Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 28. september 1988 LÍFIÐ Á LANDSBYGGÐINNII lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llilllllllllill Marteinn Friöriksson: Gildi landsbyggðar Erindi á þingi Fjórðungssambands Noröurlands Ég féllst á að taka að mér framsögu um „gildi landsbyggðar“ og fékk þar á eftir í bréfi frá framkvæmda- stjóra FSN svohljóðandi uppskrift: Erindið skal heita „þýðing landsbyggðar“ og er það heiti hér á dagskrá þingsins. Til úrlausnar eiga að vera, 1. Hlutur landsbyggðar í þjóðarbúskapnum. 2. Þjóðhagsleg þýðing framleiðslu byggðarlaga til sjávar og sveita. 3. Gildi hinna dreifðu sjávarstaða fyrir þjóðarbúið. 4. Staða landsbyggðar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. 5. Svara spurningunni: Ef Iandsbyggðin bregst, hvað þá um þjóðarheildina? Að sjálfsögðu er ætlast til að þessu verði gerð tæmandi skil og vitnað í heimildir. Ræðan má vera 15-20 mínútur og öll „áhersluatr- iði“ send skrifstofu sambandsins fyrir 19/8 eða áður en þinggögn yrðu send þingfulltrúum. Miðað við þessa uppskrift, mun ég valda ykkur vonbrigðum, en gagnasöfnun mín ætti að auðvelda störf Byggðanefndar þingsins. Ég held að rétt sé, að í hagdeild- um og skyldum skrifstofum hjá ríki, bönkum, stofnunum og sam- tökum hér á landi, vinni margfalt fleiri að tiltölu, en með öðrum þjóðum. Töflur, samanburður og áætlanir eru víða gerðar um flesta þætti atvinnulífsins og fyrir FSN er nauðsynlegt, að hafa nýjar upplýs- ingar jafnan tiltækar. Vitneskja um, hvað til er af upplýsingum hjá hinum ýmsu aðilum er fyrir hendi, en dreifing tilviljanakennd og oft- ast mjög seint á ferðinni. Ég held að FSN verði að gera ráðstafanir til þess að fá þær fyrr en nú. Samræm- ing og áreiðanleiki eru að sjálf- sögðu frumskilyrði þess, að þetta kostnaðarsama starf fái almennt gildi. Ég fékk prýðilega unnar töflur frá Árna Bjarnasyni hjá FSN um mannfjölda og aldursskiptingu allt til 1/12 1987, ættaðar frá Byggða- stofnun, ennfremur skýrslur um atvinnuskiptingu eftir kaupstöðum og sýslum, sem hann sendi mér. Þær eru fyrir árin 1981 til 1985. Samskonar athugun er gerð fyrir 1986, en þar fylgir sá fyrirvari, að um bráðabirgðatölur sé að ræða. Ég hefi reynt að afla mér alveg nýrra upplýsinga og hafa allir, sem ég leitaði til, verið mjög hjálpsamir og bent mér á sínar síðustu skýrslur. Ég vona því að nokkurt nýja- bragð sé af þeim upplýsingum, sem hér liggja frammi til afnota fyrir þingið. Viðskiptahallinn Lang alvarlegast í íslensku efna- hagslífi er viðskiptahalli þjóðarinn- ar við útlönd. Menn tala um að stefni í um 11 milljarða króna á þessu ári og ekkert sem bendir til breytinga til lækkunar næstu árin, heldur verður trúlega samdráttur í framleiðslu sjávarútvegsins og að óbreyttum viðskiptakjörum hækk- ar hallinn. Þessi halli heldur uppi fölskum lífskjörum í landinu og eykur skuldabyrði þjóðarinnar til frambúðar. Fólk er almennt tóm- látt um þennan halla, og ég held að menn geri sér ekki grein fyrir hvað 11 milljarðar eru. Ef við ætlum að borga þetta með útsvarstekjum allra sveitarfélaga í landinu, þyrft- um við 240 þúsund gjaldendur, en höfum 156 þúsund, þyrftum sem sé að hækka álagninguna um 53% og sleppa þeim tekjustofni sveitarfé- laga sem kallast útsvar. Þetta er reiknað út frá meðaltalsútsvari inn- heimtu 1988. Hvernig yrði rekstur sveitarfélaga þá. Ef við breytum þessu í meðallaun fyrir ársverk við fiskvinnslu, væri það jafnvirði meðallauna 