Tíminn - 18.08.1988, Side 11

Tíminn - 18.08.1988, Side 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÍÞRÓTTIR Körfuboltalandsliöið vakiö til. lífs á ný eftir árs dvala: Nemeth velur 16 manna hóp eftir æfingabúðir Ungvcrjinn Lazlo Ncmeth, sem þjálfa mun íslenska landsliðið í körfuknattleik og lið KR-inga í vetur, er nýkominn til landsins og á nú að fara að taka til hendinni í málefnum landsliðsins. í samráði við félagsliðin hafa allir frambærilegustu leikmenn íslenskra liða sem hugsanlega kæmu til greina í landsliðið, verið boðaðir í æfinga- búðir við Laugarvatn frá næsta föstu- degi og fram á sunnudag. Þetta er enginn smá hópur, 38 leikmenn munu mæta á staðinn og í framhaldi af æfingabúðunum mun Nemeth síð- an velja 16 manna hóp til æfinga í vetur. Það verður því eflaust hart barist um sætin. Unglinga- og drengjalandsliðin verða einnig í æf- ingabúðum í næstu viku. Landsliðið hefur núna legið niðri í heilt ár en miklar vonir eru bundnar við Nemeth, sem talinn er vera harður þjálfari sem skilar árangri. Eftir hrakfarir í B-keppninni í Sviss á síðasta ári, þar sem íslenska lands- liðið tapaði óvænt öllum leikjum sínum og datt þar með aftur niður í C-keppnina, sögðu landsliðsþjálfar- arnir Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson af sér. Framhaldið vafðist fyrir KKÍ og ákveðið var að slá því á frest að ráða nýjan þjálfara, KKÍ ákvað að hugsa sinn gang og athuga þau verkefni sem framundan væru. Síðastliðið ár voru engin stór- verkefni á döfinni, fyrir utan vináttu- landsleiki, en þeim varöllum aflýst. Nú á að keyra landsliðið á fullu í vetur, stefnt er að því að æfa allavega einu sinni í viku í allan vetur, og næsta stórverkefni er Norðurlanda- mótið sem haldið verður hérlendis næsta vor. Einn liður í undirbún- ingnum verður ferð landsliðsins til Möltu til að keppa um jólin og alþjóðlegt mót verður síðan haldið hér heima í janúar. Af þeim sökum mun íslandsmótið liggja niðri frá 6./7. desember til 20. janúar. Lands- liðið mun hafa forgang í vetur og hefur mótið verið sniðið að þörfum þess. Keppni í Úrvalsdeildinni verð- ur lokið 10. mars og mun landsliðið þá hafa góðan tíma til að undirbúa sig undir Norðurlandamótið sem hér fer fram í apríl. Þeir leikmenn sem félagsliðin munu senda í æfingabúðirnar eru: Guðjón Skúlason............. ÍBK Axel Nikulásson ............ ÍBK Jón Kr. Gíslason............ ÍBK Magnús Guðfinnsson......... ÍBK Sigurður Ingimundarson . . . ÍBK Falur Harðarson............. ÍBK Pálmar Sigurðsson .... Haukum ívar Ásgrímsson ......... Haukum Henning Henningsson Haukum Tómas Holton ................Val Einar Ólafsson ..............Val Svali Björgvinsson...........Val Þorvaldur Geirsson ..........Val Hreinn Þorkelsson............Val Matthías Matthíasson.........Val Guðmundur Björnsson........Þór Konráð Óskarsson.............Þór Valur Ingimundarson . . Tindastól Eyjólfur Sverrisson . . . Tindastól ívar Webster .................KR Páll Kolbeinsson..............KR Birgir Mikaelsson ............KR Jóhannes Kristbjörnsson .... KR Guðni Guðnason................KR Ólafur Guðmundsson............KR Hreiðar Hreiðarsson . . Njarðvík Teitur Örlygsson..... Njarðvík ísak Tómasson ..........Njarðvík Helgi Rafnsson..........Njarðvík Kristinn Einarsson .... Njarðvík Guðmundur Bragason Grindavík Rúnar Árnason........ Grindavík Steinþór Helgason . . . Grindavík Björn Steffensen............. ÍR Sturla Örlygsson............. ÍR Ragnar Torfason.............. ÍR Karl Guðlaugsson ............ ÍR Jón Örn Guðmundsson........ ÍR BL/JIH Tómas Holton, Val, er eitthvað undrandi yfir sprellinu í Henning Henningssyni, Haukum, en þeir verða á meðal þeirra 38 leikmanna sem koma til með að berjast um sæti í landsliðinu í æfingabúöum um belgina. Spánn spilar með hjartanu Við höldum hér áfram með um- fjöllunina um landsliðin sem þátt taka í Flugleiðamótinu í handknatt- leik sem hefst á laugardaginn kemur. I gær fjölluðum við um sovéska landsliðið, tvímælalaust það sterk- asta í heiminum í dag, og tékkneska liðið, sem hefur verið í fremstu röð um 20 ára skeið. Þá er komið að Spánverjum og Svisslendingum. Gefum Guðjóni Guðmundssyni, liðsstjóra íslenska landsliðsins, orðið. Spánn Spánverjar hafa lögnum reynst íslendingum erfiðir viðureignar og hafa á undanfömum árum átt geysi- lega skemmtilegu liði á að skipa. Þjálfari liðsins, Juan Roman Seco, náði sfnum besta árangri með liðið 1986 er það lék við Island um 5. sætið á HM í Sviss. Spánverjar sigruðu þá 25:22. Þjálfarinn er fs- lendingum að góðu kunnur. Hann þjálfaði á sínum tíma Atletico Madrid og gerði það að stórveldi í evrópskum handknattleik. Hann stjórnaði liðinu m.a. í Laugardals- höll í eftirminnilegum undanúrslita- leik gegn Val í Evrópukeppni meist- araliða, og einnig í átta liða úrslitum á móti Víkingi. f spánska liðinu er valinn maður í hverju rúmi og erfitt að taka einstaka leikmenn út. Það má þó nefna markverðina Rico frá Barcelona og Zunica, sem leikur næsta vetur með Kristjáni Arasyni hjá Teka, sem báðir eru frábærir markmenn. Melo Munos er mjög góður útispilari og fjölhæfur leikmaður, sem leikur yfir- leitt alltaf vel með landsliðinu, og einnig má nefna báða hornamenn- ina, Julian Ruiz og Javier Cabanas, sem báðir eru mjög góðir leikmenn. Þeir leika einmitt báðir með Teka. Þá er línumaður liðsins, Jaime Puig, frábær. Barcelona skyttan Serrano er enn í liðinu. Spánverjar eru líflegir á leikvelli, spila með hjartanu og eru gríðarlega teknískir og flinkir, atvinnumenn fram í fingurgóma. Þeir leika þannig að áhorfendur hafa mjög gaman af. Þá er gaman að fylgjast með þjálfar- anum með langa nafnið, Juan de Dios Roman Seco, sem er vægast sagt mjög líflegur á leikjum. Lið Spánar er skipað eftirtöldum Ieikmönnum (landsleikjafjöldi í sviga): Markmenn: 1. L. Rico, FC Barcelona (128) 12. M.A. Zunica, Elgorriage ( 61) 16. J. Fort, Cacaolat BM ( 0) Aðrir leikmenn: 2. J.F. Munos.Tecnisan (157) 3. R. Marin, CacaolatBM ( 12) 4. J. Reino, Atl. Madrid ( 89) 5. J. Fernandez, Atl. Madrid ( 26) 6. J.J.Uria,FCBarcelona (171) 7. J. Gomez, Atl. Madrid ( 19) 8. M. Garralda,CacaolatBM ( 0) 9. E. Serrano, FCBarcelona (154) 10. J.Cabanas,Tecnisan (116) 11. J. Ruiz.Teka (113) 13. J. Sagales,FCBarcelona ( 20) 14. L. Garcia,Teka ( 29) 15. J. DelaPuente.FCBarcel (167) 17. J. Puig, Cacaolat BM (138) Sviss Svissneska landsliðið er eina B- þjóðin sem tekur þátt í Flugleiða- mótinu að þessu sinni. Á árunum 1978-86 voru Svisslendingar með eitt af bestu liðum Evrópu, en 1986 brást liðið á heimavelli og hafnaði í 12. sæti í heimsmeistarakeppninni í Sviss. Eftir það urðu þjálfaraskipti hjá liðinu. Sedan Hazanfendic lét af störfum og við tók Vestur-Þjóðverj- inn Arno Ehret, sem varð heims- meistari árið 1978 í hinu fræga liði Vlado Stenzel. Svissneska liðið