Tíminn - 18.08.1988, Page 14

Tíminn - 18.08.1988, Page 14
14 Tíminm Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllll og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fróttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 18. ágúst 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Heiða. Teiknimyndaflokkur byggður á skáld- sögu Johanna Spyri. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir Sigrún Edda Björns- dóttir. 19.25 íþróttasyrpa. Umsjónarmaður Ásdís Eva Hannesdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Vígsla Viðeyjarstofu. Sýnd er upptaka frá athöfninni fyrr um daginn. Umsjón Rúnar Gunn- arsson. 21.25Hvalir í kjölfarinu. (Sailing with Whales). Bresk heimildamynd um nokkrar hvalategundir og lifnaðarhætti þeirra. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.50 Glæfraspil. (Gambler). Bandarískur vestri í fimm þáttum. Þriðji þáttur. Leikstjóri Dick Lowry. Aðalhlutverk Kenny Rogers, Bruce Box- leitner og Linda Evans. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 22.45 íþróttir. Umsjón Bjarni Felixson. 23.05 Utvarpsfréttir í dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 19. ágúst 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Sindbað sæfari. Þýskurteiknimyndaflokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.25 Poppkorn. Umsjón Steingrímur Ólafsson. Samsetning Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Basl er bókaútgáfa. (Executive Stress) Breskur gamanmyndaflokkur um hjón sem. starfa viö sama útgáfufyrirtæki. Aðalhlutverk Penelope Keith og Peter Bowles. Þýóandi Ýrr Bertelsdóttir. 21.00 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.00 Vítisvélar. (Juggernaut). Bandarísk bíó- mynd frá 1974. Leikstjóri Richard Lester. Aðal- hlutverk Richard Harris, Omar Sharif, David Hemmings og Anthony Hopkins. Stærsta skemmtiferðaskip veraldar er á siglingu þegar skipstjóranum berast boð um að sprengjur séu faldar um borð og muni springa hver af annarri ef ekki verði gengið að kröfum skemmdarvargs- ins. Þýðandi Páll Heiðar Jónsson. 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 20. ágúst . 17.00 Iþróttir. Umsjón Jón Óskar Sólnes. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Litlu Pniðuleikamir. (Muppet Bables) Telknl- myndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.25 Smellir. Umsjón Steingrímur Ólafsson. Samsetning Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 ökuþór. (Home James). Breskur gaman- myndaflokkur um ungan lágstéttarmann sem ræður sig sem bílstjóra hjá auðmanni. Þýðandi Ólöf Pótursdóttir. 21.00 Maður vikunnar. 21.15 Vélráð. (Billion Dollar Brain). Bresk njósna- mynd frá 1967. Leikstjóri Ken Russel. Aðalhlut- verk Michael Caine og Karl Malden. Leyniþjón- ustumaðurinn Harry Palmer er sendur til Finn- lands í erindagjörðum sem virðast sakleysisleg í fyrstu en fyrr en vsrir á hann í höggi við vitskertan auðkýfing sem hyggst útrýma komm- únisma í heiminum. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.00 Mimmi málmiðnaðarmaður. (Mimi Metall-i urgio). Itölsk bíómynd frá 1972. Leikstjóri Lina' Vertmúller. Aðalhlutverk Giancarlo Gianini, Mariangela Melato og Agostina Belli. Ungur Sikileyingur fer upp á land í leit að vinnu og betra lífi en kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Þýðandi Steinar V. Árnason. 