Tíminn - 18.08.1988, Qupperneq 2
%Fimmtudagur 18. ágúst 19.88
2 Tíminn
Ríkissjóður
lækkar vexti
bréfa sinna
Ríkissjóður hefur nú hafið sölu
á nýjurn flokki ríkisskuldabréfa og
hafa raunvextir verið lækkaðir á
þeim bréfum sem sambærileg eru
við eldri skuldabréf ríkisins. Kem-
ur þessi lækkun á raunvöxtum
fram í kjölfar samkomulags sem
gert var við innlánsstofnanir um
kaupsamning á ríkisskuldabréfum
og yfirlýsingar bankanna um vænt-
anlega lækkun á bankabréfum um
hálft hundraðshlutfall.
Þriggja ára skuldabréf bera nú
8% raunvexti en þau báru áður
8,5% raunvexti. Fimm ára
skuldabréf bera 7,5% raunvexti,
en erfitt er að finna nákvæma
samsvörun við þau í eldri bréfum.
Til samanburðar má geta þess að
bréf sem innleysanleg voru eftir
sex ár báru 7,2% raunvexti. Átta
ára skuldabréf eru nú gefin út og
eru þau boðin með 7% raunvöxt-
um.
Þetta er einnig nýr flokkur því
undanfarið hafa ekki verið boðin
önnur bréf en þau sem voru tveggja
og þriggja ára og einnig bréf sem
voru til tíu ára en innleysanleg eftir
sex ár. Það hefur því einnig orðið
sú breyting á að nú eru aðeins
boðin ríkisskuldabréf til ákveðins
innlausnartíma, en það er til
þriggja, fimm og átta ára, eins og
að framan greinir. KB
Afvopnunarviðræður í Vín:
AÐILD ÍSLANDS
AD MÖGULEGU AF-
VOPNUNARSVÆÐI
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra, hefur tilkynnt ísland
sem aðildarríki að hugsanlegu svæði
þar afvopnun eða fækkun herafla
kæmi til greina.
Nú fara fram í Vín viðræður um
samdrátt í hefðbundnum vígbúnaði
og á ísland aðild að þeim viðræðum.
Hvert land í þeim viðræðum hefur
ákveðið fyrir sig hvort það tilheyri
því svæði sem viðræðurnar ná til.
Utanríkisráðherra segir að fslend-
ingar hafi ekki áður tilkynnt þátt-
töku í þessum viðræðum en hann
hafi ákveðið að fsland tæki þarna
einnig þátt. „Það var satt að segja
orðið hálf vandræðalegt að við vær-
um ekki þarna með og það vakti
undrun sumra. Hitt má svo segja að
hér er ekki landher, en þessar við-
ræður snúast fyrst og fremst um
landheri," segir Steingrímur Her-
mannsson, utanríkisráðherra. óþh
Hin stormasamaframkvæmdastjórastaða Sjónvarpsins losnar 1. september:
Ingimar hættir
Ingimar Ingimarsson hættir störf-
um sem aðstoðarframkvæmdastjóri
Sjónvarpsins og mun snúa sér aftur
að fréttamennsku 1. september nk.
Hann neitar því algerlega að hann
sé að hætta vegna þess að honum
hafi ekki gengið nógu vel að ná fram
breytingum þeim sem hann hefur
verið að gera tillögur um. Hann er
þvert á móti ánægður með árangur
sinn í starfi, en Ingimar var eins og
kunnugt er ráðinn á síðasta ári til að
styrkja skrifstofu framkvæmdastjóra
og var m.a. falið af útvarpsstjóra að
vinna að endurskipulagningu frétta-
stofunnar og stýra annari hagræð-
ingu innan stofnunarinnar í sam-
vinnu við aðra starfsmenn.
„Jú, það er rétt að ég er að hætta
sem aðstoðarframkvæmdarstjóri
Sjónvarpsins 1. september," sagði
Ingimar Ingimarsson. Hann var þá
spurður að því hvort uppsögn hans
bæri skjótt að. „Nei, ég er ekki að
fara í neinu fússi, fyrst þú spyrð að
því, enda var ég upphaflega ekki
ráðinn nema til eins árs. Ég hefði í
raun átt að vera hættur í júní sl.“
Ingimar sagði að nokkur atriði
hafi verið óleyst sem nú væru að
komast í höfn og því færi hann að
langa aftur í fréttamennskuna. Flest-
ar tillögurnar að breytingum sem
m.a. komu frá fyrrverandi frétta-
mönnum og öðrum starfsmönnum,
væru nú „að komast á koppinn" með
starfi Boga Ágústssonar, þannig að
hann gæti ekki annað en verið
ánægður með árangurinn. Á Sjón-
varpinu væri kominn á góður vinnu-
friður. Nú væri framundan venju-
bundin vinna aðstoðarframkvæmda-
stjóra og þá færi fréttamaðurinn að
koma upp í sér aftur.
