Tíminn - 18.08.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 18.08.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn. Fimmtudagur 18. ágúst 1988 Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Langdregnar umræður Ekki er annað sýnna en að ágreiningur um vaxtamálin geti orðið ríkisstjórninni erfiður ef svo heldur fram sem horfir. Svo verður að telja að umræðurnar um vaxtafyrirkomulagið séu orðnar nógu langar í þeim anda sem verið hefur og komið að þeirri stundu að samstarfsflokkarnir í ríkis- stjórninni geri það m.a. upp við sig hvaða endur- skoðun verði gerð á lánskjaravísitölunni. Hvað það varðar er hægt að hugsa sér ýmsar lausnir aðrar en að láta allt standa óbreytt. Pað gengur ekki. Það er beinlínis rangt sem frjáls- hyggjuliðið heldur fram að ekki sé hægt að ákveða vexti með lögum eða stjórnvaldsákvörðunum. Það skal hins vegar viðurkennt að slík stjórn peninga- mála er út af fyrir sig ekki eftirsóknarverð, ef almenn skilyrði til vaxtafrelsis eru fyrir hendi. Þótt slík skilyrði sé að finna í nágrannalöndum og ýmsum stærri og opnari þjóðfélögum, þá eru þau ekki til staðar á íslandi. Þess vegna verður að miða vaxtastefnu og stjórn peningamála hér við hin íslensku skilyrði, en varast að herma eftir aðferð- um annarra þjóða, sem búa við aðrar aðstæður. Hér dugir heldur ekki að vísa til verðrýrnunarára sparifjár af þeirri einsýni sem minnir á ónýta plötu, sem er föst í einum tóni og skilar ekki óbrenglaðri laglínu hvað þá laginu í heild. Þótt nauðsynlegt sé að endurskoða lánskjaravísitöluna, þá ætlast eng- inn til þess að almennt sparifé eða sjóðir séu óvarðir gagnvart langvarandi verðbólgu. Auk þess er tímabært að ræða þann mikla vaxtamun sem viðgengst í bankakerfinu hér á landi. Þar er augljós þörf fyrir hagræðingu til þess að draga úr kostnaði við bankastarfsemina. Með samkomulagi því, sem gert var milli banka og sparisjóða annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar að því er varðar spariskírteini ríkissjóðs og miðar að nokkurri vaxtalækkun, var stigið spor, þótt stutt sé, til þess að hafa hemil á vöxtum. Bankar og sparisjóðir hafa ákveðið að lækka vexti á skuldabréfum sínum í samræmi við þetta sam- komulag. Þrátt fyrir þetta almenna samkomulag um vaxta- lækkun er nú frá því skýrt að Útvegsbankinn ætli að skera sig úr í þessu efni og fara sínar eigin leiðir. Það hlýtur að vekja nokkra athygli, að banki sem ríkið á að 98% skuli taka slíka stefnu. Það er í fyllsta máta óeðlilegt að slík ríkisstofnun skuli ganga gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Þessi afstaða Útvegsbankans ætti að vekja til nýrrar umræðu um stöðu bankans. Hún gefur fullt tilefni til þess að ræða það mál, sem hefur verið viðurkennt nauðsynjamál í áratugi, að stokka þurfi bankakerfið upp og koma þar á víðtækri hagræð- ingu sem dregur úr kostnaði við rekstur þess. Hvað sem svo viðamiklu máli líður þá er svo komið í umræðum um vaxtamál og peningastjórn að ríkisstjórnin verður að koma sér saman um endurskoðun lánskjaravísitölunnar. Þófinu um það efni verður að linna. Þráhyggjustagl er vond pólitík. garri ......... ..