00.45 Útvarpsfréttir I dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Sunnudagur 21. ágúst 16.30 Iþróttir. 17.50 Sunnudagshugvekja. Sr. Jón Helgi Pórar- insson sóknarprestur á Dalvik flytur. L--------------------------------------- 18.00 Töfraglugglnn. Teiknimyndir fyrir börn þar sem Bella, leikin af Eddu Björgvinsdóttur, bregð- ur á leik á milli atriða. Umsjón: Ámý Jóhanns- dóttir. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Knáir karlar. (The Devlin Connection) Aðal- hlutverk Rock Hudson og Jack Scalia. Banda- rískur myndaflokkur um feðga sem gerast samstarfsmenn viðglæpauppljóstranir. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá næstu viku. Kynningarþáttur um útvarps- og sjónvarpsefni. 20.45 Leynilögreglumaðurinn Nick Knatterton. Þýðandi Bergdís Ellertsdóttir. Þulur Hallur Helgason. 21.00 Látúnsbarkakeppnin. Bein útsending frá Hótel Islandi. Stjórn útsendingar Sigurður S. Jónsson. 22.10 Sniórinn I bikarnum. (La neve nel bicchi- ere) Italskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Annar þáttur. Aðalhlutverk Massimo Ghini, Anna Teresa Rossini, Marne Maitland og Anna Leilo. Lýst er lífi og starfi smábænda í Pó- dalnum frá aldamótum og fram í tíma styrj- aldar og fasisma. Þýðandi Steinar V. Ámason. 23.10 Úr Ijóðabókinni. Róbert Arnfinnsson flytur Ijóðið Tindátarnir eftir Stein Steinarr. Ingi Bogi Bogason fjallar um höfundinn. Umsjón Jón Egill Bergþórsson. Áður á dagskrá 13. mars 1988. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Mánudagur 22. ágúst 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir 19.00 Líf í nýju Ijósi. (3) (II etait une fois... la vie). Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam- ann, eftir Albert Barillé Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 19.25 Egill finnur pabba (Teddy hittar pappa) 5 ára strákur ákveður að heimsækja pabba sinn í vinnuna. Þýðandi Trausti Júlíusson. Sögu- maður Hermann Páll Jónsson. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Staupasteinn (Cheers) Bandarískur gam- anmyndaflokkur. Guðni Kolbeinsson. 21.00 íþróttir. 21.15 Líku líkt (Measure for Measure) Gamanleik- ur eftir William Shakespeare. Leikstjóri Des- mond Davis. Aðalhlutverk Kenneth Colley, Tim Piggott-Smith, Christopher Strauli og Kate Nell- igan. Leikritið gerist í Vín um miðja sextándu öld og segir frá Vinsentsio hertoga sem klæðist dulargervi til að sjá hvernig borginni er stjórnað í „fjarveru" hans. 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 18. ágúst 16.40 Drengskaparheit.. Word of Honour. Heldri borgari er ákærður fyrir morð. Blaðamaður neitar að gefa upp heimildarmann að frétt sem varðar réttarhöldin. Aðalhlutverk: Karl Malden, Rue McClanahan, Ron Silver. Leikstjóri: Mel Damski. Þýðandi: Björn Baldursson. 20th Cen- tury Fox 1981. Sýningartími 100 mín. 18:15 Sagnabrunnur. World of Stories Brimar- borgarsöngvararnir The Musicians of Bremen. Eitt af hinum vinsælu ævintýrum Grimmsbræðranna er fært í myndmál í þessari teiknimynd fyrir yngstu áhorfendurna. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Sögumaður: Helga Jóns- dóttir. RPTA. 18.25 Olli og félagar. Ovid and the Gang. Teikni- mynd með íslensku tali. Leikraddir: Hjálmar Hjálmarsson, Saga Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Þýðandi: Jónína Ásbjörnsdóttir. 