Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. september 1988 Tíminn 9 Haustverk í sveitinni. gjöf um hvernig rétta mætti við rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina og bæta eigin- fjárstöðu fýrirtækja. Forsætis- ráðherra skipaði vel þekktan forystumann Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, Einar Odd Kristjánsson framkvæmdastjóra á Flateyri, formann nefndarinn- ar, en flestir aðrir nefndarmenn voru kunnir forystumenn í at- vinnulífinu. Vandi útflutnings- og samkeppnisgreina Þótt eitthvað bæri á því að mönnum þætti þessi samsetning ráðgjafamefndar í efnahagsmál- um einhæf að því leyti að í hana völdust fyrst og fremst forstjórar og framkvæmdastjórar fyrir- tækja, þá var ástæða til að taka þessari nefndarskipun vel vegna þess að í henni fólst vísbending um að forsætisráðherra hefði réttilega skilgreint efnahags- vandann sem vanda útflutn- ings- og samkeppnisgreina. I öllu því miída tali sem verið hefur í fulla 12 mánuði, allt síðan á haustdögum 1987, höfðu framsóknarmenn ætíð haldið því fram að vandi efnahagslífs- ins stafaði af rekstraraðstöðu útflutningsframleiðslunnar. Þess vegna hófu framsóknar- menn sókn fyrir því að ríkis- stjórnin einbeitti sér að þessu vandamáli og gerði ráðstafanir, sem dygðu til þess að leysa það umfram alit annað. Ágreiningur um leiðir Hér verður því ekki haldið fram að samstarfsflokkar Fram- sóknarflokksins í ríkisstjórn hafi ekki séð eða viljað sjá þau teikn um versnandi rekstrarafkomu, sem á lofti voru. Hins vegar kom fljótt í ljós að mikill ágreiningur var um það innan ríkisstjórnar- innar, í hverju þessi vandi at- vinnulífsins væri fólginn í ein- stökum, mikilvægum atriðum og þá ekki síst hvaða ráð væru til þess að bæta úr honum. Ágrein- ingur um leiðir til úrbóta hefur því sett skýran svip á stjórnarfer- ilinn og stjómarsamstarfið. Kreddufesta í peningamálum Þessi ágreiningur hefur ekki síst grundvallast á því að í báðum þeim flokkum, sem framsóknarmenn eiga samstarf við, hefur sjónarmið peninga- frjálshyggjunnar átt mikinn hljómgrunn. Þeir sem það sjón- armið aðhyllast em af kenninga- ástæðum og kreddufestu andvíg- ir íhlutun ríkisvaldsins í ýmsa mikilvæga þætti efnahagslífsins, ekki síst peningamál, banka- og verðbréfaviðskipti. Vaxtamál og fjármagnskostnaður hefur verið erfiðasta ágreiningsefni innan ríkisstjórnarinnar, og fætt af sér önnur ágreiningsefni, sem tengj- ast óhjákvæmilega opinberum ráðstöfunum til bjargar efna- hagslífinu. Framsóknarmenn þafa talið það eitt af brýnustu úrlausnar- efnum í sambandi við rekstrar- vanda útflutningsfyrirtækja og þess iðnaðar, sem á í samkeppni við erlenda framleiðslu, að þess- um atvinnugreinum séu búin viðráðanleg vaxtakjör. Þessi krafa framsóknarmanna byggist á óumdeilanlegum upplýsing- um, sem fyrir hafa legið, að vaxtabyrði fyrirtækja sé óhófleg hér á landi og sívaxandi þáttur í rekstrarútgjöldum miðað við aðra rekstrarþætti. Þá lá fyrir að virkasta aðgerðin til viðreisnar hagsmunum útflutningsfyrir- tækja, og reyndar atvinnulífsins í heild og afkomu þúsunda heim- ila í landinu, væri breytt stefna í vaxtamálum. Óheillaáhrif kreddufestunnar Um þessi sjónarmið hefur aldrei náðst samkomulag í ríkis- stjórninni. M.a. þess vegna hafa opinberar efnahagsaðgerðir, þótt til þeirra væri gripið, ekki komið að neinu varanlegu haldi. Þessi tregða á því að taka á vaxta- og fjármagnskostnaði fyrirtækja