Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 17. september 1988
Sr. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur, er Guði og söfnuðinum þakklátur fyrir
niðurstöður mánudagsfundarins:
Klíkurnar mega ekki
ógna störfum presta
Það gekk ekki of vel hjá okkur Gunnari að hefja samtalið því stöðugar símhringingar
voru til hans frá fólki sem var að óska honum til hamingju með sigurinn á
mánudagsfundinum. Þá kom líka fólk á tröppurnar til prestsins og færði honum blóm
af sama tilefni. Loksins gátum við þó sest niður og tekið tal saman, Tíminn og
fríkirkjuklerkurinn kunni. Segir hann hér frá vandamálum safnaðarins og stöðu sinni
í hræringum sumarsins. Það er ótrúlegt að heyra hann tala um gleðina í skemmtilegu
safnaðarstarfi með stuðningsmönnum sínum og hvernig allir í þeim hóp hafi hjálpast
að við frumbýlingsaðstæður, þá tæpu þrjá mánuði sem hópurinn hefur ekki haft
aðgang að safnaðarkirkju sinni.
Sr. Gunnar ræðir hér um klíkurnar sem hindrað hafa eðlileg prestsstörf og
skilningsleysi þeirra á stöðu safnaðarpresta. Hann telur það aðeins spurningu um
tíma hvenær hann taki að fullu við störfum og kirkjuaðstöðu fríkirkjuprestsins.
Vandinn í uppsagnarmálinu
Við biðjum hann að byrja á að ræða vanda.
safnaðarins í uppsagnarmálinu.
„Vandamál safnaðarins í þessum hræring-
um er m.a. að lög safnaðarins hafa ekki
reiknað með svona stórátökum. T.d. var
gert ráð fyrir því fyrir árið 1981 að ef
presturinn yrði stórbrotlegur í starfi væri
möguleiki að losna við hann með því að
kallað yrði til safnaðarfundar með það mál
á dagskrá. Á jreim fundi þurftu % hlutar
fundarmanna að samþykkja brottrekstur-
inn.
Svo gerist það í preststíð sr. Kristjáns
Róbertssonar, að lögunum var breytt árið
1981. Þá kom inn ákvæði um að hægt væri
að víkja presti úr starfi ef % hlutar stjórnar
kæmu sér saman um það. Þetta ákvæði var
reyndar hluti af víðtækum breytingartillög-
um nefndar sem sr. Kristján átti m.a. sæti í,
en þær miðuðu að því að koma á svipuðu
kerfi og nú er komið á í þjóðkirkjunni og
þekkt er hjá fríkirkjum í Bandaríkjunum og
víðar. Allar aðrar breytingartillögur voru þá
felldar niður af stjórninni.
Vegna þessa sitjum við uppi með lög sem
eru mótsögn í sjálfu sér, af því að söfnuður-
inn kýs prestinn líkt og tíðkaðist í þjóðkirkj-
unni þar til í fyrra vor, en aðeins aukinn
meirihluti safnaðarstjórnar getur vikið hon-
um frá og það án þess að þurfa að tilgreina
neinar ástæður. Þetta finnst mér ekki geta
staðist."
í sjöunda himni
Hvernig ert þú stemmdur núna eftir
mikinn sigur á safnaðarfundinum sl. mánu-
dag?
„Ég er náttúrlega alveg í sjöunda himni
með úrslit fundarins. Ég er Guði og safnað-
arfólkinu sérstaklega þakklátur fyrir úrslit
fundarins vegna þess að það er svo auðvelt
að koma á kreik kviksögum, en erfitt að
leiðrétta þær. Auðvitað getur það ekkert
beygt mann þótt ég lendi á milli tannanna á
fólki um einhvern tiltekinn tíma. En hinu er
ekki að leyna að úrslit fundarins skipta
miklu máli fyrir mig vegna þess að þegar
fjölmiðlar lýstu sigri okkar á þessum fundi
var eins og öllu öðru væri feykt til hliðar.
