Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. ágúst 1988
lllllll ■ FRÍMERKI
„Islensk frímerki“
fá silfurverðlaun
í frímerkjaþáttum á liðnum árum
hefi ég nokkrum sinnum minnst á
hið frímerkjafræðilega safn Spell-
man kardínála í Weston Mass í
Bandaríkjunum. Er fullt heiti þess á
ensku, Cardinal Spellman Philatelic
Museum, Inc. Eru þarna varðveitt
frímerkjasöfn þau er Spellman
kardínáli hafði komið sér upp og
oftlega hlotið verðlaun fyrir meðan
hann lifði, auk þess sem hann átti
eitt besta safn frímerkjabókmennta
í Bandaríkjunum á sinni tíð og við
það er stöðugt bætt.
Safnið efnir til sýninga á bókum
og frímerkjum árlega, auk þess sem
þar eru haldnir viðskiptadagar, þar
sem menn geta komið og verslað
með frímerki.
Þekktastar eru bókasýningar
safnsins og er þátttaka í þeim orðin
mjög alþjóðleg og viðburður á ári
hverju í þessari grein.
Á síðastliðnu vori bauð safnið
ísafoldarprentsmiðju að taka þátt í
sýningunni, og sendi prentsmiðjan
„íslensk frímerki" 1984-1988 til þátt-
töku í samkeppnisdeild sýningarinn-
ar. Stóð þessi „Philatelic Literature
Fair" yfir dagana 16.-17. apríl 1988.
Niðurstaðan varð svo sú að dóm-
nefnd sem fjallaði um innsent efni
dæmdi „íslenskum frímerkjum" silf-
urverðlaun. Var þetta góður árang-
ur, þar sem keppt er við vandað efni
víða að úr heiminum.
Þá var bókin einnig sýnd á alþjóð-
legu frímerkjasýningunni „Finlandia
88“ og hlaut þar silfur-bronsverð-
laun. Á þeirri sýningu voru einnig
sýndar bækur úr víðri veröld. Þar
var einnig sýnt frímerkjatímarit LÍF
sem hlaut bronsverðlaun á sýning-
unni.
Verðlaun á „Finlandia 88“
Meira af íslensku frímerkjaefni
var til sýnis á „Finlandia 88“. Verð-
laun sem íslenskt efni hlaut voru svo
að öðru leyti þau, að Ingvar Ander-
son hlaut stórt gyllt silfur fyrir safn
sitt af íslenskum uppruna-stimplum.
Gyllt silfur fengu svo Hjalti Jóhann-
esson, fyrir safn íslenskra póst-
stimpla frá 1873-1930 og Lars
Tryggvason fyrir safn sitt af aurafrí-
merkjum. Stórt silfur fékk Páll H.
Ásgeirsson fyrir flugsafn sitt. Silfrað
brons fengu þeir Jón A. Jónsson
fyrir safn danskra frímerkja og Kurt
Bliese fyrir safn íslenskra skildinga-
og aurafrímerkja.
Þá var safn Hálfdáns Helgasonar
af íslenskum bréfspjöldum ogskyldu
efni í deild þeirri er dómarar sýndu
í, auk þess sem Póststjórnin sýndi
kynningarsafn nýrri merkja í opin-
beru deildinni.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
i l! LESENDUR SKRIFA
Bætandi
stilliáhrif
i.
Illa innrættur andstæðingur þarfn-
ast hjálpar til að sigrast á illum
hugsunum sínum.
Sigrum illvilja andstæðings með
góðvilja, og neytum til þess aðstoðar
lengra kominna vina í öflugum líf-
stöðvum. Stillum andstæðing til sam-
bands við lengra komna hjálpendur.
Það verður honum mesta blessunin
og okkur besta vörnin.
Hugsum vel til þeirra, sem hugsa
illa til okkar. Stillum þá, með góð-
vildarhugsunum okkar, til sambands
við æðri verur, og munu þeim þaðan
berast áhrif, sem breyta hugarfari
þeirra. Á þann hátt mun góðvilji
okkar sigra illvilja þeirra.
II.
Við heyrum oft um hryllileg
glæpaverk, sem framin eru úti í
löndum og reyndar einnig stundum
hér á landi, einkum I seinni tíð.
Okkur verður illt við að heyra slíkar
fréttir. En hvernig bregðumst við
við? Oftast verður okkur á að hugsa
illa til þeirra, er glæpina fremja. Það
eru víst eðlileg og mannleg
viðbrögð, því illvirki eru andstæð
siðgæðishugsjón okkar. Og okkur
renna til rifja þjáningar fórnarlamba
glæpamannanna.
En spyrja mætti:
Eru það rétt viðbrögð af okkar
hálfu að hugsa illa til þeirra? Ef við
gerum ráð fyrir að hugsun nái
ákvörðunarstað, væri betra að hugsa
ekki með illvilja til glæpamanns, því
ill aðsend hugsun mun aðeins auka
á glæpahneigð hans. Ef glæpamanni
eru sendar hlýjar hugsanir, munu
þær draga úr glæpahneigð hans, og
það, sem heimurinn þarfnast, er
einmitt, að glæpahneigð minnki en
aukist ekki.