hefur m.a. leitt til þess að ráðist hefur verið í gengisbreytingar, sem aðeins hafa reynst skammtímalausnir. Heildstæðar efnahagsaðgerðir hafa dregist von úr viti, þótt þeirra væri þörf fyrir löngu. Neyðaróp Álit „forstjóranefndar“ Þor- steins Pálssonar varð til þess að varpa ljósi á ástandið í rekstrar- málum útflutningsfyrirtækj- anna. Nefndarálitið var eins og neyðaróp. Nefndarmenn sýndu fram á að þessi grundvallarfyrir- tæki gjaldeyrisöflunar þjóðar- innar voru á gjaldþrotsbarmi. Nefndin lagði því til að gerðar yrðu heildstæðar efnahagsráð- stafanir, sem fælust í niðurfærslu allra helstu efnahagsstærða og kostnaðarþátta í þjóðfélaginu. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að varanlegasta úrbótin fyrir atvinnulífið væri hjöðnun verðbólgu að því marki að fyrir- tæki í útflutningi og samkeppnis- iðnaður stæðu jafnfætis erlend- um keppinautum og markaðs- skilyrðum hvað verðlagsþróun (verðbólgu) varðar. Nefndin taldi að gengisbreyting við ríkj- andi aðstæður dygði ekki til þess að rétta við rekstur fyrirtækj- anna, heldur yrði að fara leiðir, sem tryggðu varanlega verð- bólguhjöðnum, þótt slíkt kost- aði beina íhlutun í vaxtafrelsi, launasamninga, verðlag- og gjaldskrárákvarðanir og annað sem hefur áhrif á þróun efna- hagslífsins, rekstrarstöðu fyrir- tækja og afkomu heimila. Hugmyndum um niðurfærslu vel tekið Þessum hugmyndum var til- tölulega vel tekið af almenningi. Fólki fannst eins og þama kvæði við nýjan tón. Framsóknarmenn lýstu yfir ákveðnum stuðningi við niðurfærsluleiðina, enda í samræmi við þær meginhug- myndir um heildstæðar aðgerð- ir, sem þeir höfðu barist fyrir. Þessar hugmyndir áttu einnig verulegt fylgi innan Alþýðu- flokksins, þótt þar yrði vart tregðu við sumar hugmyndir nefndarinnar, einkum það sem varðaði íhlutun í vaxtamál. Flest benti þó til að Alþýðuflokkurinn myndi styðja niðurfærsluna, ef almennt samkomulag næðist um hana milli stjórnarflokkanna. Viðbrögð Þorsteins Hins vegar brugðust sjálf- stæðismenn öðm vísi við. Þar var að vísu fyrir hendi nokkur stuðningur við þessar hugmynd- ir, en postular peningafrjáls- hyggjunnar réðu þó afstöðu flokksins þegar til kastanna kom. Þorsteinn Pálsson var neyddur til þess að ganga gegn tillögum sinnar eigin nefndar og fann ástæðu til þess að úrskurða niðurfærsluleiðina ófram- kvæmanlega. í minnum verður haft hvaða aðferð forsætisráð- herra hafði til þess að koma niðurfærsluleiðinni fyrir katt- amef. Það gerði hann með því að kynna efni hennar svo ein- hliða fyrir launþegasamtökun- um að þau hlutu að snúast gegn henni. Forsætisráðherra kynnti niðurfærsluna sem einhliða launalækkunaraðgerð, sem var blekking, því að hún fól í sér alhliða aðgerðir, sem áttu að snerta alla þætti verðlags og kostnaðar, allar þjóðhagsstærð- ir. Það er auðvitað ljóst að með þessu var niðurfærslan afskrif- uð. Illu heilli er hún ekki lengur umræðuefni ríkisstjórnarinnar sem leið í efnahagsmálum. Sjálf- stæðismenn sáu til þess. Með þessu sáðu þeir til sundrangar í stjórnarsamstarfinu, sem for- sætisráðherra á fullt í fangi með að uppræta og ekki verður gert nema með viðunandi málamiðl- un, sem tryggir markmið niður- færslunnar, þar sem tekið verði tillit til viðhorfa samstarfsflokk- anna. En eitt er víst: Tími skynsamlegra efnahagsaðgerða er löngu upp runninn. Spurning- in er: Ná stjórnarflokkarnir sam- komulagi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.