Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. september 1988 Tíminn 5’ Steingrímur Hermannsson bendir á aö útreikningar Þjóðhagsstofnunar segi ekki alla söguna: Skuldbreyting hjá fisk- vinnslunni er stórmál Á ríkisstjórnarfundi í dag mun Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra gera samráðherrum sínum grein fyrir viðbrögðum sínum við breytingartillögum Framsóknar- flokks sem lagðar voru fram í gær og Alþýðuflokks sem iagðar voru fram í fyrradag. Fyrir fundinn í dag hefur Þorsteinn ákveðið að tjá sig ekki um tillögur flokkanna en hann fundaði með forystumönnum samstarfsflokkanna hvorum í sínu lagi í gærkvöldi. Nú liggja fyrir útreikningar Þjóðhagsstofnunar á helstu efna- hagsstærðum miðað við tillögur Framsóknarflokksins og eru þær niðurstöður kynntar hér annars staðar á síðunni. Þegar Tíminn spurði Steingrím Hermannsson út í þá niðurstöðu sagði hann m.a. ljóst að þeirra tillögur virtust skapa útflutningsatvinnuvegunum mun betri stöðu og hjöðnun verðbólgu yrði hraðari en t.d. samkvæmt tillögum alþýðuflokksmanna. Steingrímur benti hins vegar á að ekki væri inni í útreikningum Þjóð- hagsstofnunar áhrif vegna tillögu um sérstaka deild í Framkvæmda- sjóði sem myndi lána til fjárhags- Áhrif af frystingu launa til vors: Kaupmáttur rýrni um 2% frá 1987 Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út áætluð áhrif af framkvæmd efna- hagstillagna Framsóknarflokksins - m.a. frysting launa þar til í aprt'l næsta vor - á kaupmátt launa landsmanna. Niðurstaðan er sú að kaupmáttur á tímabilinu október 1987 til apríl 1988 verði aðeins um 2% minni heldur en hann var að meðaltali „góðærið" 1987, en hins vegar 17-18% yfir meðalkaup- mætti ársins 1986. Er þá miðað við að ekki komi til neinnar gengisfell- ingar. Ef hins vegar heimild Seðla- bankans um 3% gengislækkun yrði notuð mundi kaupmáttur rýrna um 1-2% til viðbótar. Yfir allt þetta ár er áætlað að kaupmáttur yrði um 1% meiri heldur en hann var 1987 og þar með um 21% meiri heldur en hann var á árinu 1986 - hvort sem af 3% gengisfellingu yrði eða ekki. Verðbólga mundi minnka mjög hratt ef tillögur Framsóknarflokks- ins næðu fram að ganga, án gengis- fellingar. Að mati Þjóðhagsstofn- unar yrði verðbólgan um 6% á tímabilinu frá því nú í september að meðaltali á tímabilinu frá sept- ember og fram í apríl á næsta ári. Ef 3% gengisfelling fylgdi mundi verðbólgan hins vegar vera um 11% á tímabilinu fram í janúar en um 7% að meðaltali næstu 7 mán- uði. Þjóðhagsstofnun reiknaði sömu- leiðis út hvaða áhrif tillögur hvers stjómarflokks um sig kæmi til með að hafa á afkomu botnfiskveiða og -vinnslu. Fyrir greinina í heild er talið að tap, sem áætlað er um 6% fyrir aðgerðir, minnki í 3,5% ef tillögur Alþýðuflokksins kæmu til framkvæmda, niður í 1% eftir tillögur Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks án gengisfellingar og niður í 0,5% með framkvæmd tillagna Framsóknar og 3% gengis- fellingu. Áhrif á mismunandi greinar veiða og vinnslu má sjá á meðfylgjandi töflu. Þjóðhagsstofn- un tekur fram að dæmi af þessu tagi byggjast á mati á kostnaðar- þáttum og samspili þeirra. Ekki sé hins vegar tekið tillit til eftirspurn- arþátta, sem miklu geti ráðið um verðlagsþróun. - HEI im í janúar n.k. og aðeins 4% Fyrir aðgerðir X Eftir aðgerðir S F A X An gcngis- lakkunar. X 3/1 gengis lakkun 2) X Botnfiskveiöar og -vinnsla •6 •1 •1 % •3 'h •veiðar •3 ■3% •1% •2 •3 •frysting •8 0 •2 0 •4 •soltun 2 4 ZY, 57, 2 Rakjuvinnsla •3 •1 Vh •3 Mjölvinnsla 6 6 Th 91, 6 Taflan sýnir hvaða áhrif Þjóðhagsstofnun telur að tillögur stjórnarflokk- anna um aðgerðir til að treysta stöðu sjávarútvegs mundu hafa (S = Sjálfstæðisfl. - F = Framsóknarfl. - A = Alþýðufl.) á hverja grein veiða og vinnslu. Eingöngu er miðað við aðgerðir sem nokkuð auðvelt er að meta til talna, en t.d. ekki tillögur Alþýðufl. og Framsóknar um skuldaskil. Þetta er þó mikilvægt atriði þar sem forustumenn í fiskvinnslu hafa undirstrikað að slíkur sjóður gæti jafnvel skipt sköpum um áframhaidandi rekstur. Jafnframt er bent á að niðurstaðan um afkomu greinanna á aðeins