Ég hef líka fundið það hvar sem ég hef
komið að menn eru að taka í hendina á mér
og óska mér til hamingju með að þetta skyldi
fara svona. Það þurfti rcyndar svona fund til
að taka af vafa og ég hef líka hætt að mæta
ákveðinni spurn í augum fólks. Ég er þess
vegna ákaflega glaður og þakklátur yfir því
að fundurinn var haldinn og að hann skyldi
fara svona. Hann skipti mjög miklu máli
fyrir mig - embættisheiður minn, embættis-
gengi og atvinnuheiður."
Ef lýðræði ernokkuð
Hvernig metur þú horfurnar og framhald-
ið núna?
„Ef lýðræðið er nokkuð nema orðin tóm
og ef réttlæti er til í okkar mannfélagi, þá er
það staðreynd að mín staða hlýtur að teljast
ákaflega sterk. Því er ég mjög bjartsýnn á
framhaldið og það er í raun ekki annað en
spurning um tíma hvenær ég tek að fullu til
starfa í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Það hefur reyndar ekki farið framhjá mér
og stuðningsmönnum mínum að þessi upp-
sögn í júní breytti engu f sambandi við
prestsstörf mín, nema því að kirkjuhúsinu
var læst. Það eina sem ég hef ekki aðhafst
síðan 23. júní sl. er að syngja messu í
Fríkirkjunni við Fríkirkjuveg í Reykjavík.
Ég hef hins vegar messað í Háskólakapell-
unni og í húsi Thors Jensens á Fríkirkjuvegi
11. Að þessum messum hefur verið mikil og
góð aðsókn og við höfum ævinlega hist á
eftir og drukkið saman kaffi. Sá gamli
íslenski sveitasiður hefur verið alveg ómiss-
andi. Þannig að þetta kirkjulega starf sem
við höfum unnið í sumar hefur verið einstak-
lega ánægjulegt. Það hefur verið mjög bjart
yfir þessu starfi og þar hefur verið einn
hugur og ein sál og niikil hjálpsemi í
safnaðarfólkinu. Beindist hún að því að
koma þessum guðsþjónustum á og einnig að
okkur hjónunum sérstaklega.
Þar sem allir eru jafnir
Þetta var svolítið eins og að mynda nýjan
söfnuð og reisa nýja kirkju, þar sem
stemmningin ríkir og þar sem er eindrægni.
Það var engu líkt hvernig hver lagði fram
sinn skerf til að gera þessar messur sem
hátíðlegastar. Þetta er auðvitað hinn kirkju-
legi andi, þar sem allir eru jafnir og allir
koma til greina að gegna einhverju hlut-
verki. í slíku starfi er enginn gerður útlægur
og enginn verður heldur einvaldur. Þetta var
eins og samstarf þar sem verið er að líkja
eftir guðsríkinu, þar sem við stöndum um
síðir með pálmagreinar í höndum og í
hvítum skikkjum við stól lambsins."
Ábyrgð prestsins
En staða prestsins í þessu starfi?
„Jú hins vegar höfum við prestinn sem er
einn úr hópnum og valinn af honum. Hann
er valinn vegna þess traust sem hann nýtur
til starfsins. Nú á dögum er hann valinn
vegna háskólamenntunar, áður fyrr af kar-
ismatískum ástæðum, í öndveröu af því
hann hafði þekkt Krist og verið postuli hans
og þeir eru þessir fyrstu öldungar í kirkjunni.
Þessi prestur hlýtur því að axla þessa ábyrgð
sem á hann er lögð með því að hann er
gerður að öldungi safnaðarins, prebyteros.
Hann tekur því við hlutverki sínu að prédika
Guðs orð og útdeila sakramentunum.
Það sem má ekki verða er það að stöðu
prestsins í söfnuðinunt sé ógnað af keppi-
nautum, þannig að hans kennivald sé dregið
í efa. Þá stöndum við frammi fyrir vandamáli
og þess vegna hafa söfnuðir einmitt klofnað.
I Fríkirkjusöfnuðinum þekkjum við einmitt
til slíkra atburða.
Klíkur í sértrúarhópum
í sértrúarhópum er það einmitt mjög
algengt, m.a. úr samtímanum á íslandi, að
þeir séu mjög veikir fyrir því að klíkur
myndist í kringum einstaka menn. Þessir
menn yfirgefa síðan söfnuð sinn og stofna
sinn eiginn söfnuð. Þetta hefur t.d. verið að
gerast í sambandi við Krossinn, Trú og líf
og Veginn.
