Tíminn - 16.08.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.08.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 Tíminn 13 Aðeins rúmlega helmingur kjósenda tók þátt er Ronald Reagan var kosinn forseti. Nú er talið að kosningaþátttakan verði enn minni. Kosningaþátttaka í Bandaríkjunum fer sífellt minnkandi: Innan við helmingur kjósenda mun velja forseta í nóvember Minnkandi áhugi almennings í Bandaríkjunum á stjórnmáium hefur valdið því að kosningaþátttakan þar er nú minni en í nokkru öðru lýðræðisríki í heiminum. Síðastiíðin 20 ár hefur þátttaka í kosningum stöðugt farið minnkandi þrátt fyrir sífellt stærri auglýsinga- herferð og meiri gauragang í kring- um kosningar þar í landi. Því er nú spáð að meira en helmingur þeirra sem eiga rétt á að kjósa muni ekki mæta á kjörstað þann 8. nóvember næstkomandi þegar valinn verður nýr forseti. „Það er fyrirsjáanlegt að kosn- ingaþátttaka í nóvember muni verða minni en hún hefur verið síðastliðin 40 ár, jafnvel sú minnsta í 60 ár. Það kæmi mér ekki á óvart að þátttakan færi niður fyrir 50% en slíkt hefur aldrei hent í forsetakosningum hing- að til,“ er haft eftir Curtis Gans, stjórnmálafræðingi og yfirmanni nefndar sem framkvæmt hefur víð- tækar kosningarannsóknir í Banda- ríkjunum undanfarin ár. Gans telur að fjölmiðlar eigi ein- hverja sök á áhugaleysi aimennings, þar sem þeir hafi lýst kosningabar- áttu þeirra Mikhaels Dukakis og Georges Bush sem kapphlaups milli aðila sem báðir væru jafn slæmir, svo ekki skipti máli hvor bæri sigur úr býtum. Sumir stjórnmálafræðingar halda því fram að ekki sé hægt að bera kosningaþátttöku í Bandaríkjunum saman við þátttöku í öðrum lýðræð- isríkjum, þar sem bandarískir kjós- endur verði að láta skrá sig, hafi þeir hug á að taka þátt í kosningum en það sé hins vegar ekki skilyrði annars staðar. Þessar staðhæfingar stangast hins vegar á við þá staðreynd að kosningaþátttaka í Norður-Dakóta- fylki í Bandaríkjunum, þar sem skráningar er ekki krafist, hefur hrunið jafnvel enn hraðar heldur en í öðrum fylkjum ríkisins, samkvæmt niðurstöðum nýlegra rannsókna. Almennar kosningar fara fram á tveggja ára fresti í Bandaríkjunum en forsetakosningar fjórða hvert ár. Þátttaka í almennum kosningum féll úr 48.1% árið 1962 í 37% árið 1986, sem þýðir að 104 milljónir Bandaríkjamanna hirtu ekki um að kjósa fyrir tveimur árum. Þátttaka í forsetakosningum féll úr 62.8% árið 1960 í 53.1% árið 1984. Til samanburðar má nefna að kosningaþátttaka á íslandi er oftast yfir 90% og þátttaka í Finnlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Vest- ur-Þýskalandi, Austurríki, ísrael, og Hollandi feryfirleitt ekki undir80%. í Frakklandi, þar sem skráningar kjósenda er krafist eins og í Banda- ríkjunum, er þátttökustigið jafnan yfir 70%. Jafnvel Mexico er með hærra þátttökustig heldur en Banda- ríkin. „Ég var vanur að segja að þátttaka hér væri aðeins meiri en í Botswana. Það er hins vegar ekki rétt lengur því kosningaþátttakan í Botswana er nú orðin meiri en hér,“ segir Gans. „Á kaffihúsum víðs vegar um heiminn er rætt um stjórnmál og ástandið í þjóðmálunum, hér hins vegar ræðir fólk um hafnabolta," er haft eftir stjórnarerindreka í Washington. IDS Aðalstöðvar friðargæsluliða verða í Bagdad og Teheran Fyrstu liðsmenn úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sem fylgjast eiga með framkvæmd vopnahlésins milli frana og íraka komu til Bagdad