Ekki vildi Ingimar tjá sig um það
hvert hann færi til starfa um næstu
mánaðamót, en gat þó sagt að það
yrði á annarri hvorri fréttastofunni
hjá Ríkisútvarpinu.
Þau verkefni sem hann hefur verið
að vinna að og ljúka við að undan-
förnu hafa verið við endurskipulagn-
inu á dagskrárkynningu og dagskrá
hjá Sjónvarpinu. Þar mun hafa verið
fyrirferðamest skipulagning á
dagskrá frá ólympíuleikunum í Se-
oul. í því sambandi mun t.d. verið
að undirbúa beinar útsendingar á
næturnar og öðrum tímum. Ingimar
hefur einnig unnið að því að undan-
förnu að útvega efni frá Norðurlönd-
um. Kvaðst hann geta fullvissað fólk
um að verulegar breytingar verði á
dagskránni í haust. KB
Alþjóðleg jarðhita-
ráðstefna í Reykjavík
Orkustofnun efnir um þessar
mundir til alþjóðlegrar ráðstefnu
um útfellingar fastra efna í jarðhita-
kerfum. Ráðstefnan er haldin í sam-
vinnu við Hawaii Institute of Geo-
physics. Hún hófst í gærmorgun og
stendur fram á föstudag.
Á ráðstefnunni er fjallað um
myndun fastra efna við vinnslu vatns
og gufu á jarðhitasvæðum. Um er að
ræða efni eins og kísil, kalk og
brennisteinssambönd, en þau geta
valdið miklum erfiðleikum við nýt-
ingu jarðhita. Útfellingar eru oftast
óhjákvæmilegur fylgifiskur nýtingar
jarðhita, sérstaklega á háhitasvæð-
um. Aðstæður á fslandi eru hins
vegar þannig að útfellingar skapa
ekki stórkostleg vandamál, en víða
erlendis skipta þær sköpum um hag-
kvæmni nýtingar. Mikill áhugi er á
rannsóknum og aðferðum til að
draga úr útfellingum fastra efna.
Ráðstefnan sem stendur nú yfir er
fyrsta aiþjóðlega ráðstefnan um út-
fellingar fastra efna í jarðhitakerf-
um. Flutt verða þrjátíu erindi og tíu
önnur lögð fram til umræðu. Erlend-
ir þátttakendur verða sextíu og ís-
lenskir þátttakendur um tuttugu en
ráðstefnan er haldin í Odda, húsi
Háskóla íslands. SH
Guðmundur Sigvaldason, jarðfræðingur:
Má alltaf búast við Heklugosi
í tilefni fréttar Tímans í gær um að
breskir vísindamenn telji að gos úr
Heklu fyrir um 2900 árum hafi haft
miklar veðurfarsbreytingar ■ för með
sér, segir Guðmundur Sigvaldason
jarðfræðingur að íslendingum sé
hollt að minnast þess að slíkt gos
muni örugglega koma aftur úr
Heklu. Spurningin sé hinsvcgar sú
hvort slíkt gos verði í tíð þessar
kynslóðar cöa síðar. Þá segir Guð-
mundur m.a. að eftir Heklugosið
fyrir um 2900 árum hafí landið nær
örugglega verið eins og hvít cyði-
mörk yfir að líta og allt hugsanlcgt
líf þá hafi verið þurrkað út.
Oneitanlega vekja þessar ábend-
ingar Guðmundar upp margar
áleitnar spurningar. Stærstu spurn-
ingarnar eru þær hvaða afleiðingar
slíkt gos hefði hér á íslandi og þá
ekki síst hvað gerðist hér cf Hekla
tæki upp á því að spúa eldi og
brennisteini í sama mæli og fyrir um
2900 árum síðan.
Áhrif eldgosa á vedurfar
fslenskir vísindamenn hafa margir
velt þessu fyrir sér en þeim ber
saman um að ekki sé gott að spá
nákvæmlega fyrir um aflciðingar
slíks goss. Menn telja sig þó geta
spáð nokkuð nákvæmlega fyrir um
ýmsar afleiðingar eldsumbrota.
Menn vita að við mjög kröftug
eldgos hafa rykagnir þeyst upp fyrir
veðrahvörfin, sem eru efri mörk
veðrahvolfsins, og upp í heiðhvolfið.
í heiðhvolfinu er loft mjög stöðugt,
anstætt því sem er í vcðrahvolfinu
þar sem loftið er óstöðugt og upps-
treymi mikið.
Árið 1883 varð gífurlcga öflugt
gos í eldfjallinu Krakatoa og fullvíst
má telja að hafl haft í för með sér
mikla kólnun loftslags. Efnisagnir
frá þessu gosi munu hafa vcrið á
sveimi í um 5 ár samfleytt og dregið
verulega úr inngeislun frá sólu.