Hinn kirkjulegi skilningur, hinn evangel-
íski-lúterski skilningur, er með nokkuð
öðrum hætti. Við sjáum það t.d. í Augsborg-
arjátningunni að prédikun orðsins og sakra-
mentin eru jafn gild þó að þeim sé þjónað
af breyskum og syndugum mönnum. Þetta
er undirstrikað. Þar er því ekki gert ráð fyrir
þeim möguleika að persóna prestsins kunni
að fara fyrir brjóstið á einhverjum örfáum
mönnum í söfnuðinum og það geti orðið til
þess að presturinn verði sviptur embætti
sínu.
Hætta á mildari boðun
Presturinn hefur í raun þá skyldu að boða
Guðs orð, hið spámannlega orð af hæðum,
sem getur þýtt það að hann getur þurft að
taka á sig skikkju vandlætarans. Þá sjáum
við það í hendi okkar að það getur hitt fólkið
í hjarta stað. Sú staðreynd má einmitt ekki
verða til þess að það sé bara haldið áfram að
leita að nýjum og nýjum presti, sem þá
verður trúlega mildari og slappari í sinni
boðun, eftir því sem ráðnir eru fleiri prestar.
Verði þannig gefið eftir er hætt við að sá
söfnuður standi uppi með mann sem lætur
ekki hið spámannlega orð hljóma. Þarna er
hættan.“
Fáfræði um embættið
Stendur Fríkirkjan frammi fyrir þessari
hættu núna að þínu mati?
„Já, þarna er hætta sem fríkirkjusöfnuð-
urinn kann að standa frammi fyrir núna.
Hættan er sú að hann hætti að vera evangel-
ísk-lútersk kirkja og byrji að taka svip af
sértrúarflokki eða klíku, þar sem örfáir
menn ráða ferðinni eftir geðþótta sínum. Þá
erum við komin frá þessu umboði prestsins,
að hann er sendimaður og í þessu einkenni-
lega embætti. T.d. myndi þjóðarréttur ekki
ná fram að ganga ef dómari yrði settur af
fyrir dóm sinn, vegna þess að hinum dæmda
líkar ekki niðurstaðan."
Telur þú þá að stjórnarmenn Fríkirkjunn-
ar skorti skilning á embætti prestsins?
„Já það er einmitt það sem vantar. Það
skortir skilning á þessu stranglúterska hug-
taki, sem er embætti prestsins.
Það er til dæmis mjög áberandi í þessu
máli mínu að um sakargiftir sem kostað geta
mcnn hempuna, er ekki að ræða. Það er
ástæða þess að ég hef getað unnið að þessu
máli með óskiptum og heilum huga. Auðvit-
að sneru hlutirnir allt öðru vísi ef ég hefði á
samviskunni einhver afbrot sem áklöguðu
mann þá hið innra og brytu mig niður."
Öflin á bak við uppsögnina
En þú talaðir um klíkurnar áðan. Eru
einhver áþreifanleg öfl á bak við uppsögn
þína?
„Ég held að það þurfi að skýra það með
sögu safnaðarins. Á bernskudögum safnað-
arins, sem stofnaður var 1899, varð auðvitað
að gæta alirar skynsemi og ótti við fátækt í
þessum söfnuði var ekki ástæðulaus. Safnað-
argjöldin voru þá, og reyndar allt fram undir
okkar daga, ekki hærri en svo að mjög vel
þurfti að fara með fé.
Frá 1. janúar var loks fundin verðtryggð
tala, sem var þá 143 krónur, og hún reiknuð
af hverjum meðlim kirkjunnar frá 16 ára
aldri. Þetta þýddi nánast þreföldun á safnað-
argjöldum frá því sem var. Nú hefur Frí-
kirkjan í Reykjavík tæpa eina milljón króna
í tekjur á mánuði. Sem dæmi má nefna að
nú þegar hefur safnaðarheimilið Betanía
verið greitt að fullu, en það var keypt seint
á síðasta ári. Þess vegna er ekki hægt að tala
um fjárhagsörðugleika í söfnuðinum.
