Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. september 1988 Tíminn 15 MINNING Sigtryggur Runólfsson Fæddur 11. júlí 1921 Dáinn 7. september 1988. í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju tengdafaðir minn, Sigtryggur Runólfsson húsasmiður. Hann lést 7. sept. s.l. Sigtryggur fæddist að Hvammi í Fáskrúðsfirði þann 1. júlí 1921. Foreldrar hans voru þau Runólfur Sigtryggsson og Þórunn Jóhannsdóttir. Þeim var sex barna auðið og eru fjögur eftirlif- andi. Þann 17. september 1948 kvæntist Sigtryggur eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Sigurpálsdóttur frá Ósi í Breiðdal. Þau hjónin hófu búskap að Innri Kleif á æskuheimili Sigtryggs. Fyrir um það bil 34 árum flytja þau með börnin sjö til Reykja- víkur að Suðurlandsbraut þar sem þau höfðu keypt sér hús. Þar bættust þrjú börn t' hópinn. Eftir nokkurra ára búsetu þar verður fjölskyldan fyrir þeirri þungu lífsreynslu að hús þeirra brann og þau missa aleigu sína. Dýrmætasta sjóðnum halda hjónin eftir en það eru börnin. Með einstökum dugnaði og eljusemi tekst þeim hjónum að koma þaki yfir höfuð sér á nýjan leik, er þau kaupa sér hús að Heið- argerði 11. Þá verða þau fyrir þeirri sorg að missa yngsta barn sitt sem var drengur. Ég bast fjölskylduböndum við fjölskylduna fyrir 23 árum er ég kynntist Magnúsi syni þeirra hjóna en hann er fjórði í systkinaröð. Ég minnist þess hvað þau hjónin voru samhent í öllum sínum störfum og hvað þeim var annt um garðinn sinn enda hirtu þau vel um hann. Þegar ég kynntist Sigtryggi man ég vart eftir honum öðru vfsi en sívinnandi. Sigtryggur var sterkur persónu- leiki, rólegur, yfirvegaður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hógværðin var hans aðalsmerki. Hann átti bágt með að þola að nokkrum manni væri hallmælt enda talaði hann aldrei illa um nokkurn mann heldur tók hann upp hanskann fyrir náungann. Hann var með afbrigðum heimakær og lítt fyrir að vera í margmenni. Sigtryggur var víðlesinn og hafði yndi af ljóðum og átti sjálfur til að setja saman vísu og er mér ekki grunlaust um að eitthvað sé til eftir hann, uppáhaldsskáld hans var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Oft hlustaði ég á hann yrkja upphátt. Honum þótti gaman að taka í spil og minnist ég sérstaklega jólaboð- anna að Heiðargerði 11 en þá var mikið spilað. Mér er ofarlega í huga hvað hann var alltaf góður við barnabörnin sín, en þau voru orðin 28 þegar hann lést. Alltaf vildi hann víkja einhverju góðgæti að þeim er þau komu í heimsókn og ef ekkert var við hend- ina þá skaust hann sjálfur út í búð eftir því. Ég minnist tengdaföður míns með þakklæti og hlýjug. Alltaf fór vel á með okkur og fann ég mikinn styrk frá honum þegar maðurinn minn átti við veikindi að stríða. Honum var mjög umhugað að fylgjast vel með honum og ef hann gat ekki heimsótt hann á sjúkrahús þá hringdi hann ævinlega í mig. Tengdamóður minni og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Að lokum kveð ég Sigtrygg með ljóði eftir Davíð Stefánsson. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Ég þakka tengdaföður mínum fyr- ir vináttu hans og góðar samveru- stundir. Fari hann í friði, friður Guðs sé með honum. Louisa Biering. Hann afi starfaði margt um æfina, meðal annar>- var hann bóndi í Breiðdal, hu tsmiður, svo vann hann hjá Sai mdinu. Skemmtileg- ast fannst h um að starfa sem bóndi, það t i hann bestu ár æfi sinnar. Hann var kkuð mikið fyrir að húsasmiður yrkja, og hafði mikið dálæti á ljóðum og kvæðum, var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í uppáhaldi. Eftir afa er þó nokkuð af vísum og ljóðum og safnaði hann vísum saman og hélt til haga, vísum eftir sjálfan sig, vinnu- félagana og fleiri sem honum fannst mest varið í og voru vel ortar. Hann las mikið af ljóðabókmenntum. Einnig kenndi hann okkur eldri systkinunum mikið um ljóð, hvernig nota ætti stuðla og höfuðstafi. Síðustu ár var hann veikur og dvaldi nokkuð á sjúkrahúsum. Við systkinin eigum eftir að minn- ast hans sem afa, sem var blíður og góður. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín en munum minnast þín og alls þess góða sem þú gafst okkur og muna þann tíma sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín. Lóa, Unnsteinn, Jón Loftur og Guð- björg Lilja. Hjá því verður varla komist að einhverntíma á lífsleið manns komi fregnir svo á óvart að vant verði orða. Þannig varð mér er hringt var heim til mín að kvöldi miðvikudags- ins 7. september s.l. og mér sagt lát vinnufélaga míns og vinar Sigtryggs Runólfssonar. Að vísu vissi ég að hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða og orðið að hætta störfum vegna þess, grunaði þó ekki að svo snögglega slitnaði lífsþráðurinn. Það tómaróm sem myndaðist við slíka frétt varir ýmist lengur eða skemur en eftir verður söknuðurinn og minningin um góðan starfsfélaga og vin sem gott og gagnlegt var að blanda geði við. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Innflutningsdeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Holtagörð- um í sept. 1977, kynntist ég Sig- tryggi. Hann var þá í vinnu í Bús- áhaldadeild eins og jafnan síðan meðan vinnuþrek hans entist. Þá voru þar að störfum nokkrir menn sem skemmtu sér við hina aldagömlu dægrastyttingu íslendingsins, að búa til ferskeyttar vísur. Ég hygg að við höfum báðir fundið okkur vel í þeim hópi. í minningunni eru það góðir dagar. Lengst af þann áratug sem við Sigtryggur unnum á sama vinnustað vorum við borðfé- lagar í matsal. Gjama vitnaði hann í vísur og kvæði er krydduðu um- ræðuna og hitti tíðum í mark. Slík firn kunni hann og gat haft yfir af ljóðum að mér fannst með ólíkind- um. Og þar fór hann ekki á mið annars en hins besta og fegursta í ljóðagerð góðskáldanna. Hvemig honum gat unnist tími til að læra þessi ljóð, erfiðismanninum sem ámm og áratugum saman vann strangan vinnudag verður mér jafn- an ráðgáta. Einu sinni sagði hann mér að, „ef ég heyrði eða las gott ljóð myndi ég það síðar“ en bætti svo við: „Það var nú þegar ég var upp á mitt besta.