Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 28. september 1988 Albert Guðmundsson telur aðferðir stjórnarmyndunarmanna ógeðslegar: Erum eins og falleg hjákona Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, segist engan þátt hafa átt að viðræðum þeim sem stóðu yfir nú í síðustu lotu og segir að þeir hafi verið eins og falleg hjákona sem allir vilji hafa samband við á meðan enginn kemst að því. Hann vill ekki kommúnisma og er ekki reiðubúinn að sjá róttæka vinstri stjórn á íslandi. Miklar freistingar ganga nú yfir þingmenn Borgara um að ganga til Iiðs við væntanlega stjórn, en enginn hefur fallið til þessa. Þetta hefur verið mikið álag og ógeðsleg aðferð að sögn Alberts. „Það er alveg rétt að Ólafur Ragnar Grímsson og Alþýðubanda- lagið, hefur þvertekið fyrir það að Borgaraflokkurinn verði í þessum umræðum og síst af öllu ég,“ sagði Albert Guðmundsson í viðtali við Tímann í gær á sama tíma og viðræður komust á endasprett milli Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka jafn- réttis og félagshyggju. Hvaða forsendur telur þú liggja þarna að baki? „Líklega það að ég er ekki reiðu- búinn að sjá róttæka vinstristjórn á íslandi, en ég hef allt mitt pólitíska líf verið í heilagri baráttu gegn þessum isma. Ég hefði gerst kommi ef ég hefði einhvern tíma viljað starfa að komma-fyrirkomulagi. Við í Borgaraflokki erum ekki í sambandi neina erlenda aðila. Við sækjum ekki íhaldsmannaþing, vinstrimannaþing eða miðflokkaþ- ing eins og þið þarna Tímamenn.“ En hver hefur staða ykkar verið undanfarna daga, með tilliti til þess að nú hafið þið Steingrímur Her- mannsson rætt saman? „Já við Steingrímur höfum oft rætt saman. Við Borgarar eru svona eins og falleg hjákona. Það vilja allir hafa hana meðan enginn kemst að því. Það er nú andrúmsloftið í okkar garð. Þannig hafa hinir starfað og það er Iítið spennandi og við erum bara ekki tilbúnir að gegna því hlutverki. Það er ástæða þess að við sendum þeim bréfið á laugardaginn var og hreinsuðum þetta út.“ En hefur verið rætt við ykkur í þessari síðustu lotu? „Ég veit að allt í kringum mig hafa hinir og þessir útsendarar verið að tala við þingmenn Borgaraflokksins og reyna að búa til liðhlaupa. Það hefur því verið mikið álag á þing- menn Borgaraflokksins, en þeir hafa staðist allar freistingar og allar þess- ar árásir. Það hefur enginn fallið og ég á ekki von á því. Þetta hafa ekki verið mjög skemmtileg vinnubrögð og réttara sagt eru þau ógeðsleg." KB Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, stoppar í sokka. Tímamynd: Róbert Sérstakur saksóknari í Hafskipsmálinu: Ákvörðun innan tveggja vikna Sextán sóttu um forstjórastarf Bifreiöaskoöunar íslands: Karl Ragnars fékk forstjórastólinn „Ég hef sett mér að Ijúka rann- sókninni innan hálfs mánaðar og tek þá ákvörðun hvort höfðað verði mál fyrir sakadómi, eða ekki,“ sagði Jónatan Þórmundsson sérstakur saksóknari í Hafskips- mátinu svokaliaða, aðspurður í samtali við Tímann. Norðurlandamóti framhalds- skólasveita í skák, sem hófst á Akureyri fimmtudaginn 22. þessa mánaðar lauk sl. sunnudag með sigri norsku meistarasveitarinnar sem var frá Sandnæs Videregaaende Skole og hlaut hún 15 vinninga. í keppninni tóku þátt sex sveitir, ein frá hverju landi en tvær frá landi gestgjafanna, fslandi, en þær voru sveit Menntaskólans á Akureyri, fslandsmeistarar framhaldsskóla- sveita, og sveit Verslunarskóla ís- lands en samkvæmt reglum um þessa keppni má það land sem keppnina heldur, senda til hennar tvö lið, standi tala þátttökuliða á stakri tölu. Tefldar voru fimm umferðir og fóru leikar þannig: í fyrstu umferð sigraði norska sveitin þá sænsku 3:1, sveit MA sigraði sveit VÍ 3:1 og danska sveitin þá finnsku 3:1. í annarri umferð sigraði norska sveitin MA 3:1, danska sveitin þá sænsku 2,5:1,5 og VÍ þá finnsku 3:1. í þriðju umferð, sem var tefld fyrri hluta sl. laugardags sigraði norska sveitin þá finnsku 3,5:0,5, MA sigraði sænsku sveitina 3,5:0,5 og danska sveitin VÍ 3,5:0,5. Jónatan var falið á sínunt tíma að koma í staðinn fyrir hinn al- menna ríkissaksóknara í Hafskips- málinu. Hans er að athuga hvort höfðað verði mál og gefnar út kærurogþágegnhverjum. -ABÓ í fjórðu umferð, sem tefld var seinni hluta laugardagsins sigraði norska sveitin þá dönsku 2,5:1,5, MA sigraði þá finnsku 3,5:1,5 og VÍ sigraði þá sænsku 2,5:1,5. f fimmtu umferð fóru leikar þann- ig að Danir sigruðu MA 2,5:1,5, Norðmenn