Tíminn - 18.08.1988, Síða 16
16 Tíminn'
llllllllllllliili DAGBÓK
Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi 1988
22. aðalfundur Sambands sveitarfélaga
í Austurlandskjördæmi verður haldinn í
félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað
dagana 26. og 27. ágúst nk.
Fundurinn verðursetturkl. löiOOföstu-
daginn 26. ágúst. Á fundinum verða
afgreidd venjuleg aðalfundamál og einnig
verða framsöguerindi og umræður um:
Byggðamál, gjaldheimtumál, stofnun
héraðsnefnda og fleira.
Aðalfundur Austurfells h/f verður
haldinn kl. 12:00 álaugardagogaðalfund-
ur Skipulagsstofu Austurlands verður
haldinn á sama tíma.
Fyrirlestur hjá ORKUSTOFNUN
um samvinnu Uppsala-háskóla
við raunvísindamcnn í þróunarlöndum
Við Uppsala-háskóla er stofnun sem
hefur það hlutverk að aðstoða raunvís-
indamenn í þróunarlöndum við að koma
á fót sjálfstæðum rannsóknum. Fulltrúi'
þessarar stofnunar verður i heimsókn á
Jarðhitaskólanum, Orkustofnun, til við-
ræðna við skólann og nemendur um
rannsóknir í þróunarlöndum. Dr. Len-
nart Hasselgren mun halda fyrirlestur á
cnsku sem hann kallar: „International
Programme in thc Physical Sciences at
Uppsala University".
Fyrirlestur dr. Hasselgren er öllum
opinn og vcrður mánudaginn 22. ágúst kl.
16:00-17:00 á Orkustofnun. Grensásvegi
9.
Nánari upplýsingar veitir dr. Jón Stein-
ar Guðmundsson, skólastjóri Jarðhita-
skólans, í síma 83600 og 82857.
Bridge á Dalvík
Stórmót í bridge verður haldið að
Víkurröst á Dalvík dagana 27. og 28.
ágúst. Reiknað er með 32 para keppni, 3
spil milli para. Spilað er eftir Barometer-
fyrirkomulagi.
Keppnin hefst kl. 13:00 á laugardag og
verður spilað fram undir kvöldmat. Á
sunnudag verður byrjað að spila kl. 10:00
og lýkur keppni um miðjan dag. Peninga-
verðlaun verða fyrir fimm efstu sætin, alls
110 þús. krónur.
Keppnisstjóri verður úr Reykjavík.
Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist
fyrir mánudaginn 22. ágúst. Tekið er á
móti skráningum hjá Bridgesambandi
Islands í síma 91-689360, Víkurröst Dal-
vík í síma 96-61354 eða Sæluhúsinu
(Ólafi Árnasyni) í síma 96-61488 og
skrifstofu Ungmennasambands Eyja-
fjarðar (UMSE) í síma 96-24011. Keppn-
isgjald er 3000 kr. á par. Innifalið er kaffi
meðan á keppni stendur. Hægt er að fá
matarpakka og gistingu á staðnum.
Þcir þátttakendur sem koma með flugi
til Akureyrar geta komist með öðrum
keppendum til Dalvíkur með litlum til-
kostnaði, en þess þárf að geta við skrán-
ingu ef óskað cr eftir fari.
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síiuinn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
fHugmyndasamkeppni
um nýtingu Viðeyjar
Borgarstjórn Reykjavíkur efnir til hugmyndasam-
keppni um nýtingu Viðeyjar.
Tilgangur keppninnar er að fá fram hugmyndir um
nýtingu eyjarinnar sem útivistarsvæðis fyrir Reyk-
víkinga og aðra landsmenn.
Keppnin skiptist í tvo hluta, I. og II. Skilað verði:
I. Uppdráttum, er sýna vel hugmyndir um nýtingu
eyjarinnar og/eða
II. Skriflegum hugmyndum í stuttri eða langri
greinargerð.
Hugmyndasamkeppnin er öllum opin, bæði fag-
fólki í hönnun sem og áhugafólki um nýtingu
Viðeyjar. Þátttaka er ekki bundin við einstaklinga
heldur geta fleiri staðið saman að tillögu.
Trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jensson,
framkvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hall-
veigarstíg 1, sími 29266, afhendir keppnisgögn
gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 1.000.-.
