Tíminn - 18.08.1988, Síða 4

Tíminn - 18.08.1988, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 18. ágúst 1988 nefna umfangsmiklar tilraunir með útiræktun matjurta og* tilraunir í loðdýra-, nautgripa- og sauðfjár- rækt. Sumar þessara tilrauna eru unnar í samvinnu við RALA. Sem dæmi um umfang tilrauna á t.d. jarðræktarsviði eru 1000 tilrauna- reitir nýttir til þeirra hluta. Rannsóknarstofa er og rekin á staðnum, en þar eru efnagreind heysýni og jarðvegssýni bæði í tengsium við rannsóknarstarfsemi á staðnum og fyrir bændur. Fjórði þáttur í starfsemi Bænda- skólans er búrekstur. Hann þjónar kennslunni og rannsóknarstarfsem- inni. Þarna eru 45 mjólkurkýr og um 50 aðrir nautgripir auk 40 holdanaut- gripa af Galloway-kyni. Næsta skólaár verður boðið upp á endurmenntun bænda og ráðunauta. Runólfur Sigursveinsson hefur verið settur endurmenntunarstjóri við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Rétt er að geta þess að nemendur hafa tök á því að læra tamningar á meðan á skóladvöl stendur. Pláss er fyrir allt að 40 hesta nemenda sem þeir geta tamið. Alla jafna útskrifast um 50 bú- fræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri á ári. Næsta vetur verður fjöldi nemenda ríflega 100. í yngri deild verða um 45 nemendur og í eldri deild um 40 og 21 í búvísinda- deild. Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri er Sveinn Hallgrímsson, yfirmaður bútæknideildar er Grétar Einarsson, yfirkennari bændadeild- ar er Runólfur Sigursveinsson og deildarstjóri búvísindadeildar er Ríkharð Brynjólfsson. óþh Norrænt tækniár: Opið hús á Hvanneyri Næstkomandi sunnudag, 21. ágúst kl. 13-17, verður opið hús í Kændaskólanum á Hvanneyri. Þetta er liður í norrænu tækniári. Þarna verður starfsemi Bændaskólans kynnt ásamt starfí Bútækni- deildar RALA og Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands, sem báðar Starfssvið skólans eru fjögur. í fyrsta lagi er það kennsla á búfræði- sviði. Þetta nám tekur tvö ár, þar af eru nemendur í verknámi eina önn. í annan stað skal nefnd búvísinda- deild, en þar ljúka menn námi á 3-4 árum. Það nám er á háskólastigi og gefur 90 eða 120 eininga BS-próf. Til þess að hefja nám í búvísindadeild þurfa nemendur fyrst að hafa lokið búfræðiprófi, en stúdentar geta lokið því á einu ári. Kennsla á háskólastigi hófst á Hvanneyri árið 1947. Teknir eru inn nemendur annað hvert ár og munu 12 nemendur hefja bútækninám á þessu hausti. Þriðja starfssvið Bændaskólans á Hvanneyri er rannsóknarstarfsemi. Þar má m.a. nefna rannsóknir á sviði jarðræktar og grasræktar. Pá má hafa aðsetur a Hvanneyri. Auk þessa munu vélainnflytjend- ur kynna það nýjasta úr heimi vél- tækni í landbúnaði og bútæknideild- armenn munu segja frá reynslunni af nýjum vélum. í upphafi kynningar fá gestir í hendur bækling tii ieiðbeiningar um hvernig staðið verður að kynning- unni. Rannsóknarstofa skólans verður kynnt, farið verður í fjósið, loðdýrahúsið og kennsluverkstæðið, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fólki sýndur gamli skólinn og kirkja staðarins. Gamalgróin stofnun Bændaskólinn á Hvanneyri er gamalgróin stofnun, á næsta ári verður haldið upp á 100 ára afmæli hans. Fisksala í Bretlandi 8.