15 þúsund starfsmanna 1987, þriðjungi fleiri en starfandi voru. Fyrir stuttu sá ég í blaði að um 75% brúttó þjóðarframleiðslu væru laun. Þetta sýnir, að við erum furðu dugleg að lifa hvert á öðru. Ég lét hafa eftir mér í Degi 24/6 s.l. að kjarni vandans væri vitlaus pólitík í langan tíma. Þjónustu- starfsemi í landinu væri langtum stærri þáttur en grunnatvinnu- vegirnir geta staðið undir. Sá skaði er skeður. Hvaða ráðstafanir þarf, til þess að snúa þessu dæmi við? Jákvæðast væri að koma strax upp nýrri og arðsamri útflutningsfram- leiðslu og samnýta þá þjónustu, sem fyrir er. Varla er eina ráðið að rýra lífskjörin og minnka kaupget- una, jafnframt stórfelldum sam- drætti í framkvæmdum. Þegar skera á framkvæmdir niður, er ekki vandalaust að ákveða hvað fyrst á að víkja og hvað að bíða. Þá þarf ekki sfður að liggja fyrir hvort atvinnusamdráttur verður meiri en sú umfram eftirspurn eftir vinnuafli sem nú er, eða hvort hætta verði á atvinnuleysi. Lögum um atvinnu- leysisbætur þarf þá að breyta, fella burtu leiðir til misnotkunar, en tilfærsla fólks milli atvinnugreina og vinnustaða er mjög erfið vegna ákvæða í lögunum. Það hittist svo á að sama dag og viðtalið við mig var í Degi var greinastúfur í Morgunblaðinu eignaður Þorsteini Pálssyni forsæt- isráðherra. Fyrirsögnin var „íhug- unarefni hvort nógu vel er að rekstri frystingar staðið" og undir- fyrirsögn: „Gengisfelling skamm- góður vermir, segir Geir Hall- grímsson". Ég vitna í þetta vegna þess að hagræðing í fyrirtækjum, sem bein- ist að því að gera starfsemina ódýrari er eitt af okkar lífsspurs- málum. Hagræðing í fiskvinnslu hefur verið framkvæmd í áratugi og verður það framvegis. Reynslan er hinsvegar sú, að allt sem þar hefur verið sparað hefur farið út úr fyrirtækjunum, vegna ákvarðana stjórnvalda eða nefnda með stjórn- valdsábyrgð eins og Verðlagsráð sjávarútvegsins. Með öðrum orðum, lækkaður kostnaður vegna hagræðingar hefur gengið beint í að greiða dýrari aðföng og laun. Samskonar aðgerðir hjá öðrum atvinnugreinum en útflutnings- framleiðslunni, verða eftir í fyrir- tækjunum og koma fram sem tekjur. Það er vitanlega tilgangur- inn, ekki síst þegar þess er gætt að venjulega kostar „hagræðing" fjár- festingu í tækjum og búnaði, sem að sjálfsögðu ætti að greiða fyrst með þeim árangri, sem breytingin færir fyrirtækinu. Án þess að fara um þetta fleiri orðum ætla ég að fullyrða, að hagnaður í sjávarútvegi, bæði veið- um og vinnslu, mundi auka jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og engin breyting skili meiru. Aðrar útflutn- ingsgreinar mundu um leið verða arðvænlegri. Þessu myndi fylgja almennt að- hald og sparnaður og niðurskurður fjármagnskostnaðar, líka fyrir heimilin. Eftir stendur þó, að þjónustu- starfsemin í landinu er í röngu hlutfalli við framleiðsluna. Við sjáum af reynslunni að hún hefur jafnan vaxið hraðar en atvinnu- starfsemin. Ég held að það sé ekki af neinni sérstakri þjónslund okkar fslendinga. Þjónustustörfin eru einfaldlega eftirsóknarverðari heldur en störf við framleiðsluna. Meðan svo er, verður efnahagur þjóðarinnar í rúst. Mannfjöldi og búseta Áratuginn 1977-1987 fjölgar ís- lendingumum 24.887eða 11,19%. Fimm árin 1982-1987 er fjölgun- in 11.904 eða 5,06% frá 1982. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint frá Hafnarfirði með Straumsvík og öll byggð norður um Kjalarnes og Kjós. Þetta set ég svona upp í töflu, fækkun er sett í sviga. Þetta sýnir okkur að á Norður- landi ættu að búa 1/12 1987 2.474 fleira fólk, ef við hefðum haldið hlut okkar af heildarbúsetu fólks í landinu á síðustu 10 árum. Það samsvarar einu bæjarfélagi álíka stóru og Sauðárkrókur, nærri 7% af Norðlendingum. Fjölgunin í kaupstöðum (Blönduós með), sem hlutfall af íbúatölu alls landsins er 0,40% en fækkun í sveitum 1,40%. Aldursskipting íbúanna er efni, sem ætti að fá hæfan mann til að flytja um sérstakt erindi. Ég fjalla ekki um það hér. Atvinnuskipting á Norðurlandi Það væri mikið og tímafrekt verk, að ræða allar breytingar á atvinnuskiptingu og afleiðingar hennar fyrir byggðarlögin. Ég læt nægja að sýna hér töflu, en frum- gögnin liggja hér frammi. Hér verður atvinnuskiptingin ekki borin saman við landið í heild, það getur hver gert sem áhuga hefur á, þar sem öll þessi gögn eru hér tiltæk og verða það framvegis á skrifstofu FSN. ÁRSVERK: Kaupst. 1981 Hreppar Samtals Kaupst. 1986 Hreppar Samtals 1. Landbúnaöur 105 2.264 2.369 147 2.743 2.890 2. Fiskveiðar 728 319 1.047 730 393 1.123 3. Fiskvinnsla 1.333 645 1.987 1.330 699 2.029 4.Iðnaður 2.334 583 2.917 2.449 615 3.064 5. Byggingar 1.167 382 1.549 1.090 385 1.475 6. Verslun 1.352 383 1.735 1.628 494 2.122 7. Samgöngur 603 281 884 566 232 798 8.Bankarofl. 411 66 477 543 100 643 9. Þjónusta 2.508 862 3.370 3.202 1.049 4.251 Noröurland alls: 10.541 5.785 16.326 11.685 6.710 18.395 EFNAHAGUR STARFSGREINA SKULDIR 31/12.1986 EIGID FE KwXvJ HUFIRYGC.INC. SKIPA I SIAD BÓKF. VERDS HUNDRADSHLUTAR LANDBUNADUR MATVALAIDNADUR AL OG KISILRJARN HEILDVERSUN sjAvarútvegur efnaidnadur byggingarstarfsemi smAsöluverslun SIARFSGREINAR Fjölgun Fjölgun Hlutfall búsetu 1977/1987 1982/1987 1977 1982 1987 Höfuðborgarsv. 18.831 15,84% 8.498 6,73% 53,45% 53,63% 55,76% Noröurl.vestra 327 3,17% ( 124 1,15%) 4,64% 4,57% 4,30% Noröurl.eystra 1.131 4,56% ( 162 0,62%) 11,14% 11,08% 10,48% Norðurland 1.458 4,15% ( 286 0,78%) 15,78% 15,65% 14,78% -Kaupstaðir 3.356 15,94% 349 1,45% 9,46% 10,22% 9,87% -Hreppar (1.889 13,43%) ( 635 4,96°/o) 6,32% 5,44% 4,92% Hlutdcild landsvæðanna í fólksfjölgain j RcykjavíV ^ I önnur landssvæði Onnur landssvæöi RcvkjavfK 1982/87 Landbúnaður Fram yfir síðustu aldamót var landbúnaður stundaður með svip- uðum hætti og verið hafði frá upphafi byggðar í landinu. Atvinnuvegurinn hefurþví orðið að laga sig eftir nýjum aðstæðum og viðhorfum á fáum áratugum. Þverrandi landkostir vegna lang- varandi ofbeitar afrétta og úthaga ásamt nýrri tækni og möguleikum til ræktunar grasnytja, hafa hraðað þessum breytingum. Það hefur ver- ið í tísku að kenna sauðkindinni um ofbeit, uppblástur og gróður- rýrnun, en hrossabeit á þar ekki síður sökina. Hófleg beit er ekki talin valda landspjöllum. Þær þjóðir, sem áður keyptu af okkur afurðir á viðunandi verði, hafa stóraukið styrki og niður- greiðslur í sínum eigin landbúnaði, svo að markaðir hafa lokast vegna verðlags. Þó skal minnt á, að niðurgreiðslur annarra þjóða, hafa lækkað verð á kjarnfóðri. Samdráttur í hefðbundnum bú- greinum hefur þurft að koma til og nú er stefnt að framleiðslu, sem aðeins miðast við innanlands- neyslu. Ný búgrein, sem vonast var til að gæti fyllt upp í skarðið, hefur alveg brugðist og orðið að nýju fokdýru vandamáli. Þar á ég að sjálfsögðu við refi og fóðurstöðvar. Sérfræðingar hjá bændasam- tökunum segja mér, að ekki sé bein ástæða til að gera landshluta-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.