“ Sjálfur var hann vel hagorður en mér vitanlega stund- aði hann þá iðju í ákaflega litlum mæli en mat því meir slík verk annarra. Um lífshlaup Sigtryggs allt frá æskuámm hef ég þær heimildir að hann byrjaði snemma að taka til hendi, stundaði hverskonar vinnu, sjómennsku, vega- og brúarvinnu, auk landbúnaðarstarfa sem seinna varð hans aðalstarf um árabil. Vel þótti hann liðtækur, áhlaupamaður við vinnu og hugur hans allur að duga sem best. Líkamsþrekið mun hafa verið í betra lagi og íþróttir stundaði hann á yngri árum, einkum knattspyrnu og átti frá þeim leik góðar minningar. í mín eyru var hann ekki margorð- ur um sjálfan sig. Hann bar ekki á torg hvorki frásagnir unt afrek sín né umsögn um erfiði. Hinsvegar dáði hann þá sem hann kynntist og stóðu vel fyrir sínu í daglegu starfi og ekki síst þá sem sáu yfir strit og amstur hverdagsins ljóðheiminn og áttu þar með honum samleið. Bernskustöðvarnar á Austurlandi voru honum ætíð hugleiknar og þar átti hann, sem og víðar, sína góðu vini og var þeim aufúsugestur þegar honum auðnaðist að eiga þangað leið. Sigtryggur Runólfsson var fæddur 11. júlí 1921 að Hvammi í Fáskrúðs- firði. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Innri-Kleif í Breiðdal en þau voru Runólfur Sig- tryggsson og Þórunn Jóhannsdóttir. Þar ólst hann upp. Á Alþýðuskólan- um á Eiðum var hann við nám í tvo vetur. Sautjánda september 1948 kvænt- ist Sigtryggur Guðbjörgu Sigurpáls- dóttur. Nokkru áður höfðu þau byrjað búskap að Innri-Kleif og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykja- víkur árið 1954. Eftir að þau fluttu má segja að Sigtryggur hafi alla tíð unnið hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Hann hóf nám í trésmíði og hlaut réttindi í þeirri iðn. Vann síðan við trésmíðar þar til hann fór til starfa á lager sem fyrr er getið. Þau Guðbjörg og Sigtryggur eign- uðust 11 börn og lifa 10 þeirra. Þótt ég minnist margra ánægju- legra stunda að spjalli yfir kaffibolla um áhugamál okkar beggja eiga nú við hin fleygu orð um ferð sem ekki var farin því að ég ól þá von í brjósti að þegar um hægðist í daglegu striti manna sem komnir eru nokkuð til aldurs gæfist meiri tími til skoðana- skipta og umræðu. Að ekki væri lokið þeim fundum er ég vænti. Vinir og samstarfsmenn í Holta- görðum kveðja góðan vinnufélaga og ég hefi verið beðinn að tjá þakkir þeirra fyrir samfylgdina og alla við- kynningu og samúð aðstandendum. Við hjónin þökkum Sigtryggi Runólfssyni vináttuna og vottum Guðbjörgu, börnum þeirra og þeirra fjölskyldum hluttekningu á sorgar- ' stund. Óskar Þórðarson Sem betur fer hef ég ekki haft ástæðu eða tilefni til þess í gegnum tíðina að skrifa minningargreinar um mér nákomið fólk. Því vefst mér tunga um tönn þegar á að fara að rifja upp 26 ára vinskap okkar Sig- tryggs tengdaföður míns. Sigtryggur var virkilega góður maður sem ævinlega sýndi áhuga á því sem ég og aðrir í fjölskyldunni voru að framkvæma. Það var eigin- lega einn hlekkur í lífsins keðju þegar gömlu hjónin renndu í hlað, komu inn og fengu sér kaffi, þá spurði hann eins og fyrir aðeins örfáum dögum, Kalli hvað ætlar þú að gera í sambandi við bílaplanið hjá þér? Mér þykir það mjög leitt að geta ekki svarað honum því nú eða þegið um þær framkvæmdir góð ráð. Sigtryggur var mikill afi og veit ég að yngstu meðlimir hans stóru fjöl- skyldu eiga um sárt að binda og erfitt verður að útskýra af hverju afi kemur ekki í dag. Það er kannski svolítið afstætt á slíkri stundu að það situr bara eftir gleði og ánægja yfir því að hafa haft tækifæri til að þekkja slíkan mann sem ávallt reyndi að sjá réttu hlið- arnar á öllu. Okkar kynni byggðust upp á virðingu og vinskap, við skildum hvor annan mjög vel. Hafðu þökk fyrir árin 26. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til eiginkonu ntinnar Rósu, tengdamóður Guðbjargar og barna þeirra Sigtryggs. Hinstu kveðjur senda einnig til elskulegs afa Guðbjörg, Rósa Björg, Kalli Maggi og Ari. Kalli Hví ert þú horfinn, ó ástvinur minn? sem hjarta mitt áttir, nú söknuð ég finn. Pví enginn í veröld það gæti mér veitt er veittir þú mér, ó við unnumst svo heitt. Og brosið þitt bjarta var fagurt og hlýtt er bauðstu mérfaðm þinn, mérfannst alltsvo nýtt. Pú hjarta mitt sigraðir hljóðlega þá. Pér helga ég líf mitt, uns fölnar mín brá. Frá mörgu er að minnast þó stutt væri stund er máttum við njótast á jarðneskri grund. Pær minningar geymi með gleði hjá mér því gleði og hamingju fékk ég hjá þér. Pó dauðinn nú kveði sinn kveljandi dóm á kyrrlátum degi við klukknanna óm. Við sjáumst samt aftur til eilífðar þá já sorganna myrkur þá hverfur mér frá. Ó pabbi minn kærí við kveðjum þig nú og kossa þérsendum mcð kærleik og trú, við þakka viljum þér pabbi minn er veikri hendi þú straukst okkar kinn, við kveðjum þig öll í hið hinsta sinn þú hjartkæri faðir og maðurinn minn. Við klukknanna óma við kveðjum þig hljótt, með kossi við bjóðum þérgóða nótt. JÞS. Kveðja frá eiginkonu og börnum Elsku afi Diddi er dáinn. Okkur barnabörnunum langar til að minn- ast afa með nokkrum orðum. Við eigum aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við áttum með afa. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Heiðargerði og ekki eru fáir bíltúrarnir sem afi fór með okkur niður í sjoppu til að kaupa nammi í poka á meðan amma bakaði vöfflur eða kleinur. Afi var afar hæglátur maður sem lítið fór fyrir, en bar samt af. Hann var hagyrðingur mikill og átti mikið kvæðasafn eftir sjálfan sig og aðra. Fallegasta gjöfin sem afi gaf okkur voru vísur tileinkaðar hverju og einu okkar eftir hann sjálfan; gaf hann okkur þær gjarnan á afmælisdögum okkar. Einu sinni á ári hittumst við öll heima hjá ömmu og afa í Heiðó, það var á jóladag, nema um s.l. jól vegna þess að afi var ekki nógu heilsu- hraustur til að taka á móti okkur öllum í einu og vantaði mikið upp á að jólin yrðu eins hátíðleg og alltgf áður. Það er stór hópur barnabarna, 28 börn, það elsta 22ja ára og það yngsta 3ja ára, sem syrgir afa. Sum okkar eiga erfitt með að skilja það að afi eigi aldrei eftir að vera með okkur meir, en vissan um það að afa líði betur þar sem hann er nú, gerir okkur kleift að sættast við hvarf hans. Elsku amma, við biðjum algóðan guð um að styrkja þig og treysta. Ekkert getur fyllt það skarð sem afi skildi eftir en við vonum innilega að tíminn eigi eftir að deyfa þessa miklu sorg. F.h. barnabarnanna, Sigríður, Bogga og Didda. Það var miðvikudaginn 7. sept. s.l. að mér barst sú harmafregn að vinur minn Sigtryggur Runólfsson væri dáinn. Ef til vill kemur manni andlát kunningja ætíð á óvart, en þrátt fyrir að heilsa Sigtryggs hafi farið versn- andi hina síðustu mánuði, grunaði mig ekki að leiðir myndu skiljast svo skjótt. Hann talaði ekki mikið um veikindi sín og gerði frekar minna úr þeim en ella, enda dulur um eigin hagi. Sigtryggur Runólfsson var fæddur að Hvammi í Fáskrúðsfirði þann 11. júlí 1921. Foreldrar hans voru þau Runólfur Sigtryggsson bóndi frá