Markús Á. Einarsson, veður-
fræðingur, segir að vísindamenn séu
ekki á citt sáttir um að hve miklu
leyti þessir þættir hafi áhrif á veður-
far. Inn í þetta spili margir flóknir
þættir sem erfitt sé að segja nákvæm-
lega til um hvernigtengist innbyrðis.
Landið ein hvít eyðimörk
Guðmundur Sigvaldason, jarð-
fræðingur, segir að nánast sé sama
hvar skóflu sé stungið í jarðveg á
íslandi, allsstaðar sé H3-lagið áber-
andi og raunar H4 (4000 ár) og H5
(7-8000 ár) gjóskulögin líka. Mjög
sé þó mismunandi eftir landshlutum
hversu djúpt sé á þetta gjóskulag.
„Það má fullvíst telja að eftir bæði
H3 og H4 gosin hafi landið verið
nánast allt ein hvít eyðimörk og ef
einhver skepna hefur verið hér þá
má slá því föstu að óbærilegt hafi
verið að lifa við það, ekki síst vegna
Guðmundur E. Sigvaldason
þess að líklega hefur hér verið
nánast einn sandmökkur árum sam-
an eftir gosin. Menn geta haft í huga
í þessu sambandi hvað óþægilegt var
að vera í Vestmannaeyjum í miklum
vindi eftir Heimaeyjargosið áður en
búið var að binda öskuna,“ sagði
Guðmundur.
Varðandi veðurfarsþáttinn segir
Guðmundur að þessi miklu Heklu-
gos hafi mjög líklega breytt loftslagi
á öllu norðurhveli. Hann ncfnir að
vitað sé að agnir frá eldgosi í Mexíkó
árið 1982 séu enn á sveimi í kringum
jörðina.
Flúoreitrun nokkuð ein-
kennandi fyrir Heklugos
Á sögulegum tíma hafa menn
dæmi um eldgos sem valdið hafa
miklum búsifjum og því að sumu
leyti sambærileg við Heklugosið fyrir
2900 árum. Skaftáreldar er þar mjög
skýrt dæmi, þó eðli þeirra hafi verið
ólíkt Heklugosum. „Það sem er líkt
með þessum gosum er að úr hraun-
inu rýkur gífurlegt magn loftkenndra
efna, t.d. brennistcinssýra. Það hef-
ur verið reiknað út að í Skaftáreldum
hafi rokið upp tugir þúsunda tonna
af sýru. Þetta hefur líka átt sér stað
í stórum Heklugosum og þar við
bætist að í þeim fer út í andrúmsloft-
ið mikið flúormagn og berst langar
leiðir og getur drepið skepnur. Þessi
flúormengun, sem er dáiítið ein-
kennandi fyrir Heklugos, hefur
ábyggilega átt þátt í að gera gjósku
frá Heklu mjög skaðlega, meira að
segja langt í burtu,“segirGuðmund-
ur Sigvaldason.
íslendingar
ftjótir að gleyma
Hann bendir á að gos úr Heklu á
sögulegum tíma hafi valdið veruleg-
um búsifjum hér á landi. Nægi þar
að minnast Heklugoss árið 1104,
sem m.a. annars lagði alla byggð í
Þjórsárdal í auðn. „I grein Tímans í
dag (gær) er getið um fólksflutninga
í Bretlandi vegna gjóskufalls frá
Heklu. í þessu sambandi erskemmst
að minnast þess að eftir gífurlegt
öskufall frá gosinu í Öskju árið 1875
flutti fjöldi fólks frá Austfjörðum til
Ameríku. Skaftáreldar hafa hér ver-
ið neíndir og nærtækasta dæmið er
svo Heimaeyjargoéið 1973. Það er
ekkert sem segir að þótt langt sé um
liðið frá stóru gosi í Heklu geti hún
ekki látið á sér kræla aftur. En menn
skyldu hafa það í huga að það eru
fleiri fjöll en Hekla scm geta gert
fólki skráveifu. Líklega eru nokkrir
tugir eða hundruð eldstöðva á land-
inu sem geta gosið og gert okkur
skráveifu. Vert er þar að minnast
Öræfajökulsgossins 1362. Við
gleymum því alltaf þegar við tölum
uni Öræfin að það hérað hét áður
Litla-Hérað en fékk svo nafnið
Öræfi síðar vegna þess að það lagðist
í auðn að gosinu loknu. Það má
alveg örugglcga búast við stóru
Heklugosi á borð við það sem var
fyrir um 2900 árum, hvort sem það
verður á meðan við lifum eða síðar.
En við búum í þannig landi að við
megum alltaf búast við svona nátt-
úruhamförum. Viðíslendingarerum
farnir að ímynda okkur að eldgos
séu til þess að laða að ferðamenn, en
það er öðru nær. Menn eru sjálfsagt
búnir að gleyma atburðunum í
Heimaey,“ segir Guðmundur Sig-
valdason, jarðfræðingur. óþh