir að Pétur
Ormslev hafði skallað knöttinn til hans
inní markteiginn. Þeir Ormarr Örlygsson
og Ómar Torfason áttu báðir hættuleg skot
að marki ÍBK, undir lok leiksins, en skot
þeirra rötuðu hvorugt á markið.
Yfirburðir Fram voru miklir í leiknum,
sem sést best á því að hér að ofan hefur
ekki verið getið um nein færi sem Keflvík-
ingum áskotnuðust í leiknum. Staða Fram
Tennis:
í toppi 1. deildar er einstök, þeir eru í
algjörum sérflokki í deildinni.
Liðin Fram: Birkir Kristinsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, ÓmarTorfason, Pétur
Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R.
Jónsson, Pétur Arnþórsson (varam. á 79.
mín. Jón Sveinson), Guðmundur Steins-
son, Steinn Guðjónsson (varam. á 60.
mín. Jón Sveinsson), Arnljótur Davíðs-
son, Ormar Örlygsson. ÍBK: Þorsteinn
Bjarnason, Jóhann Júlíusson, Guðmundur
Sighvatsson, Daníel Einarsson, Einar Ás-
björn Ólafsson, Árni Vilhjálmsson, Gestur
Gylfason, Sigurður Björgvinsson, Grétar
Einarsson, Ragnar Margeirsson (varam. á
79.mín. Jón Sveinsson), Óli Þór Magnús-
son.
BL
Ulfur hafði yfirburði
Úlfur Þorbjörnsson vann þrefaldan sigur
á Islandsmótinu í tennis, sem haldið var á
Víkingsvellinum ■ Fossvogi um helgina.
Úlfur hafði mikla yfirburði á mótinu og
sigraði nú þriðja árið í röð og vann þar með
íslandsmeistarabikarana í einliðaleik
karla, tvíliðaleik karla og í tvenndarleik til
eignar.
„Ég er í háskóla í Minnesota í Banda-
ríkjunum og get æft tennis allt árið, ég
keppi því ekki á jafnréttisgrundvelli hér
heima, því hérna geta strákarnir aðeins æft
3-4 mánuði á ári,“ sagði Úlfur þegar hann
var spurður hvemig stæði á yfirburðum
hans, en hann vann úrslitaleikinn í einliða-
leik, 6-0 og 6-0. „Það vantar innanhúss
aðstöðu hérna, þannig að hægt sé að æfa
allt árið, erlendis eru víða sett hvolfþök
yfir tennisvelli, í Svíþjóð eru t.d. sett
uppblásin belgþök yfir tennisvellina á vet-
urna og tennisfólk æfir allan ársins hring“.
Úlfur stundar nám í læknisfræði í há-
skóla í Minnesota fylki í Bandaríkjunum
og keppir fyrir skólann í tennis. Hann er
reyndar aðaltennisleikari skólans og þegar
náminu lýkur stefnir Úlfur að frekara
læknanámi í Bandaríkjunum.
Úrslit á fslandsmótinu í tennis urðu
þessi:
Einliðaleikur karla:
1. Úlfur Þorbjörnsson
2. Einar Ásgeirsson
3.-4. Jón Páll Gestsson
3.-4. Kjartan Óskarsson
Tvíliðaleikur karla:
1. Úlfur / Atli Þorbjörnssynir
2. Kjartan Óskars./Einar Ásgeirss.
3.-4. Arnar Arinbj./Jón Páll Gests.
3.-4. Einar /Ragnar Óskarssynir
Tvennadarleikur:
1. Margét Svavarsd./Úlfur Þorbjörns.
2. Dröfn Guðmundsd./Cristian Staub
3.-4. Guðrún S./Arnar Arinbjarnar
3.-4. Arna/Einar Ásgeirsson
Einliðaleikur kvenna:
1. Margrét Svavarsdóttir
2. Dröfn Guðmundsdóttir
3. Stcinunn Björnsdóttir
4. Guðný Eiríksdóttir
Tvíliðaleikur kvenna:
1. Margrét Svavarsd./Dröfn Guðmundsd.
2. Steinunn Bjömsd./Guðný Eiríksc
3.-4. Heiðbjört/Guðrú i
3.-4. Hildur A./Steingegðu
Einliðaleikur stúlkna 14-16 ára:
1. Hrafnhildur Hannesdóttir
2. Úlfhildur Indriðadótir
3.-4. Anna Pála Stefánsdóttir
3.-4. Guðbjörg Ólafsdótir
Einliðaleikur pilta 11-13 ára:
1. Fjölnir Pálsson
2. Gunnar Einarsson
3. Sigurður Bjarki Gunnarsson
Einliðaleikur pilta 14-16 ára:
1. Jónas Páll Bjömsson
2. Stefán Pálsson
3.-4. Jóhann Öm Þórarinsson
3.-4. Eiríkur Önundarson
Tvíliðaleikur pilta 14-16 ára:
1. Fjölnir og Stefán Pálssynir
2. Jónas Bjömsson/Ámi Ámason
3.-4. Eiríkur Ö./Teitur Jónasson
3.-4. Gunnar Stefánss./Heimir Herm.
BL
Úlfur Þorbjörnsson varð þrefaldur íslands-
meistari í tennis um helgina.
Tímamynd Pjelur.
Létt h já Valsmönnum
Valsmenn unnu öruggan sigur á
Völsungum frá Húsavík, 3-1, þegar
liðin mættust í 1. deildinni í knatt-
spyrnu á Valsvellinum að Hlíðar-
enda á sunnudagskvöld.
Frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst
að Valsmenn þyrftu ekki að hafa
mikið fyrir því að sigra Húsavíkurl-
iðið, sem stefnir nú óðfluga aftur
niður í 2. deild. Fyrsta markið kóm
eftir 10 mín. leik. Vaiur Valsson lék
upp vinstri kantinn og gaf góða
sendingu fyrir markið á Sigurjón
Kristjánsson, sem skoraði með föstu
skoti af stuttu færi, 1-0 fyrir Val.
Valsmenn héldu afram að sækja og
á 29. mín. munaði minnstu að fyrir-
gjöf Atla Eðvaldssonar, endaði í
marki Völsunga, en knötturinn fór í
slá og yfir. Stuttu si'ðar fengu Völs-
ungar sitt besta marktækifæri í fyrri
hálfleik. Eftir þunga sókn Völsunga
kom þrumuskot að marki Vals, en
varnarmaður komst á milli og ekkert
varð úr. Á 37. mín. skoruðu Vals-
menn aftur. Hilmar Sighvatsson gaf
fyrir frá vinstri, einn varnarmaður
Völsungs hætti við að stoppa
knöttinn, hefur vafalaust haldið að
Þorfinnur í markinu mundi ná knett-
inum, en þrátt fyrir góða tilraun
Þorfinns, þá tókst það ekki og Sig-
urjón náði knettinum og renndi
honum í autt markið, úr þröngu
færi. Undir lok hálfleiksins varði
Þorfinnur vel skot Guðmundar
Baldurssonar.
í síðari hálflcik héldu yfirburðir
Valsmanna áfram. Á 5. mín. fékk
Sigurjón sendingu innfyrir vörn
Völsungs. Sigurjón, sem greinilega
var rangstæður þegar sendingin
kom, skaut föstu skoti að marki,
Þorfinnur varði, en hélt ekki knettin-
um og Tryggvi Gunnarsson, sem
kom inná í fyrri hálfleik, þegar
Yfirburðir
Stjömunnar
Stjarnan úr Garðabæ vann yflr-
burðasigur á Víkverjum, 9-0, þegar
liðin mættust í A-riðli 3. deildar í
knattspyrnu á Stjörnuvcllinum á
laugardag.
Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist
með leiknum í veðurblíðunni á laug-
ardag, enda margt gert til skemm-
tunar áStjörnudeginum, sem Stjörn-
urnar tvær, útvarpsstöðin og íþrótta-
félagið, stóðu fyrir.
Leikurinn var í jafnvægi alveg
þangað til vítaspyrna var dæmd á
Víkverja eftir um 10 mín. leik. Árni
Sveinsson fyrrum landsliðsmaður af
Akranesi tók spyrnuna og skoraði
með þrumuskoti. Þar með var sem
flóðgáttir opnuðust á vörn Víkverja
og Stjarnan skoraði að vild. í hálfleik
var staðan orðin 5-0, og hafði Árni
gert 3 markanna, tvö úr vítaspyrn-
um, Svcinbjörn Hákonarson gerði 1
og fimmta markið gerði Ingólfur
Ingólfsson. í síðari hálfleik bættu
þeir Sveinbjörn, Ingólfur, Birkir
Sveinsson og Loftur Steinar Lofts-
son við mörkum fyrir Stjörnuna,
sem vann yfirburðasigur, 9-0.