18.45 Bilaþáttur Stöðvar 2. 19:1919:19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni líðandi stundar. 20:30 Svaraðu strax. Áskrifendur Stöðvar 2 mæta til leiks. Umsjón: Bryndís Schram og Björn Karlsson. Samning spurninga og dómarastörf: ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Gunnlaug- ur Jónasson. Stöð 2. 21:10 Morðgáta. Murder She Wrote. Það bregst ekki að morð er framið þegar Jessica Fletcher kemur í heimsókn. Þýðandi: örnólfur Árnason. MCA._________________________________________ 21:10 Lykilnúmeríð. Call Northside 777. Lykilnúm- erið er sannsöguleg mynd byggð á þrákelknis- legum tilraunum blaðamanns til að hreinsa dæmdan mann af öllum áburði. I fyrstu telur blaðamaðurinn málið vera eitt hinna venjulegu skyldustarfa, en þegar hann uppgötvar ósam- ræmi í sönnunargögnunum, þar með talið . gögnum lögreglunnar, rannsakar hann málið upp á eigin spýtur. Aðalhlutverk: James Stewart, Lee J. Cobb og Helen Walker. Leik- stjórn: Henry Hathaway. Framleiðandi: Otto Lang. 20th Century Fox 1955. Sýningartími 105 mín. s/h. 23:45 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Joumal. Nýir þættir úr viðskipta- og efnahagslífinu. Þættirnir eru framleiddir af Wall Street Journal og eru sýndir hér á Stöð 2 í sömu viku og þeir eru framleiddir. Þýðandi: Björn Baldursson. Þátturinn verður endursýndur laugardaginn 20. ágúst kl. 12.00. 00:10 Valentínó. Stórmynd leikstjórans umdeilda Ken Russells sem byggð er á ævisögu Holly- woodleikarans og hjartaknúsarans Rudolph Valentínós. Aðalhlutverk: Rudolph Nureyev, Leslie Caron, Michelle Phillips og Carol Kane. Leikstjóri: Ken Russell. Framleiðendur: Irwin Winkler og Robert Chartoff. Warner 1977. Sýningartími 120 mín. 02:15 Dagskrárlok. Föstudagur 19. ágúst 16:10 Samleið. The Slugger's Wife. Mynd byggð á samnefndu leikriti Neil Simons sem fjallar um samband frægs hornaboltaleikara og fallegrar rokksöngkonu. Þrátt fyrir að þau séu afar ástfangin eiga þau erfitt með að samræma þá ólíku heima sem þau lifa og hrærast í. Aðalhlut- verk: Michael O’Keefe, Rebecca De Mornay, Martin Ritt og Randy Quid. Leikstjóri: Hal Asby. Þýðandi: Ragnar Ólafsson. Framleiðandi: Ray Stark. Columbia 1985. Sýningartími 100 mín. 17.50 Silfurhaukarnir. Teiknimynd. Þýðandi: Bolli Gíslason. Lorimar. 18.15 Föstudagsbitinn. Vandaður tónlistarþáttur í umsjón Amöndu Reddington og Simon Potters. Meðal efnis eru viðtöl við hljómlistarfólk, kvikmyndaumfjöllun og fréttir úrpoppheiminum. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Musicbox 1988.__________________________________________ 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamála- myndir sem gerðar eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragn- arsson. Sýningartími 30 mín. Universal 1986. 21.00 í sumarskapi með sæförum. í tilefni (s- landsmóts í kjölbátasiglinum verður siglinga- sport í brennidepli í þessum þætti og gestir á Hótel íslandi verða margir hverjir eldheitir áhugamenn um siglingar. Þátturinn er sendur út samtímis í stereó á Stjörnunni. Kynnir: Bjarni Dagur Jónsson ásamt fleirum. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Stöð2/Stjarnan/Hótel ísland. 