-.. .. .... Algleymi í Osló Þá er afstaðin kvennaráðstefnan sú hin mikla í Osló og hafa þátttak- endur ekki vikið af sjónvarps- skermunum né orðið stans á marg- breyttum raddklið þeirra á samein- uðum útvarpsrásum eftir að þær komu heim. Margt gleðilegt virðist hafa gerst á ráðstcfnunni og engin veit hvernig á að láta fyrir fðgnuði, þótt það sé að vonura misjafnt og fari eftir mælsku hverrar og einnar hvernig tekst að skilgreina al- gleymið. Þær úr hópnum sem eru ekki fjölmiðlavanar hafa látið gott heita að taka undir það hver hjá annarri hve gaman hafi verið að sjá allar þessar konur og skjótast í bátssiglinguna, en gamalvanir „theoretikerar“ kvcnnabaráttunn- ar hafa verið tilbúnir með pottþétt „Gettysborgarávörp“ - að lengd „eins og hvur vill“ meðan sjón- varpsvélarnar rúlluðu og svipurinn eins og þær væru þegar orðnar skriðdrekaskyttur í konunglegum herskörum Noregs. En þetta hefur verið mikil ráð- stefna og baráttumálin með tilheyr- andi fyrirlestrum „legíó“ að tölu, enda eru allir viðmælendumir sam- dóma um að þær hafi ekki haft við að missa af. Þá er ógetið kabaretta, misvel samstilltra kóra og norna- dansa, en mikill byr er með því að endurvekja fjölkynngi sem meðal í baráttunni áleiðis upp í sess stjóra- enda sparisjóða og í sess þeirra sem mylja sér gull í mortélum apótekanna fyrir náð veitingar- valdsins. Mega karlaskröggar þeir er þarna sitja á fleti fyrir senn eiga von á að vakna upp sem húsamús ■ bankahvelfmgunni eða fluga niðrí í brennsluspíritusflösku á lyfjahill- unni. íhaldið og prinsarnir Ijósu Ekki er vafi á að það verður Kvcnnalistinn sem á eftir að upp- skera ríkulega i næstu skoðana- könnunum fyrir hve giftusamlega og lukkulega allt þetta fór fram og ná kynstrum sæta ef hann slær nú ekki íhaldið út fyrir fullt og ailt. En hitt - hvað verða má þeim til bjargar úr þessu, prínsunum Ijósu frá Isafirði, má hamingjan vita. Ánnar þeirra reikar nú um valinn í eitt sinn eldrauðum sjávarplássum, ef vera mætti að lífsandi leyndist þar enn í stöku skrokki. Hinn ákallar allar góðar vættir í mæðu- sömum ráðherradómi, þar sem öll mannleg aðstoð og samúð er fjarri - hvað þá að nokkurt blíðlátt meyjarauga snúi að honum meir. En annars ætti það að verða þessum olnbogabörnum hamingj- unnar fagnaðarefni, þegar þeir ’geta lagt byrðar sínar að fullu og öllu á herðar kvennanna, sem verða munu boðnar og búnar að taka við. Ólafur fær þá loks friðinn og Jón endanlega niðurfærslu. Þá verður öll mæða að baki og þeim mun máske bjóðast að aðstoða við skollaleik á næstu kvennaráð- stefnu. VÍTT OG BREITT Brengluð heimssýn vesældarkórsins Vegna einhvers ruglings í ríkis- sjónvarpinu lenti reglulega skemmtilegur þáttur um þriðja heims ríki inni í dagskránni og var um margt ólíkur þeirri „fræðslu- starfsemi" sem vestrænir fjölmiðlar temja sér þegar fjallað er um svokölluð þróunarlönd. Sjónvarpsmyndin um Kashmír sýndi fólk við störf í frjósömu og um margt gjöfulu landi. Þarna var unnið við landbúnað, byggingar, iðngreinar og handverk margs kon- ar með ævafornum aðferðum, við- skipti og annað daglegt amstur. Ekki var annað að sjá en að fólkið væri sæmilega haldið og vel kann það til verka við framleiðslu lífs- nauðsynja og gerð húsa, listaverka og annars þess sem búið þarf við. Samfélagið sem þarna var lýst er ekki tæknivætt í sama mæli og iðnaðarþjóðfélögin og mun því teljast til vanþróaðra ríkja sam- kvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna og grátkórsins mikla, sem telur að skortur á hagvexti og tækniundrum vopnaframleiðend- anna í norðri, standi allri lífsham- ingju þróunarríkjanna fyrir þrifum. Dekrað við hörmungina Vestrænir