Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 8. október 1988 c§3Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 FORVAL Húsnæðisstofnun ríkisins, Laugavegi 77, Reykja- vík, mun á næstunni bjóða út í heildarútboði, innréttingu eigin skrifstofuhúsnæðis að Suður- landsbraut 24, Reykjavík. Vegna þessa hefur verið ákveðið að láta fara fram forval til þess að velja 4-6 verktaka sem verður boðið að taka þátt í lokuðu útboði sem fer fram í byrjun nóvember mánaðar. Verkið nær til allrar vinnu og útvegunar efnis, við að innrétta eignarhluta Húsnæðisstofnunar á 3. og 4. hæð auk hluta 5. hæðar, sem er alls u.þ.b. 1600 fermetrar. Verktaki tekur við húsnæðinu tilbúnu undir tréverk og skal hefjast handa þegar eftir undirritun verksamnings og skila því fullbúnu eigi síðar en 20.mars 1989. Helsu verkþættir: Lagning gólfefna Uppsetning kerfisveggja Flísalögn Uppsetning hreinlætisbúnaðar Uppsetning fastra innréttinga Uppsetning kerfislofta Raflagnir og Ijósabúnaður Leiðarar fyrir tölvukerfi Málun og hreingerning Þeim verktökum, sem hafa áhuga á að taka þátt í ofanskráðu útboði, er bent á að senda upplýsingar um getu sína og áhuga á að taka að sér framangreint verkefni,fyrirföstudaginn21. október n.k., merkt „Forval - Suðurlandsbraut 24“. Frekari upplýsingar og gögn varðandi forvalið verður hægt að fá hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar frá og með þriðjudeginum 11. október n.k. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins -ES/Ttmamynd Ámi Bjama Rjúpan í vetrarskrúða Þessi rjúpnahópur hefur síðustu í baksýn er Esjan þegar hvítklædd flestum skotveiðimönnum hlýtur daga haldið sig í grennd við Tíma- niður í miðjar hlíðar. að vera Ijóst er bannað að skjóta höllina í Árbæ. Alls eru um 25 Þessar rjúpur vita sem er að innan borgar- og bæjarmarka. rjúpur á ferðinni og flestar hafa senn hefst veiðitíminn, er hundruð Hópurínn var mjög spakur og þær klæðst vetrarskrúðanum, enda manna ganga á fjöll, vopnuð hagla- flaug ekki upp fyrr en Ijósmyndar- skammt að bíða þess að Vetur byssum. Þá getur veríð gott að inn var kominn í nokkurra metra konungur gangi í garð. Sem sjá má halda til í byggð, því eins og fjarlægð. Á miðrí mynd sést Tíma- höllin. Könnun á vegum Jafnréttisráðs um jafna stöðu karia og kvenna í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum: Lítið áunnist í jafnréttismálum Hjá Jafnréttisráði er lokið könnun á framkvæmd ákvæðis laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en hliðstæð könnun var gerð áríð 1986. Niðurstöðumar má túlka sem vísbendingu um hverju miðar að jöfnun valddreifingar milli karla og kvenna á þessu afmarkaða sviði, segir í tilkynningu frá Jafnréttisráði. Könnunin tók til fjölda þeirra kvenna og karla í hinum ýmsu nefndum, stjórnum og ráðum á veg- um ríkisins á árinu 1987. Könnunin leiddi í ljós að karlar eru 88,8% af öllum þeim sem hafa verið kosnir eða skipaðir í opinber ráð og neíndir, en konur hins vegar 11,2%. Samsvarandi tölur úr könnun þeirri sem gerð var 1986 og náði til kosn- inga og tilskipana árið 1985 eru 89% fyrir karla og 11% fyrir konur. Breytingarnar eru þvf óverulegar, segir í tilkynningunni. I niðurstöðum kemur einnig fram að konur er helst að finna í þeim nefndum, stjómum og ráðum sem fást við hin svokölluðu mjúku mál, þ.e. uppeldis- og félagsmál, en karla taka að sér efnahags- og atvinnumál- in. f nefndum kosnum af Alþingi eru 232 karla, en 24 konur. Árið 1985 var fjöldi þessara einstaklinga 188, eða 170 karlar og 18 konur. Konur sem hluti af nefndarmönnum 1987 er 9,4%. Til samanburðar má nefna að hlutfall norskra og danskra kvenna í opinberum ráðum og nefndum var 31%, sænskar konur voru 21% nefndarfulltrúa og finnsk- ar 14%. Að frumkvæði Jafnréttisráðs hef- ur félagsmálaráðherra óskað eftir því við ráðuneyti og ríkisstofnanir að þau geri jafnréttisáætlanir til fjögurra ára sem starfað verði eftir á tímabilinu 1. jan. 1989 til 31. des. 1992. Áætlanir þessar hafa að geyma markmið í jafnréttismálum, t.d. hvað varðar stöðuveitingar, launa- mál og tilnefningar í nefndir, stjómir og ráð. -ABÓ Fréttabréf afturkallað: Vill forðast misskilning Hætt var við dreifingu á Frétta- bréfi menntamálaráðuneytisins þar sem meginefni þess var kynning á ákvörðunum fyrrverandi mennta- málaráðherra sem vörðuðu undir- búning nýrrar aðalnámsskrár fyrir grunnskóla. Nýskipaður menntamálaráðherra áformaði breytingar í þeim efnum, og kynnti hugmyndir þar að lútandi. Þótti því ekki ástæða til að leggja í kostnað við dreifingu. Hins vegar geta þeir sem vilja sótt sér eintök til ráðuneytisins. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.