Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 8. október 1988 I DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Hjálpræðisherinn: Heimsókn og leiðtogaráðstefna Ofursti Edward Hannevik, aðalritari Hjálpraeðishersins í Noregi, Færeyjum og Islandi kemur ásamt konu sinni Margaret hingað til lands sunnudaginn 9. okt. Þá um kvöldið verður samkoma í Herkastal- anum í Reykjavík þar sem þau munu syngja og boða Guðs orð. Þriðjudagskvöld verður samkoma fyrir herfjölskylduna, en á miðvikudag hefst leiðtogaráðstefnan. Ráðstefnunni lýkur með opinberri samkomu í Herkastalnum á fimmtudagskvöld. Þau hjónin munu svo heimsækja Akureyri 15. og 16. okt. og halda samkomur þar. Kafteinn Daníel Óskarsson, yfirmaður Hjálpræðishersins í Færeyjum og á ísl- andi mun stjórna öllum samkomunum. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 8. okt. kl. 14. Spilað í Húnabúð, Skeifunni 17. Vetrarfagnaður félagsins verður laug- ardaginn 22. október í Félagsheimili Sel- tjarnarness. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsvist hefst í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 10. okt. nk. kl. 20.30. Spilað verður annan hvern mánudag, alls 5 kvöld. Veitt verða kvöldverðlaun og ein heildarverðlaun. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónustakl. 14. Kvenfélagskon- ur lesa lexíu og pistil. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti og stjórnandi örn Falkner. Sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 2. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnlaugur Garð- arsson. Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis Héraðsfundur Reykjavíkurprófasts- dæmis verður að þessu sinni haldinn úti í Viðey. Farið verður úr Sundahöfn kl. 15.30 með fyrstu fundargestina og síðan strax aftur með næsta hóp. Fundur hefst með kaffiboði Dómkirkjusafnaðarins, en síðan hefjast venjuleg héraðsfundarstörf. Héraðsfund sækja prestar, sóknarnefn- darfólk og starfsmenn safnaðanna. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Bústaðasókn Kvenfélag Bústaðakirkju heldur fund mánudag 10. okt. kl. 20.30 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Bræðrafélag Bútaðakirkju lieldur fund mánudag 10. okt. kl. 20.30 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Þjóðleikhúsið: HVAR ER HAMARINN? 1 dag kl. 15 frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík í Gamla bíú. Önnur sýning verður á morgun, sunnudag á sama tíma. Síðan verður hlé á sýningum til 22. okt. Leikurinn Hvar er hamarinn? byggir á einu Eddukvæða, Þrymskviðu, og prýða hann margir söngvar. Þetta er ærsla- og gleðileikur í þeim anda sem leikstjórinn ímyndar sér að forfeður okkar hafi skemmt sér. Leikritið var frumflutt á M-hátíð á ísafirði í júní 1987 og var farið í leikferð um Vestfirði það sumar. Höfundur er sem fyrr segir Njörður P. Njarðvík, tónlist samdi Hjáímar H. Ragnarsson, leikmynd og búninga hann- aði Sigurjón Jóhannsson, lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson og leik- stjórn hefur Brynja Benediktsdóttir með höndum. 1 aðalhlutverkum eru Örn Árnason, Randver Þorláksson, Lilja Þór- isdóttir og Erlingur Gíslason. Auk Hótel ísland: Sunnudagskvóld með Svavari Gests Á Hótel íslandi verður á sunnudags- kvöldum skemmtidagskrá undir stjórn Svavars Gests sem minnir á vinsælu útvarpsþættina Hans fyrr á árum. Svav- ar dregur gesti í spurningakeppni og bregður á glens, grín og gaman og hljómsveit Orvars Kristjánssonar leik- ur fyrir dansi. Markmið göngunnar er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Búið ykkur eftir veðrinu. Nýlagað molakaffi. Verkfræðideild HÍ: Um umhverfismál Þessar vikurnar er fluttur erindaflokkur uin umhverfismál á vegum verkfræði- deildar Háskóla íslands. Erindin eru flutt á mánudögum kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Nk. mánudag, 10. okt., flytur Ölafur K. Pálsson, fiskifræðingur, Hafrann- sóknastofnun erindi sem nefnist: Auð- lindir sjávar og nýting