Illvirkjar u vera undir áhrif-
um frá illum herjum og frá illum
verum í vít nnarra hnatta, þar
sem samstil! angrar tegundar á
sér stað. Sl: .bönd hljóta mjög
að auka á g neigð þeirra, sem
svo eru inm yrir.
Hið eina, sem breytt mundi geta
hugarfari glæpamanns eða illmennis,
væri, að hugsað væri hlýtt til hans,
og þess óskað, að hin illu sambönd
hans dofnuðu, en að hafist gætu
sambönd við lífmagnaðar stöðvar
annarsstaðar í alheimi, þar sem ríkir
máttur og góðvild til alls sem lifir. Ef
unnt yrði að stilla glæpamann til
slíks sambands, væri um stóran
ávinning að ræða, og mundi koma
fram hjá honum sem hugarfarsbreyt-
ing. Hann færi að sjá hlutina í nýju
ljósi. Góðvilji færi að gera vart við
sig í hugskoti hans, en illar kenndir,
mundu láta undan síga.
III.
Ég hygg að eitthvað mætti ávinn-
ast í þessa átt, ef nokkur hópur
samstilltra manna sameinaðist um
að hafa bætandi áhrif á hugarfar
glæpamanns, með því að beina til
hans jákvæðum hugsunum, og reyna
að stilla hann til sambanda við æðri
lífstöðvar.
Þessi stillihópur þyrfti að hafa
skilning á sambandseðli lífsins,
þyrfti að gera sér grein fyrir hinum
tveim andstæðu stefnum, sem ráð-
andi eru í tilverunni, og þyrfti að
vita, hvaðan hjálpar er að vænta.
Þykir mér ekki ólíklegt, að slíkur
stillihópur, gæti haft meiri áhrif til
að draga úr glæpafaraldri, en enn
hefur verið talið hugsanlegt með
öðrum ráðum.
Ingvar Agnarsson
Umferðarreglur eru til!
' okkar vegna—Vlrðum
reglur vðrumst slys.
yUMFEHDftR
RAÐ
Varberg: Annan hvern miðvikudag
Moss: Annan hvern laugardag
Larvik: Alla laugardaga
Hull: Alla mánudaga
Antwerpen: Alla þriðjudaga
Rotterdam: Alla þriðjudaga
Hamborg: Alla miðvikudaga
Helsinki: Skip 9/9
Gloucester: Jörn Dede 28/8
Skip 19/9
New York: Jörn Dede 30/8
Skip 20/9
Portsmouth:
Jörn Dede..............30/8
Skip...................20/9
SKIPADEILD*
iSAMBANDSINS
UMDAPGOTu'úA • 10Í REYKjAVÍK
SlMI 698100 •
1 A A A Á A 1 A
TÁKN TR.AUSTRA FIJJTNINGA
Tíminn 15
RÝMINGARSALA
Nýir vörubílahjólbarðar
Mjög lágt verð
900x14 PR.Nylon ....kr. 9.500.00
1000x20/16 PR. Nylon . kr. 10.800.00
1100x20/16 Pr. Nylon .. kr. 11.800.00
1000x20 Radial......kr. 12.800.00
1100x20 Radial......kr. 14.800.00
11R 22,5 Radial.....kr. 12.900.00
12R 22,5 Radial.....kr. 14.900.00
1400x24/24 PR.
EM Nylon............kr. 36.000.00
Gerið kjarakaup
Sendum um allt land.
Barðinn h.f., Skútuvogi 2
Sími: 30501 oa 84844.
Toyota HI-ACE 4x4
árgerð 1988, díesel,ekinn 36.000 km. Sæti fyrir 7
manns eða 12 börn. Tilvalinn til skólaaksturs. Verð
kr. 1.450.000.-.
TOYOTA
BÍLASALAN
SKEIFUNNI 15, SÍMI 687120
Bændur athugið!
Tökum að okkur málningu á útihúsum og einnig
sprunguviðgerðir.
Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 91-78455
Sigþór og 91 -71134 Gústaf.
Ungir framsóknarmenn!
Þing Sambands ungra framsóknarmanna, og
fimmtiu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni
helgina 2.-4. september 1988.
Ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni I síma
91-24480. Nánar auglýst síðar. <s u F
Aðalfundur
Aðalfundur FUF Skagafirði verður haldinn í Framsóknarhúsinu,
Suðurgötu 3, Sauðárkróki laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 16
stundvíslega.
Dagskrá.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ferð á afmælisþing SUF á Laugarvatni
Fulltrúi SUF flytur ávarp.
Ungt framsóknarfólk í Skagafirði er hvatt til að mæta.
Stjórnin.
Akranes
Almennur fundur verður haldinn hjá Framsóknarfélögunum á Akra-
nesi í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut, mánudaginn 22. ágúst kl.
20.30.
Fundarefni: Bæjarmálin.
Fulltrúaráð.