-12. ágúst: Þorskur á kr. 74,77 kílóið í skipasölu Rúm 308 tonn af þorski seldust í gámasölu í Bretlandi milli 8. og 12. þessa mánaðar. Meðalverð á kíló var kr. 68,78 og var heiídarsöluverð rúmar 21.2 milljónir króna. Rúm 50 tonn af ýsu seldust í gámasölu. Kílóið seldist á kr. 90,90 og heildar- söluverð var rúmar 4.5 milljónir króna. Pá seldust tæp 62 tonn af kola í gámasölu á kr. 77,75 kíló og var heildarsöluverð um 4.8 milljónir króna. Tæp 19 tonn af blönduðum fiski seldust og á kr. 85,43 kíló. Heildarsöluverð var því rúm 1.6 milljón króna. Sömu daga seldust tæp 377 tonn af þorski í skipasölu á kr. 74,77 á kíló og var heildarsöluverð tæpar 28.2 milljónir króna. Rúm 32.5 tonn af ýsu seldust í skipasölu á kr. 77,03 kíló og var heildarsöluverð rúmar 2.5 milljónir króna. Þá seldust tæp 28.5 tonn af ufsa á kr. 23,86 kílóið og var heildarsöluverð tæpar 679.000 krónur. SLÉTTANES ÍS 808 seldi rúm 209 tonn á meðalverði kr. 75,95 kílóið, fyrir samtals tæpar 16 mill- jónir, í Hull 9. ágúst. SÖLVI BJARNASON BA 65 seldi rúm 165 tonn á kr. 71,15 kílóið að meðaltali, fyrir samtals tæpar 12 milljónir króna, í Grimsby 10. ágúst. Þann 11. seldi GUÐFINNA STEINSDÓTT- IR ÁR 10 rúm 68.5 tonn á kr. 59,54 kílóið, samtals fyrir rúmar 4 milljón- ir króna, í Grimsby. JIH Namskeið fyrir þroskaheft fólk Nú í haust hefjast námskeið fyrir fullorðið þroskaheft fólk búsctt í Reykjavík og á Reykjanesi. Um cr að ræöa sextíu mismunandi nám- skeið, auk stuttra námskeiða í tengs'um við jól og jólaundirbún- ing í desember. Námskeið þessi eru fyrireinstak- linga átján ára og eldri, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér námstilboð í almennum framhalds- skólum og námsflokkum. Það eru þjálfunarskólarnir þrír, Brautar- skóli, Safamýrarskóli og Skólinn við Kópavogsbraut, sem standa fyrir námskciðunum. Vilborg Jó- hannsdóttir, sérkennari í Skólan- um við Kópavogsbraut stjórnar verkinu ásamt skólastjórum skól- anna þriggja. í menntastefnumiði skólanna segir m.a., að kennsla þessi eigi að auka sjálfstæði, öryggi og veliíðan innan heimilis og úti í samfélaginu. Allir einstaklingar, burtséð frá fptlun, eigi að fá kennslu við sitt hæfi og geta valið námsgreinar, sem þeir hafi áhuga á, kennslan eigi að fara frani við eðlilegar aðstæður og við skipulagningu námstilboða skuli taka tillit ti! þarfa nemenda, væntanlegrar bú - setu þeirra.atvinnu og frístunda í framttðinni. SH Skakþing Islands: Margeir og Hannes með 3 vinninga Þriðja umferð á Skákþingi ís- lands í Hafnarborg í Hafnarfirði var tefld á þriðjudagskvöld. Margeir Pétursson og Hannes Hlíf- ar Stefánsson eru efstir með 3 v. en fast á hæla þeim kemur Jón L. Árnason með 2.5 v. Fjórða umferð verður tefld kl. 18:00 í dag. Úrslit í þriðju umferð urðu þessi: Hannes Hlífar Stefánsson-Davíð Ólafsson . 1-0 Ágúst Sindri Karlsson-Karl porsteins..1-0 Margeir Pétursson-Þráinn Vigfússon ...1-0 Jóhannes Ágústsson-Róbert Harðarson ... 1-0 Ásgeir Þór Árnason-Benedikt Jónasson ... 1-0 Þröstur Þórhallsson-Jón L. Árnason .... jafnt Tólf keppendur eru á mótinu og kepptar eru ellefu umferðir, síð- asta umferð verður tefld laugar- daginn 27.ágúst. Verðlaun á mót- inu eru nokkuð vegleg, átta fyrstu fá verðlaun, sá í áttunda sæti fær 5 þúsund kr. en sá í fyrsta fær 130 þúsund kr. Samtals er allt verð- launaféð 350 þúsund. Aðstaðan i Hafnarborg þykir mjög góð og var m.a. settur gler- veggur utan um skákmennina svo þeir geti teflt í ró og spekt. -gs Norrænt þing á Akureyri: 50 iðnráðgjafar ræða samstarf fyrirtækja Dagana 1.