Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminrv Laugardagur 17. september 1988 FRÉTTAYFIRLIT MANZINI - Jóhannes Páll II páfi talaði gegn fjölkvaeni í ræðu sinni í Manzini, höfuð- stað Swazilands, en þar er algengt að karlmenn taki sér fleiri en eina konu, með þeim kostum og göllum sem slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér. HOUSTON - Gilbert, felli- bylurinn öflugi, skellti sér að ströndum Texas með tilheyr- andi blæstri í gær. Rokið var rosalegt og rigning gaf vindin- um lítið eftir. Þúsundir íbúa „Einnar stjörnu lýðveldisins" flúðu frá ströndinni inn í landið þar sem meira öryagi ríkti. Veðurfræðingar spáðu því í gær að Gilbert myndi æða' beint yfir Brownsville, 85 þús- und manna bæ sem er á landamærum Mexíkó og Texas. VARSJÁ - Pólsk stjórnvöld sem nú undirbúa sig fyrir þriðja fund sinn með Samstöðu, hót- uðu að fangelsa skipuleggj- endur hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka á kolasvæðunum í Slesíu. Saksóknarinn í Slesíu hafði stefnt sjö leiðtogum verkalýðsnefndar Samstöðu og sagt að þeir ættu yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt og leitt ólögleg verkföll. Viðvaranir þessar undirstrika þann ásetning pólskra yfirvalda að koma í veg fyrir að Samstaða verði slíkt ofurafl sem samtökin voru á sama tíma og stjórnvöld halda til viðræðna um að leyfa starfsemi samtakanna á nýjan leik. Þá var haft eftir Lech Walesa að hann óttaðist að missa stjórn á róttækustu verkamönnunum í Samstöðu og klúðra þannia tækifæri til j sögulegra sátta. I Sovétríkjun- j um gagnrýndi Gorbatsjov hins | vegar pólsk stjórnvöld og sagði hættu á að þau misstu tiltrú j fólksins með klaufalegum að-: gerðum sínum undanfarna mánuði. MIAMI - Kontraliðar eru reiðubúnir að hefja á ný friðar- viðræður við sandínistastjórn- ina í Níkaragva, en upp úr; þeim slitnaði í sumar. Kontrar krefjast þess þó fyrst að Ortega i forseti Níkaragva taki beinan ; þátt í þeim viðræðum og að 39 j stjórnarandstæðingar sem handteknir voru í júlí verði leystir úr haldi. Ef af þessu yrði! væru Kontrar tilbúnir að hefja ; viðræðursíðustuvikunaísept- j ember. Gorbatsjov heldur enn eina tímamótaræðuna, nú í Krasnoyarsk í Síberíu: Kynnir friðaráætlun í Asíu og Kyrrahaf i Sovétmenn hafa boðist til að loka flotastöð sinni í Víetnam ef Bandaríkjamenn dragi saman umsvif sín í herstöðvum sínum á Filippseyjum. Þetta er hluti friðartillagna í málefnum Asíu og Kyrrahafsins sem Mikhaíl Gorbatsjov aðalritari sovéska kommún- istaflokksins kynnti í ræðu sem hann hélt í lok Síberíuferðar sinnar í gær. Mikhail Gorbatsjov brást ekki væntingum er til hans voru gerðar um að hann hefði eitthvað í pokahorninu eftir að hann hélt að nýju til starfa eftir sumarfríið sitt. í fyrra gaf hann út bókina Perestrojka, en nú hélt hann ræðu í Síbcríu þar sem hann lagði fram friðaráætlun í Asíu og á Kyrrahafinu. Gorbatsjov bauðst einnig til þess að hið fullkomna radarkerfi sem Sovétmcnn eru nú að byggja í Kras- noyarsk í Síberíu verði gert að alþjóðlegri radarmiðsttíð til friðsam- legra rannsókna á himingeimnum. Radarkerfið hefur farið mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum sem telja að kerfið brjóti í bága við samkomulag ríkjanna um gagnflaug- ar frá því 1972 og því verið ásteyting- arsteinn stórveldanna í viðræðunum um takmörkun langdrægra kjarna- vopna. „Sovétríkin eru reiðubúin