22.00 Síðasti drekinn. The Last Dragon. Síðasti drekinn segir ira unglings-blökkustrák, sem hefur helgað líf sitt listinni og átrúnaðargoði sínu Bruce Lee. Þrátt fyrir rólegheita líf stráksa á hann tvo óvildarmenn, sem báðir vilja hann feigan. Þetta er ævintýramynd í gamansömum dúr og fremur nýstárleg blanda af tónlist, dansi og bardagalist. Það má telja sérstætt að fram- leiðendur myndarinnar ásettu sér að velja aðalleikarana fyrir utan Hollywoodborg. Aðal- hlutverk: Taimak, Julius J. Carry og Chris Murney. Leikstjóri: Michael Schultz. Framleið- andi: Berry Gordy. Tri-Star 1985. Sýningartími 105 mín. Ekki við hæfi ungra barna. 23.45 Saklaus stríðni. Malizia. ítölsk mynd frá árinu 1973 sem segir frá ungri stúlku sem kemur ekkli og þremur sonum hans til hjálpar við húshald. Húshjálpin unga lætur sig ekki ein- göngu varða heimilisreksturinn. Hún lokkar að sér heimilisföðurinn og aukin heldur einn soninn. Saklaus stríðni er með djörfu ivafi, en grátbrosleg á köflum. Aðalhlutverk: Laura Ant- onelli, Turi Ferro og Alessandro Momo. Leik- stjóri: Salvatore Samperi. Framleiðandi: Silvio Clementelli. Þýðandi: Hrefna Ingólfsdóttir. Warner 1974. Sýningartimi 95 mín. Ekki við hæfi barna. 01.20 McCarthy tímabilið. Tail Gunner Joe. Joseph McCarthy var múgæsingamaður og kleif metorðastigann í bandarískum stjórnmál- um á sjötta áratugnum með því að beita fyrir sig kommagrýlunni. Forseti og fjölmiðlar snerust gegn honum sökum óheiðarleika hans. Aðal- hlutverk: Peter Boyle, John Forsythe, Tim O'Connor, Ned Beatty og John Carradine. Leikstjóri: Jud Taylor. Þýðandi: Ásgeir Ingólfs- son. Universal 1977. Sýningartími 135 mín. 03.40 Dagskrárlok. Laugardagur 20. ágúst 09.00 Með Körtu. Karta og Tútta fara í ferðalag um leið og þær skemmta og Karta sýnir börnunum stuttar myndir: Kátur og hjólakrílin, LafdiLokka- prúð, Yakari, Depill,, Selurinn Snorri og Óska- skógurinn og fræðsluþáttaröðin Gagn og gaman. Allar myndir sem börnin sjá með Körtu eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Júlíus Brjánsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Pálmi Gestsson og Saga Jónsdóttir. 10.30 Penelópa puntudrós. The Perils of Pene- lope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð Sturla Böðvarsson. Worldvision. 11.10 Hinir umbreyttu. Transformers. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigurður Þór Jóhannesson. Sunbow Productions. 11.25 Benji. Leikinn myndaflokkur fyrir yngri kyn- slóðina um hundinn Benji og félaga hans. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Thames Televis- ion. 12:00 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Journal Endursýndur þáttur frá síðastliðnum fimmtu- degi. 12.30 Hlé. 13.15 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Plötusnúð- urinn Steve Walsh heimsækir vinsælustu dansstaði Bretlands og kynnir nýjustu popplög- in. Musicbox 1988. 14.10 Blóð og sandur. Blood and Sand. Ástríðu- þrungið samband myndarlegs nautabana og fagurrar hefðarkonu hefur örlagaríkar afieiðing- ar. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Rita Hayworth Anthony Quinn. Leikstjóri: Ruben Mamoulian. Framleiðandi: Darryll F. Zanuck. Þýðandi: Hrefna Ingólfsdóttir. 