Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 4
iáugði'dágur'f 7. séptember 1988 Nýtt smá- sagnasafn '4 Tfrfiinn Húsnæðisstofnun: Nær 5 milljarðar í lán á 7 mánuðum i í lok júlí var Húsnæðisstofnun búin að borga út hátt í 5 milljarða lán frá áramótum. Fjárlög ársins gera ráð fyrir 8,2 milljarða lánveit- ingum frá stofnuninni á árinu öllu, samkvæmt fréttabréfi Húsnæðis- stofnunar. Á þessu sama 7 mánaða tímabili keyptu lífeyrisjóðirnir skuldabréf af stofnuninni fyrir um 3,7 milljarða af þeim 6,1 milljarði sem áætlað er að sjóðirnir kaupi í ár. Nú í júnílok höfðu Húsnæðisstofnun borist 14.650 lánsumsóknir frá sept- ember 1986. Þar af hafði tæplega helmingur umsækjenda fengið lán eða lánsloforð. Byggingarsjóður ríkisins borgaði út tæplega 4 milljarða í lánum (3.994 m.) á þessu 7 mánaða tímabili. Stærsta upphæðin, 2.048 milljónir voru til kaupa á eldri íbúðum, sem er 124% hærri upphæð en á sama tímabili í fyrra - og nýbyggingarlán voru 1.391 milljón, sem er 61% hækkun milli ára. Raunhækkun heildarútlána þessara lánaflokka er 81% og 31% milli þessara tímabila. Auk . þess hefur Byggingarsjóður ríkisins lánað 246 milljónir vegna greiðsluerfiðleika og 309 milljónir í önnur lán. Útborguð nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði verkamanna voru 722 milljónir þessa fyrstu 7 mánuði ársins, og því ríflega helmingur á við almennu byggingarlánin. Að við- bættum 196 milljónum vegna endur- söluíbúða voru útborguð lán BV 918 milljónir á tímabilinu, sem er um 40% hækkun frá sama tíma í fyrra. í fréttabréfinu kemur fram, að um þessar mundir sé verið að greiða út fyrri hluta lána til þeirra kaupenda 1. íbúðar sem sóttu um á mánuðina jan.-mars í fyrra. Þá er stofnunin að senda út lánsloforð til fólks í for- gangshópum sem sótti um lán síðari hluta maímánaðar 1987 og sam- kvæmt þeim loforðum á það fólk að fá fyrri hluta sinna lána útgreidda í maí 1989, eða tveim árum eftir umsókn. - HEI Væntanleg er í verslanir bókin Síðasti bíllinn -smásögur eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Höfundur er tæplega 26 ára gamall Reykvíkingur og er hér um að ræða frumraun hans í smásagnagerð. Bókin inniheldur 9 smásögur úr íslenskum samtíma og gerast sögurnar ýmist í höfuðborg- inni eða úti á landi. Þær lýsa flestar fólki sem af mismunandi ástæðum á í tímabundnum eða varanlegum erf- iðleikum og er utangarðs af þeim sökum. Oft er um að ræða fólk sem á við geðræn vandamál að stríða eða vanrækt börn. Jafnframt því að hafa hefðbundið raunsæi að leiðarljósi hefur höfundur gert sér far um að glæða texta sinn spennu oft áþekkri þeirri sem einkennir ýmsa reyfara, með því að sögurnar eru iðulega hlaðnar kvíðablandinni óvissu sem ekki hjaðnar fyrr en í lokin. Og oftar en ekki er endirinn óvæntur. Stensill h/f annaðist prentun bók- arinnar en útgefandi er ábs-bækur. Hér stcndur stoltur eigandinn við hraðlestina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Tímamynd Gunnar Friðjón Eyþórsson rekur einkaflutningsfyrirtæki á fyrsta Volvo F-16 og fer sjaldan langt frá farkostinum: Oflugasti flutn- ingabíll landsins Friðjón Eyþórsson er eigandi öfl- ugasta vöruflutningabíls á fslandi, eftir því sem Tíminn kemst næst, enda er bíllinn hans, Volvo F16, um 470 hestöfl að vélarafli við innan við 2000 snúninga. Þegar Tíminn frétti að Friðjón þyrfti ekki að skipta niður um gír, nema tvisvar, á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar, varð