til sam- ráðs við vísindamenn allra þjóða sem sýna áhuga á samstarfi við þetta verkefni," sagði Gorbatsjov um upp- byggingu radarstöðvarinnar. „Þetta er svar okkar við áhyggjum Vestur- landa yfir Krasnoyarsk radarkerf- inu“. Hins vcgar bætti hann við að Sovétmenn ætluðust til þess að Bandaríkjamenn tækju svipuð skref með radarkerfi sín á Grænlandi og í Fylingdales á Bretlandi, en Sovét- menn tclja að þær stöðvar brjóti í bága við fyrrnefndan samning. Um takmörkun á flotaumsvifum í Víetnam og á Filippseyjum sagði Gorbatsjov: „Ef Bandaríkin eru til- búin til að takmarka hernaðarumsvif sín á Filippseyjum þá eru Sovétríkin reiðubúin, í samvinnu við stjórn Víetnams, að loka birgða- og tækni- stöð sovéska flotans í Cam Ranh flóa.“ Sovétmenn hafa að undanförnu haldið uppi miklum áróðri gegn hernaðarumsvifum Bandaríkjam- anna á Filippseyjum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir bjóðast til að loka flotastöð sinni í Cam Ranh flóa, en þar hafa þeir á undanförnum árum komið upp mjög öflugri flota- stöð. Þá hvatti Gorbatsjov Kínverja og Víetnama að hefja beinar viðræður um málefni Kampútseu og sagði að Sovétmenn væru tilbúnir að hefja nú undirbúning friðarfundar í samvinnu við stjórnvöld í Peking. Friðartillögur þær er Gorbatsjov setti fram í ræðu sinni í Krasnoyarsk eru í sjö liðum: 1. Sovétríkin munu ekki auka umsvif sín á sviði kjarnavopna í Asíu og á Kyrrahafi og fara fram á það við Bandaríkin og aðrar þjóðir er hafa yfir kjarnavopnum að ráða að frysta uppbyggingu kjarnavopna á svæðinu. 2. Sovétríkin bjóða hclstu flota- veldum á svæðinu til viðræðna þar sem samið verður um takmörkun í flotaumsvifum. 3. Sovétríkin bjóðast til að hefja marghliða viðræður sem miði að slökun spennu við strendur og þar sem hafsvæði Kína, Japans, Norður- Kóreu, Suður-Kóreu og Sovétríkj- anna mætast. 4. Sovétríkin hætti að nota flota- stöðina í Cam Rahn flóa gegn því að Bandaríkjamenn dragi úr hernaðar- umsvifum sínum á Filippseyjum. 5. Sovétríkin leggja til að skipu- lega verði dregið úr „árekstrum" flota og flughers ríkjanna á svæðinu. Slíkt væri hægt á grunni samninga sem þegar hafa verið gerðir milli Sovétríkjanna og Bretlands, Banda- ríkjanna og Japans: 6. Sovétríkin bjóðast til þess að alþjóðlcg ráðstefna um friðlýsingu Indlandshafs hefjist árið 1990. 7. Sovétríkin ieggja til að komið verði á fót stofnun sem hafi það hlutverk að ræða öryggismál í Asíu og á Kyrrahafinu. Leggja þeir til að Sovétríkin, Bandarikin og Kína standi fyrir stofnun slíkrar viðræðu- stofnunar í samráði við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Burma: Stjórnin „rekur" herinn og embættis- menn úr flokknum fram í Rangoon, jafnvel þó fleiri hundruð þúsundir manna hafi tek- ið þátt þeim. Þegar erlendur blaða- maður spurði stúdenta hverju þetta sætti var svarið; „Við höfum ára- langa þjálfun í göngum til dýrðar Sósíalistaflokki Burma og leiðtog- um hans“. Ríkisstjórnin í Burma bauðst til þess á dögunum í kjölfar mikilla mótmælagangna að boða til frjálsra kosninga í landinu innan þriggja mánaða. Stjórnarandstaðan þáði ekki það gylliboð og sagði Sósíal- istaflokkinn ekki hæfan til þess að undirbúa frjálsar kosningar og krafðist þess að á fót yrði komið bráðabirgðastjórn á breiðum grundvelli. Ríkisstjórn Sósíalistaflokksins er ekki sammála þessu og telur að þar sem hún hafi boðað til frjálsra