-3. septembernæstkom- andi verður haldin á Akureyri ráð- stefna iðnráðgjafa í strjálbýli á Norðurlöndum. Þátttakendur verða um 50 talsins. Þetta er þriðja árið í röð sem norrænir iðnráðgjafar hitt- ast til að bera saman bækur sínar. Ráðstefnan ber heitið „Idébprs ’88“ og á henni veðrur fjallað um sam- starf fyrirtækja, einkum á sviði sölu/ útflutnings, vöruþróunar og fram- leiðslu. Fjögur framsöguerindi um þessi efni verða flutt á ráðstefnunni. Framsögumenn eru frá Finnlandi, Danmörku, íslandi og Noregi. Þá verður grein frá uppbyggingu og starfsemi Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar og kynnt verða fyrirtæki sem félagið hefur starfað með. M.a. fer fram kynning á samstarfi fóðurverk- smiðjunnar ISTESS hf. á Akureyri við norska fyrirtækið Skrettings A/S í Stafangri. Að öðru leyti fer ráð- stefnan fram í umræðuhópum. Þar munu þátttakendur ræða efni fyrir- lestranna og miðla hver öðrum af reynslu sinni af samstarfi fyritækja innan hvers lands og milli landa. Iðnráðgjafar sem nú hittast á Ak- ureyri starfa allir við ráðgjafaskrif- stofur utan þéttbýlissvæða (á dönsku nefndar: Teknologiske informa- tionscentre). Skrifstofurnar annast margvísleg tækni- og upplýsinga- þjónustu við lítil og meðalstór fyrir- tæki. Ráðgjafaskrifstofurnar í hverju landi eru hluti af hinni opinberu tækniþjónustu og starfsemi þeirra er ýmist að öllu leyti eða hluta til kostuð af hinu opinbera. Fyrirkomu- lag og umfang þjónustunnar er hins vegar nokkuð mismunandi. Á öðr- um Norðurlöndum er algengt að 3-4 menn starfi á hverri ráðgjafaskrif- stofu. - Þar, eins og víða annars staðar, er mikil áhersla lögð á að efla minni og meðalstór fyrirtæki og stuðningur við tækni- og ráðgjafa- þjónustu er talinn nauðsynlegur þáttur í byggðastefnu og byggða- þróun. Hér á landi eru nú 7 iðnráðgjafar sem ýmist starfa á vegum iðnþróun- arfélaga eða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Algegnast er að einn ráðgjafi sé í hverjum landshluta. Ríkið hefur =4 undanförnum árum veitt fé til þéssarar starfsemi og hefur stuðningurinn numið ígildi launakostnaðar eins ráðgjafa í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur. Norræni iðnaðarsjóðurinn (Nord- isk Industrifond) hefur sl. þrjú ár veitt fjárstuðning til samstarfsverk- efnis norrænna iðnráðgjafa. Stuðn- ingurinn er liður í framkvæmdaáætl- un iðnaðarráðherra Norðurlanda um aukið samstarf á sviði rannsókn- ar og tækni. Sjö manna starfshópur skipaður fulltrúm frá hverju landi samræmir aðgerðir og ákveður fjár- stuðning við einstök samstarfsverk- efni iðnráðgjafanna. Fulltrúi Iðnað- arráðuneytisins í þessum samstarfs- hópi er Gunnar Guttormsson, deild- arstjóri, en formaður hópsins er Torben Colding, upplýsingastjóri Teknologisk Institut í Danmörku. Á sl. tveimru árum hafa 10 sam- starfsverkefni norrænna iðnráðgjafa notið stuðnings. Meðal íslenskra viðfangsefna má nefna verkefnið „Konur stofna fyrirtæki” (liður í verkefninu „Brjótum múrana” á Ak- ureyri, sem höfðaði einkum til kvenna utan þéttbýlis) og þróunar- verkefni á Suðurnesjum. Einnig voru íslenskir iðnráðgjafar styrktir til þátttöku í námskeiðum og kynnis- heimsóknum á öðrum Norðurlönd- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.