fjölmiðlar, með sjón- vörpin í fararbroddi, keppast við ár eftir ár að kynna þriðja heiminn sem eitt allsherjar hörmungarbæli, þar sem allt skortir til alls, hungurs- neyð er landlæg, drepsóttir geisa og aldrei verður uppstytta á bar- dögum. Oftar en ekki eru það hjálpar- stofnanir af ýmsu tagi sem halda hörmungarímyndinni að fólki til að safna fé. Konur að horfalla með börn að dauða komin í fangi sér eru auglýsingamyndir þeirra sem safna peningum. Popparaskríll Vesturlanda, sem aðallega hefur samband við þriðja heiminn í gegnum kaup á hassi og öðrum vímuefnum, verður sér úti um milljarðaauglýsingar með því að spila „án endurgjalds" á stór- hljómleikum í því skyni að safna fé handa vesölum þróunarheimi og eru þá ekki sparaðar myndbirting- arnar af hörmunginni til að sýna hvað popparar eru örlátir og hjartagóðir. Bardagar og hungursneyð draga fréttamenn að eins og fjóshaugur flugur. Hvar sem fréttist um slíkar uppákomur mætir framvarðasveit heimspressunnar og fjölmiðlarnir fyllast af myndum og frásögnum af ástandinu í þriðja heiminum. Yfirlætisleg viðhorf Allt gefur þetta mjög brenglaða mynd af veröldinni sem við lifum í. Öll þessi áhersla sem lögð er á að sýna svæðisbundnar hörmungar í einhverjum þróunarríkjum hefur síast svo inn í vitund þjóðanna í norðri að það er eins og þær haldi að hvergi sé lifað mannsæmandi lífi nema í efnahagslegri hagsæld tækniþróaðra ríkja. Allt talið um aðstoðina og gott- görelsi popparanna verður til þess að ósjálfrátt er farið að líta á allar þjóðir suðursins eins og ósjálf- bjarga beiningamenn, sem ekki komist af nema með ölmusugjöfum hinna ríku og tæknivæddu. Þeir sem hæst bylur í um aðstoð- ina og auglýsa veglyndi sitt með myndbirtingum af sjúku og ör- magna fólki gera þriðja heiminum meiri ógreiða en gagn og öll þessi einhliða fréttamennska um svæðis- bundna vesöld gefur skakka og mjög brenglaða mynd af því fólki sem byggir þann hluta jarðar- kringlunnar sem við í oflæti okkar köllum þriðja heiminn. Sannleikurinn er sá að þau svæði sem ekki eru sjálfum sér næg um matvælaframleiðslu heyra til undantekninga og óstjórn og borg- arastyrjaldir eru oftar orsakir hörmunganna en náttúruhamfarir eða kunnáttuleysi íbúanna til að fæða sig og klæða. Vesældarpostular fjölmiðlanna hafa annað hvort gleymt grænu byltingunni eða aldrei frétt af henni. En hún ásamt fleiru varð til þess að fjölbýl lönd eru nú sjálfum sér nóg um fæðuframleiðslu og offramleiðsla er miklu vfðar vanda- mál en skorturinn. Þá ber þess að gæta að þjóðir sem hvorki hafa tekið upp hjá sér vestrænar hagfræðikenningar eða tilbeiðslu á rafmagnsgítörum, geta eigi að síður átt sér menningararf- leifð og sögu sem nær jafnvel aftur fyrir tíð Marx, Friedmans og Bítl- anna. Fólkið fyrir sunnan á sér sitt stolt og lífssýn, sem ekki er endilega sú sama og sófaliðsins fyrir norðan, sem alltaf þykist vera að gera þriðja heiminum gott með því að draga í sífellu upp brenglaða og einfaldaða mynd af fjölskrúðugu mannlífi meirihluta mannkyns. Myndin um sjálfbjarga bændur og handverksmenn í Kashmír veg- ur annars lítið upp á móti þeirri útgáfu af þriðja heiminum sem hungurmeistarar vestrænnar fjöl- miðlunar keppast ávallt við að halda að fólki. En því verður ekki breytt á meðan vælukórinn þarf að lítillækka meirihluta íbúa jarðar- innar til að upphefja sjálfan sig.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.