þeirra. Líffræðistofnun HÍ: Um líf í neðansjávarhellum Dr. Thomas M. Iliffe heldur fyrirlestur mánudaginn 10. október um líf í neðan- sjávarhellum í S-Kyrrahafi. Hann mun fjalla um nýja fundi á dýrategundum í neðansjávarhellum, líffræði þeirra og skyldleika við aðrar dýrategundir í haf- inu. Fyrirlesturinn verður haldinn á Líf- fræðistofnun, Grensásvegi 12, stofu G-6, kl. 16. Fundur í Þjóðfræðafélaginu Mánudaginn 10. okt. kl. 20 verður haldinn fundur í Þjóðfræðafélaginu í stofu 308 í Árnagarði við Suðurgötu. Jón Hnefill Aðalsteinsson greinir frá ráðstefnu um norræn trúarbrögð, sem haldin var í Noregi í sumar. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 9. okt.: Kl. 10. Hafnir - Staðarhverfi/gömul þjóðleið Ekið að Junkaragerði sunnan Hafna og gengið þaðan í Staðarhverfið. Þetta er létt gönguferð um sléttlendi en í lengra lagi. Verð kr. 1.000. Kl. 13. Hagafell - Gálgaklettur Ekið að Svartsengi og gengið þaðan. Verð kr. 800. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. ÚTIVIST Sunnudagur 9. okt. Kl. 8:00 Þórsmörk - Goðaland. Síðasta dags- og haustlitaferðin i Þórsmörk á árinu. Verð 1.200.- kr. Einnig skoðað Nauthúsagil. Kl. 13 Tóarstígur - ný gönguleið. Ný og skemmtileg gönguleið um sjö aðskildar gróðurvinjar í Afstapahrauni. Verð 800,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (I Hafnar- firði v/ Sjóminjasafnið og á Kópavogs- hálsi). Útivist, ferðafélag. Ferðafélag íslands: Myndakvöld Fyrsta myndakvöld vetrarins verður haldið miðvikudaginn 12. október og hefst stundvíslega kl. 20.30. Ath.: f vetur verða myndakvöld félags- ins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Á þessu fyrsta myndakvöldi kynnir Ferðafélagið Grænland og Færeyjar. 1) Salbjörg Óskarsdóttir sýnir myndir og segir frá ferð um Færeyjar á sl. sumri. 2) Karl Ingólfsson sýnir myndir frá ævintýra- legri ferð um Grænland. Aðgangur kr. 150. Allir velkomnir félagar og aðrir. Veitingar í hléi. Ferðafélag fslands. Hjálparsveit skáta: Attavitanámskeið Hjálparsveit skáta í Reykjavík gengst fyrir námskeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. Á námskeið- inu verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnað og ýmsan ferðaútbúnað. Námskeiðið stendur tvö kvöld, þriðjud. 11. okt. og fimmtud. 13. okt. Það verður haldið í húsnæði hjálparsveit- arinnar að Snorrabraut 60 jarðhæð, og hefst kl. 20 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.200. Nánari upplýsingar er að fá í Skátabúð- inni Snorrabraut 60. Sími 12045 og þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá sem ætla að taka þátt í námskeiðinu. Félag eldri borgara Opið hús í dag í Tónabæ frá kl. 13.30 -18.30. Ath. Dansinn fellur niður í kvöld. Opið hús í Goðheimuni Sigtúni 3 á morgun, sunnudag. Kl. 14: Frjálst spil og tafl. Kl. 20: Dansað til kl. 23.30. Opið hús í Tónabæ mánudaginn 10. okt. frá kl. 13.30. Félagsvist hefst kl. 14. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður í dag, laugardaginn 8. október. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Böm sýna á Kjarvalsstöðum í dag kl. 14 opna börn á dagvistarheim- ilum Reykjavíkurborgar myndlistasýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Sýningin stendur til 23. október. Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudag 9. okt. 1988 Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæm: is verður haldinn í Viðey sunnudag 9. okt. kl. 16:00. Árbæjarkirkja. Barnasamkoma í Folda- skóla í Grafarvogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10:30 árdegis. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku væntan- legra fermingarbama f guðsþjónustunni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigríð- ur Jónsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Mánudag: Kvenfélagsfundur kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Bræðrafélagsfundur á sama tíma. Miðvikudag: Félagsstarf aldr- aðra kl. 13-17. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan. Laugardag: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10:30. öll börn velkomin. Egill og Ólafía. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Miðvikudag 10. okt. kl. 13:30: Setning Alþingis. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Anders Josephsson. Fella- og Hólakirkja. Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Umsjón Guðmundur og Hólmfríður. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20:30. Þriðjudag: Samvera fyrir 12 ára börn kl. 17. Miðvikudag: Guðsþjónusta og altaris- ganga kl. 20. Sóknarprestar. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Sunnudagapóstinum dreift. Mikill söngur, foreldrar velkomnir með börnun- um. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Gylfi Jónsson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárasson. Sr. Eric Sigmar prédik- ar. Frú Svava Sigmar syngur einsöng. Mánudag: Messa á vegum Isleifsreglu kl. 20. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónustakl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 10. Landspítal- inn. Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja. Messa kl. 10. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Sóknarprestar. lijallaprestakall. Barnasamkoma kl. 11 f messuheimili Hjallasóknar, Digranes- skóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Kópavogs- kirkju. Ferming, altarisganga. Prestur Kristján Einar Þorvarðarson. Organisti Solveig Einarsdóttir. Kór Hjallasóknar syngur. Fermd verða systkinin Ingibjörg Gestsdóttir og Áskell Gestsson, Engi- hjalla 11, og Þórður Ægir Bjarnason, Borgarholtsbraut 55, Kóp. Sóknarprest- ur. Kársnesprestakall. Laugardagur: Aðal- fundur Kársnessóknar verður í Borgum í dag laugardag8. okt. kl. 15. Sunnudagur: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Sóknarnefndin. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson, cand. theol., og Jón Stefáns- son sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefnd- in. Laugarnesprestakall. Laugardag 8. okt.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag: Messa kl. 11 í Laugarnes- kirkju. Altarisganga. Barnastarf. Fundur fyrir foreldra fermingarbarna strax eftir messu. Kaffi ákönnunni. Sóknarprestur. Neskirkja. Laugardag: Samverustund aldraðra kl. 15. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ölafur Jóhannsson. Mánudag: Æskulýðsfundur fyrir 12 ára börn kl. 18. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19:30. Þriðjudag: Æskulýðs- fundur fyrir 10-11 ára kl. 17:30. Þriðju- dag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18:20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Órganisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. Seltjarnarneskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Organisti Sighvatur Jónasson. Sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Stokkseyrarkirkja. Barnamessa kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÚTVARP/SJÓNVARP © Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 8. oktober 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guöni Gunnarsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Þulur velur og kynnir tónlist. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. 9.00 Fróttir. 9.03 Lftli barnatíminn. „Hinn „rétti“ Elvis“ eftir Mariu Gripe í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (4). (Einnig útvarp- að um kvöldið kl. 20.00). 9.30 Innlent fréttayfirlit vikunnar 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Sígildir morguntónar. a. „Kije hershöfð- ingi“, sinfónísk svíta op. 60 eftir Sergei Prokof- iev. Sinfóníuhljómsveitin í Chicago leikur; Claudio Abbado stjórnar. b. Leslie Howard leikur á píanó smálög eftir Rossini, Busoni, Gershwin, Reger og Bach. 11.00 Tilkynningar. 11.05 í liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 12.00Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tónlist. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 9.30). 