kosninga ríki í raun stjórnmála- frelsi í landinu. Því krafðist hún þess að opinberir starfsmenn hefji aftur vinnu 19. september. Þeir sem ekki mæti til vinnu fyrir 26. september eigi yfir höfði sér að- gerðir stjórnvalda. Stjórnvöld í Burma lýstu því yfir í gær að herinn og opinberir starfs- menn teldust ekki lengur sjálfkrafa nteðlimir Sósíalistaflokks Burma sem hefur verið einráður í landinu frá því 1962. Með þessu segjast stjórnvöld vilja tryggja það að kosningar þær sem fram fara í landinu innan þriggja mánaða verði frjálsar. „Vopnaðar herdeildir, lögreglu- menn, embættismenn opinberra stofnana og aðrir embættismenn sem þiggja laun frá ríkinu eru ekki meðlimir flokksins," sagði í yfirlýs- ingu ríkisstjórnar Sósíalistaflokks- ins sem útvarpað var í Rangoon í gær. Skömmu áður en yfirlýsing þessi var lesin í útvarpi hafði hálf milljón manna tekið þátt í kröfugöngu um götur Rangoon þriðja daginn í röð. Fólkið krefst afsagnar ríkis- stjórnarinnar svo bráðabirgða- stjórn á breiðum grundvelli geti tekið við völdum og undirbúið frjálsar kosningar. Athygli vekur hversu vel mót- mælagöngur hafa yfirleitt farið Ár flugslysa heldur áfram: Manntjón í flugslysi í Eþíópíu Að minnsta kosti 32 létu lífið þegar Boeing 737 þota frá flugfélagi Eþíópíu fórst í Bahar Dar 350 km norðvestur af Addis Ababa á fimmtudaginn. Stjórnvöld tilkynntu þá að þotan hefði farist og að með henni hefðu verið 104 farþegar. Engar tölur hafa verið gefnar út um tölu látinna, en ættingjar og vinir þeirra er voru með þotunni hafa fengið staðfest lát þessara 32 far- þega. Það eina sem flugyfirvöld í Eþíópíu hafa sagt um fjölda látinna er að nokkur hópur hafi farist. Hundruð niðurbrotinna ættingja farþega þotunnar biðu á flugvellin- um í Addis Ababa eftir fréttum af örlögum ástvina sinna. Það ríkti enn mikil óvissa meðal þeirra seinnipart- inn í gær. Ríkissjónvarpið í Eþíópíu skýrði frá því að þotan hefði farist og að meirihluti farþeganna hefði komist lífs af. í fréttum sjónvarpsins var einnig sagt að hinir slösuðu hefðu verið færðir á sjúkrahús í Bahar Dar og í Addis Ababa. Sagði sjónvarpið að þotan hefði farist er fuglager flaug í hreyfla hennar í flugtaki og að kviknað hefði í öðrum hreyfli þotunnar. Pinochet handtekur 140 manns Lögreglan í Chile handtók 140 manns er tóku þátt í mótmælaað- gerðum gegn því að tveir verkalýðs- leiðtogar er hvöttu til allsherjarverk- falls gegn herforingjastjórninni á síðasta ári hafi verið gerðir útlægir. Mótmælin urðu í sama mund og Pinochet undirritaði tvo alþjóða- samninga gegn pyntingum, en her- foringjastjórn Pinochets hefur óspart beitt pyntingum gegn stjórn- arandstæðingum allt frá því að her- inn tók völdin í blóðugri byltingu árið 1975. Verkalýðsforingjarnir voru gerði útlægir í 541 dag í skjóli hinna ströngu þjóðaröryggislaga sem ríktu í landinu, en var aflétt fyrir nokkrum vikum. Lögreglan beitti táragasi og vatnsslöngum til að leysa upp göng- una og elti uppi stjórnarandstæðinga sem héldu áfram að hrópa slagorð gegn Pinochet fram eftir nóttu. Skoðanakönnum sem háskólinn í Santíagó gerði á fylgi Pinochets á dögunum sýnir að ívið fleiri kjósend- ur styðji hann, en ljóst er þó að mjótt er á mununum og allt getur ennþá gerst. Eins og kunnugt er þá er Pinochet eini frambjóðandinn í forsetakosningunum sem fram fara 5. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.