Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 28. september 1988 Tíminn 19 Lionel í hasar Lionel Richie er kannski ekki alveg svona kátur þessa dagana. Brenda og Lionel Richie þegar allt lék í lyndi hjá þeim. Diane Alexander, vin- ikona Lionels, sem öll | lætin urðu út af. Cosby-fólk á Broadway Ekki langt frá leikhúsinu þar sem „Theo“ leikur í sumar er verið að sýna leik sem kallaður er Inn í skóginn (Into The Woods), en þar er Phylicia Rashad (Clair) íldædd svartri skikkju í hlutverki galdranomar! Eins og heimsbyggðin hefur ef- laust frétt, eru þau hjón Brenda og Lionel Richie að íhuga skilnað. Þau hafa verið gift í 12 ár og eignast alla hluti sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Það sem skyggt hefur mest á sæluna, er að þeim hefur ekki tekist að eignast barn. Um tíma höfðu þau litla telpu og vildu ættleiða hana, en móðir hennar neitaði. Fyrir nokkru tók svo Lionel upp á að skreppa út og skemmta sér á kvöldin og ekki leið á löngu þar til hann var kominn á fast með Diane nokkurri Alexander. Brenda brást hart við og eina nóttina brá hún sér líka í bæinn og heimsótti skötuhjúin. Fyrst réðst hún á Lionel með miklum látum og síðan Diane, en gekk loks ber- serksgang, braut húsgögn og rúður. Diane þorði ekki annað en kalla lögregluna til og frú Richie hafði upp úr því frítt fæði og húsnæði á vegum hins opinbera fram á næsta dag. Þegar hér var komið, þótti Diane ljóst að allir vissu um samband þeirra Lionels, svo hún lét hafa eftir sér, að þegar hann fengi skilnað ætluðu þau að gifta sig. Lionel sjálfur hefur ekki sagt orð um það. Ætla mætti að leikararnir í sjón- varpsþáttum Bills Cosby „Fyrir- myndarfaðir" gætu tekið sér sumarfrí eins og annað fólk, því að vitað er að leikarar í þessum þátt- um eru vel launaðir. En það þykir mikið keppikefli fyrir sjónvarps- leikara að fá að spreyta sig á sviði á Broadway og því láta þeir slík tækifæri ekki fram hjá sér fara. Hér sjáum við þrjá meðlimi „Cosby-fjölskyldunnar", þau Theo, Clair og Russell Huxtable, sem Ieika á Broadway í sumar. Það eru þau Malcolm-Jamal Warner (Theo), Phylicia Rashad (Clair) og Earle Hyman (afinn) í ólíkum hlutverkum þeim sem við sjáum þau venjulega í. Earle Hyman, sem leikur afann, er í hlutverki bflstjóra sem ekur um með skapstirða, gamla ekkju af gyðingaættum. Leikritið nefnist: „Driving Miss Daisy“. Malcolm-Jamal Wamer (Theo) leikur áhyggjufullan son geðveikr- ar móður í leikritinu Þrjár leiðir heim (Three Ways Home) sem sýnt er á Broadway.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.