hann forvitinn. Fór svo að blaða- maður fékk tækifæri til að aka þess- um trukk, sem mestur er á íslandi. Niðurstaða blaðsins er sú að hér er á ferðinni hraðlest frekar en bifreið, og það mjög kraftmikil hraðlest með öllum hugsanlegum þægindum. Búið var að aka góða stund þegar Friðjón benti hæglátlega á að enn væru eftir tveir hálfgírar á stönginni og engin ástæða væri til annars en að nota þá. Upptakið brást ekki og bíllinn var kominn upp fyrir lögleyfð mörk á þjóðvegum á fáeinum sek- úndum. Þegar F16 er ræstur kemur strax í ljós að hér er enginn venjulegur bíll á ferðinni. Aflið er ótrúlegt og finnur ökumaður það hríslast upp sköflunginn þegar vélin urrar lítið eitt við inngjafir. Það er minna mál að aka þessu trölli en ætla mætti. Þetta er eins og fólksbíll í meðför- um. Þessi öfluga vél hefur mælst allt að 520 hestöfl við prófanir hjá Volvo en opinberar tölur eru 465 DIN við innan við 2000 snúninga. Hún er sannarlega fílefld og millikælirinn gefur henni það sem á vantar. Milli- kælirinn (intercooler) hefur það hlutverk að kæla loftið áður en forþjappan tekur við því og þrýstir því inn í brunahólfið. Burðarmagn bílsins takmarkast nær eingöngu af öxulþungaákvæðum Vegagerðarinnar og er það líklega einkennandi fyrir aflið og stærðina að hann fær trúlega aldrei að reyna neitt á sig að ráði. Tíu tonn í vörukassa Friðjóns eru þannig stærðartölur að hann breytist lítið í akstri þótt þau séu á eða ekki. F-16 er nefnilega byggður til að draga allt að 50 tonnum á eigin grind og á kálfi og er um leið öflugasti Volvo- bróðirinn í flotanum. En einn stór annmarki hefur verið fluttur inn í landið með F-16. Þeir sem prófa bifreiðina verða aldrei samir á eftir. Kaupfélagsbílstjórinn á Akureyri er til dæmis ekki á þeim buxunum að fá að taka í gripinn, þótt Friðjón hafi boðið honum það um daginn. Hann segist ekki vilja verða bullandi óánægður með „tí- una“ sem KEA lætur hann aka um á milli með vörur. „Tía“ stendur fyrir Volvo F10, en það er sama stærð af bíl og Friðjón átti áður. Sá sem ekið hefur báðum veit að þar er verið að tala um muninn á svörtu og hvítu. F-16 bíllinn hans Friðjóns er sá stærsti að véfarstærð frá Volvo og trúlega einn stærsti vöruflutningabíll á íslandi og Friðjón var líka fyrstur til að flytja þessa stærð til landsins. Nú þegar er einn kaupfélagsbíll kominn í þennan flokk, því Kaupfé- lag A-Skaftfellinga festi kaup á ein- um slíkum fyrir nokkru. Bílstjórinn á þeim F-16 er þó að auki með meiri þægindi í plássi þar sem honum hlotnaðist að fá Globtrotter-útgáfu af F-16, sem þýðir að bílstjórahúsið er með hærra þaki og auka legu- bekks við þann sem er í báðum þessum farartækjum. Friðjóni nægir þó ennþá einn bekkur, en hann notar hann þegar hann tekur sjón- varpsfréttirnar á kvöldtúrunum og hvííir sig í leiðinni. KB Fisksölur i Bretlandi og Þýskalandi 5.-9. september: Rauðinúpur ÞH seldi rúmt 161 tonn HAUKAFELL SF 111 seldi tæp 40,8 tonn í skipasölu í Hull þann 5. þessa mánaðar. Meðalverð var kr. 83,45 á kíló og var söluverð 3,4 milljónir króna. SIGURÐUR ÓLAFSSON SF 44 seldi tæp 50 tonn sama dag í Hull á meðalverði kr. 87,00 kílóið og var söluverð 4,3 milljónir króna. Þá seldi EINIR HF 202 rúm 46 tonn í Grimsby 7. þessa mánaðar á meðalverð kr. 91,01 kílóið fyrir samtals 4,2 milljónir króna. HALKION VE 105 seldi 79 tonn þann sama dag í Hull á meðalverði kr. 90,61 fyrir kílóið. Söluverð var 7,1 milljónir króna. SÆRÚN seldi 105.2 tonn á meðalverði kr. 80,78 kílóið sama dag í Hull og var söluverð tæpar 8,5 milljónir króna. ARNARNES IS 42 var á ferðinni í Grimsby þann 8. og seldi þá 59,5 tonn fyrir 4,7 milljónir króna. Með- alverð á kíló var kr. 79,56. Loks seldi RAUÐINÚPUR ÞH 160 mest allra, 161,3 tonn í Hull þann 8. Meðalverð á kíló var kr. 80,47 og var söluverð tæpar 13 milljónir. Samtals voru rúm 330 tonn af þorsk seld í skipasölu í Bretlandi dagana 5.