sigruðu VÍ 3:1 og Svíar Finna 3:1 og úrslitin urðu því þau að. norska sveitin sigraði með 15 vinn- ingum, Danir urðu í öðru sæti með 13 vinninga. f þriðja sæti varð sveit MA með 12,5 vinninga. í fjórða sæti varð sveit VÍ með 8 vinninga. í fimmta sæti urðu Svíar með 7,5 vinninga og lestina ráku Finnar með 4 vinninga. Sérstök verðlaun fengu sigursæl- ustu skákmennirnir á hverju borði en á 1. borði varð efstur Thomas Hutters frá Danmörku með 4,5 vinn- inga. Á öðru borði var efstur Atle Rettedal frá Noregi með 4 vinninga, á 3. borði urðu efstir Magnús Pálmi Örnólfsson MA og Trond Svela Noregi með 3,5 vinninga og á 4. borði varð efstur og jafnframt vinn- ingahæstur Bogi Pálsson MA með 5 vinninga. - sá Karl Ragnars framkvæmdastjóri Jarðborana hf. var í gær ráðinn forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands en um starfið sóttu sextán manns, þar á meðal þungavigtarmenn á við Ragnar Halldórsson fyrrverandi for- stjóra ísals og Ásgeir Gunnarsson forstjóra Veltis. Karl er vélaverkfræðingur og út- skrifaðist frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1968 og hefur síðan starf- að lengst af hjá Orkustofnun og Jarðborunum ríkisins sem nú eru Jarðboranir hf. Hann er bróðir ný- ráðins framkvæmdastjóra Útgerðar- félags Akureyringa; Gunnars Ragnars. Karl er fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn er að hinu nýja fyrirtæki sem tekur að mestu við hlutverki Bif- reiðaeftirlits ríkisins, sem lagt verð- ur niður um áramótin næstu. Karl sagði í samtali við Tímann að fljótlega yrðu ráðnir fleiri starfs- menn til Bifreiðaskoðunarinnar og ekki væri á þessu stigi ljóst hvort eða að hve miklum hluta núverandi starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins myndu starfa hjá nýja fyrirtækinu. Karpov varð öruggur sigurvegari Interpolisskákmótsins í Tilburg í Hollandi, en síðasta umferðin var tefld í gær. Jóhann Hjartarson tefldi gegn Hubner og sömdu þeir um jafntefli eftir fremur stutta skák, eða eftir 22 leiki. Úrslit urðu að öðru leyti þau, að jafntefli varð í skák Shorts og Karpovs, Van der Wiel sigraði Timman og Nikolic sigraði Portish. Úrslit mótsins urðu þau, að Karp-' ov varð efstur með 10,5 vinninga. í öðru sæti varð Short með 8,5 vinn- Karl Ragnars hefur verið ráðinn forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands. Karl Ragnars sagði að Bifreiða- skoðunin yrði þjónustufyrirtæki við bílaeigendur en hefði ekkert lög- gæsluhlutverk, eins og Bifreiðaeftir- litið hefur. inga. í þriðja til fimmta sæti urðu Jóhann Hjartarson, Timman og Nikolic með 7 vinninga hver. í sjötta og sjöunda sæti urðu Van der Wiel og Hubner með 5,5 vinninga og í áttunda sæti varð Portisch með 5 vinninga. Jóhann átti erfitt uppdráttar fyrri helming mótsins en sótti mjög í sig veðrið seinni hlutann og hlaut fjóra vinninga í fimm síðustu skákunum. Hann ávann sér mikla hylli hol- lenskra áhorfenda og hefur honurn verið boðin þátttaka í tveim skák- Skoðunarstöð, eða stöðvum verð- ur fljótlega komið upp þar sem bílar eru flestir og sagði Karl að ætlunin væri að gefa öllum bíleigendum landsins kost á að láta skoða bíia sína í stöðvum fyrirtækisins. Það væri þó ljóst að fyrst um sinn yrði sérhver bíll í landinu vart skoðaður hjá skoðunarstöðvum fyrirtækisins sakir þess hve landið er víðlent og strjálbýlt. Karl tók fram að Bifreiðaskoðun- in sem slík hefði ekkert vald til að boða menn til skoðunar með bíla sína. Það myndi frantkvæmdavaldið gera. Hann sagði að auk þess að annast skylduskoðun bíla væri ætl- unin að fólk gæti utan hennar komið og fengið bíla sína athugaða. Bifreiðaskoðun íslands er í sam- eign ríkisins, tryggingafélaga og ým- issa annarra aðila sem tengjast þjón- ustu við bíleigendur, svo sem Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Félags bifvélavirkja. Hún tekur til starfa við skráningu og skoðun bíla snemma á næsta ári. mótum í Hollandi. Annað getur hann ekki þegið því það fer fram á sama tíma og einvígi hans og Karp- ovs í Seattle í jan. nk. Hann þáði hins vegar boð um að taka þátt í móti sem haldið verður f Amsterdam í minningu fyrrverandi heimsmeistara í skák og forseta Alþjóðlega skáksambandsins; Holl- endingsins dr. Hans Euwe en þar mun hann m.a. mæta Timman og Short. - sá Norðurlandamót framhaldsskólasveita í skák á Akureyri 1988: Norðmenn krýndir skólaskákmeistarar sa Jóhann í 37-5. sæti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.