Stjarnan hefur nú góða stöðu í
riðlinum eftir tap Grindvíkinga í
Sandgerði á föstudaginn. Fátt getur
því komið í veg fyrir að Garðabæjar-
liðið léki í 2. deild að ári, en liðið á
örugglega eftir að láta að sér kveða
þar.
Önnur úrslit í 3. deild:
Grótta-ÍK 0-1
Afturelding-Leiknir R. 6-0
Þróttur N-Einherji 0-2
Sindri-Huginn 2-3
Reynir Á.-Magni 1-2
Hvöt-Dalvík 0-2
Úrslit í 4. deild:
Skotfélag R.-Ernir 9-2
Ægir-Snæfell 1-2
Árvakur-Haukar 6-2
Ármann-Víkingur Ól. 2-0
Hveragerði-Léttir 4-0
Skallagrímur-Hafnir 2-0
Fyrirtak-Hvatberar 0-7
BL
Þorgrímur Þráinsson varð að fara
útaf meiddur í baki, fylgdi vel á eftir
og skoraði þriðja mark Vals.
Um miðjan hálfleikinn áttu þeir
Sigurjón og Atli báðir, hörkuskot
rétt framhjá marki Völsunga. Nú
var sem Valsmenn slökuðu á og
Völsungar færðust allir í aukana.
Theodór Jóhannsson átti hörkuskot
rétt framhjá á 78. mín. Ásmundur
Arnarson sem komið hafði inná sem
varamaður í síðari hálfleik, skoraði
eina mark Völsungs á 85. mín.
Hilnrar Sighvatsson átti misheppn-
aða sendingu aftur á Guðmund
markvörð, en Ásmundur komst á
milli, lék á Guðmund og renndi
kncttinum í autt markið, 3-1. Aðcins
nrínútu síðar munaði litlu að Ás-
mundur bætti öðru marki við, hann
fékk knöttinn einn og óvaldaður f
markteig Vals, skaut í markið, en
Guðmundur Baldursson varði á
undraverðan hátt. Þar með var 3-1
sigur Vals staðreynd.
. Lcikurinn var lítið spennandi,
enda mikill getumunur á liðunum.
Hjá Val var Sigurjón góður svo og
Atli, en maður hafði á tilfinningunni
að hann gætTbæft töluvert við sig ef
með þyrfti. Theodór Jóhannsson var
einna frískastur Völsunga, traustur í
vörninni og ógnandi þegar hann brá
sér í sóknina.
Liðin Valur: Guðmundur Bald-
ursson, Þorgrímur Þráinsson
(varam. á 37. mín. Tryggvi Gunnars-
son), Sigurjón Kristjánssön, Magni
Blöndal Pétursson (varam. á 61.
mín. Einar Páll Tómasson), Atli
Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni
Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Val-
ur Valsson, Ingvar Guðmundsson,
Guðmundur Baldursson. Völsung-
ur: Þorfinnur Hjaltason, Helgi
Helgason, Skarphéðinn ívarsson,
Sveinn Freysson, Eiríkur Björgvins-
son, Theodór Jóhannsson, Grétar
Jónasson, Guömundur Guðmunds-
son (varam. á 41. mín. Björn Ol-
geirsson), Stefán Viðarsson (varam.
á 61. mín.Ásmundur Arnars-
son),Jónas Hallgrímsson, Snævar
Hreinsson. BL
Vinningstölurnar 13. ágúst 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.926.768,-
1. vinningur var kr. 1.965.176,-
- og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 491.294,- á mann.
2. vinningur var kr. 589.182,-
og skiptist hann á 226 vinningshafa, kr. 2.607,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.372.410,-
og skiptist á 5.967 vinningshafa, sem fá 230 krónur hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka
ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegi!
Upplýsingasími: 685111
Milljónir á hverjum Iaugardegi! Upplýsingasím>: 335111