Verðlaunafé er samtals kr. 800.000.-. Þrenn
verðlaun verða veitt, þar af eru fyrstu verðlaun ekki
lægri en kr. 400.000.-. Auk þess er dómnefnd
heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 200.000.-.
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns dómnefndar
í Byggingaþjónustuna í síðasta lagi 15. desember
1988, kl. 18.00 að íslenskum tíma.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
+
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
Sverrir Guðnason
Miðtúni 3, Höfn i Hornafirði
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnardeildirnar á Höfn •
eða Slysavarnarfélag Islands.
Erla Ásgeirsdóttir
Birkir Birgisson Elín Ragnarsdóttir
'iöfn Sverrisdóttir Hrafn Úlfsson
t
Systir iT' : og vinkona okkar
Guðri: Þorsteinsdóttir
kennari
andaðist í hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi 16. ágúst.
Jóhanna Porsteinsdóttir
Sigurlaug Guðmundcúóttir
Guðrún Hulda Guðmundsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Nemendamót í Haukadal
í tilefni af því að nýlega eru liðin 60 ár
frá því að íþróttaskóli Sigurðar Greips-
sonat»í Haukadal tók til starfa hefur verið
ákveðið að halda nemendamót í Hauka-
dal sunnudaginn 21. ágúst nk.
Ætlast er til að sem flestir nemendur
skólans, kennarar og starfsfólk komi að
Haukadal þennan dag og taki þátt í
mótinu og er þeim frjálst að taka með sér
gesti.
Fyrirhugað er að hittast í Haukadals-
skógi, við minnisvarða Sigurðar Greips-
■sonar, kl. 14:00 þennan sama dag. Þar
verður stutt athöfn til minningar um
Sigurð Greipsson skólastjóra. Að því
loknu verður haldið í Hótel Geysi og sest
að kaffiborði. Þar verður dagskrá fram
haldið og m.a. rifjaðar upp minningar frá
skólaárunum í Haukadal.
Þátttökutilkynningar og upplýsingar í
síma 98 68915, Hótel Geysi.
Pennavinur - vill skrifast á
við íslenskar konur
Blaðinu hefur borist bréf frá 33ja ára
konu á írlandi, sem vill skrifast á við
konur á fslandi. Hún talar og skrifar á
ensku, ítölsku og frönsku. Hún er gift og
heimili hennar er í Enniscorthy í írska
lýðveldinu. Utanáskriftin er:
IVlaria T. Roche,
38, Moran Park
Enniscorthy,
Co. Wexford,
Republic of Ireland
Járnhálsi 2 Simi 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
BILALEIGA
meö utibú allt í kringum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
!
I
LÁTTU
Tíniaim
EKKl FIJÚCA FRÁ l‘ÉR
ÁSKRIFTARSÍMI
686300
Fimmtudagur 18. ágúst 1988
Frá Mývatni.
0PIÐHÚS
í Norræna húsinu í kvöld
Síðasta „Opna húsið" í Norræna húsinu
á þessu sumri verður í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 18. ágúst kl. 20:30.
Þá talar Helga Jóhannsdóttir þjóðlaga-
safnari um íslensk þjóðlög fyrr og nú, en
Helga á mikið safn af þjóðlögum í fórum
sínum, sem hún hefur safnað undanfarin
ár á ferðum um landið.
Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku
og leikin verða tóndæmi af snældu.
Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd
um Mývatn, sem Magnús Magnússon
tók. Myndin er með ensku tali.
íslenskir steinar í anddyri'
í anddyri Norræna hússins stendur nú
yfir sýning á íslenskum steinum og í
sýningarsal er sýning á landslagsmálverk-
um eftir Jón Stefánsson. Þessum sýning-
um lýkur sunnudaginn 21. ágúst.
Bókasafnið og kaffistofan verða opin
til kl. 22:00. 1 bókasafni liggja frammi
bækur um Island og íslenskar hljómplöt-
ur.
Aðgangur er ókeypis.
Gallerí Gangskör
Nú stendur yfir sýning Gangskörunga á
keramik, grafík og málverkum í Gallerí
Gangskör í Torfunni.
Opið er alla virka daga nema mánudaga
kl. 12:00-18:00.
Listasafn Einars Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla
laugardagaogsunnudaga kl. 13:30-16:00.
Höggmyndagaröurinn er opinn alla
daga frá kl. 11:00-17:00.
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
103 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
BLIKKFORM
Smiðjuveqi 52 - Sími 71234____
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land
(Ekið niður með Landvélum).