20th Century Fox 1941. Sýningartími 120 mín. 16.15 Listamannaskálinn. The South Bank Show. Þáttur um breska gítarleikarnn og lagasmiðinn Eric Clapton. Umsjónarmaður er Melvyn Bragg. Þýðandi: örnólfur Árnason. LWT. 17.15 Íþróttír á laugardegi. Bein útsending. Litið verður yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt ásamt fréttum af íslandsmótinu - SL- deildin, Gillette sportpakkanum, tröllatrukkunum og fréttum utan úr hinum stóra heimi. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.15 Ruglukollar. Marblehead Manor. Snarrugl- aðir, bandarískir þættir með bresku yfirbragði. Aðalhlutverk: Bob Fraser, Linda Thorson, Phil Morris, Rodney Scott Hudson og Paxton White- head. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Paramount. 20.45 Verðir laganna. Hill Street Blues. Spennu- þættir um líf og störf á lögreglustöð í Bandaríkj- unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel Travanti og Veronica Hamel._________________ 21.35 Skjöldur morðingjans. Badge of the Ass- assin. Aðstoðarsaksóknara er fengið í hendur að hafa upp á glæpaflokki blökkumanna, sem kalla sig BLA. Samtökin, sem hafa það eitt að markmiði að drepa verði laganna, eru grunuð um morð að yfirlögðu ráði fyrir tveimur árum. Það reynist ekki auðvelt að hafa hendur í hári meðlima BLA, né sönnunargagna sem málinu viðkoma. Æsispennandi leynilögreglumynd byggð á metsölubók Roberts K. Tanebaum, sem einnig er aðalsöguhetja myndarinnar. Aðal- hlutverk: James Woods, Yapphet Kotti, Larry Riley og David Harris. Leikstjóri: Mel Damski. Framleiðendur: Dan Blatt og Bob Singer. Þýð- andi: Þórdís Bachman. Columbia 1985. Sýning- artími 95 mín. 23.10 Dómarinn. Night Court. Næturvaktin reynist oft erfið hjá dómaranum Harry Stone en hann leysir hin ólíklegustu mál á ólíklegasta máta. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Warner. 23.35 Handan Brúðudals. Beyond the Valley of the Dolls. Myndin fjallar um þrjár stúlkur sem taka sig saman og stofna rokkhljómsveit. Þær hyggja á frægð og frama í Los Angeles en verður lítið ágengt í þeim efnum. Fyrirheitna borgin er heldur ekki öll þar sem hún er séð. Aðalhlutverk: Dolly Read, Cynthia Myers og Marcia McBroom. Leikstjóri: Russ Meyer. Fram- leiðandi: Russ Meyer. Þýðandi: Ágústa Axels- dóttir. 20th Century Fox 1970. Sýningartími 105 mín. 01.20 Lengstur dagur. The Longest Day. Áhrifa- mikil stríðsmynd sem segir frá aðdraganda innrásarinnar í Normandí í júní árið 1944. Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta Ijós- myndun. Aðalhlutverk: John Wayne, Robert Mitchum, Henry Fonda, Robert Ryan, Rod Steiger, Robert Wagner, Paul Anka, Fabian, Mel Ferrer, Sal Mineo, Roddy McDowall, Ric- hard Burton, Sean Connery, Red Buttons, Kenneth More, Peter Lawford, Curt Jurgens, Christopher Lee o.fl. Leikstjóri: Ken Annakin. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. 20th Century Fox 1962. Sýningartími 170 mín. 04.10 Dagskrárlok. yú . úsms Sunnudagur 21. ágúst 09.00 Draumaveröld kattarins Valda. Waldo Kitty. Teiknimynd. Þýðandi: Einar Ingi Ágústs- son. Filmation. 09.25 Alli og íkornarnir. Alvin and the Chipmunks. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Worldvision. 9.50 Funi. Wildfire. Teiknimynd um litlu stúlkuna Söru og hestinn Funa. Leikraddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Pálmi Gestsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Ragnar Á. Ragn- arsson. Worldvision. 