Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Laugardagur 17. september 1988 Á toppnum með útsýn til allra átta. Pétur Sturluson, Arnór Valgeirsson, Elísabet Hauksdóttir og Alfreð Þorsteinsson. Uppí mót. Hjónin Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar Örn Stef- Spjallað um daginn og veginn. Nú var tekið að kvölda og Jóni fannst komið að lokum, sagði hann Sigrúnu eiga inni bragarbót: Að þetta endurtakist, ég verð að vona, vil þess biðja rómi sterkum, og að Sigrún þessi sóma kona segi aftur fyrir verkum. Kvöldhúmið lagðist nú yfir og kvöldroðinn Ijómaði í vestri. Þessar kringumstæður höfðu áhrif: Sigrún spurði, hvort skáld yrðu ekki róm- antísk með kvöldinu. Jón bað um undanþágu, vegna loforðs um að þegja, fékkst hún mótmælalaust. Rómantíkinni eflaust er ágætt nú að sinna. Ef í hópnum heppnast mér, heiiiadís að finna. Og þar með var örstutt orðið til Reykjavíkur. Eflaust hafa fleiri vísur litið dagsins Ijós í þessari ferð og væri gaman að fá þær sendar. En eitt er víst að sumarferð með Framsóknarfélögun- um í Reykjavík er ferð þar sem enginn lætur sér leiðast. ánsson í miðjum hlíðum Laka. við málstað kvenna, en hinu væri ekki að leyna að: fnnrætinu oft það lýsir, af hverju menn hljóta nöfn, þessar eru kallaðar „Dennadísir“, dreymir um völd í sinni höfn. Hörður bóndi á Hlunkubökkum var leiðsögumaður í bíl nr. 4. í ferðinni úrbyggð inn íLaka. Hörður sagði skýrt og skemmtilega frá. Með- al annars sagði hann frá því að smalarnir í sveitinni kölluðu Leið- ólfsfellið sín á milli „Tröllkonu- brjóst" og væru þau missogin. Jón bað um hljóðnemann, og sagði: Svo litlu gamni, við helst ekki höfnum, hafandi bóndann hér. Því, landafræði með líffæranöfnum létt er að tileinka sér. Eins og eðlilegt er, þar sem marg- menni er á ferð, verður þröngt á þingi í áningarstað, sérlega á þetta við um salernin. í Víkurskála varð þetta dálítið tilfinnanlegt þar sem stuttur tími var ætlaður til áningar. Fáeinar óánægjuraddir heyrðust út af þessu. Jón sagðist af þessu sjá, hvað mikið gagn mætti hafa af skógrækt og kvað: Upp kom svolítið rófl og rógur, ráðalaust var bara þvargað. En þessu hefði þéttur skógur, þokkalega bjargað. m MHZKOLM Innritun frá kl. 13 til 20 kennsla hefst 19. september Takmarkaður fjöldi nemenda f hverjum tíma HAFN ARFJORÐUR kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 sími 52996 REYKJAVÍK Kennum í Armúla 17a sími 38830 Bamadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Kennarar í vetur: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Aðalsteinn Ásgrímsson Herborg Bemtsen Gerður Harpa Kjartansdóttir Logi Vígþórsson Anna Berglind Júlídóttir NÝTT V íslandsméistarar kenna Rokk/Tjútt Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTTNYTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. 1 Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.