við um það tímabil sem verðjöfhun í hveiju dæmi nær til og að ekki er þarna reiknað með verðjöfnun á rækju. legrar endurskipulagningar. „Ég hef rætt við marga fiskvinnslumenn um þetta og þeir telja þetta atriði ekki hvað síst mikilvægt og því kemur ekki fram í þessum útreikn- ingum sá fjárhagslegi ávinningur sem felst í þessari víðtæku skuld- breytingu,“ sagði Steingrímur. Ein er sú tillaga framsóknar- manna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki en það er að innheimta 500 milljónir í gegnum það sem kallað hefur verið jöfnun á að- stöðugjöldum. Davíð Oddsson borgarstjóri lét hafa eftir sér í DV í gær að „fjandskapur Framsóknar- flókksins við Reykjavík riði ekki við einteyming“ og talaði um skatt á Reykjavík. Tíminn spurði Steingrím hvort þessi tillaga gæti talist sanngjörn. „Tekjuskiptingin í landinu er orðin mjög ójöfn og þjónustufyrirtækin flykkjast til Reykjavíkur eða Akureyrar eða á aðra slíka staði en þjóna þó í raun öllu landinu. Hins vegar fær lands- byggðin engar tekjur af þessum aðstöðugjöldum. Ég ersannfærður um það að það líður ekki á löngu þar til uppreisn verður gerð gegn tekjuöflun afþessutagi. Þessvegna erum við að tala um skerðingu aðstöðugjalda hjá sveitarfélögum sem þjónusta fyrirtæki sem hafa miklar tekjur af landinu öllu. Við lítum svo á að eðlilegt sé að hluti af því fjármagni sem þessi fyrirtæki skila til viðkomandi sveitarfélaga verði notaður í þá efnahagslegu björgunarstarfsemi sem framund- an er,“ sagði Steingrímur Her- mannsson og bætti við: „Ef hinir ríku, hvort sem það eru einstakl- ingar, sveitarfélög eða fyrirtæki, vilja ekki taka þátt í þessum björg- unaraðgerðum, þá er ekki hægt að ætlast til að hinir fátæku geri það.“ Aðspurður kvaðst Steingrímur ekki vonlaus um að samkomulag gæti náðst fyrir helgina en þá hefur verið boðaður miðstjórnarfundur hjá Framsóknarflokknum. „En það verður þá ýmislegt að gerast á þeim tíma sem eftir er fram að þeim fundi," sagði hann að lokum. -BG Steingrímur Hermannsson kemur af ríkisstjórnarfundi í gær. Tímamynd:Ámi Bjama Akureyri, Dalvík, ísafjörður, Njarðvík og Reykjavík með aðstöðugjald yfir 12.100 á íbúa: Borgin fengi rúm 44% aðstöðugjalda Akureyri, Dalvík, isafjörður, Njarðvík og Reykjavík eni þeir staðir scm hafa yfir 12.100 króna tekjur af aöstödugjöldum á hvem íbúa á þessu ári - og þyrfftn að leggja það sem umfrara er í sér- staka deild í Framkvæmdasjóði, ef tillögur Framsóknar um 500 mill- jóna luóna tekjuöflun til hans með þeim hætti yrðu framkvæmdar. Reykjavík og Njarðvík eru þeir staðir sem hafa hlutfallslega lang hæstar tekjur af aðstöðugjöldum - og þyrftu þar af leiðandi að leggja mest til sjóðsins. Til að afla 500 milljóna tekna reiknast Þjóðhags- stofnun til að aðstöðugjöld yfir 12.107 kr. á íbúa þurfi að renna til sjóðsins. Yfir því marki eru áður- nefndir 5 bæir. Aðstöðugjald á íbúa þar er sýnt hér að neðan, ásamt heildarupphæð sem renna myndi til jöfnunarsjóðs (skulda- skilasjóðs) frá hverju þeirra: Reykjavík 17.213 þús. 476,2 millj. Njarðvík 17.121 - 11,8 - Dalvík 13.956 - 2,6- ísafj. 13.059 - 3,3 - Akureyri 12.553 - 6,2- Samtals 500,1 millj. Aðstöðugjaldatekjur Reykja- víkur eru taldar 1.605 milljónir í ár, sem eru 53,7% af öllum álögð- um aðstöðugjöldum í landinu. Þurfi Reykjavík að sjá af 476 milljónum til jöfnunarsjóðs mundi hún eigi að síður halda eftir 44,3% öllum aðstöðugjöldum í landinu. Aðstöðugjald er lagt á þar sem atvinnureksturinn er, en ekki eftir heimabvggð þeirra sem við hann starfa. Ibúar nágrannasveitarfélag- anna hafa þvf virkað sem nokkurs- konar „tilberar" á aðstöðugjöldum til borgarinnar, sem þar með hefur fengið langt yfir helming allra að- stöðugjalda landsins í sinn hlut. Þetta sést gieggst á því að að- stöðugjöld f nágrannabæjum Reykjavfkur eru aðeins 7.570 kr. á Jbúa. Þau eru því 127% eða nær tíu þúsund krónum meira á hvern íbúa í Reykjavík. Utan höfuðborg- arsvæðisins eru aðstöðugjöld 9.520 kr. á íbúa að meðaltali - og því víðast hvar mun hærri (26% að meðaltali) en í nágrannabæjum Reykjavíkur. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.