10.15 Ógnvaldurinn Lúsí. Luzie. Leikin barna- mynd. Þýðandi: Valdís Gunnarsdóttir. WDR. 10.40 Drekar og dýflissur. Dungeons and Dragons. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axels- dóttir. 11.05Albert feiti. Fat Albert. Teiknimynd um vandamál barna á skólaaldri. Fyrirmyndarfaðir- inn Bill Cosby er nálægur og hefur ráð undir rifi hverju. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Filmation. 11.30 Fimmtán ára. Fifteen. Leikinn myndaflokkur um unglinga í bandarískum gagnfræðaskóla. Þýðandi: Pétur S. Hilmarsson. Western World. 12.00 Klamentína. Teiknimynd með íslensku tali um litlu stúlkuna Klementínu sem lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Leikraddir: Elfa Gísla- dóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Ragnar Ólafsson. Antenne 2. 12.30 Útilíf í Alaska. Alaska Outdoors. Þáttaröð um náttúrufegurð Alaska. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Tomwil. 12.55 Sunnudagssteikin Blandaður tónlistarþátt- ur með viðtölum við hljómlistarfólk og ýmsum uppákomum. 14.40 John Mayall - blúsinn lifi. Blues Alive. Þáttur um breska blúsleikarann John Mayall ásamt hljómsveit hans Blues Breakers sem 'hér er endurvakin. Miðlimir hljómsveitarmnar eru þeir Mick Taylor sem áður lék með Rolling Stones, John McVie úr Fleetwood Mac og Colin Allen úr hljómsveit Rod Stewart. Sérstakir gestir þáttarins eru hinn 83 ára gamli Sippie Wallace sem flytur „Suitcase Blues" og blúskóngurinn Albert King. Þáttur sem enginn blústónlistarunn- andi má láta fram hjá sér fara. NBD. 15.40 Sherlock Holmes í New York. Erfitt saka- mál verður til þess að leiðir Sherlock Holmes liggja til Nýja heimsins. Aðalhlutverk: Roger Moore, Patrick Macnee, Charlotte Rampling og John Huston. Leikstjóri: Boris Sagal. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. 20th Century Fox 1976. Sýningartími 95 mín. 17.25 Fjölskyldusögur. AfterSchool Special. For- eldrar Mary Lou og Jommys eru skilin og þau búa hjá föður sínum. Þegar móðir þeirra gerir ráðstafanir til þess að fá þau aftur orsakar hún mikið hugarstríð hjá börnunum. Aðalhlutverk: Lindsay Crouse. Leikstjóri: Alex Grasshoff. Þýðandi: Ólafur Jónsson. New World. 18.15 Golf. í golfþáttum Stöðvar 2 er sýnt frá stórmótum víða um heim. Björgúlfur Lúðvíks- son lýsir mótunum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson.__________________________________ 19.1919.19 Fréttir, íþróttir, veður og frískleg um- fjöllun um málefni líðandi stundar.___________ 20.15 Heimsmetabók Guinness. Spectacular World of Guinness. Ótrúlegustu met í heimi er að finna í heimsmetabók Guinness. Þýðandi: Ólafur Jónsson. 20th Century Fox. 20.45 Á nýjum slóðum. Aaron’s Way. Myndaflokk- ur um Amishfjölskyldu sem flust hefur til Kali- fomíu og tekið upp nútímalega lifnaðarhætti. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. NBC. 21.35 Sjávarfljóð. Sea Wife. í kjölfar brottflutninga Breta frá Singapore 1942 sekkur vöruflutninga- skip meö breska flóttamenn innanborðs. Fjórir menn komast lífs af; liðsforingi, harðsvíraður auðjöfur, svartur bryti og ung nunna, sem heldur nafnbót sinni leyndri vegna trúleysis auðjöfurs- ins. Liðsforinginn verður ástfanginn af nunn- unni, en hana skortir kjark til að segja til sín. Þau ná Englandi og leiðir skilja, en liðsforinginn unir ekki hag sínum og hefur árangurslausa leit að sinni heittelskuðu. Aðalhlutverk: Richard Burton og Joan Collins. Leikstjórn: Bob McNaught. Framleiðandi: André Hakim. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. 20th Century Fox 1957. Sýningartími 80 mín. 22.55 Víetnam. Framhaldsmyndaflokkur í 10 þátt- um sem byggður er á sannsögulegum heimild- um. 9. hluti. Aðalhlutverk: Barry Otto, Veronica Lang, Nicholas Eadie og Nicole Kidman. Leik- stjórn: John Duigan og Chris Noonan. Fram- leiðendur: Terry Hayes, Doug Mitchell, George Miller. Ekki við hæfi barna. 23.45 Idi Amin. Amin, the Rise and Fall. Sann- söguleg mynd um valdaferil harðstjórans Idi Amin. Aðalhlutverk: Joseph Olita, Geoffrey Keen og Denis Hills. Leikstjóri: Sharad Patel. Framleiðandi: Sharad Patel. 20th Century Fox 1982. Þýðandi: örnólfur Árnason. Sýningartími 90 mín. Alls ekki við hæfi barna. 01.15 Dagskrárlok. Mánudagur 22. ágúst 17.00 Athafnamenn. Movers and Shakers. Kvik- myndaframleiðandi hyggst gera stórmynd. Hann byrjar á að finna handritahöfund og leikstjóra og gefur þeim síðan titilinn, „Þáttur ástar í kynlífi", til þess að vinna með. Leit þeirra að viðeigandi sögu kemur þeim til að grann- skoða eigin ástarsambönd. Aðalhlutverk: Walt- er Matthau, Charles Grodin og Vincent Garden- ia. Leikstjóri: William Asher. Framleiðandi: Charles Grodin. Þýðandi: Halldóra Filippusdótt- ir. United Artists 1985. Sýningartími 80 min. i 18.20 Hetjur himingeimsins. He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 18.45 Áfram hlátur. Carry on Laughing. Breskir gamanmyndaþættir í anda gömlu, góðu „Áfram myndanna". Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Thames Television 1982. 19.1919.19 Fréttum, veðri, íþróttum og þeim málefnum sem hæst ber hverju sinni, gerð fjörleg skil. 20.30 Dallas. Framhaldsþáttur um ástir oa erjur Ewing-fjölskyldunnar i Dallas. Þýðandi: Asthild- ur Sveinsdóttir. Worldvision. 21.20 Dýralif í Afríku. Animals of Africa. Afríski fíllinn er eitt stærsta spendýr jarðarinnar. Að baki þáttarins sem sýndur verður í kvöld liggur átta ára vinna við kvikmyndun og rannsóknir á lifnaðarháttum afríska fílsins. Þýðandi: Björgvin Þórisson. Þulur: Saga Jónsdóttir. Harmony Gold 1987. 21.45 Sumar í Lesmóna. Sommer in Lesmona. Þýsk framhaldsmynd i 6 hlutum. 3. hluti. Faðir Mörgu er ósáttur við ástarævintýri dótturinnar og sendir hana því til sumardvalar á sveitasetri fjölskyldunnar. Þar hittir Marga myndarlegan og skemmtilegan Breta og verður ástfangin á nýjan leik. Aðalhlutverk: Katja Riemann, Richard Munch og Benedict Freitag. Leikstjóri: Peter Baeuvais. Studio Hamburg. 22.35 Heimssýn. Þáttur með fréttatengdu efni frá alþjóðlegu sjónvarpsfréttastöðinni CNN. 23.05 Fjalakötturinn. Kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2. Þögn hafsins. Le Silence de la Mer. Leikstjórinn Jean-Pierre Melville fjallar hér um viðbrögð Frakka við hernámi Þjóðverja. Myndin segir frá samskiptum Frakka á miðjum aldri og ungrar frænku hans við þýskan herforingja. Verk Melville bera keim af rómantísku stefnunni og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd. Aðalhlutverk: Jean-Marie Robian, Nicole Stéphan og Howard Vernon. Leikstjóri: Jean- Pierre Melville. Þýðandi: Ragnar Ólafsson og Ingunn Ingólfsdóttir. Frakkland 1949. 00.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.