16.30 Leikrit: „Óveður“ eftir August Strindberg í útvarpsgerð Jóns Viðars Jónssonar sem jafnframt er þýðandi og leikstjóri og flytur formálsorð. Leikendur: Erlingur Gíslason, Þor- steinn Gunnarsson, Jón Hjartarson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Baldvin Halldórsson, Sigurveig Jónsdóttir og Arnar Jónsson. (Einnig útvarpað nk. þriðjudags- kvöld kl. 22.30). 18.00 Gagn og gaman. Hildur Hermóðsdóttir fjallar um brautryðjendur í íslenskri barnabókaritun. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30Tilkynningar. 19.35 „... Bestu kveðjur". Bréf frá vini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem flytur ásamt Róbert Amfinnssyni. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Lltll barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 14.05). 21.00 í gestastofu. Stefán Bragason ræðir við Jónas Jóhannsson tónlistarmann á Egilsstöð- um. (Frá Egilsstöðum). (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 15.03). 21.45 íslenskir einsöngvarar Magnús Jónsson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson og Þórarin Guðmundsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanóið. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi undir stjóm Hönnu G. Sigurðardóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Jón Öm Marinósson kynnir sígilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur notalega tónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnir dagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Dagbók Þorsteins Joð - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður léttum lögum á fóninn. Gestur hennar að þessu sinni er Gestur Guð- mundsson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á líflð. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 8. október 13.30 Fræösluvarp. Endursýnt Fræðsluvarp frá 3. og 5. okt. sl. 15.00 Hlé. 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Mofli - síðasti pokabjörninn. (Mofli - El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir böm. Leikraddir Amar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Þýðandi Steinar V. Áma- son. 19.25 Barnabrek. Umsjón Ásdís Eva Hannesdótt- ir. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í átta þáttum. Aðalhlutverk Paul Eddington, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Maður vikunnar' 21.15 Lifi Lucy (We Love Lucy) Upprifjun eftir- minnilegra atriða úr sjónvarpsþáttum banda- rísku leikkonunnar Lucy Ball. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 22.50 Barátta eða bræðralag (Benny’s Place) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1982. Leikstjóri Michael Schultz. Aðalhlutverk Louis Cossett, Jr. og Ciceli Tyson. Roskinn blökkumaður lítur um öxl yfir farinn veg er hann sér fram á breytta hagi. Hann sætir niðurlægingu en reynir að sætta sig við hlutskipti sitt. Þýðandi Kristín Árnadóttir. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.25 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filma- tion. 08.50 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Teikni- mynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. World- vision. 09.00 Með afa. Það er glatt á hjalla hjá afa og páfagauknum, honum Pása. Afi leikur lát- bragðsleik, les sögu og tekur lagið. Myndimar sem afi sýnir í þættinum eru Depill, Emma litla, Skeljavík, Selurinn Snorri, Óskaskógur, Toni og Tella, Feldur og fleiri. Allar myndir sem börnin sjá með afa eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. 10.30 Penelópa punturós. The Perilsof Penelope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv- arsson. Worldvision. 10.55 Eínfarinn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Filmation. 11.20 Ferdinand fljúgandi. Leikin bamamynd um tíu ára gamlan dreng sem getur flogið. Þýðandi: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. WDR. 12.10 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu dansstaðir Bretlands heimsóttir og nýjustu popplögin kynnt. Musicbox 1988. 