Klausturseli, Jökuldal og Þórunn Jóhannsdóttir frá Hvammi, Fá- skrúðsfirði og var hann næstelstur sex systkina. Hann ólst upp í for- eldrahúsum að Innri-Kleif í Breið- dal, við leik og störf, eins og gerðist til sveita á þeim tíma. Á unga aldri tók hann þátt í störfum þeim sem til féllu og aldur hans og geta gáfu tilefni til. Að loknu bamaskólanámi í farskóla sveitarinnar for hann í Alþýðuskólann á Eiðum, eins og svo margt af æskufólki þess tíma gerði. Á Eiðum tileinkaði hann sér auð- veldlega þann fróðleik sem þar var að fá, enda vel greindur að eðlisfari. Hann minntist oft með mikilli ánægju dvalar sinnar á Eiðum en þar komst hann í kynni við íþróttir, sem hann stundaði af kappi, en knattspyrna var hans uppáhaldsíþrótt. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hefði náð langt í þeirri íþrótt ef aðstæður hefðu leyft það. Á árinu 1946 hóf hann búskap að Innri-Kleif í Breiðdal ásamt verð- andi eiginkonu, móðursystur minni, Guðbjörgu Sigurpálsdóttur f. 9. sept. 1926, frá Hóli í Breiðdal. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urpáll Þorsteinsson bóndi og Rósa Jónsdóttir. Sigtryggur og Guðbjörg giftu sig 17. sept. 1948. Þeim var 11 barna auðið ogeru lOþeirraálífi. Þau eru: Jón Guðlaugur f. 2. 11 1944, ógiftur. Fríða Hrönn f. 11. 5. 1946, maki: Garðar Andrésson. Rósa Pálína f. 12. 5. 1947, maki: Karl M. Karlsson. Magnús Arnar f. 17. 5. 1948, maki: Louisa Biering. Sigrún f. 3. 5. 1949, maki: Emil Karlsson. Vilberg Smári f. 7. 4. 1951, maki: Gerður Hjaltalín. Hreinn Ómarf. 9. 5. 1952, maki: Ólafía Ottósdóttir. Svana f. 28. 5. 1953, maki: Ingólfur Á. Sveinsson. Runólfur f. 31. 5. 1955, maki: Halldóra Sigurðardótt- ir. Svala f. 3. 12. 1956, maki: Þórir Sigurðsson. Óskírður f. 58 dáinn 1959. Barnabörn þeirra eru 30. Haustið 1954 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur með sinn stóra barnahóp. Er til Reykjavíkur kom hóf Sigtryggur nám í húsasmíði hjá Rósmundi bróður sínum og vann hann við húsasmíðar og síðar við lagerstörf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Ég held að ekki sé hægt að ljúka þessum fátæklegu línum um ævi Sigtryggs, án þess að minnast þess atviks í lífi þeirra hjóna, er þeim tókst á yfirnáttúrlegan hátt að bjarga sér og börnum sínum út úr brenn- andi húsi þeirra í febrúar 1958. Þar brann allt sem brunnið gat og stóðu þau öll á nærklæðum einum, enda um hánótt og allir í fasta svefni er eldurinn kom upp. En með einstök- um dugnaði og harðfylgi tókst þeim hjónum að koma sér upp heimili að nýju og um haustið 1958 festu þau kaup á Heiðargerði 11 hér í borg, þar sem þau hafa búið síðan. Sigtryggur var dulur í skapi en hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og þá sérstaklega ljóða og kunni hann mörg af ljóðum stór- skáldanna. Hann var sjálfur hagyrð- ingur þó hann færi leynt með það. Ég vil þakka Sigtryggi nær hálfrar aldar góð kynni og bið honum allrar blessunar á ókunnum slóðum. Ég og fjölskylda mín sendum Guðbjörgu, börnum hennar, teng- dabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll R. Magnússon iR BILALEIGA meö útibú allt i kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntumbíla erlendis. interRent Bilaleiga Akureyrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.