En þessar fyrri aðstæður kölluðu gjarnan
á það að fólk með viðskiptavit sæti í stjórn
safnaðarins. Við sjáum það ef við flettum í
sögu safnaðarins að í stjórnum hafa jafnan
átt sæti vel stæðir og glúrnir peningamenn.
Svo kemur annað til. Menn í Fríkirkjunni
segja oft frá því hreyknir að þeir séu fæddir
inn í kirkjuna. Það kemur berlega í ljós með
þessu að kirkjan og söfnuðurinn skiptir þá
miklu máli og er þetta einsdæmi í safnaðar-
málum landsins. Hér er gjarnan skírskotað
til þess að afar og ömmur hafi stofnað
þennan söfnuð og fórnað miklum tíma og
fjármunum til uppbyggingarinnar.
Þannig er t.d. kvenfélag kirkjunnar eitt
elsta kirkjufélag sinnar tegundar og saga
þess er merk.
Kirkjueignarfélag og prestur
E.t.v. verða þessar kringumstæður til þess
samanlagðar, að í fríkirkjusöfnuðinum í
Reykjavík verður til hópur fólks sem kalla
mætti kirkjueigendafélag. Dæmin sanna,
svo ekki verður um villst, að það er jafnan
hollara að hafa slíkan hóp með sér en á móti.
Það sem getur verið hæpið frá sjónarmiði
prestsins, er að ekki er endilega víst að þetta
sama fólk beri hag guðsþjónustunnar fyrir
brjósti. Þá á ég við að vegur messunnar,
prédikunar og sakramentanna sé í fyrsta
sæti í huga þessa fólks. Það er ekki endilega
víst. Það getur komið upp sú stað að
kirkjueigendurnir séu fyrst og fremst að
hugsa um fjármál, fasteignir og aðrar eignir
safnaðarins, en það er að segja það sem ætti
að vera verkefni safnaðarstjórnarinnar.
Þá erum við komnir í svolítið skemmtileg-
an hring, því ef þessi stjórn sem fyrst og
fremst á að fara með fjármál safnaðarins,
útvíkkar vald sitt í þeim mæli að hún fer að
anda um of niður um hálsmálið á prestinum.
Stjórnin fer m.ö.o. að skipta sér óhóflega af
prestinum og hans starfi. Fari svo, erum við
komin út á villigötur að mínu mati. Þá getur
komið upp sú staða að verkaskiptingin milli
safnaðarstjórnar og prestsins riðlist þannig
að það hái hinu kirkjulega starfi.
Sömu öfl rekið fleiri klerka
Sú tregða sem safnaðarstjórnir Fríkirkj-
unnar hafa viðhaft í sambandi við allan
tilkostnað við starfið í söfnuðinum, hlýtur
að orka mjög tvímælis. Þetta kom t.d. fram
þegar safnaðarstjórnin bar mér það á brýn
að ég hafi safnað saman bunka af persónu-
legum reikningum í gegnum árin, sem mér
hafi síðan verið goldinn á síðasta ári. Þetta
var hins vegar útlagður kostnaður við kirkju-
legt starf, en ekki einkancysla mín, eins og
haldið var fram.“
Nú hef ég heimildir fyrir því að forvera
þínum hafi verið gert að segja starfi sínu
lausu, en vera rekinn ella. Einnig hefur það
komið fram í háskólaritgerð að fyrsta prest-
inum hafi verið gert að hætta ári áður en
kirkjan var vígð. Er þetta sama fólkið sem
verið hefur að segja upp prestum sínum allt
frá stofnárum kirkjunnar?
„Þegar þú spyrð mig svona beint verð ég
að láta það í ljósi, þar sem sannleikurinn er
sagna bestur, að svo er. Almennt talað má
segja að það séu sömu öflin.“
Þetta er þá ekki alltaf ný og ný klíka?
„Nei það er hægt að segja að það hafi
alltaf verið sama fólkið, afkomendur þess og
skyldulið. Ég vil hins vegar ekki vera að
nafngreina neinn af þessu fólki sem þú ert
að tala um. Það gengur ekki fyrir prest sem
er prestur alls safnaðarins."
Kristján Björnsson