í gær frá Kanada. Hinar 23 þjóðirnar sem aðila eiga í friðargæsluliðinu undirbúa nú jafnframt brottför þeirra til íran og frak, en fyrirhugað er að í liðinu verði 350 aðilar frá 24 löndum. Eftirlitsmönnunum á væntanlega ekki eftir að verða kalt á Persaflóan- um því þeir koma þangað á heitasta tíma ársins, er hitinn getur farið allt upp í 50 gráður á celsius. Útvarp mun leika stórt hlutverk í því að koma eftirlitssveitunum í samband við aðalstöðvarnar beggja vegna landamæranna, en landamæri íran og írak eru 1.200 kílómetra löng. Stjórnvöld í Sviss hafa lagt til þotu, sem flytja mun yfirmenn milli íran og írak og seinna munu þyrlur jafnframt gegna því hlutverki, er haft eftir fréttaskýrendum Samein- uðu þjóðanna. Vonast er til þess að allir meðlimir friðargæslusveitarinnar verði komn- ir til íran og frak á miðvikudag, en vopnahléið gengur í gildi aðfararnótt næstkomandi laugardags, um klukkustund eftir sólarupprás. Embættismenn sendiráða Ung- verjalands og Bangladesh í Bagdad sögðu að eftirlitsmenn frá löndum þeirra yrðu komnir innan 24 klukk- ustunda. Slavko Jovic, yfirmaður friðar- gæslusveitarinnar er væntanlegur til írak á miðvikudag. Haft er eftir embættismönnum Sameinuðu þjóðanna að aðalstöðvar friðargæsluliðsins verði bæði í Bag- dad og Teheran. IDS Mandela við góða heilsu Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela er sagður við ágæta heilsu, en hann var fluttur úr fangelsi í Suður-Afríku á sjúkrahús fyrir fá- einum dögum, vegna krankleika í lungum. Talsmaður Tygerberg sjúkrahúss- ins í Höfðaborg, sem aðspurður þvertók fyrir að Mandela væri með krabbamein, sagði að hinn 70 ára gamli fangi braggaðist vel í meðferð- inni á sjúkrahúsinu. Síðastliðinn laugardag var tekið vefjarsýni úr lungum blökkumanna- leiðtogans sem leiddi í ljós að hann þjáist ekki af illkynja sjúkdómi. Yfirmaður sjúkrahússins, J. Strauss, sagðist ekki vita hversu lengi Mandela yrði látinn dvelja á sjúkrahúsinu en endurtók fyrri yfir- lýsingar um að hann þjáðist ekki af sársauka eða nokkurs konar óþæg- indum. Mandela hefur setið í fangelsi síðan 1964 fyrir ráðagerðir um að steypa stjórn hvíta minnihlutans. IDS FLUGMÁLA STJÓRN Útboð Flugmálastjórn ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð flugstöðvar á Sauðárkróki. Útboðið nær til bygg- ingarinnar allrar, utan húss sem innan. Húsið er timburhús, að grunnfleti 241 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Flugmála- stjórnar 3. hæð, flugturninum, Reykjavíkurflugvelli gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Kennarar Grunnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir starfsdeild svo og í almenna- og stuðnings- kennslu. Staðaruppbót og gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar veita yfirkennari í síma 92- 68481 og formaður skólanefndar í síma 92-68304. Bændur athugið! Tökum að okkur málningu á útihúsum og einnig sprunguviðgerðir. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 91 -7845 Sigþór og 91-71134 Gústaf. 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. iPRENTSMIDJANi \Ci Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. VERTU í TAKT VIÐ Tímann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Sverrir Guðnason Miðtúni 3, Höfn, Hornafirði lést laugardaginn 13. ágúst. Erla Ásgeirsdóttir Birkir Birgisson Elín Ragnarsdóttir Sjöfn Sverrisdóttir Hrafn Úlfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.