-9. september. Meðaiverð á kíló var kr. 88,74 og söluverð 29,3 milljónir króna. Um 117,4 tonn af ýsu voru seld á samtals 10,4 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 88,60. Þá voru 24,4 tonn af blönduð- um afla seld á meðalverði kr. 83,59 á kíló og var söluverð 2 milljónir króna. Um 20,8 tonn af ufsa fóru fyrir 867 þúsund krónur og var meðalverð kr. 41,62. Svipað magn af karfa var selt, 20.2 tonn og var söluverð þar 852 þúsund krónur og meðalverð kr. 42,27. Meðalverð fyrir grálúðu var kr. 62,28 kílóið og voru tæp 19,3 tonn af henni seld fyrir 1,2 milljónir. Loks voru 9,3 tonn af kola seld á meðalverði kr. 67,71 kílóið og var söluverð tæpar 632 þúsund krónur. f gámasölu í Bretlandi voru 150,5 tonn af þorski seld þessa sömu daga. Meðalverð á kíló var mjög gott, kr. 97,50. Söluverð var 14,7 milljónir króna. Meðalverð fyrir ýsuna var kr. 87,18 og voru 116,6 tonn seld fyrir samtals tæpar 10,2 milljónir króna. Þá seldust 106,4 tonn af grálúðu fyrir 7 milljónir króna og var meðalverð kr. 66,54 á kíló. Tæp 80 tonn af kola voru seld fyrir 6,5 milljónir króna. Meðalverð var kr. 82,18 á kíló. Tæp 45,5 tonn af blönduðum afla voru íHull seld fyrir 4,5 milljónir króna og var meðalverð fyrir kíló kr. 98,56. Lítið var selt af ufsa og karfa. Þá eru enn ótaldar ísfisksölur í Bretlandi 5.-9. september. Þar seld- ust 480 tonn af þorski fyrir 44 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 91,48. Meðalverð fyrir ýsu var kr. 87,89 kílóið og voru 234 tonn seld fyrir 20,5 milljónir. Þá voru 125,7 tonn af grálúðu seld fyrir 8,3 milljónir króna og var meðalverð á kíló kr. 65,99. Um 89 tonn af kola voru seld á kr. 80,66 kílóið að meðaltali og var söluverð 7,2 milljónir króna. Tæp 70 tonn af blönduðum afla voru seld fyrir 6,5 milljónir króna og var meðalverð á kíló kr. 93,33. Tæp 30 tonn af ufsa voru seld á 1,3 milljónir króna og var meðalverð á kíló kr. 43,84. Af karfa seldust 28 tonn fyrir tæpar 1,3 milljónir og var meðalverð kr. 44,85. HÓLMATINDUR SU 220 seldi tæp 197 tonn í skipasölu í Bremer- haven í Þýskalandi þann 6. þessa mánaðar fyrir rúmar 10 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 51,26. SIGLUVÍK SI 2 seldi rúm 130 tonn í Bremerhaven þann 7. Söluverð var tæpar 6,8 milljónir króna og var meðalverð kr. 52,05. Mest var selt af karfa í skipasölu í Þýskalandi dagana 5.-9. september, tæp 186 tonn. Söluverð var 11,4 milljónir króna og var meðalverð á kíló kr. 61,50. Næst mest var selt af blönduðum afla, 65,5 tonn. Meðal- verð var ótrúlega lágt, kr. 7,62 kílóið og var söluverð tæp 500 þúsund. Þá voru 46 tonn af ufsa seld á samtals tæpar 2,8 milljónir króna og var meðalverð kr. 60,04 kílóið. Samtals voru 27,3 tonn af þorski seld. Meðalverð á kíló var kr. 73,32 og söluverð 2 milljónir króna. JIH Gefum okkur tíma í umferðinni. Leggjum tímaiilega af stað!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.