leikur ekki áferð- arfallegan handknattleik, mjög ag- aðan og frekar rólegan, en umfram allt mjög árangursríkan. Svissneska liðið á þó leikmenn í fremstu röð í heiminum í dag og má þá fyrsta nefna markvörðinn Peter Hurli- mann og örvhentu skyttuna Martin Rubin sem er geysilega sterkur. Einnig mætti nefna leikmenn eins og Schumacher og Rene Martin. Lið Sviss er skipað eftirtöldum leikmönnum (landsleikjafjöldi í sviga): Markmenn: 1. P. Hurlimann, Grasshoppers (126) 12. R. Kessler, ZMCAmicitia( 33) 16. M. Landholt, Pfadi ( 0) Aðrir leikmenn: 2. S.Lanker, BSVBern ( 47) 3. U. Eggenberger, BSV Bem ( 3) 5. R. Keller, ZMC Amicitia ( 56) 6. C. Ledermann, BSV Bern ( 16) 7. M. Rubin, BSV Bern (101) 8. H. Schumacher, HC Emmen (104) 9. S. Scárer, ZMC Amicitia ( 32) 10. R. Barth.ZMCAmicitia (115) 11. A. Ebi, RTVBasel (33) 14. J. Meyer, ZMC Amicitia ( 36) 15. M. Delhees,Grasshoppers(101) 18. M. Bár, ZMC Amicitia ( 7) 19. B. RelIstab.Grasshoppers ( 0) JIH Landsleikur í knatt- spyrnu í kvöld: Ísland-Svíþjóð í Laugardalnum Það er sannkölluð landsleikja- buna framundan næstu dagana. Flugleiðamótið í handknattleik hefst á laugardaginn og í kvöld munu íslendingar mæta Svíum í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Hefst leikurinn kl. 18:30. Svíarnir mæta með ólympíu- landslið sitt og er leikurinn liður í undirbúningi þess fyrir ólympíu- leikana í Seoul sem hefjast í næsta mánuði. Leikurinn kemur sér líka vel fyrir íslenska landslið- ið, því framundan er leikur við Sovétmenn 31. ágúst, í undan- keppni heimsmeistaramótsins. Fátt verður þó um atvinnumenn í íslenska liðinu að þessu sinni, aðeins þeir Gunnar Gíslason og Bjarni Sigurðsson mæta frá Nor- egi. En okkur tókst að leggja Svía af velli í sætum sigri á Spánarmótinu í handknattleik fyrir skömmu og nú er bara að endurtaka leikinn á knattspyrnu- vellinum. JIH Siglfirðingar vígja glæsilegan grasvöll Fró Erni Fórurinssyni, fréttaritara Tímans á Siglufíröi: Siglfirðingar tóku sl. þriðjudag í notkun glæsilegan gras-knatt- spyrnuvöll við íþróttamiðstöðina á Hóli og var það liður í afmælis- hátíðahöldum sem standa þessa viku á Siglufirði. Athöfnin hófst með ræðu Runólfs Birgissonar, formanns íþróttabandalags Siglu- fjarðar, og afhenti Runólfur síð- an bæjaryfirvöldum völlinn til umsjónar en Björn Jónasson, bæjarstjóri, veitti honum viðtöku fyrir hönd Siglufjarðarkaupstað- ar. Einnig flutti Ellert Schram formaður KSÍ ræðu og séra Vig- fús Árnason flutti blessunarorð. Þá var komið að knattspyrnu- mönnunum. Fyrst léku 6. flokkar KS og Leifturs og lauk þcim leik með sigri KS, 4-2. Því næst lék meistaraflokkur KS gegn íslandsmeisturum Vals, þetta var gífurlegur markaleikur og lyktaði honum með sigri fs- landsmeistaranna sem skoruðu 9 mörk gegn 4. í hálfleik var staðan 5-3. Það kom í hlut Hilmars Sighvatssonar að skora fyrsta markið á nýja vellinum en fyrstur til að skora mark fyrir KS var Paul Friar. Um lOOOmannsvoru viðstadd- ir vt'gslu vallarins og var fólk í hátíðarskapi og skemmti sér hið besta, enda gaf að líta mörk af nánast öllum gerðum og knatt- spyrnan á köflum bráðskemmti- leg. Á eftir fótboltanum voru haldnir útihljómleikar þar sem hljómsveitin Gaukar lék og marg- ir brottfluttir Siglfirðingar tróðu upp. Næsti leikur á nýja vellinum verður á laugardag og þá leika KS og Breiðablik í 2. deild karla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.