12.45 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Joumal Endursýndur þáttur frá síðastliðnum fimmtu- degi. 13.10 Skjöldur morðingjans. Badge of the As sassin. Spennandi leynilögreglumynd byggð á metsölubók Roberts K. Tanabaum. Aðalhlut- verk: James Woods, Yapphet Kotto, Larry Riley og David Harris. Leikstjóri: Mel Damski. Fram- leiðendur: Dan Blatt og Bog Singer. Þýðandi: Þórdís Bachman. Columbia 1985. Sýningartími 95 mín. 14.45 Ættarveldið. Dynasty. Peter hefur verið settur í fangelsi, ákærður fyrir eiturlyfjasmygl og Fallon liggur lömuð á sjúkrahúsi. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 15.35 Bílaþáttur Stöðvar 2. Endurtekinn þáttur þar sem Citroen Ax bifreið er reynsluekið og gefin umsögn um Toyota Corolla. Umsjón og kynning: Birgir Þór Bragason og Sighvatur Blöndahl. Stöð 2 1988. 15.55 Ruby Wax. Leikkonan og Ijósmyndafyrirsæt- an Margaux Hemingway, Ijósmyndafyrirsætan Tasmin Khan, leikkonan Marika Rivera sem margir kannast við úr myndum Fellinis og slúðurdálkahöfundurinn John Lahr verða gestir Ruby Wax í þessum þætti. Channel 4/NBD. 16.35 Heil og sæl. Heilbrigt líf. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum miðvikudegi. Kynnir: Salvör Nordal. Umsjón og handrit: Jón Óttar Ragnars- son. Dagskrárgerð: Sveinn Sveinsson. Fram- leiðandi: Plúsfilm. Stöð 2. 17.05 íþróttir á laugardegi. Úrslitaviðureign í fyrsta keilumótinu af átta sem Stöð 2 mun sýna frá í vetur. Keilumótið verður á dagskrá mánað- arlega og eru keppendur sterkustu keiluspilarar landsins. Keppnin fer fram í Keilusalnum í öskjuhlíð. Einnig verður litið yfir íþróttir helgar- innar og úrslit dagsins kynnt. Umsjón: Heimir Karlsson. 18.00 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 18.10 (þróttir á laugardegi frh.________________ 19.1919.19 Lifandifréttafiutningurásamtumfjöllun um málefni líðandi stundar. 20.30 Verðir laganna. Hill Street Blues. Spennu- þættir um líf og störf á lögreglustöð í Bandaríkj- unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel Travanti og Veronica Hamel. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. NBC. 21.25 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarieikhúsinu. Stöð 2.____________ 21.35 Hrói og Maríanna. Robin and Marian. Robin Hood og Litli Jón eru lausir undan yfirráðum Ríkharðs konungs Ijónshjarta þegar hann er felldur að lokinni þeirra síðustu krossferð. Aðalhlutverk: Sean Connery, Audrey Hepburn og Robert Shaw. Leikstjóri: Richard Lester. Framleiðandi: Dennis O’Dell. Columbia 1976. Sýningartími 110 mín. Aukasýning 18. nóv. 23.25 Heimsbíkarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarieikhúsinu. Stöð 2. 23.35 Saga rokksins. The Story of Rock and Roll. Þátturinn er að þessu sinni helgaður bresku rokki og meðal þeirra sem fram koma eru The Beatles, Rolling Stones, Hollies, Kinks, Ani- mals, Who, Traffic, Cream, Joe Cocker, Rod Stewart, Pink Floyd, Genesis og Phil Collins. Þýðandi: Björgvin Þórisson. LBS. 00.00 Krydd í tilveruna. A Guide for the Married Man. Látlaus og hamingjusamlega giftur maður fær skyndilega þá hugdettu að halda framhjá eiginkonu sinni. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Inger Stevens, Robert Morse, Sue Anne Langdon, Lucille Ball, Jack Benny, Art Carny, Joey Bishop, Sid Caesar, Jayne Mansfield, Terry-Thomas o.fl. Leikstjóri: Gene Kelly. Framleiðandi: Frank McCarthy. 20th Century Fox 1967. Þýðandi: Ásthildur Sveins- dóttir. Sýningartími 85 mín. Aukasýning 19. nóv. 01.30Blóðug sólarupprás. Red Dawn. Spennu- mynd sem segir frá nokkrum ungmennum sem berjast gegn Rússum þegar þeir ráðast inn í Bandaríkin. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, C. Thomas Howell og Lea Thompson. Leikstjóri: John Milius. Framleiðendur: Buzz Feitshans og Barry Beckerman. Þýðandi: Björn Baldursson. MGM 1984. Sýningartími 110mín. Ekkiviðhæfi barna. 03.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.